Tíminn - 20.08.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.08.1994, Blaðsíða 10
10 Laugardagur 20. ágúst 1994 Furðulegt fyrirbæri hefur látib á sér kræla um lendur breskra bænda í sumar. Á gullnum kornökrum hefur mátt sjá valmúa skjóta upp kollinum á víð og dreif. Undir venjulegum kring- umstæðum hefði honum verib eytt með hæfilegum skammti af illgresiseyði en í ár er hann sönn- un þess að evrópskir bændur hafa dregið úr notkun eiturefna. „Tilhneigingin er sú að við kipp- um okkur ekki upp við það þó að ókennilegur gróður sjáist innan um kornstönglana. Fyrir nokkr- um árum hefbi þab jaörab við ærumissi," lét breskur kornbóndi hafa eftir sér. Breytinguna má að nokkru rekja til kröfu almennings um að bændur taki meira tillit til um- hverfisins og dragi úr notkun ill- gresiseyðis, skordýraeiturs og til- búins áburöar. Minnkandi niður- greiðslur Evrópusambandsins, í kjölfarið á breytingum á sameig- inlegri landbúnabarstefnu Evr- ópusambandsríkjanna, CAP, hafa neytt bændur til að draga úr út- gjöldum. Breytingarnar á CAP hafa ekki abeins í för með sér minni nibur- greiöslur til bænda. Þeim er einn- ig ætlað að styrkja viöleitni þeirra til að vernda umhverfib. Þegar hefur verið gripið til þess rábs ab borga bændum fyrir að nota ekki viðkvæmt land fyrir bithaga. í dag eru abeins fimm prósent útgjalda vegna sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar ætluð til ab mæta kostnaði út af kröfum um umhverfisvernd. Reiknab er með að þetta hlutfall eigi eftir að hækka verulega á næstunni. Rene Steichen, sem fer meö landbún- aðarmál í framkvæmdastjórn ESB, er einn þeirra sem vill að þarna veröi breyting á. „Þab ætti að vinna að því að umhverfis- vænir búskaparhættir leysi hef- bundin vinnubrögð af hólmi sem fyrst," sagði Steichen nýlega. Reynt ab vinna stefnu ESB fylgi í Bretlandi hafa eigendur stór- býla og umhverfisverndarsinna tekið höndum saman í því skyni að vinna breytingu á sameigin- legri landbúnabarstefnu ESB fylgi. Þeir kalla sig Gay Husser hópinn eftir veitingahúsinu þar sem fyrst var fundað. Hópurinn varð formlega ab félagi á land- búnaðarsýningu Konunglega búnabarsambandsins í síbasta mánubi. Margir bændanna í hópnum mæla með vistvænum landbún- abi sem mibar ab því að draga úr notkun eitur- og aukaefna án þess að láta alveg af henni eins og þeir sem leggja stund á lífræna rækt- un. Einn helsti talsmaður vistvænn- ar ræktunar í Bretlandi er Gillian Shephar, sem starfab hefur í land- búnaðarráðuneytinu. „Landbún- aður verður að vera ábatasamur, mæta þörfum neytendans og hæfa umhverfinu," segir hún. Við þær kringumstæður draga bændur úr notkun á illgresiseybi, skordýraeitri og tilbúnum áburði. Þetta þýðir minni afuröir en um leið minni kostnað vegna minni útgjalda til áburðar- og eitur- kaupa. Nú er í gangi rannsókn við Long Asthon rannsóknastöbina á því hve bændur geta dregið mikið úr notkun aukaefna án þess ab skab- ast fjárhagslega. Rannsóknin er styrkt af Evrópusambandinu. Hún bendir til þess ab ef dregiö er úr efnanotkun þannig aö upp- skeran minnki um átta prósent myndi þab þýba 32% lægri kostn- að og hagnaður yrði af rekstrin- um. Mike Calvert er einn þeirra sem reynt hefur lífræna ræktun. Hann starfar hjá landbúnabardeild sam- vinnuhreyfingarinnar og hefur smibjur á borð vib British Agro- Chemicals Association hafa tekið höndum saman við verslunar- keðjur með að styrkja þrýstihópa eins og Linking Environment and Farming (Leaf) sem berst fyrir vistvænum aðferðum í landbún- aði. Efnaverksmiðjunar hafa aug- ljóslega komist að þeirri niður- stöbu að betra sé að stuðla að minni notkun áburðar og eitur- efna en að eiga á hættu að lífræn ræktun breiðist enn frekar út. Meb þessu geta efnaframleiðend- ur hugsanlega komist hjá því að endurskoðun sameiginlegu land- búnaðarstefnunnar hafi í för meb sér takmarkanir á leyfilegri efna- notkun. Leaf, sem hefur komib á fót nokkrum sýnisbúum, hefur feng- ið til liðs vib sig eitt hundrað bændur og fyrirtæki í landbúnaði í Bretlandi. I Þýskalandi eru 800 ábúendur aðilar ab Leaf. Um- hverfissamtökin hvetja bændur til að endurskoða búskaparhætti sína með hliðsjón af spurninga- lista sem samtökin hafa látiö gera. Vibkvæmur búskapur Bœndur í Bretlandi ástunda ekki lífrœna rœktun en hagnast á því aö tileinka sér vistvœn viöhorf: Möluö saga meö heilsteyptum endi yfirumsjón með býlum sem ná yf- ir 20.000 hektara að flatarmáli. Fyrir fimm árum tók hann rúm- lega 100 hektara lands á býli í Le- icestershire undir lífrænan land- búnab. Hann komst fljótlega að raun um að það borgaði sig ekki. Á meðan tekjur af hefðbundnu bændabýlunum sem Calvert hef- ur umsjón með eru 30-40.000 ísl. krónur nam tapið á vistvænu til- rauninni nærri milljón krónum. Calvert segir ab lífrænn land- búnaður krefjist mikils vinnuafls og uppskeran sé rýrari en í hefb- bundnum landbúnaði. Á þessu ári hefur Calvert gert til- raun meb vistvænan landbúnað á 50 hektara landssvæði. Hann kallaðar þab „samþættan land- búnað". í stað þess að beita mannaflafrekum aðferbum iíf- rænnar ræktunar lætur hann starfsfólk sitt nota hluta vinnu- tímans til að skipuleggja mark- vissa notkun eiturefna og tilbúins áburðar. Nýjar leiöir í stab þess ab úða eitri yfir korn- akrana eins og þeir leggja sig eru þeir rannsakabir gaumgæfilega í leit að sjúkdómum eba stöbum sem þurfa áburðar við. Alastair Leake, sem stjórnar -þessari ný- breytni, segir að nú sé tekið á vandamálunum þegar þau skjóti upp kollinum í stað þess að úða eitri og áburði yfir alla ræktina óháð þörfinni á slíku. „Við höf- um lagt fallbyssunni og tekið okkur rifil í hönd," segir Leake. „Það má segja að við séum aftur farnir að treysta á heilbrigða skynsemi en á því var oft skortur á síðustu áratugum þegar bændur reyndu ab ná metuppskeru hvað sem þab kostabi." Nú hefur oröib þvílík breyting á viðtekinni þekkingu að efnaverk- Leaf segir að vibbrögðin séu mjög gób, þegar hafi selst 1000 eintök af listanum en eintakið kostar sem svarar 2000 íslenskra króna. Það er þó hverfandi hlut- fall af hinum 250.000 bændum Bretlandseyja. Þeim, sem stunda landbúnað í dag, finnst ekki auð- velt að meðtaka ráðleggingar sem stangast algjörlega á við það sem haldið var fram fyrir aðeins tíu ár- um. Fraser Hart, sem leggur bæði stund á kornrækt og svínabúskap í Gloucestershire, hefur tekið upp vistvænan landbúnab. Hann segir það langt í frá auðvelt. „Það er erf- ibara að stunda búskap með þess- um hætti og hvernig bregst þú við ef upp kemur skæð pest?" spyr Hart. Eitthvað líkt því og þegar mý- flugnafaraldur herjar á kornakra eins og gerðist í sumar. Um tíma leit út fyrir að uppskeran minnk- abi um þriðjung. „Þab hefði þýtt gjaldþrot fyrir fjölda bænda og ég verð ab viðurkenna ab vib guggn- ubum. Við vildum ekki úða en vib gerðum það til ab bjarga korn- uppskerunni," sagbi Hart. -Úr Financial Times Leikfélag Akureyrar: BarPar og Karamellukvörnin fyrst frá Þórgný Dýrfjjörb, fréttaritara á Akur- eyri. Leikfélag Akuyreyrar kynnti í vikunni verkefni næsta starfsárs á fundi með starfsfólki þess og blaðamönnum. Vibar Eggerts- son ávarpabi samkomuna og vék m.a. ab stöðu L.A gagnvart hin- um atvinnuleikhúsunum og sagbi ab það mætti merkilegt teljast að geta rekib svo öfluga starfsemi fyrir mun minna fé en öbrum væri skammtab. Hann sagði að þess hefði einnig verib lengi beðib að nauðsynlegar endursbætur yrðu gerðar á Sam- komuhúsinu, húsi L.A. og félag- iö teldi að nú væri röðin komin að þeim í þessum efnum. Viðar bætti vib ab það litla sem gert væri miðaði að því ab bæta að- stöðu fyrir gesti hússins og nú væri að ljúka uppsetningu á nýju loftræstikerfi í áhorfendasal. Á fundinum voru kynntir fast- ráðnir leikarar L.A. næsta starfsár og í þeim hópi eru ný þau Berg- ljót Árnalds og Þórhallur Gunn- arsson. Aðrir fastrábnir leikarar eru: Abalsteinn Bergdal, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigurþór Al- bert Heimisson, Sunna Borg og Þrájnn Karlsson. Leikárið hefst á gamanleik meb Leikendur Leikfélags Akureyrar. söngvum fyrir alla fjölskylduna sem nefnist „Karamellukvörn- in". Leikstjóri er Þórunn Magnea Magnúsdóttir og frumsýning verður 24. september. Þá verður „BarPar" sýningin þar sem Sunna Borg og Þráinn Karls- son fara á kostum í 14 hlutverk- um, tekin upp á nú frá fyrra ári. „BarPar" verbur sýnt í Þorpinu, húsnæbi sem var innréttað sér- staklega undir sýninguna í vor. Leikverkib verður sýnt nokkrum sinnum í haust. Leikstjóri er Há- var Sigurjónsson. Á þribja í jólum verður frum- sýnt leikritið „Óvænt heimsókn" eftir J.B. Pristley. Það segir frá lögreglumanni sem heimsækir efnaða fjölskyldu til ab rannsaka sjálfsmorð ungrar stúlku sem hafði verib vinnukona á heimil- inu. Lögreglumaburinn kemst á snoðir um ýmislegt gruggugt og spumingar vakna um hvað .sé á ábyrgb hvers. Leikstjóri verður Hallmar Sigurbsson og gestaleik- ari í sýningunni verður Arnar Jónsson. í janúar á nýju ári er aldaraf- mæli Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Erlingur Sigurðarson hefur af þessu tilefni sett saman leikverk byggt á ljóöum Davíðs og nefnist það „Á svörtum fjöbr- um". í því tjáir Davíö Stefánsson hug sinn á ýmsum tímum og leitar á vit minninganna þar sem persónur stíga fram út hugskoti hans og fjölbreytilegar myndir lifna. Frumsýning verður 21. janúar og leikstjóri veröur Þrá- inn Karlsson. Vorsýning L.A. ab þessu sinni er ekki söngleikur eða ópera eins og tíðkast hefur lengi, heldur verkið „Þar sem Djöflaeyjan rís", eftir Einar Kárason í leikgerð Kjartans Ragnarssonar. Frumsýning er áætluð 17. mars og leikstjóri verður Kolbrún Halldórsdóttir. Leikárinu lýkur hjá L.A. með leiklistaruppákomu á Kirkjulista- viku í Akureyrarkirkju 7-17. maí. Handrit og stjórn verða í hönd- um Viðars Eggertssonar, en sýningin nefnist GUÐ/jón og bregbur upp textabrotum sem sýna manninn andspænis al- rmettinu. .......... .■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.