Tíminn - 05.08.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.08.1994, Blaðsíða 5
Föstudagur 5. ágúst 1994 PwBwl 5 Guöbjörn Jónsson: Hvab varö af tækifærunum? Af hverju er efnahags- ástandið hjá okkur jafn slæmt og það er, eftir að hafa um árabil verið með hvað hæstar þjóðartekjur á mann, ef miðað er við þau lönd sem við berum okkur helst saman við? Hvaöa öfl eru það sem í raun hafa spillt fyrir sameiginlegum árangri heildarinnar, af þessu uppgangstímabili í tekjuöflun þjóðfélagsins? Eru þau þekkt? Eða hafa menn ekki leitt hug- ann að því hvers vegna við ná- um ekki sambærilegum árangri og aðrar þjóðir, sem í raun ættu að hafa minni möguleika til að ná árangri? Grundvallarskekkjan Segja má að hér sé á ferðinni grundvallarskekkja í hugsunar- hætti, þar sem hugsun í tengsl- um við afkomu atvinnurekst- urs, er ekki tengd langtímaáhrif- um á afkomu þjóðfélagsins, heldur viröist drifin áfram af afli sem kenna má við græðgi. Þannig má segja að skoðun á af- komugrundvelli fyrirtækja fari eingöngu fram á huglægu sviði, þar sem „fræðimenn", með mjög mismunandi bakgrunn raunverulegrar þekkingar, verða áhrifavaldar í ferli fram- kvæmda. Ef sagan er skoðuð tvo áratugi aftur í tímann, eða svo, kemur í ljós að það em mun fleiri tækifæri til uppbyggingar sem glatast vegna grundvallar- skekkju í hugsun, við undirbún- ing og fyrstu skrefin í fram- kvæmd og rekstri, heldur en þau tækifæri sem frá upphafi voru röng og gátu ekki gengið upp. Með nokkrum rökum má því segja, að það hafi verið græðgi sem spillti fyrir hags- munum þjóðfélagsins af þess- um tældfærum. Markmiðið viröist ekki hafa verið sett á langtíma uppbyggingu innan þjóðfélagsins, heldur að ná sem fyrst til sín miklum fjármunum og völdum, til þess að gera sig gildandi í peningalegri sam- keppni innan áhrifaafla þjóðfé- lagsins. Aö byggja á sandi í merkri bók, sem við berum flest mikla virðingu fyrir, er sagt að vitur maður byggi hús sitt á bjargi, en heimski maðurinn byggi hús sitt á sandi. Síðan er varanleiki þessara bygginga- staða borinn saman. Einhvern veginn virðist mér, að þrátt fyrir að meginþorri ís- lensku þjóðarinnar telji sig trúa á kenningar þessarar bókar, sé mönnum að mestu leyti fyrir- „ Við höfum því jafht og þétt verið að auka hlut- deild erlendra fjár- magnseigenda í af- rakstri auðlinda okkar, en að sama skapi verið að draga úr þeim hlut afafrakstri auðlind- anna, sem fer til við- halds fjárstreymis inn- an okkar eigin þjóðfé- lags. Trúlega mun sag- an kalla þetta nýjar leiðir til þrœlahalds, þar sem fólk var látið skuldsetja sig svo að það gœti illa barist fyrir bœttum kjörum, vegna þunga afborgana af lánsfé." VETTVANGUR munað að geta útfært kenning- ar hennar yfir í gjörðir sínar. Ef við lítum aðeins á það sem að framan er sagt, og berum það saman við þessar kenningar, sjáum við fljótt hve það er í raun auðvelt að tileinka sér þessi hugtök og hve áhrifarík þau eru.‘ Ef við segjum að í framan- greindum tilfellum væri lang- tímahagnaður þjóðfélagsins, „bjargið" sem hygginn maður byggir fyrirtæki sitt á, er auövelt að sjá hve margir hafi hugsað til þessara grundvallaratriða við útfærslur sínar, og hve margir voru í raun í hlutverki heimska mannsins í hinni merku bók. Óhætt er að segja að hér hafi miklir örlagavaldar verið á ferð, því ekki munu koma aðrir eins uppgangstímar í heiminum á næstunni, eins og þeir tímar sem liðnir eru á síðustu áratug- um. Varanleikinn í íslenskt þjóðfélag verður því ekki sóttur til annarra landa, heldur fyrst og fremst með varanlegum langtímamarkmiðum í því sem við erum að gera, og meö vak- andi sjón á því að hagnaður sé af því, fyrir framtíðarhagsmuni þjóðarinnar sem heildar. Hvert fer aröurinn af erfiöinu? Ekki verður mælt á móti því, að verulegum fjármunum hefur verið varið til upbyggingar og tæknivæðingar í atvinnulífi okkar á undanförnum áratug- um. Þegar hins vegar varanleik- inn, þ.e. „bjargiö" undir breyt- ingunum, er skoöaö, kemur í Ijós að í flestum tilfellum hefur gleymst að gera ráð fyrir hagn- aði þjóðfélagsins af breytingun- um. Ríkjandi þema í þessum breytingum hefur einkum verið að færa til streymi fjármagnsins. Færa það frá því að streyma til vinnandi manna í umhverfi viðkomandi atvinnugreinar, til framleiðenda tækniframfara, og ávöxtunaraðila fjármuna. Til þess að ná betri árangri við markaðssetningu þessara nýj- unga, hafa framleiðendur kynnt þær sem stór stökk inn í nýja og breytta tíma. Þetta hefur verið gert til þess að fanga betur hug „fórnarlambanna", þ.e. þeirra rekstraraðila sem kaupa áttu tæknina, heldur en ef breyting- in hefði verið kynnt í smærri en viðráðanlegri áföngum. Auk þess er oftast unnið að þessum tækninýjungum með lánsfjár- magni, sem endurgreiðast þarf á skömmum tíma, eftir að mark- aðssetning er hafin. Þar koma aftur ávöxtunaraðilar fjármagns við sögu. Þegar við skoðum þessa þróun í þessu samhengi, er ekki erfitt að skilja þann samdrátt sem orðið hefur hér í fjárstreymi um þjóðfélagið. Eftir því sem tækn- in hefur aukist, innleidd með lánsfjármagni, hefur aukist kraf- an um meiri afköst fyrirtækja, og auknar tekjur, til þess að standa undir auknum útgjöld- um vegna þessarar nýju tækni, aö þjóðfélagið nyti hagnaðar af framtakinu. Afkomugrundvelli fyrirtækja var það þröngur stakkur skorinn, að þau höfðu ekkert fjárhagslegt bolmagn til þess að ráðast í slíkar fjárfesting- ar. Þegar ferlið í gegnum þessa síð- ustu áratugi er skoðað í þessu ljósi, er ljóst að aukin sókn í auölindir þjóðarinnar, bæði til lands og sjávar, hefur eki verið til þess að auka hagsæld í þjóð- félaginu, heldur fyrst og fremst til þess að auka hlut fjármagns- eigenda í brúttóinnkomu, af af- rakstri auðlindanna. Til þess að villa um fyrir al- menningi, var veitt auknu láns- fjármagni út í daglega neyslu- veltu almennings, svo hægt væri að segja við fólk: sko, sjáið þið hvað þetta er hagkvæmt, þiö hafið mikið rýmri fjárráð af því að við geröum þessar breyt- ingar. Niðurstaðan varð því sú, að al- menningur tamdi sér dýrari lífs- stíl en afkomugrundvöllur var fyrir, og notaði til þess lánsfé frá fjármagnseigendum. Er heimskan í aöalhlutverki? Þegar þess er gætt að sparifé landsmanna brann upp í verð- bólgu, þar sem „hagsýnir" aðil- ar nýttu sér afrakstur af eljusemi og sparnaði þeirra sem á undan þeim höfðu gengið, til þess að bæta eignastööu sína, er ljóst að allar þessar fjárfestingar voru gerðar fyrir erlent fjármagn. Við höfum því jafnt og þétt verð að auka hlutdeild erlendra fjár- magnseigenda í afrakstri auð- linda okkar, en aö sama skapi verið aö draga úr þeim hlut af afrakstri auðlindanna, sem fer til viðhalds fjárstreymis innan okkar eigin þjóðfélags. Trúlega mun sagan kalla þetta nýjar leiðir til þrælahalds, þar sem fólk var látið skuldsetja sig svo að það gæti illa barist fyrir bætt- um kjörum, vegna þunga af- borgana af lánsfé. Þegar allir þessir þættir eru skoðaöir í samhengi, er ekki hægt annaö en að taka undir spurninguna með bandaríska hagfræðingnum John Kenneth Galbraith, þar sem hann spyr hvort heimskan hafi veirð í að- alhlutverki hjá hagfræðingum síðustu áratuga. Honum virðist að svo sé, ekki síst vegna þess hve menn seilist langt til þess að víkja sér undan rökréttum ákvörðunum. Hann veltir því einnig fyrir sér hversu stórt hlutverk hugsunarleysi hefur leikið í efnahagssögunni. Með hliðsjón af framansögðu, tel ég að okkur væri afar hollt að velta því einnig fyrir okkur, og skoða af vandvirkni þær leiðir sem hugsanlegar eru til varanlegrar afkomu fyrir þjóðfélagið okkar, sem fyrst og fremst gætu borið í sér bætt kjör almennings. 26. júlí 1994 Höfundur er skrifstofumaöur Alda Helen Sigmundsdóttir: Sérviska Aforsíðu Morgunblaösins sunnudaginn 23. júlí gat að finna pistil sem bar tit- ilinn „Sérviskan er heilsusam- leg". Þar var greint frá breskum sálfræðingi, David Weeks að nafni, sem rannsakað hefur sér- vitringa og hefur flestum til undmnar fundiö að þeir em langlífari, hamingjusamari og heilbrigðari en annað fólk. Það var aldeilis léttir að fá það stað- fest í helsta dagblaöi landsins að sá einstaklingur sem „fer ótroðn- ar slóðir, er hugvitssamur, hel- tekinn af einhverri ástríðu, gáf- aður og knúinn áfram af öfga- kenndri forvitni" skuli vera skil- greindur sem „sérvitringur". Þaö er jú almennt samþykkt að sá sem fer eigin leiðir, fylgir sinni innri rödd, stendur með sínum sannfæringum og reynir eftir bestu getu að lifa lífi sínu til fulls, er „ekki eins og fólk er flest". Öll höfum við vafalaust heyrt ein- hvern einstakling „afgreiddan" með þessum oröum. VETTVANGUR En bíðum nú við ... eitthvað gengur ekki alveg upp í þessu litla dæmi. Ef þessir svokölluðu sérvitringar em langlífari og hamingjusamari en við hin, hljóta þeir að vera aö gera eitt- hvað rétt. Það er skelfilegt að velta því fyrir sér aö e.t.v. séu það þeir sem em heilbrigðir og við hin ... nei, það er ekki þorandi að hugleiða þetta í botn. Fæst viljum við kannast við það, en þaö krefst gífurlegra fórna aö vera eins og fólk er flest. Þeir fé- lagar Jung og Freud ítrekuðu á sínum tíma að sálræn heilsa væri ekki möguleg á meðan einstak- lingurinn gæfi eftir kröfum fjöld- ans. Því hefði titill viðkomandi pistils e.t.v. ekki átt aö vera „Sér- viskan er heilsusamleg", heldur „Fjöldinn er banvænn". ■ FÖSTUDAGS PISTILL ÁSGEIR HANNES VELKOMIN, HEILÖG JÓHANNA! Pistilhöfundi er stundum sagt að hann rekist hálfilla í flokki og eru það eflaust orð ab sönnu. Að minnsta kosti hefur hann átt bágt meb ab finna sig í pólitískum flokkum og er honum nokkur vor- kunn. íslenska flokkakerfib er sjötíu ára gömul stofnun og hefur fyrir löngu gengið sér til húbar. Þjóbin hefur náb merkum áföngum á síb- ustu áratugum og bylt sér mörg- um sinnum, á meðan flokkakerfib stendur í stab. Stjórnmálaflokkarnir eru því marki brenndir ab taka hagsmuni eigenda sinna fram yfir fólkib í landinu. Flokkakerfib er því Þránd- ur í Götu framþróunar og stendur réttlætinu fyrir þrifum. Fyrir löngu er komib mál ab grisja þetta kerfi og koma á beinu sambandi milli kjósandans og fulltrúa hans á þingi eba í byggbastjórn. Oft hef- ur hrikt í stobum flokkanna og sjaldan meir en síbasta áratuginn. Þó ab pistilhöfundur gleðjist fyrir hönd þeirra sem finna sig í flokka- kerfinu, finnur hann líka til sam- kenndar meb þeim sem vilja losna úr fjötrum þess. Nú er einn ágæt- asti stjórnmálamabur landsins kominn út á gráa svæbib fyrir utan landhelgi flokkanna og kannar lib sitt um landib. jóhanna Sigurbar- dóttir er komin á kreik og enginn mabur efast um vilja hennar til ab láta gott af sér leiba. Vorib 1990 stigu Jóhanna og pistilhöfundur saman á Nýjan vettvang í Reykjavík og nú er rétt ab rifja upp hvernig sá vettvangur leit út. Þar var öllum kjósendum heimilt ab bjóba sig fram í opnu prófkjöri og velja fulltrúa á fram- boðslistann. Þetta látlausa frjáls- lyndi vantabi sárlega í frambob Reykja-víkurlistans í vor og fyrir bragbib varb hann skálkaskjól fyrir flokkshesta fjögurra þingflokka. Óhábir kjósendur áttu ekki annan abgang ab R-listanum en kjósa hann. Stærsti hópur kjósenda er óhábur flokkum og foringjum þeirra í dag. Hugarfar manna hefur breyst og vaxandi fjöldi fólks lítur á stjórn- málaflokka sem hverjar abrar skó- hlífar og skiptir um eftir vebri og vindum. Flokkarnir eru ekki lengur æbsti sáttmálinn í lífi fólks, heldur ósköp hversdagslegur vettvangur á borb vib Kolaport eba fiskmark- abi. jóhanna Sigurbardóttir á leik á borbi til ab verba bandamabur þessara óhábu kjósenda á íslandi og búa þeim nýjan vettvang til ab bjóba sig fram og kjósa hverjir abra. Þjóbina vantar þvílíkan leib- toga, en alls ekki nýtt flokksbrot jafnabarmanna ab hætti sósíalista í Subur-Evrópu. Alþýbuflokkurinn státar af mörgu góbu fólki, þó hann hafi klofnab oftar en abrir flokkar á ferli sínum. Landsmenn vilja hins vegar ab kratar Alþýbuflokksins hætti ab klofna og haldi sig áfram í einum og sama flokknum. Sérframbob jóhönnu þarf ekki endilega ab kljúfa Alþýbuflokkinn eina ferbina enn, heldur verbur atlaga hennar ab beinast ab öllu heila kerfinu. Nái Jóhanna Sigurðardóttir ab hefja sig upp yfir þetta jafnabar- manna-kjaftæbi allt saman, taka kjósendur henni opnum örmum á kjördag. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.