Tíminn - 10.08.1994, Qupperneq 10

Tíminn - 10.08.1994, Qupperneq 10
io________ ____Wmmm Landgræbslumerki Mi5vikudagur 10. ágúst 1994 Landgrœbslumerkib, sem gert er af jóhanni C. jóhannssyni. Þeir sem komnir eru nokkuð til ára sinna, eins og undirritabur, muna kosningarnar fyrir lýð- veldisstofnunina árið 1944. í>á fengu þeir er kusu sérstakt merki með þrem bjarkarlaufum. Þetta merki var síðan gefið út og selt til fjáröflunar fyrir skógrækt og var það endurtekið nú fyrir afmæli Lýðveldisins. Þá var einnig gefiö út annað merki í sumar. Þetta merki er í raun einkaframtak Jóhanns G. Jóhannssonar myndlistar- og tónlistarmanns. Það er mynd- verk hans í garðinum, sem nú er gefið út í frímerkisstærð, í 25 stykkja örkum meb tökkuðum merkjum. Verður það til sölu og allur ágóði sölunnar rennur til landgræðslusjóðs, sem er jafn gamall Lýðveldinu og skal nú hressa hann nokkuð við með þessu framtaki. Merki þetta kemur vel út að því er myndefnið varðar, þrátt fyrir smækkun og áletrun, en á það er letrab „1944-1994. Gefið út á 50 ára afmæli Lýðveldisins - Landgræbslusjóðs. Yrkjum ís- land." Þá er bæði nafn lista- mannsins og útgáfuárið undir myndinni. Þetta er einstaklega smekklegt tiltæki hjá Jóhanni og velheppnab. Er vonandi ab þab eigi einnig eftir ab færa Landgræbslusjóbi nokkra björg í bú. Jóhann er innfæddur Keflvík- ingur og síöar Samvinnuskóla- maöur. Hann er ljóöskáld og tónlistarmaöur, auk myndlistar- innar. Þeir sem vilja eignast merkin geta haft samband vib hann á Ránargötu 17, 101 Reykjavík, eöa í síma 628689. Þaö er nú einu sinni svo meb safnara, aö þeir hafa aldrei látib segja sér fyrir um hverju þeir FRIMERKI SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON Alþjóblega merkib fyrir unglinga- starf frímerkjasafnara. safna. Jólamerki og hverskonar merki til álímingar á bréf hafa ve.riö vinsælt söfnunarefni. Hef- ir oft verið skorab á mig aö gefa slíkum merkjum rúm í þáttun- um, þótt svo þeir séu frímerkja- þættir. Þykir því sjálfsagt ab bregöast vib þessu. Þetta söfn- unarefni, sem vib getum nefnt „Landgræbslumerki", á vafalítib eftir ab vinna sér þegnrétt í al- mennri söfnun landsmanna, ekkert síbur en jólamerkjasöfn- unin. Því vil ég gjarna leggja því liö aö þessi fjáröflunaraöferö gefi nokkuö í aöra hönd fyrir Landgræöslusjób. Unglingastarf Hversu margir skyldu vita þaö á landi hér, aö þaö veröur haldin Norræn frímerkjasýning ung- linga hér á landi, nánar tiltekið á Kjarvalsstöðum, í september? Ástæöa þess aö ég tek svo til oröa er að þessum þætti hefir ekki borist nokkur tilkynning þar um, né vitneskja frá neinum opinberum aðila um þesi mál. Vib skulum samt vona að sýn- ing þessi, sem er svæðissýning fyrir öll Noröurlöndin, verði meö þeim sama glæsibrag og áð- ur hefir verið um slíkar svæðis- sýningar hér á landi. Þegar svo veröur nánar vitað um frímerkjaútgáfu, sérstimpla og annaö sem ávallt fylgir slíkri sýningu, mun lesendum þáttar- ' ins sagt frá því jafnóðum. Von- andi veröa þarna sérstimplar meö hinu skemmtilega alþjóð- lega merki unglingasöfnunar, sem skreytt hefir stimpla allra slíkra sýninga síðan þaö var samþykkt. Þá verður vitanlega þarna aö finna „dag æskunnar" meö sérstimpli og hvatningar „dag unglingasöfnunar" enn- fremur, sem og náttúrlega stimpil er minnir á „dag frí- merkisins". Þá mætti tegunda- söfnun gjarnan eiga sinn dag á slíkri sýningu og gætu þá félagar í Félagi íslenskra mótívsafnara gert ýmislegt til fræöslu og skemmtunar þann dag. Ein- hverntíma var fenginn danskur gestur til aö halda erindi um tegundasöfnun hér. Þótti það vel þess viröi. Þá veröur samkeppni, eða spurningakeppni milli unglinga frá öllum hinum Norrænu löndum, en hana unnu íslend- ingar á síöasta ári, svo nú er bara aö verja titilinn. Efni þau sem spurningar verða teknar úr að þessu sinni eru: landbúnaður, skógarhögg og fiskveiðar. Þá hefir nýlega verið kjörin stjórn fyrir samtökin „íslenskir frímerkjaunglingar". Á fundi nefndar um málið var Sigurbur H. Þorsteinsson, uppeldisfræö- ingur, kjörinn formaöur. Vara- formaður var svo kjörinn Kjart- an Þór Þórðarson, ritari Björg- vin Ólafsson, gjaldkeri Sigtrygg- ur Eyþórsson, meöstjórnandi Sveinn Jónsson og endurskoð- andi var svo kjörinn Sighvatur Halldórsson. Þessi nýkjörna stjórn hefir þó ekkert meb þessa sýningu aö gera að þessu sinni. Hún mun aftur á móti hefja störf viö fé- lagslegt skipulag ungra safnara. Er skoraö á alla þá er hafa haft með eitthvað skipulagt starf frí- merkjaklúbba fyrir unglinga að gera, aö hafa samband við for- manninn. Einnig alla þá er hafa haft með aö gera frímerkjasöfn- un í ýmsum skólum landsins. Nýtt heimilsfang formannsins er: Pósthólf 26, 222 Hafnarfjörður. Jöfur fjölmiölanna Rupert Murdoch eftir William Shawc- ross, xiv - 616 bls., Chatto & Windus I í aögangsoröum, „Á leib," seg- ir höfundur: „... (Rupert Murdoch) tók við News í Adel- aide 1953 ... (síðan) seildist hann þvert yfir Ástralíu, til Perth og Sidney. Um miöjan sjöunda áratuginn hafði hann hafiö útgáfu á The Australian, fyrsta mikils háttar dagblaðinu, sem ætlaö var meginlandinu öllu, og því hefur hann síðan haldið úti, mörg ár meö tapi. Þegar hann tók til viö sjónvarp, seildist hann til Nýja Sjálands og Hong Kong. í lok sjöunda áratugarins gerbi hann fyrstu kaup sín á Bretlandi, á laus- máls- fréttablaðinu News ofthe World og Sun. Á áttunda ára- tugnum seildist hann til Bandaríkjanna og keypti dag- blaö í Texas, hóf útgáfu á laus- málsfréttablaði stórmarkaða, National Star, festi kaup á New York Post, Village Voice og New York Magazine. Snemma á ní- unda áratugnum keypti hann fleiri sjónvarpsstöbvar í Ástral- íu og ab auki eitt helsta flugfé- lag meginlandsins að hálfu og þar næst virðulegasta dagblaö Bretlands, The Times, og niðja þess, Sunday Times." „Miður níundi áratugurinn varö mesta útþensluskeið (fyr- irtækja) Murdochs. í Bandaríkj- unum eignabist hann Boston Herald og Chicago Sun-Times og BÆKUR þaö, sem mestu varðaði, kvik- myndaver Twentieth Century Fox og sjónvarpsstöðina Metro- media, en þau felldi hann sam- an í fjóröa sjónvarps(netiö), sem öll Bandaríkin spannaöi, Fox Broadcasting. Til aö ná fót- festu í Asíu keypti hann helsta dagblaöiö í Hong Kong, South China Moming Post. Aftur heim kominn til Ástralíu yfirtók hann hiö gamla dagblaö föður síns, (Melbourne) Herald. Síöan eignaðist hann eitt af helstu forlögunum í Bandaríkjunum, Harper & Row, og breska for- lagið William Collins og síðan Triangle, bandarískt félag, sem átti TV Guide. Þessi eru nokkur hin helstu kaup hans. Á níunda áratugnum leitaöi fyritækib, sem f jölskylda hans hefur á full stjórnartök, kaupa, og náði, á alls konar nýjum fjölþjóðleg- um fyrirtækjum." II Afi Ruperts, skoskur prestur, fluttist til Ástralíu ásamt konu sinni 1884, og varö hann prest- ur í Melbourne til 1928. Eign- uöust þau hjónin sjö börn og var faðir Ruperts, Keith, þriðja elsta barn þeirra. Keith Murdoch gerðist ungur blaba- maður, gat sér í fyrri heims- styrjöld orö fyrir „fréttaflutn- ing" af Gallipoli- herförinni, var síöari styrjaldarárin ástr- alskur fréttaritari í London og kynntist þá ástralska forsætis- ráöherranum, sem í bresku stríðsstjórninni sat, og Northc- liffe lávarði, breska blaða- kóngnum, og fleiri áhrifa- mönnum. Tveimur árum eftir styrjöldina, 1920, varö Keith Murdoch ritstjóri Herald í Mel- bourne, sem dafnaöi undir rit- stjórn hans, og varb hann hlut- hafi í útgáfufélagi þess, sem síðla á þribja áratugnum keypti keppinaut sinn í Melbourne, Sun News~Pictorial, og síðan fleiri blöö og hóf útgáfu ann- arra. Á fjóröa áratugnum eign- aðist útgáfufélagið blöö í Adel- aide og Brisbane. Eftir síöari heimsstyrjöldina lagöi Sir Keith Murdoch, eins og hann nefnd- ist þá, kapp á að ná meirihluta í útgáfufélagi News í Adelaide, og seldi þá (flestöll) hlutabréf sín útgáfufélagi Herald. Keith Murdoch kvæntist 1927 ástralskri konu af írsk-enskum ættum, Elizabeth Greene, og eignabist meö henni þrjár dæt- ur og einn son, Rupert, fæddan 1931. Gekk Rupert á kunnan menntaskóla sunnan Melbo- urne, Gelong Grammar, og nam síðan viö Háskólann í Ox- ford 1950- 53. Á skólaárum sín- um aðhylltist hann róttækar sósíaliskar skobanir, og í Ox- ford var hann í (endasleppu) framboði til ritara í félagi Verkamannaflokksins á mebal stúdenta, en að háskólaárum loknum hallaðist hann fljót- lega til hægri. Rupert Murdoch tók viö rekstri Adelaide News aö fööur sínum látnum, 1953, og helgar- blaðs þess, Sunday Mail, en News var þá prentað í 75.000 eintökum, og átti í samkeppni viö annað blaö í bænum, The Advertiser, sem um þaö leyti hóf útgáfu sunnudagsblaðs. Tveim- ur árum síðar felldu þau saman sunnudagsblöð sín, og litlu síö- ar hóf Murdoch ab færa út kví- ar. Keypti hann vikulegt kvennablaö í Melbourne, New Ideas, og helgarblað í Perth, Sunday Times, og hagnaðist á þeim kaupum, þannig að litlu síðar afréð hann að kaupa Ter- ritory News í Darwin. Sjónvarpsstöð var upp sett í Adelaide 1957 aö frumkvæöi sambandsstjórnarinnar, en rás- ir hennar tvær voru út leigðar, önnur til útgáfufélags The Ad- vertiser, hin til útgáfufélags Murdochs, sem hafði árangur sem erfiöi af rekstri hennar. Þremur árum síöar keypti Murdoch dagblaö, síödegisblaö í Sidney, Daily Mirror, og sunnudagsblað þess, Sunday Mirror. Og 1962 varð hann meðeigandi að sjónvarpsrás í Sidney, (eftir aö hafa keypt litla sjónvarpsstöö sunnan borgar- innar). Ári síðar, 1963, keypti hann 28% hlutafjár í Ásia Magazines Ltd., útgáfufélagi í Hong Kong. Og 1954 keypti hann stærsta dagblaðib í Well- ington á Nýja Sjálandi, Domini- on. - Grunn hafði Murdoch og útgáfufélag hans lagt aö út- þenslu sinni á alþjóðlegum vettvangi. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.