Tíminn - 15.07.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.07.1994, Blaðsíða 10
10 Föstudagúrl S. júÚ 1994 1 KOI l~l frC. • KRISTjÁN GRÍMSSON • | 1 w 1 R WorldCup USA94' HM- # % molar ... Hristo Stoichkov komst upp að hlib Olegs Salenko sem markahæsti leikmaöur HM, þegar hann skoraði gegn ítöl- um. Stoichkov getur komist upp fyrir Salenko með því að skora gegn Svíum á morgun. ... Roberto Baggio, Romarioog júrgen Klinsmann hafa gert 5 mörk og þeir tveir fyrrnefndu því enn í baráttunni um marka- kóngstitilinn. Martin Dahlin og Kennet Andersson hafa skorað 4 mörk. ... Brasilía varð síðast HM- meistarar 1970 og sigruðu þá einmitt ítali, sem urðu síðast meistarar 1982. ... Ítalía og Brasilía hafa bæði unnið HM-titilinn þrisvar sinn- um og leikurinn á sunnudaginn verður því sögulegur, því liðið sem stendur uppi sem sigur- vegari hefur þá oftast hampað titlinum sem besta lið heims. ... Brasilía átti 26 skot að marki Svía í undanúrslitaleik liðanna, á meðan Svíar náðu aðeins að ógna brasilíska markinu með þremur skotum. ... Svíar höfðu mætt Brasilíu sex sinnum áður, en aldrei náð að sigra. ... HM-keppnin í Bandaríkjun- um hefur verið paradís veðm- angara og segja starfsmenn á þeim vettvangi að þessi keppni sé mesti veömangsatburður fyrr og síðar. ... ítalir eru sagðir hafa 5-4 líkur á að vinna, sem þýðir að fyrir þær fjórar krónur, sem veðjað er á þá, fást fimm til baka. Afar óhagstætt er hins vegar að veðja á Brasilíu fyrir úrslitaleik- inn, því fyrir hverjar 11 krónur, sem tippað er á þá, fást aðeins 10 til bakal ... Romario segir að í því liöi, sem stendur uppi sem sigur- vegari á sunnudag, verði leik- maður mótsins. ... Sænskir fjölmiðlar sögðu 1 -0 tap gegn Brasilíu vera góðan árangur og ekkert til að skammast sín fyrir, miðað við hvernig leikurinn þróabist. ... ítalir töpuðu fyrsta leik sín- um í úrslitakeppninni fyrir írum og fór sá leikur einmitt fram á East Rutherford vellinum þar sem ítalir unnu svo Búlgari í fyrradag. „Þetta sýnir bara að ekkert er öruggt," sagði Sacchi, þjáifari ítala. ... Costacurta, varnarmaðurinn snjalli hjá ítölum, verðuríbanni gegn Brasilíu vegna tveggja gulra spjalda. Hann tók því ekki þátt í gleðinni eftir sigurinn á Búlgörum. Hann hefurekki ver- ið mjög heppinn þegar stór- leikir eru á annab borð, því hann var líka í leikbanni þegar félagslib hans, AC Milan, lék til úrslita gegn Barcelona í vor í Evrópukeppni meistaraliba. ... Stoichkov skoraði úr víti, sem dæmt var eftir að Costac- urta braut á leikmanni Búlgara. ítalinn handlék síðan boltann innan vítateigs í seinni hálfleik, en var heppinn ab fá ekki dæmt á sig annaö víti. ... Franco Baresi missti líka af leiknum gegn Barcelona, en Sacchi þjálfari vildi ekki útiloka að Baresi léki gegn Brasilíu. Sagbi hann þab þó hæpinn möguleika. Romario gerbi gæfumuninn — Brasilíumenn mœta ítölum í úrslitaleiknum 24 ára bib Brasilíumanna eftir ab komast í úrslitaleikinn á HM í knattspyrnu er loks á enda runnin. Þeir sigrubu Svia í und- anúrslitum 1- 0 og enn einu sinni var þab Romario sem gerbi gæfumuninn, en hann skorabi sigurmarkib meb glæsi- legum skalla af markteig seint í síbari háifleik. ítalir unnu Búlg- ara sannfærandi, 2-1, og fara því í úrslitaleikinn á sunnudag- inn gegn Brasilíumönnum. Brasilía hafbi mikla yfirburbi í leiknum og þá helst í fyrri hálf- leik, þegar þeir fengu hvert daubafærið á fætur öbru. Ekki tókst þeim ab skora og var Thom- as Ravelli, markvörður Svía, helsta ástæban fyrir því. Um miðjan seinni hálfleikinn var Jon- as Thern rekinn af velli fyrir ab gefa Dunga olnbogaskot í andlit- ib. Virtist það þó, eftirá, frekar óabgætni en ásetningur. Vib þab jókst pressan á sænska markib og Romario skorabi síban markib á 80. mínútu eftir góba fyrirgjöf frá Jorginho. Var þetta 5. mark hans í keppninni. Draumi Svía um ab komast í úrslitaleikinn í fyrsta skipti frá 1958 var því lokib. „Vib áttum 29 skot að marki, en 1- 0 sigur gaf ekki rétta mynd af yfirburbum okkar í leiknum. Leik- urinn var okkar frá upphafi til enda, en eina vandamálib var að koma boltanum í netib," sagði Pareira, þjálfari Brasilíumanna. Tommy Svensson, þjálfari Svía, sagði lib sitt ekki hafa náb sér eft- ir leikinn gegn Rúmenum í 8-liða úrslitum. „Allt of skammt var lið- ið frá því við spiluðum síbast og þab bætti ekki úr skák að nokkrir leikmenn gátu ekki beitt sér ab fullu vegna meibsla. Ef vel á ab ganga gegn libi eins og Brasilíu þurfa allir ab vera í 100% formi," sagði Svensson eftir leikinn og bætti því vib að þab hefbi ekki komið honum á óvart þegar Brassar skoruðu. Roberto Baggio skorabi bæbi mörk ítala með fimm mínútna millibili í fyrri hálfleik gegn Búl- görum og lagði þá grunninn ab sigrinum. Þrátt fyrir ab Hristo Sto- ichkov hafi skorað úr víti rétt fyr- ir hlé, komust Búlgarir aldrei nægilega inn í leikinn í seinni hálfleik til ab skapa sér hættuleg færi og ítalir mæta því Brasilíu í úrslitum. Búlgarir leika gegn Romario skoraöi sigurmark Brasilíu gegn Svíþjóö og kom þeim í fyrsta skipti í úrslitaleikinn síöan 1970. Svíum á laugardag um þriðja sæt- ib. „Vib spilubum frábæran fyrri hálfleik, sérstaklega fyrstu 35 mínútur, og kannski áttum vib skilið meiri forystu. Síban kom vítib, hitinn og hæfileiki and- stæbinga okkar, sem gerbi hlutina erfiða fyrir okkur," sagbi Arrigo Sacchi, þjálfari ítala. „Vib getum ekki kennt vörninni um mörkin sem Baggio gerði, sem hann gerbi frábærlega, en vib get- um ekki litið framhjá vítunum tveimur sem vib áttum að fá í seinni hálfleik," sagbi Dimitar Penev, þjálfari Búlgara, eftir leik- inn. ■ Atli Eövaldsson um leik ÍA og KR í Mjólkurbikarkeppninni í kvöld: Tímamótaleikur íslands- og bikarmeistarar Skagamanna mæta KR-ingum í 16-liba úrslitum Mjólkurbikar- keppninnar í kvöld á Akranesi og óhætt ab fullyrba ab þar sé mikilvægur leikur á ferbinni. Tíminn hafbi samband vib Atla Ebvaldsson, sem þjálfabi KR í fyrra, en þá mættust þessi sömu lib í 4-Iiba úrslitum á KR-velli. „Ég held ab þetta sé tímamóta- leikur fyrir KR í þá veru ab þeir geti sýnt ab hægt sé ab slá Skaga- menn út. Það gerist ekkert hjá KR, þó leikurinn tapist. Gubjón Þórb- arson, þjálfari KR, er bara á fyrstu mánuðum samningsins og þetta er hans tími til að læra og þab verbur þá haidib áfram að byggja upp fyrir komandi tímabil, ef þetta klikkar í kvöld. Tímabilið er samt ekki búið þó leikurinn tap- ist, því markmiðið núna er að stefna á Evrópusæti, enda einung- is 5 stig í 2. sætið. Svo má fara aö hugsa um titilinn. Ég er samt á því að KR vinni þennan bikarleik, 0-1, eftir framlengingu og dæmiö snýst því við frá í fyrra," sagði Atli Eðvaldsson. Um aðra leiki spáöi Atli FH-ing- um 2-1 sigri á Grindvíkingum, Stjarnan vinnur KA 2-0 og leikur Vals og Fram fari í framlengingu og vítakeppni þar sem væri ómögulegt að spá í lokaniöur- stöðu. ■ Cantona handtekinn Franski knattspyrnumaðurinn hjá Manchester United lenti heldur illa í því rétt fyrir leik Svía og Brasilíumanna í fyrradag. Can- tona, sem var aö hjálpa franska sjónvarpinu við lýsingar á leikn- um í Bandaríkjunum, lenti í hörkurifrildi við starfsmann blaðamannastúkunnar um ab- stöðuna. Það endaöi með smástympingum og því að sá síö- amefndi kallaði til lögreglu, sem handjárnabi Cantona eins og skot. Guido Tognoni hjá FIFA kom Cantona til bjargar og var honum sleppt skömmu eftir handtökuna. Cantona var fúll mjög eftir þetta atvik. Hann lýsti ekki leiknum hjá sjónvarpsstöð- inni og neitaði að tjá sig um mál- iö við fréttamenn. Líklegast verða engir eftirmálar af þessu máli. ■ Landsmót UMFÍ: Skarphéöinn oftast allra liða Þegar skobuð eru úrslit síðustu landsmóta allt frá 1914, kemur í ljós að HSK hefur oftast allra liöa borib sigur úr býtum í heildarstigakeppninni eða alls 11 sinnum. UMSK kemur næst með fjóra sigra á landsmótun- um. En lítum nánar á hvaða lib hafa lent í þremur efstu sætun- um í stigakeppninni frá upp- hafi, að undanskildum árunum 1909 og 1911 en þá var eiginleg stigakeppni ekki vibhöfð: Ár 1. sæti 2. sæti 3. sæti 1914 UMFR Fram UMFHrun. 1940 UMSK UMSB HSK 1943 UÍA HSÞ UMSB 1946 HSÞ UÍA HSK 1949 HSK HSÞ UMSB 1952 HSK UÍA HSÞ 1955 HSK UÍA UMSE 1957 HSK UMFK UMSE 1961 HSK HSÞ UMSE 1965 HSK HSÞ UMFK 1968 HSK HSÞ UMSK 1971 HSK UMSK HSÞ 1975 UMSK HSK HSÞ 1978 UMSK HSÞ UÍA 1981 HSK UMSK UÍA 1984 HSK UMSK UÍA 1987 HSK UMSK UMFN 1990 UMSK HSK UMSE Fyrsti gullhafinn í Lýöveldishlaupinu Sextugasti þátttökudagurinn í Lýöveldishlaupinu var 13. júlí síbastlibinn. Þá hafði fjöldi manna unniö til brons- og silf- urverðlauna eða alls um 2000 manns. Bronsverðlaun fá þátt- takendur ef þeir hlaupa 30 sinn- um, en ef þeir hlaupa 40 sinn- um þá er silfrið þeirra. Þeir sem Anna Margrét jóhannesdóttir, verkefnisstjóri Lýöveldishlaupsins, veitir Þóri jónssyni gullmerki fyrír þátttöku í Lýöveldishlaupinu. hafa hlaupið, gengiö eba skokk- aö 3km hvern dag síðan hlaupiö hófst þann 15. maí, eiga nú rétt á gullverðlaununum og fyrstur til ab hljóta þau var enginn ann- ar en Þórir Jónsson, formaöur UMFÍ. Þess má geta aö þátttökustaður fyrir Lýöveldishlaupib verbur settur upp á Landsmótinu á Laugarvatni sem hófst í gær, og um helgina munu frægir kappar eins og þolfimikappinn Magnús Scheving leiba hlaupib. ■ I kvöld 16-liba úrslit Mjólkurbik- arkeppninnar ÍA-KR..............kl. 20 Valur-Fram (Hlíbare.) kl. 20 Grindavík-FH.......kl. 20 KA-Stjarnan........kl. 20 2. deild karla Þróttur N.-Selfoss.kl. 20 3. deild karla UMFT-Reynir S......kl. 20 UMFS-Völsungur....kl. 20 4. deild karla Grótta-UMFA........kl. 20 Ægir-Ökkli ........kl. 20 Léttir-Framherjar .kl. 20 SM-Þrymur..........kl. 20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.