Tíminn - 20.08.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.08.1994, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 20. ágúst 1994 Ríkisstjórnarþátttaka hefur aldrei brunniö eins heitt á okkur kvennalistakonum sem nú: Afgreiða þarf ágreining um ESB fyrir kosningar „Það er of snemmt að setja ófrá- víkjanleg skilyrði um aðild Kvennalistans að ríkisstjórn eft- ir næstu kosningar, en það er sterkur vilji fyrir því að láta nú á það reyna til fulls hvort við lát- um ekki til okkar taka í lands- stjórninni. Það er rangt sem oft er haldið fram, að við höfum hingað til skorast undan því að axla slíka ábyrgð. Við gerðum það til að mynda alls ekki eftir síðustu kosningar. Það reyndi bara alls ekki á það hvort við gætum átt aðild aö ríkisstjórn þar sem Alþýðuflokkur og Sjálf- stæðisflokkur voru búnir að mynda stjórn strax aö loknum kosningum, enda var auðvitaö búiö að semja um hana fyrir kosningar," segir Kristín Ast- geirsdóttir alþingismaður en þau ummæli hennar í blaða- grein nú í vikunni að kvennalis- takonur séu ákveðnar í að sækj- ast fast eftir setu í næstu ríkis- stjórn hafa vakið athygli og gefa tilefni til ýmissa spurninga. Um þessa helgi er haldinn svo- kallaður samráðsfundur Sam- taka um kvennalista í Borgar- firði. Samráö Kvennalistans er skipað þingmönnum og vara- þingmönnum, auk tveggja full- trúa úr hverju kjördæmi. Alls er þetta um þrjátíu manna hópur sem kemur reglulega saman, fjómm til sex sinnum á ári, en þetta er sú eining innan þessara stjórnmálasamtaka sem mest áhrif hefur á stefnu þeirra og starfsemi. Ákvörðun um skipun samráðsins var tekin á lands- fundi Kvennalistans í fyrra en landsfundur er haldinn árlega og er æösta vald í málefnum Kvennalistans. Rétt til setu á landsfundi eiga skráðir félagar sem nú em hátt á annað þús- und. Fundir Samráös eru opnir skráðum félögum í Kvennalist- anum þótt ekki hafi aörir at- kvæöisrétt þar en þeir sem skipa Samráðið. „Hvemig hefur starfsemi Sam- ráðsitis gefist?" „Ég tel að þegar sé komið í ljós aö stofnun Samráðs hafi verib skynsamleg ráðstöfun. Með því hefur komist fastara form á starfsemi okkar og það hefur í för með sér aukið öryggi fyrir okkur sem emm kjörnar til op- inberra trúnaðarstarfa og berum ábyrgb gagnvart kjósendum. Á fundinum nú um helgina á að leggja línur varðandi kosninga- baráttuna sem fer í hönd, auk þess sem framboðsmálin verða rædd." „Hvað um aðild að ríkisstjóm eft- ir kosningar?" „Það er reyndar ekkert nýtt ab vib viljum komast í stjórn, en ég held ab sjaldan hafi þetta bmnniö á okkur kvennalistak- onum sem nú. Hér hjakkar allt í sama farinu án þess að nokkurt tillit sé tekið til þeirra sjónar- miða sem vib höfum lagt áherslu á með þátttöku okkar í stjórnmálum, og við þetta verð- ur einfaldlega ekki unað leng- ur." „Hvað áttu þá einkum við?" „Stóru málin. Þessi sem oft eru kölluð „mjúku málin." þab.er áuðvitaö ekki annab 'en hót- fyndni því ab þessi svokölluðu mjúku mál em einmitt hörb- ustu málin, þ.e. þau sem snúa aö fólkinu sjálfu og skipta þab mestu máli. Okkur kvennalis- takonum er mætavel ljóst að hagur fyrirtækja í landinu skipt- ir máli. Heilbrigöur rekstur og viðunandi afkoma er undirstaða þess að afkoma einstaklinganna sé viðunandi. Hins vegar höld- um við því blákalt fram að allt of mikil áhersla sé lögð á rekstur stórra fyrirtækja á kostnað smá- fyrirtækja. Samt liggja áreiöan- legar tölur fyrir um það að vaxt- arbroddur atvinnulífsins er ein- mitt í smáfyrirtækjum, ekki síö- ur hér á landi en annars staöar. Á meðan dælt er milljöröum í áhættusaman rekstur, milljarð- ar sem síðan þarf að afskrifa eft- ir fáein ár þegar í ljós kemur að reksturinn hefur misheppnast eins og mörg dæmi sanna, er nánast útilokað ab fá lán til að koma á fót smáfyrirtækjum, eins og einhver sextíu milljóna króna „Jóhönnusjóður" í félags- málarábuneytinu er kannski skýrasta dæmið um. Við teljum mjög brýnt ab söbla hér algjör- lega um, þannig ab þeir fjár- munir ríkisins sem fara til efl- ingar í atvinnulífinu renni í auknum mæli til smáfyrirtækja, og svo þab valdi ekki misskiln- ingi, er vert að taka fram ab við erum ekki að einskorða okkur við smáfyrirtæki á vegum kvenna, þó svo að þær þurfi sér- stakan stuðning, m.a. vegna þess að atvinnuleysi er mest í þeirra röðum. I tengslum við þetta eru svo aðgerðir til að vinna bug a atvinnuleysi. Við teljum að ekki veröi undan því vikist að greina orsakir atvinnu- leysis. Þab hefur ekki verið gert, en fyrsta skrefið til að tryggja fulla atvinnu er að greina orsak- ir þess atvinnuleysis sem á fáum árum er oröib böl hjá fjölda fólks." Tíminn spyr.. Kristínu Ástgeirsdóttur, þingkonu Kvennalistans. „Tekjuskipting landsmanna er annað mál sem við setjum á oddinn. Því óþolandi ranglæti sem þar vibgengst verbur að linna. Það gengur einfaldlega ekki lengur að fullvinnandi fólk geti ekki komist sæmilega af og séð fyrir sér og sínum, í þjóðfé- lagi þar sem dæmi eru um ein- staklinga sem hafa í mánaðar- laun tvöföld árslaun þeirra sem minnst fá greitt fyrir vinnu sína. Við erum ekki að tala um launa- hækkanir til að standa undir einhverju sem flokka má undir gerviþarfir, heldur þokkaleg laun sem nægja til þess að tryggja efnahagslegt öryggi ein- staklinganna." „Og hvemig aetlið þið kvennalis- takonur að fara að því að breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu?" „Vib getum ekki breytt henni en við getum beitt okkur fyrir pólitískum ráðstöfunum sem munu leiða af sér breytingar á henni. Sú raunhæfa ráðstöfun sem virbist abgengileg í jpessu éfni er uppstokkun á laúnakerfl opinberra starfsmanna. Þróunin að undanförnu hefur veriö sú að munur á launum karla og kvenna í þjónustu hins opin- bera er að aukast. Um þetta eru til óvefengjanlegar hagtölur. Uppstokkun á launakerfi ríkis- ins er óframkvæmanleg meö ööru móti en því að fram fari starfsmat. Það fer þannig fram að öll störf eru metin upp á nýtt, alveg frá grunni. Þetta hefur verib gert í nokkrum löndum sem ég hef dæmi um og þetta starf hefur borið árang- ur. Þau dæmi sem ég þekki eru frá Svíþjóð, Bandaríkjunum og Kanada. Sú uppstokkun á opin- bera launakerfinu sem við kvennalistakonur gerum kröfu um mun svo óhjákvæmlega hafa áhrif annars staðar í at- vinnulífinu." „Þessu til viðbótar leggjum viö megináherslu á uppstokkun í ríkisfjármálum en þar verður ekki undan því vikist að taka upp ný vinnubrögð. Þeir sem fara með fjármál ríkisins standa þannig að verki að varanlegur árangur mun seint nást með þessu áframhaldi. Við viljum stöðugleika og aðhaldssemi í ríkisrekstrinum og fjármálum ríkisins. Þeim markmiðum er ekki ekki hægt aö ná nema með því ab marka stefnu til langs tíma og fylgja henni eftir. Dæmi um þetta eru heilbrigðismálin sem eru ofarlega á baugi þessa dagana. Við viljum fara þá leib til ab spara í heilbrigöisþjónustu að efla heilsuvernd, að gera sem sé fyrirbyggjandi ráðstafanir í stað þess aö íeggja .ofuráherslu á það’sehi viö 'getúin káliað VJð- gerðarþjónustu. Meginlínurnar eru og hafa verið þannig að ein- ungis er litið til eins árs í senn. Árangurinn ber því líka ljóst vitni ab það er sífellt verib ab redda einhverjum fjárlögum fyrir horn, í stað þess að leggja línur þannig og standa ab ríkis- rekstrinum meb þeim hætti ab hægt sé að gera áætlanir fram í tímann og lifa síðan í samræmi við það. Auk þessara stefnumála má nefna ab setning bráöa- birgðalaga er nokkuð sem við kvennalistakonur viljum af- nema, eða því sem næst. Auð- vitað verður ekki hjá því komist að þar gildi neyðarréttur, þ.e. ab ríkisstjórn geti sett bráöabirgða- lög ef nauðsyn ber til. Nauðsyn er auðvitaö teygjanlegt hugtak og því lítum við svo á að setja þurfi mjög ströng skilyrði fyrir slíku." „ Ykkur hefur orðið tíðrœtt um sið- ferði í stjómmálum. Hvemig teljið þið unnt að bœta það?" „Pólitísk spilling er alvarlegt vandamál og við gerum okkur ekki í hugarlund að hana megi uppræta meb lagasetningu og stjórnvaldsaðgerðum, nema þá að einhverju leyti. Það alvarlega í íslenskum stjórnmálum er að þau ganga ekki út á annað en að komast í ríkisstjórn og valda- stöbur, með öðrum orðum framapot. Hugsjónirnar vantar, og einlægan vilja til að vinna þjóðinni gagn." „Hjá öðrum flokkum en Kvenna- listanum?" „Það segi ég ekki. Auðvitaö eru til í öllum flokkum einstakling- ar sem líta á t.d. þingmennsku sem þjónustustarf en ekki tæki- færi til að skara eld að sinni eig- in köku, en það má vera að slík- ir einstaklingar séu fleiri í þing- flokki Kvennalistans en hinum flokkunum. Pólitískar stöðu- veitingar, ekki síst að undan- förnu, eru skýrasta dæmib um þessa spillingu. Þab er hægt ab setja reglur sem tryggja að fag- mennska sitji í fyrirrúmi varð- andi stöðuveitingar og þá leib viljum við fara." „Hver er afstaða Kvennalistans til aöildar að ESB?" „Um það mál eru skiptar skoö- anir innan Kvennalistans og það er mál sem vib þurfum að fara yfir á ný í ljósi þeirrar þró- unar sem orðin er. Sjálfri finnst mér aðild ekki koma til greina. Til þess liggja ýmsar ástæður og þar eru hagsmunir íslendinga í fiskveiðimálum alls ekki eina at- riðið. Það er uppbygging ESB og sjónarmiðin sem liggja á bak við þá stofnun sem mér hugnast ekki, en áður en Kvennalistinn hefur fjallab nánar um hugsan- lega aðild ab ESB er þó ekki ástæöa til að fjölyrða um það. Málefnaleg og upplýsandi um- ræba um tengsl Islands og Evr- ópusambandsins verður að eiga sér staö í þjóöfélaginu og í gegn- um hana þurfum við kvennalis- takonur að fara eins og aörir því að auðvitað mun kosningabar- áttan sem í hönd fer snúast mjög um það hvort íslendingar eigi að sækja um aðild að ESB. Þ?[fsaðt,?er,a,l?aA UPP ,v.ið sig hvort him a þar heima/ ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.