Tíminn - 20.08.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.08.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 20. ágúst 1994 fKtMfÍFIMfMr 9 Gömul hnésídd Alltaf leikur mörgum for- vitni á aö vita hvernig tískan breytist eftir árstíö- um og er þá yfirleitt talaö um haust- og vortísku. En á haustin er tíska komandi vetrar kynnt og sumartískan á vorin. Oftast er þaö samt aö fyrstu sýnishorn- in af komandi tísku eru kynnt um mitt sumar eöa miöjan vet- ur. Heiöar varö fúslega viö því aö skýra frá því sem vænta má í tískuheiminum þegar haustar. Heiöar: Kóngurinn sjálfur Yves St. Laurent sló enn einu sinni í gegn eftir nokkurra ára hlé. Ekki þannig séö aö hann hafi veriö hættur, heldur hefur hann fylgt sínum línum og hefur veriö tal- aö um aö hann væri oröinn sjúklingur og gæti þetta ekki lengur. Sýningar hans væru orönar einhæfar og endurtækju sig, en hann tók sig á og briller- ar með ýmsu nýju og gífurlega miklum glæsileika. Það sem er kannski mest áber- andi hjá honum eru dragtir sem eru svolítið strákslegar. Það eru dragtir sem eru alls konar út- færsla á karlmannajakkafötum og smókingum í öllu formi og síddum og meö buxum og með pilsi. Þetta er kannski þaö sem slær sterkast í gegn hjá honum. Hvernig áégab vera? HEIÐAR JÓNSSON SNYRTIR svarar spurningum lesenda En í Ameríku ríöur Kalvin Klein á vaðið meö hnésídd, pils sem eru svolítil A-lína, svona út- sniðin. En þannig pils hafa ekki sést í tuttugu ár. Sídd pilsanna er rétt fyrir neðan hné sem hef- ur ekki heldur sést í fjöldamörg ár. Klein leggur mikiö upp úr því og það eru fleiri sem gera þaö. Þannig aö þarna er komin ný sídd, því undanfarin ár hafa pilsin verib annaö hvort niðri á ökkla eöa upp viö krika. Þarna er sem sagt komin ný sídd og er mjög spennandi aö sjá hvaða vinsældir hún fær. Kalvin Klein er mest meö þetta núna og hinir eru að prófa sig áfram. Skoskar köflur eru mikið í nýju tískunni, en ekki í hefðbundn- um Skotapilsum. Hefðbundnu köflóttu skosku efnin en í allt öörum fötum, en í þeim sniöum sem minna á Skotland. Þaö eru minipils með jökkum og því- umlíkt. En skosku köflurnar eru afskaplega áberandi. Glaumbæjar- kjólarnir Annað sem er dálítið mikil nýj- ung er litlu gömlu Glambæjar- kjólarnir. Þaö eru svokallaðir empairekjólar, sem eru þrengst- ir undir brjóstunum meö stutt- um ermum og meö stuttum eöa víðum siffonpilsum eöa satín- pilsum. Þetta eru sem sagt minikjólar sem em eins og A í laginu og þrengstir undir brjóstin. Þetta eru kjólarnir í Glaumbæ 1962- 65. Þetta er endurtekning en svona kjólar hafa ekki sést lengi. Kynæsandi skór Mér er mjög mikil ánægja aö skýra frá aö uppáhaldib mitt er núna í hátísku. Þaö em 10-14 sentimetra háir hælar - pinnar, í támjóum skóm, þannig að rist- in verður alveg brött. . Þetta er .náttúrlega alfallegastu og mést', kýnörvandi skór sérti' Clœsileiki Yves St. Laurent einkennir hausttískuna. Minikjólar frá Claumbœjartímabilinu. konur geta farið í. Þessir skór eru bæöi heilir og bandaskór og alla vega og þessir mikiö háu hælar notaðir við allt þaö sem fínt er. Gliðru- og druslu- tíska á undanhaldi Um skeiö var þaö talin sexý tíska ab vera í gegnsæjum flík- um þar sem brjóstin sáust í gegn eöa í pilsum sem huldu ekki lærleggina nema að litlu leyti, svona gleðikonutíska, eöa gliörustíll. Hann er nú á undanhaldi. En þab sem segja má um vetrartísk- una er aö hún er í raun og veru eins sexý, en kynæsandi á sið- prúöan hátt. Gliörustíllinn er á undanhaldi svo og druslustíllinn. En hann er aðeins inni í myndinni enn- þá, en bara fyrir ungu stelpurn- ar sem geta ekki hætt við hann. En hausttískan setur enga áherslu á dmslustílinn heldur mikinn eligans. Gerviskinnin Kannski eru stærsm fréttirnar gerviskinnin. Tískukóngarnir hafa greinilega tekið sig saman að .vinna. á. móti .skinnum. og 'þeir' sktéýta' óiíkleguátu flíkur með gerviskinnum. Gerviskinnjakkar og gervi- skinn eru sett yfir ótrúlegustu flíkur. Þau eru jafnvel sett sem skreytingar á skó og fylgihluti og því er mjög mikiö hampað hvað gerviskinn er oröiö skemmtilegt. í öllum tískusýningum vetrar- ins er dálítiö mikiö af gervi- skinni, en lítiö af skinni, en aft- Kynœsandi skor i tisku ur á móti leður og rúskinn aö einhverju leyti. En pelsinn fær slæma útreiö hjá tískufrömuðunum. Dandystrákar í karlmannatísku virðist mér ekki vera nein breyting á, nema aö hinn karlmannlegi stíll held- ur áfram. Þaö eina sem mér finnst breytast er aö þaö kemur svona einn og einn dandystrák- Dandystrákur er svona lakkrís- bindagæi frá rokktímanum. Ég efast um að það nái nokkuð í gegn. Held þetta sé gert svona fyrir músíkstrákana. ; ' • ■ Hausttískan

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.