Tíminn - 20.08.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.08.1994, Blaðsíða 5
 5 Laugardagur 20. ágúst 1994 Tímamynd IAK Jón Kristjánsson skrifar Ríkisfjármálin og atvinnulífið / síðustu viku var fjárlaganefnd Al- þingis kynnt skýrsla ríkisendur- skoðunar um framkvæmd fjárlaga fyrir árið 1994. Þar kemur fram að áætl- aður halli á ríkissjóði á yfirstandandi ári er 11 milljarðar króna. Hallinn var áætlaður 9.6 milljónir króna í upphafi ársins. Þessar staðreyndir eru ástæða til um- hugsunar. Halli á ríkisbúskapnum upp á 11 milljaröa þýðir 30 milljónir dag hvern, svo að upphæðinni sé deilt niö- ur í skiljanlegri tölur venjulegu fólki. Þess má geta til samanburðar aö tekjur af öllum tekjuskatti einstaklinga á fyrri hluta ársins nema 9.6 milljörbum króna. Vandí er við að fást Mér dettur ekki í hug að telja ríkisfjár- málin einföld úrlausnar. Hér er um flókið vandamál að ræða sem erfitt er við að fást. Nú síbustu árin hefur verið viðvarandi halli á ríkissjóði. Útgjöldin hafa verið um 110 milljarðar króna, en tekjurnar um þab bil 100 milljaröar. Af- koman hefur oltið á tveimur til þrem- ur milljöröum króna eftir því hvernig árar á hverjum tíma, en útgjöldin ver- ið nokkuð stöðug. Þessi hallarekstur hefur verið ríkis- sjóbi þungur í skauti vegna þess að hann hefur þurft ab fjármagna með lánsfé, og vaxtagreiðslur ríkissjóðs nema nú þegar á fyrstu 6 mánuðum ársins 6.7 milljörðum króna, en á síð- asta ári voru þær um 11 milljarbar. Það mætti ýmsu gagnlegu koma til leibar í þjóbfélaginu fyrir helming þessarar upphæðar, þótt ekki væri meira. Áhrif samdráttarins Samdrátturinn í þjóðfélaginu hefur neikvæb áhrif bæði á tekju- og gjalda- hlið ríkissjóðs, og svo er enn, þrátt fyr- ir að tekjur hafi aukist mibab vib sama tíma á fyrra ári, um það bil 3.5 millj- arða. Sú tekjuaukning kemur ríkissjóði ekki til góba í batnandi afkomu heldur fer út í auknum útgjöldum og rúmlega það. Atvinnuleysið veldur enn sem fyrr stórkostlegu vandamáli í ríkisfjármál- unum og það er áreiðanlega borin von að hægt sé að snúa afkomu ríkissjóbs úr halla í afgang nema atvinnuleysi minnki verulega. Öryggi fyrir alla Ég hef haldið því fram að félagshyggja og umhyggja fyrir velferðarkerfinu byggi á virðingu fyrir einstaklingnum og sé í raun hin sanna einstaklingshyggja, sem stefnir að því að sem fæstir lendi utan- garðs í samfélaginu og sem flestir hafi jafnan rétt, og möguleika til þess að þroska hæfi- leika sína og njóta þeirra. Mér finnst það ömurleg tilhugsun aö sætta sig við þab ab hér á íslandi myndist þjóðfélagshópur sem telur þúsundir manna sem hefur ekki at- vinnu í samfélaginu, og ekki efni á því að njóta heilbrigðisþjónustu, mennt- unar eða annarrar þjónustu sem til- heyrir nútímalífi. Ríkisvaldið hefur verib notab til þess að tryggja þessa þjónustu, sem notendum er nú í vax- andi mæli gert að greiða fyrir. Það er al- varleg staðreynd að þrátt fyrir hin auknu þjónustugjöld skuli afkoma rík- issjóðs ekki batna. Atvinnulífib Það hefur verið mikið rætt um þab með hverjum hætti ríkisvaldið geti örvab atvinnulífið í landinu, og hvort það sé yfirleitt þess hlutverk að gera þab. Hlutverk ríkisvaldsins á fyrst og fremst að vera að veita landsmönnum þjónustu og jafna möguleika þeirra til hennar. Æskilegast væri að atvinnulíf- ið gæti séö um sig sjálft og greitt sína skatta og skyldur til ríkisins. Ríkið á ekki að þurfa að standa í atvinnurekstri utan þeim sem aðstæður krefjast að séu í höndum almennings. Það bendir hins vegar margt til þess að það hreyfiafl sem á að vera í mark- aðshagkerfinu, að einstaklingar leggi fram áhættufjármagn í góðar hug- myndir, sé ekki farið að virka enn í okkar litla samfélagi. Nýsköpun hefur átt erfitt uppdráttar, en hins vegar fá fjölmargir abilar hugmyndir um atvinnustarfsemi sem erfitt er að fá fjármagn í. Hinir íslensku fjármagnseigendur virðast tregir til þess að hætta sínu fé þar til hugmynd- in er búin að sanna sig. Fé í atvinnu- lífib Ýmsir hafa því hald- ið því fram að ríkis- valdiö verði, þrátt fyr- ir afkomu sína, að leggja fram fé til þess að örva atvinnustarfsemina í landinu og sömu menn halda því fram að það fjármagn mundi skila sér aftur í ríkis- sjób og rúmlega það með auknum krafti atvinnulífsins og veltuaukningu í þjóbfélaginu. Vandinn er að finna slíkri aðstoð farveg með almennum skilyrðum. Sú hagfræðikenning er alkunn að á kreppu- og samdráttartímum eigi ríkis- valdið ab veita fé til þess að örva at- vinnustarfsemi og fjárfestingu. Sam- kvæmt þessu ætti ríkisvaldið nú að veita fé til þess að örva atvinnulífið og ýta undir eftirspurn og fjárfestingu. A þenslutímum ætti ríkisvaldið hins veg- ar ab minnka fjárfestingar. Ein abalástæðan fyrir slöku atvinnu- ástandi er sú staðreynd ab fjárfestingar hafa verið í lágmarki. Þær hafa veriö miklar á liðnum áratug en eru nú komnar niður fyrir hættumörk og nægja ekki til þess að halda í horfinu með eðlilegri uppbyggingu og viðhaldi mannvirkja. Hefbbundnu nibur- skurbarleibirnar duga ekki Hefðbundnar leiðir niðurskurðarins duga ekki til þess að ná valdi á ríkisfjár- málunum. Verulegur árangur næst ekki nemá með því ab skerða þjónustu ríkisins eða fella hana niður, sem þýðir í mörgum tilfellum aukið atvinnuleysi, og samrýmist ekki sjónarmiöum fé- lagshyggjufólks. Þab hefur sýnt sig að flatur niðurskurbur nær ekki tilgangi sínum, því ríkisfjármálavandinn er svo nátengdur atvinnumálunum. Því er margt sem mælir með því ab reyna enn frekar á þá leið að veita fé til at- vinnuuppbyggingar og koma þá marg- ar leiðir til greina, til dæmis að efla fullvinnslu í sjávarútvegi, veita áhættufjármagni í ný fyrirtæki, og efla rannsóknir. Mikilvægt er að stuðning- urinn við atvinnulífið efli þab til fram- búðar, en ekki sé tjaldað til einnar næt- ur. Þversögn? Mörgum kann að þykja nokkur þver- sögn í því að lýsa áhyggjum yfir halla ríkissjóðs, en hvetja síðan til aukinna ríkisútgjalda. Þetta verður að skoða í ljósi aðstæðna. Verbbólga er lág um þessar mundir og atvinnuleysi umtals- vert. Þab er samdráttur en ekki þensla. Við þessar abstæður er líklegt að aukin fjárframlög til atvinnulífsins myndu skila sér aftur í ríkissjóð, en hins vegar myndu þau áhrif verða ab engu þegar þenslu færi ab gæta. Haustverkin Þab mun verða nær eina áþreifanlega verkefni Alþingis í vetur að koma sam- an fjárlögum. Þá koma þessi mál og önnur varbandi ríkisfjármálin til um- ræðu. Líklegt er aö eina ráð stjórnvalda verði að krukka í framlög ríkisins hér og þar, án heildarstefnu. Þab er ekki líklegt til að skila árangri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.