Tíminn - 20.08.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.08.1994, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 20. ágúst 1994 Árum saman haföi faöir þeirra misþyrmt og ógnaö systkinun- um ungu. „Þaö hlaut aö koma aö þessu einhvern tíma," sagöi móöir þeirra seinna. Frá morbstabnum. Föðurmorö systkinanna Líkgrafarinn var í besta skapi. „Loksins er eitthvað um aö vera í þessu krumm- askuöi okkar." Ekki haföi þaö oft borið viö aö hann þyrfti aö jaröa fórnarlamb morðingja í bænum Bruck í Oberpfalz-hér- aöi í Þýskalandi. Svo bættust við allir fréttamennirnir. Enda þurfti grafarinn að hressa sig á bjór og líkjör í „Ráðhúskjallar- anum", knæpu bæjarins. „Þaö er ekki hægt að segja að bæjarbúar felli eitt einasta tár yfir Erwin Bindl," sagði veit- ingamaðurinn á kránni. Hinn látni átti ekki marga vini. „Þetta var sannkallaö hörkutól." Svo mikið hörkutól, að tvö elstu börn hans höfðu í langan tíma ráðgert með sér að ráða hinn hataba föður af dögum, eins og þau játuðu seinna í yfirheyrslu hjá lögreglunni. Of lengi hafði hinn 38 ára gamli Bindl haldið fjölskyldu sinni í heljargreip- um, lúskrað á börnunum, hald- ið framhjá eiginkonu sinni, Renate, og gortað af því ofan í kaupið í bænum, sem telur um 4000 íbúa. Hann á að hafa hótab syni sín- um Markúsi, 15 ára: „Ef ég sé svo mikið sem eina slaka ein- kunn í einkunnabókinni þinni, skal ég drepa þig." Um það var veitingamaðurinn viss í sinni sök: „Þetta var dropinn sem fyllti mælinn." Moröib ákvebib Mánudaginn 22. janúar 1990 kom Markús, sem var nemi í byggingariðn, heim til sín og var þess fullviss að hafa fengib fjóra, sem er lægsta einkunn, á miðsvetrarprófi í skólanum. Þótt þessi einkunn myndi ekki hafa nein skaðleg áhrif á nám hans, ráðfærði hann sig samt við systur sína, Manuelu, 17 ára. Skömmu ábur haföi hún orðib aö þola misþyrmingar föður síns. Hún hafbi komið heim, og þá hafbi Erwin Bindl rifið í hár hennar og sparkað í hana af hatursofsa þar til hún lá grafkyrr. Nú ákvábu systkinin, að næsta miövikudag skyldu þau liggja í launsátri fyrir fpð,- trrnum og bínda' enda á þján- SAKAMÁL ingar sínar. Erwin Bindl var örorkulífeyris- þegi. Hann hafði lent í bílslysi þremur árum áður og hafbi misst mikinn mátt úr fótunum. Áður hafði hann verið krana- stjóri. Það hafði verið draumur hans ab aka stórum vöruflutn- ingabílum. „Þegar hann var að skvetta í sig á knæpunni á kvöldin," sagði einn kunningi hans, „sló hann aftur og aftur á bæklaða fótleggi sína og hvarf inn á draumalendur." í raunveruleikanum varð Er- win þó að láta sér nægja að sitja í farþegasætinu. Annað slagið brá hann sér til Frakklands og Sviss. Þaö gerði hann einmitt daginn áður en hann átti að deyja. Börnin urðu að fresta fyr- irætlun sinni um einn dag. Loks á fimmtudag, skömmu fyrir hádegi, yfirgaf Erwin Bindl fábrotið hús sitt viö Bahnhofst- rasse 22. Hann settist upp í ap- pelsínugula sendiferbabílinn sinn og hélt til býlis síns fyrir utan bæinn. Þar átti hann tvo hesta, tvo hunda og aragrúa af hænsnum. Dóttir hans og sonur biðu í bárujárnskofanum, þar sem þau vissu ab faðir þeirra geymdi riffil með lítilli hlaup- vídd af Winchester-gerð. Erwin Bindl haföi oft sýnt syni sínum hvernig átti ab meðhöndla skot- vopnið. Börnin földu sig á bak við hey- bagga, þegar fabir þeirra opnabi dyrnar. Á sama augnabliki skaut Markús, eftir eigin framburði, hinn hataba föður í kviöinn. Er- win Bindl gat staulast fimm metra áfram, en þá hæfði hann annað skot. Þegar hann lá hel- særður í svaðinu fyrir framan kofann, hlóð Markús riffilinn tvisvar og skaut föður sinn í gagnaugað og hnakkann. Ab verknaðinum loknum héldu systkinin heimleiðis og hringdu á lögregluna. Þau höfðu fundið föbur sinn, skotinn mörgum sinnum,, fydt. frarpan býlið, .‘&feðl>ty&iþe\á,V.7>\\V,\\V,V Grunsemdir og játning Rannsóknarlögregluna fór fljót- lega aö gruna margt. Þeir spurðu Manuelu, hvernig hún gæti vit- aö ab faðir hennar hefði verið skotinn mörgum sinnum, því að vib lauslega athugun var að- eins hægt ab sjá marblett á gagnauganu. Og hvers vegna hafði Markús skrópað í skólan- um þennan dag og Manuela ekki mætt í vinnu sína í ali- fuglakjötbúð? Systkinin urðu æ meira tvísaga. Þá gerði Markús játningu. Hann var búinn að undirbúa þetta lengi. Fabir hans hafði veriö „uppstökkur, ranglátur og hrottafenginn" gagnvart hon- um. Honum hafði oft verið refs- að með höggum fyrir eitthvað, sem hann hafði ekki gert. Systir hans gat oft ekki hlaupið vegna marbletta, sögðu fyrrverandi skólafélagar. „Krakkarnir máttu ekkert, oft heyrbust ópin í þeim yfir til okkar," sögðu nágrannar. En enginn haföi aðhafst neitt. „Vib þekktum fólkib varla. Vib heilsuðumst, annað ekki," sögðu nágrannarnir. Og þó að allur bærinn hafi talað um, hvemig Erwin Bindl fór með fjölskyldu sína, vill nágranna- fólkiö ekkert af því vita. „Það var hans einkamál." í líkræðu sinni yfir Erwin Bindl fórust prestinum Josef Háring m.a. svo orð: „Hversu mikib hatur og örvænting hefur ekki safnast upp, fyrst komið gat til þessa ofbeldiseldgoss? ... Voða- verk hefur verið framið. Fólk, kornungt fólk, hefur orðið upp- víst að ódæði, þó enn sé ekki ljóst í hversu miklum mæli sök- in lá hjá föður þeirra." Ekki einu sinni presturinn fór fögrum orðum um hinn látna. Hann lét sér nægja að segja að Bindl hefði ávallt sinnt starfi sínu sem kranastjóri „svo vinnuveitandi hans gat verið ánægður með hann". Eftir hib alvarlega umferðar- slys, sagði fólk, hafbi Erwin Bindl breyst. Hann var haldinn , ofsóknarhugrnyndum. Ef hann ,’léAtí í' btð^séhhu á kránni. Erwin Bindi. skeytti hann seinna reglulega skapi sínu á fjölskyldunni. Þá rébst hann hamstola af bræði með hækju sinni á börn sín. Manuela sagbi vib lögmann sinn: „Ef pabbi væri ennþá á lífi, yrði þess sennilega skammt að bíða að hann sæti hér, í stað okkar, því hann hefði örugglega einn daginn gengiö af okkur dauðum." Eigingjarn og ótrúr Erwin Bindl var sjúklega af- brýðisamur vegna hinnar lag- legu dóttur sinnar. Ef hún kom ekki heim nákvæmlega á tilsett- um tíma, fór hann út að leita ab henni. Og ef hann fann hana, barði hann hana. „Ég var alltaf barin tvisvar til þrisvar sinnum í viku síðustu árin," sagbi Manu- ela. Hefbi hún leitað á náðir yf- irvalda, sagði hún, „heföi pabbi drepið mig." Þótt Erwin Bindl hefði lágar ör- orkubætur, var hann óspar á þær — þó ekki við konu sína og bömin fjögur. Hann átti stórt mótorhjól, tvo bíla, tómstunda- býlið og „fjölda ástkvenna". „Renate Bindl vissi um hinar konurnar," sagði ein vinkona Jiennar.. „En. hún ,gat .ekkert gett. Ef hún kvártaði, fór áílt.í háaloft. Erwin ríkti eins og sol- dán á heimili sínu. Aðrir fengu ekkert, hann hélt öllu fyrir sig." Renate hjálpaði til við elda- mennsku, þegar haldnar voru hátíðir í bænum, svo ab börnin fengju eitthvað að borða. Það féll henni greinilega illa að þurfa að ganga í fararbroddi syrgjenda á eftir líkkistunni. Nokkrir ættingjar komu og næstum þrjú hundruð forvitnir áhorfendur. Nokkrir kvöddu Er- win Bindl hinstu kveðju klædd- ir flugmannajakka og rifnum gallabuxum. Renate Bindl skýldi andliti sínu með kragan- um á loðkápunni sinni. „Hvenær losna börnin í fyrsta lagi úr gæsluvarðhaldinu?" spurði hún, þegar allt var um garð gengiö. Hún stendur á því fastar en fótunum ab hafa ekk- ert vitað um ráðagerðir barna sinna. „En ég get skilið börnin mín, hann var búinn að berja þau svo mikið. Einhvern tíma hlaut að koma að þessu." En hún var þeim ekki reib: „Ég vil að sem best rætist úr fyrir þeim." Þegar grein þessi var skrifuð, í febrúar 1990, höfðu Markús og .Manuela Bindl enn ekki komið .fyrir rétt. ..'. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.