Tíminn - 05.08.1994, Side 16

Tíminn - 05.08.1994, Side 16
Veöriö í dag (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) Fimmtudagur 4. ágúst 1994 • Su&urland, Faxaflói, Su&vestur- og Faxaflóamib: Hæg breyti- leg átt, e&a su&vestan gola. Skýjað a& mestu og sums sta&ar dálítil þokusúld yfir nóttina, en a& ö&ru leyti þurrt. • Breibafjörbur til Austurlands a& Glettingi og Brei&afjar&ar mi& til Austurmiba: Hæg breytileg átt e&a hafgola. Þurrt og skýj- a& me& köflum, en þokubakkar á mi&um og annesjum, einkum í nótt. • Austfir&ir, Su&austurland, Austfjar&a- og Subausturmib: Hægviöri, skýjaö og súld á stöku stað. Léttir heldur til meö vestan golu seint á morgun. Innflutningur á áfengi. Fjármalaráöuneytib: Einkarétt- ur ÁTVR veröi afnuminn Ríkisstjórnin stefnir a& því a& afnema einkarétt ÁTVR á innflutningi áfengis og heimila innflytjendum og framlei&endum áfengis a& dreifa vöru sinni til þeirra sem hafa heimild til a& end- urselja áfengi, þ.e. ÁTVR og veitingastaöa sem hafa vín- veitingaleyfi. Samhliöa þessu er aetlunin ab leggja vörugjald á áfengi. Þaö hefur þaer breytingar í för með sér aö í staö þess aö ríkið fái tekjur sínar af áfengissölu í formi hagnaðar ÁTVR, mun ríkið fá tekjur af gjaldi sem yrði innheimt í tolli af inn- flutningi og vib framleiðslu áfengis innanlands. Þá hefur fjármálaráðuneytið ennfremur ákveðið að stað- festa með formlegum haetti reglur ÁTVR um val á vörum til sölu í verslunum sínum í þeim tilgangi að tryggja fram- kvaemd þeirra og um hana gildi ákvaeði stjórnsýslulaga. Á blabamannafundi í gær sagði Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra að fyrirhugaðar breytingar á löggjöf um inn- flutning á áfengum drykkjum, mundi ekki hafa nein áhrif á smásöluverslun með áfengi og ekki heldur á þá stefnu í áfengismálum sem framfylgt hefur verib hérlendis. Rábherrann sagði ennfremur að framangreindar tillögur sem hann lagði fyrir ríkis- stjórnina í lok sl. mánaðar, væm libur í margvíslegum breytingum á áfengis- og tób- akssölu hérlendis. Þær miðast m.a. að því að setja skýrar reglur um vömval og inn- kaup, bæta þjónustu vib neyt- endur og draga úr tilkostna&i, t.d. með útboði á rekstri úti- búa ÁTVR. ■ Leiklistar- hátíð áhuga- fólks haldin í Mosfellsbæ Leiklistarhátíö áhugafólks ver&ur haldin í Mosfellsbæ dagana 25. - 28. ágúst nk. Bandalag íslenskra leikfé- laga skipuleggur hátí&ina í samrá&i viö Leikfélag Mos- fellssveitar. A& Bandalaginu standa tæplega 80 félög áhugamanna en í þeim starfar alls á fimmta þúsund manns. Um tíu leikfélög hafa þegar boðaö komu sína á hátíðina og er von á fleirum. Gera má ráð fyrir ab sýningar verbi 12- 15 talsins, af ólíkri gerð og uppruna. ■ Hreinar eignir heimilanna minnkaö um 40 milljaröa frá árinu 1989: Ellilífeyrinn að láni til aö halda eyðslunni viö Hreinn sparna&ur íslenskra heimila, í húseignum og fjár- eignum umfram skuldir, hef- ur minnkaö um 40 milljar&a á fjómm ámm. Til a& þurfa ekki a& slá mikiö af neyslunni hafa landsmenn gripi& til þess rábs ab ey&a ellilífeyrin- um sínum fyrirfram, þ.e. a& taka hann ab láni til a& út- vega sér aukib eybslufé me&- an „kreppan" varir. Heimilin hafa þannig gengiö stórlega á eignir sínar me& því a& setja þær í pant fyrir stö&ugt aukn- um lánum — raunar nær öll- um þeim peningum sem þeir vom tilneyddir a& spara í líf- eyrissjó&unum sínum si&ustu árin. En undanfarib hefur varla verib um annan inn- lendan sparnab a& ræ&a. Þessar uggvænlegu upplýsing- ar um skuldasöfnun íslenskra heimila (einstaklinga) koma fram í athyglisverðri grein sem Tómas Hansson skrifar í nýjasta hefti Vísbendingar. Tómas segir mjög lítinn sparn- að á íslandi síðustu árin. „Þjóð- hagssparnabur var minni hér en annars staðar á Norðurlönd- um árið 1992 og hreinn sparn- a&ur heimilanna var neikvæður um tugi milljaröa á ámnum 1989 til 1993. Hreinn sparnað- ur heimilanna skiptist í hreina fjárfestingu í íbúðarhúsnæöi og aukningu á fjáreignum umfram nýjar skuldir. Frá 1989 hefur eigið fé heimilanna (húseign auk hreinna fjáreigna annarra en hlutabréfa) fallið um 40 milljaröa á verblagi 1993". Þar á móti styrkist staða lífeyrissjób- anna jafnt og þétt. Sparnaöur heimilanna í lífeyrissjóðunum sé þannig álíka mikill og lántök- ur þeirra umfram peningalegan sparnað. Árin 1990 til 1992 hafi fram- boð lánsfjár komið frá lífeyris- sjóbunum og útlöndum og lán- in farið til heimilanna og ríkis- sjóðs. Heimilin hafi gengib á eignir sínar meb því að taka lán á sama tíma og hrein fjárfesting í íbúbarhúsnæði hafi dregist saman, en hún reiknist engin árin 1992 til 1993. Sömu ár hafi heldur ekki verið um neina hreina fjárfestingu að ræða hjá atvinnufyrirtækjunum. Að mati Tómasar má finna eðlilegar skýringar á minnkandi sparnaði á ísiandi, m.a. auðveldari að- gang að lánsfé og slæmt efna- hagsástand. Eigi ab síður sé eblilegt að yfir- völd hafi áhyggjur af minnk- andi sparnaði og auknum skuldum heimilanna. í fyrsta lagi hafi hreinar fjárfestingar heimila og fyrirtækja engar ver- i& sl. tvö ár, sem áður segir. í öðru lagi megi gera ráb fyrir því, ef tekjur aukist ekki á þessu eða næsta ári, ab heimilin telji tekjumissinn ekki skammvinn- an. Þau minnki því neyslu og auki sparnað, sem gæti valdið óvæntum samdrætti í eftir- spurn. í þriðja lagi sé staba inn- lends fjármagnsmarkaðar veik, frelsi til fjármagnsflutninga að aukast og bankar reknir með tapi undanfarin tvö ár. „Spurningin er því hvað myndi gerast við eftirspurnar- samdrátt eða fallandi fasteigna- verð. Það var einmitt við slíkar aðstæður sem bankakerfiö ann- ars staðar á Noröurlöndum (ut- an Danmerkur) hrundi," segir Tómas. Hann bendir á, að þar sem greiösla í lífeyrissjóði sé skylda hvernig sem árar, þá fari heimil- in þá leið - þegar þau vilja auka neysluna í hlutfalli við tekjur — að auka lántökur sínar eba minnka fjárfestingar. Þannig að fjárhagsvandræði heimilanna gætu lent á bankakerfinu, þrátt fyrir ab þau eigi mikið sparifé í lífeyrissjó&um. ■ BEINN SIMI AFGREIÐSLU TIMANS ER 631*631 Clerib í vibbyggingurmi vib Ibnó á ab verba gegnsœtt meb haustinu. Glært gler í Iönó-skálann fyrir haustiö „ Þab stendur til ab setja giœrt gler í nokkrar rúbur í glerhúsinu til reynslu. Gefist þab vel verbur skipt um allt gler," segir Rúnar Gunnarsson, arkitekt hjá byggingadeild borgarverkfrœbings, um nýju vibbygginguna vib Ibnó, en þegar hún varglerjub fyrr ísumar varb ágreiningur um spegilglerib sem enn er í rúbunum. „ Þab er ekki alveg einfalt mál ab fjarlcegja spegilglerib og setja þarna gloert gler í stabinn. Þab er ekki víst ab venjulegt rúbugler henti þar sem hitinn innandyra gœti orbib of mikill þegar sólin skín. Þess vegna þarf ef til vill ab nota gler sem hleypir ekki allri sólarorkunni í gegnum sig. Vib viljum hafa vabib fyrir neban okkur og því cetlum vib fyrst ab taka eitt horn skál- ans og sjá hvernig glerib kemur út ábur en lengra er haldib." Rúnar segir ab enn hafi ekki verib tekin endanleg ákvörbun um þessa lausn og fyrr verbi reynsluglerib ekki sett í skálann. Yfirgnœfandi líkur séu þó á þvíab þessi leib verbi farin og sé ákvörbunar ab vænta mjög fljótlega. Skamman tíma taki ab ganga úr skugga um ágœti nýja glersins og gangi allt samkvæmt áætlun verbi þab komib íallan skálann snemma í haust.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.