Tíminn - 03.08.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.08.1994, Blaðsíða 7
Mibvikudagur 3. agust 1994 mu fl- Djúpavík á Ströndum Það var hálf draugaleg birta í loftinu þegar Gunnar Sverrisson, ljósmyndari Tímans, var á ferð- inni á Djúpavík á Ströndum um helgina. Á þessum staö sem má muna fífil sinn fegurri er nú rekin þjónusta fyrir ferðamenn á sumr- in. Á árunum 1934 - 1935 var reist stór síldarverksmiöja á Djúpavík, sem varö þungamiðja mannlífs og atvinnulífs á staðnum næstu árin á eftir. Rekstur hennar stóð í blóma í tíu ár, eða þar til síld hvarf úr Húnaflóa.. Verksmiðj- unni var síðan endanlega lokað árið 1954. Mannlífiö á Djúpavík er einung- is svipur hjá sjón frá því sem það var fyrir 60 árum þegar bjartsýnir menn réðust í að reisa stóribju þess tíma. En hrikaleg náttúran breytist lítiö og ferðamaðurinn andar að sér sögunni við hvert fótmál. Timamyndir GS Liöur í því að gera kerfib opnara Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hefur ákvebib ab fram skuli fara forkönnun á nokkrum þáttum þeirrar stjórnsýslu sem heyrir beint undir borgarstjóra. í henni á ab gera úttekt á stjórnunar- og bobleibum innan kerfis- ins, verklagsreglum um hvernig farib skal meb upp- lýsingar og um hvernig ákvarbanir borgarstjóra skuli framkvæmdar. Ingibjörg Sólrún segir ab ástæba þess aö hún hafi óskab eftir könnuninni sé m.a. sú að hvorki sé til staðar skipurit yfir starfsemi rábhússins né starfs- lýsingar fyrir þá embættismenn sem heyri beint undir borgar- stjóra. Ingibjörg Sólrún segir ab hún hafi ekki orbib vör vib tregbu innan stjórnkerfisins varbandi framkvæmd ákvarb- ana sinna en henni þyki í sum- um tilvikum óljóst hver beri ábyrgðina og hver eigi ab sjá um framkvæmdina. Forkönnunin er unnin á veg- um borgarstjóra sem hefur falib Stefáni Jóni Hafstein verkstjórn fyrir sína hönd. Honum er falib ab athuga núverandi skipan kerfisins og koma meb tillögur til úrbóta. Forkönnunin á einn- ig ab sýna hvort þörf sé á heild- arúttekt á stjórnsýslu á skrif- stofu borgarstjóra eba einstök- um þáttum hennar. Vinna ab könnuninni hefst fljótlega og eiga niburstöður hennar ab liggja fyrir í haust. ¦ Ástand fjallvega _______ar.r.a.1^' '"____i_______ Allir helstu hálendisvegir færir Ástand fjallvega á hálendinu ergott, þótt þeir hafi sums stabar verib opnabir nokkru seinna en venjulega vegna kulda íbyrjun sumars. Eina skyggba svœbib á kortinu er á Landmannafrétti, en allar abrar fjallabaksleibir eiga nú ab vera fœrar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.