Tíminn - 20.08.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 20.08.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 20. ágúst 1994 15 e i íslendingar eru stórkostleg bridgeþjób eins og árangur undan- farinna ára sýnir. Þeir erlendu keppendur sem hingaö hafa komið, segjast flestir undrandi á þeim háa staöli sem ein- kenni spilamennsku landans og er meö fádæmum aö jafn fá- menn þjóö sé slíkt stórveldi í jafn vinsælli íþrótt og bridge- íþróttin er. Þó hafa sumir haft á oröi að sagnharka og röng notkun hindmnarsagna standi landan- um fyrir þrifum. Ofanrituðum er í ferski minni orð norska spilarans Geir Helgemo frá Bridgehátíð 1994, sem sagði að íslendingar væru hinir sönnu víkingar í hindmnarsögnum og færu gjarnan offari. Hindr- unarsagnir eru einmitt þema þáttarins í dag og fylgir hér samantekt úr nokkrum erlend- um bridgeblöðum um notkun hindmnarsagna. Vonandi geta abdáendur hindrunarsagna lært eitthvað sem nýst gæti þeim síðar á bridgeleiðinni. Hindrunarsagnir eru viðkvæmt vopn og geta oft skaöað not- andann meira en andstæðing- ana, ef þeim er vitlaust beitt. Á hinn bóginn er ekkert jafn skemmtilegt og að þyrla upp þoku við spilaborðið og sjá andstæbingana engjast í púð- urreykunm með lágmarks- skammt af súrefni til að halda lífi. 1. Rœddu alltafvið spilafélaga þinn utn taktíkina í hindrunar- sögnutn, þ.e.a.s hverju sögn á þriðja sagnstigi lofi, - ekki bara lengd heldur t.d. 2 af3 efstu. 2. Hafðu hcettumar setn lykilvís- bendingu utn hvort og hvemig þú cetlar að hindra. Til dæmis með 84-63- DG86432-75 er sjálfsagt að segja 3t utan hættu en sama og sjálfsmorð á hættunni. í því til- viki er pass rétta sögnin. 3. "Toþþlausir" litir em bestu hindmnarlitimir. Raðirnar þurfa samt að vera þokklegar, t.d. KDGTxx eða DGT9xx. Svona litir tryggja alltaf nokkurn fjölda slaga ef handhafi þeirra fær að spila samninginnn en eru nánast gagnlaus í vörn. Þá ruglar það spilamatið hjá mótspilara sem er ópassaður að fá hindrunar- sögn hjá félaga með t.d. fleiri en eina fyrstu fyrirstööu (ás og eyðu t.d.). 4. Frelsi sagnhafa setn hyggst hindra, eykst til tnuna eftir að mótsþilari er búinn að passa. Sumir myndu t.d. hindra á öðm sagnstiginu með xx- KDGT-xxxx-xx í þriðju hendi. Enn aðrir telja það rétt að hindra á öðru sagnstiginu með þessi spil eftir pass pass 11 ? 5. Ef spilari er stuttur í báðum hálitunum ersérlega hvetjandi að hindmnarsegja. Margir íslenskir spilarar nota „multi" sagnvenjuna, en samt eru tilvik þar sem veikir tveir í tígli skila góðum arði. Þegar sannað er að andstæðingarnir eiga góba samlegu í a.m.k. öbr- um hálitanna er freistandi ab nota tveggja tígla opnunina með aðeins fimmlit, sbr. 84-63- KDT98- 8643 6. Sbr. dcemi 5. skilar oft góðutn arði að segja á öðm sagnstiginu með aðeins fimmlit á hálit. Þetta þekkja íslendingar vel, því sagnvenjan sem af ein- hverjum orsökum er kennd við Jón og Símon hér á landi, a.m.k. 5-4 í hálit og láglit, hef- ur öðlast þvílíka útbreiðslu ab 9 af hverjum tíu pömm virðast nota þessa sögn. Dæmi um slíkt eru KDG96-64-87-7542 eða 64-ÁGT95-9854-K3. 7. Hliðarlitur í hálit þarf ekki alltaf að útiloka að rétt sé að hindumarsegja. Margir spilarar neita sér um hindrunina með spil eins og 5432-KDGT9 7-64-8, vegna spabanna fjögurra. Þarf ekki að útskýra frekar að spaðaliturinn en handónýtur í vörn og því ætti þaö ekki að vera nein ófrá- víkjanleg regla að horfa á fjór- litinn til hliðar, heldur fremur að meta gæði hans. 8. Það að vera á hcettunni má ekki verða til þess að þú gleymir að spila bridge. Sumir spilarar, sem annars spila góðan bridge, segja pass meö spila eins og 8-KDT843- 64-9764 eða opna á tveimur hjörtum með 8-KDG864- KD64-85, aðeins vegna þess aö „við vorum á hættunni." Báðar sagnirnar eru vafasamar. 9. Þótt háspil í hliðarlitunum útiloki ein og sér ekki notkun hindmnarsagna œtti að hugsa sig vel um með spil eins og þessi: D8- KDG974-D843. Heppilegri spilatýpa til að hindra á væri 98-KDG974-86- 943. 10. Varúð í annarri hendi. Að vera annar á mælendaskrá er sú staða við spilaboröið þar sem varast ætti sérstaklega að hindra. Þegar andtæöingur á hægri hönd er búinn að segja pass, hafa líkurnar minnkað vemlega á að andstæðingarnir muni eiga samninginn og því ættu spilararar að varast að hindra með spil eins og þessi eftir eitt pass: 64-KGT64-K7- 8643. Hins vegar kæmi vel til greina að segja með þessi spil í fyrstu hendi, því þá eru líkurn- ar meiri á að andstæðingarnir segi eitthvað í spilinu. Jafnvel á hagstæbum hættum er hættu- legt að segja með þessi spil í annarri hendi. 11. Sjölitir — veikir tveir. Stundum er rétt að opna ab- eins á 2. sagnstiginu meb sjölit, sérstaklega á óhagstæðum hættum. Tökum sem dæmi 64- KG86542-D8-84. Varla nokkur spilari mundi opna á þremur hjörtum meb spil sem þessi þannig að flestir myndu passa. Hvomg sögnin lýsir spilunum rétt en tveggja hjartasögnin kemst næst því. 12. Að hœkka um einn. Þega spilin bjóða ekki upp á neitt nema einn lit, t.d. 8-94- KDGT74- 9864, er oft snjallt að opna á þremur tíglum þótt lit- urinn sé abeins sexlitur. Á sömu forsendum mætti opna á fjórun spöðum með KDGT843- 8-GT4-93. 13. Njóttu þess að hindra. Reyndu ab gera úttekt á hindr- unarsagnstílnum og hafa ofan- greind atriöi þér til hliðsjónar. Gleymdu samt aldrei þrýst- ingnum sem þú setur á and- stæðingsana og hugsaðu um „skemmtanagildi" hindran- anna sem slíkra. Einn sálfræði- legur sigur getur skilað sér í næstu 5 spilum á eftir. Tvíræb forgjöf Hvemig geta AV hnekkt 6 gröndum? (Þú spilar á opnu borði) A DGT v GT9 4 DT86 * T98 A Á987 V KD8 4 K2 * 6543 N V A S A K65 V 32 4 ÁG3 4, ÁKDG7 432 Á7654 9754 2 Þótt furöulegt megi virðast er eina útspilið sem hnekkir samningum tígulútspil (hvaða tígull sem er). Það gefur sagn- hafa einn slag í forgjöf en sagn- hafi nær ekki ab setja þrýsting á vestur ef við reiknum með eðlilegri vörn (austur dúkkar hjartaútspilið og heldur í fjórða tígulinn). Það getur virst í fyrstu sem hlutlaust útspil nægi til að hnekkja samningunum en sagnhafi getur þvingað vestur í þremur litum þótt austur dúkki hjartab. Það eru nokkrara stöð- ur sem get akomið upp en allt ber að samam brunni, „For- gjöfin" þarf ab koma til svo hægt sé ab hnekkja spilinu. Kennsla í Sigtúninu Guðmundur Páll Arnarson er með bridgekennslu í Sigtúninu í dag og hefst hún kl. 12.00. Allgóð þátttaka hefur verið á þessi námskeið sem haldin hafa verið nokkra laugardaga í sumar og geta bridgeáhuga- menn lært margt af Guðmundi. DAGBÓK 232. dagur ársins -133 dagar eftir. 33. vlka Sólris kl. 5.33 Sólarlag kl. 21.27 Dagurinn styttist um 7 mínutur Ævintýraferö til stubnings Sólheimum Bátafólkiö, Hörður Torfason og umboðsskrifstofan Rita efna föstudaginn 26. ágúst til ævin- týraferöar til stuðnings Sólheim- um í Grímsnesi í samvinnu vuð Styrktarsjóð Sólheima. Ferðin hefst kl. 18.00 á siglingu frá Brú- arhlöðum að Drumboddsstöb- um. Eftir siglinguna verður haldið á Sólheima þar sem snæddur verður léttur kvöld- verður áður en tónleikar með Herbi Torfasyni hefast kl. 21.00 í íþróttahúsi Sólheima. Þátttöku- kostnaður er kr. 5.000 fyrir sigl- ingu, mat og tónleika. Állir sem að ævintýraferðinni koma gefa vinnu sína og ágóðinn fer óskiptur til uppbyggingar starf- seminni á Sólheimum. Skráning í ferðina fer fram á Sólheimum í síma 98-64430. Félag eldri borgara Bþdgekeppni, tvímenpinguf, kl. 13 og félagsvist kl. 14 í Ris- inu sunnudag. Dansað til kl. 23.30 sunnudags- kvöld. Laugardag 27. ágúst verður farin dagsferð um Nesja- velli, Þingvöllum, og endað í Básnum, Ölfusi, með mat og dansi. Upplýsingar og miöaaf- hending á skrifstofu félagsins til kl. 16 mánudaginn 22. ágúst. í samvinnu við fyrirtækið Landsslagsmyndir og komu þau út í sumar. Þau eru seld í Fjöl- skyldu- og húsdýragaröinum og hafa hlotið góðar viðtökur á meöal gesta garðsins. Allar upplýsingar um kross- dýragátuleikinn er að finna í Húsdýragarðinum og skila þarf lausnum í miðasölur garðsins fvrir 22. seotember '94. Krossdýragáta - húsdýraþúslusþil og bókin „Dýr- in í Húsdýragarðinum" Þab er til mikils að vinna, því Fjölskyldu- og húsdýragarður- inn stendur aö krossdýragátu- leik fyrir gesti garðsins frá 24. ágúst til 11. september '94. Öll- um gestum er heimil 'þátttaka og hvetjum við eindregið alla fjölskylduna til að hjálpast að í þessum fróblega og skemmti- lega leik um dýrin í garðinum. 30 verðlaun eru í boði og verð- ur dregið úr réttum lausnum 14. september. í verðlaun er bókin „Dýrin í Húsdýragarðinum" og 8 mismunandi púsluspil með myndum af dýrunum í garðin- um. Bókin og púsluspilin.eru unnin « S. » * , l t t 4G • i i » » Tónleikar í Norrcena húsinu: Den danske blæserkvintet Den dænske blæserkvintet heldur tónleika í fundarsal Nor- ræna hússins mánudaginn 22. ágúst og hefjast þeir kl. 20.30. Blásarakvintettinn kemur hér við á leið sinni til Grænlands, þar sem kvintettinn heldur tón- leika á næstu vikum. Kvintett- inn skipa: Verner Niocolet, flauta, Bjorn Carl Nielsen, óbó, Sorn Birkelund, klarinett, Bjorn Fossdal, horn og Peter Bastian, fagotleikari. Danski blásarakvintettinn hef- ur leikið saman frá 1968. Tón- listarmennirnir hafa í gegnum árin kynnt sér kammertónlist og fengið leiðbeiningar hjá Marcel Moyse í París og hljóm- sveitarstjóranum og heimspek- ingnum Sergiu Celibidache. Efnisskráin er afar fjölbreytt og nær frá J.S. Bach til Per Norga- ards. Kvintettinn hefur frum- flutt fjölda verka og spilar einn- ig tónverk sem hafa verið um- skrifuð fyrir blásarakvintett. Þá hefur kvintettinn margoft kom- ið fram sem fulltrúar Danmerk- ur á vegum hins opinbera og viö dönsku hirðina. 5000 heppnir áskrifendur Tímarit eru gjarnan vinsæll ferðafélagi og ekki spillir fyrir að hafa líka góba bók í farteskinu. Öllum skuldlausum áskrifend- um hjá tímaritaútgáfunni Fróða stóð til boða að fá ókeypis bók fyrir 1. ágúst. Alls lögðu 5000 manns leið sína á skrifstofur fyr- ræKisins í sumar ui ao na sér í ókeypis bók fyrir sumarleyfið. Áskrifendur gátu valið á milli 10 titla úr ólíkum flokkum bóka, barnabóka, ævisagna, skáldsagna, unglingabóka og heimildarbóka. Sú bók sem naut mestrar vinsælda hjá áskrifendum var spennusagan „Ekki er allt sem sýnist" eftir Jef- frey Archer. „Rósumál", saga Rósu Ingólfsdóttur, skráð af Jón- ínu Leósdóttur fylgdi fast á eftir og ævisaga Sigurðar Ólafssonar, „I söngvarans jóreyk", skráð af Ragnheiði Davíðsdóttur var 3ja vinsælasta bókin. ÁRNAÐ HEILLA Valdimar K. Jónsson prófessor og formaður Fulltrúarábs framsóknarfélaganna í Reykjavík er sextugur í dag. Valdimar tekur á móti gestum á Hótel Holti milli kl. 17 og 19 í dag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.