Tíminn - 20.08.1994, Blaðsíða 14

Tíminn - 20.08.1994, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 20. ágúst 1994 KRISTJAN GRIMSSON Mikil gagnrýni kom á störf Kristins Björnssonar, þjálfara Vals, meö gengi Valsmanna um miöbik íslandsmótsins en nú gengur þeim allt í haginn: Oánægjuraddir strax í upphafi mótsins Eftir mikla gagnrýni á frammi- stöðu Valsmanna fyrr í sumar virö- ist Kristinn Björnsson, þjálfari liðs- ins, vera búinn að finna rétta takt- inn, enda hefur liðið nú spilað fimm leiki í deildarkeppninni í röð án þess að bíða ósigur, þar af hafa þrír þeir síðustu unnist. Tímanum lék forvitni á að vita hvernig þjálf- ara Vals gekk ab vinna sitt starf undir svo mikilli pressu á miðju ís- landsmóti. „Það er nú yfirleitt slæmt mál aö þurfa að starfa undir þannig kring- umstæðum. Þab skapar þvílíkt andrúmsloft aö þaö hafbi ekki bara áhrif á mig sem þjálfara heldur líka á leikmenn og þá sem starfa að þessu. Þegar svona umræða fer af stað getur oft verið erfitt að snúa henni við og ég held að þessi um- ræða hafi nú gengið of langt. Menn verða að gera sér grein fyrir því að flestir stefna á toppinn sem taka þátt í íslandsmótinu og menn fórna miklum tíma og peningum og öbru til ab láta hlutina ganga upp. Við byrjubum rólega á þessu íslandsmóti en fengum þó fimm stig úr fyrstu þremur leikjunum. Þrátt fyrir það var strax komin óánægjualda innan félagsins með hvernig komiö væri fyrir liðinu og hún magnaðist upp og áður en nokkur ástæða var til að mínu mati og voru menn farnir að reyna að finna blóraböggul fyrir slöku gengi, að þeirra mati. Auðvitab bitnabi þab á mér en mér fannst það bitna meira á leikmönnum, því þegar stanslaus umræba er um hvemig hlutirnir eigi að vera þá er hætta á að menn missi trúna og þá er strax orðið erfitt að leiðrétta nokkuð skapaðan hlut því leik- menn verða að hafa trú á því sem þjálfarinn segir og gerir. Gagnrýni veröur þá að vera þessleg að hún leiði eitthvað annað af sér en menn fari bara í einhverja fýlu og fari að finna blóraböggla," sagöi Kristinn. Hann segir að gagnrýni á sig hafi ekki beint komið frá stjórn Vals heldur frekar frá hópum kringum félagið sem alltaf virðast vita allt best. „Besta dæmið um þetta held ég að KR-ingarnir séu. Þeir hafa nánast slátrað hverjum þjálfaran- um á fætur öðrum. Ég held að þar sé sköpuð þvílík pressa á þá sem eiga að bera ábyrgðina að þeir fá aldrei tækifæri til ab axla hana að fullu sjálfir, því það eru strax komnir einhverjir inn í myndina og ætla að gera það fyrir þá. Þetta held ég ab sé dæmi um hvernig hlutimir eigi ekki að vinnast. Ann- að hvort ræður þú menn til að taka ákvaröanirnar um hvernig hlutirn- ir eigi að vera og treystir því eða þú hefur eitthvab öldungadeildarráð þarna innan félagsins sem ræðir það sín á milli hvernig það vilja hafa hlutina." Hvarflabi aö mér ab segja upp En hvarflaði það aldrei að Kristni að segja upp þjálfarastöbunni þeg- ar verst gekk? „Jú, jú þab hvarflaði að mér og ef t.d. einn tapleikur í viðbót um mitt mótib hefði litið dagsins ljós þá held ég að ég hefði varla staldrað miklu lengur við, því maður er enginn masókisti og er ekki í þessu til að láta kvelja sig. Þab em líka takmörk fyrir því hvað maður lætur bjóða sér. En stund- um getur komib upp sú staða að þjálfarar finna ekki taktinn og menn missa tökin á því sem þeir em að gera og ég verð að viður- kenna það að á tímabili gerbi ég þab líka, þ.e. missti tökin á því sem ég var að gera." Mannskapurinn loks fyrir hendi Kristinn segir að meginástæðan Kristinn Björnsson, þjálfari Vals, segir oð þaö hafi vissulega hvarflaö aö honum aö segja upp störfum og þaö.heföl ekki þurft nema einn tap- leik í viöbót um mitt íslandsmótiö. fyrir velgengninni núna sé að mannskapurinn sé loksins allur fyrir hendi sem skili sér í ákvebnu jafnvægi í liðsuppstillingunni. í dag eiga Valsmenn erfiðan leik fyr- ir höndum gegn ÍA uppi á Skaga og sagöist Kristinn búast við ab dags- formið komi til með skera úr með hverjir standa uppi sem sigurveg- arar. Aðspuröur um hver stefnan í deildinni væri hjá Valsmönnum sagði Kristinn: „Ef vib náum 3 stig- um upp á Skaga þá held ég ab það sé búið að marka þá stefnu sem við þurfum að taka í næstu leikjum eftir það," sagði Kristinn að lokum og sagðist vera ánægbur með allt yfir 10 stig úr síbustu 5 leikjum ís- landsmótsins. ■ Mjólkurbikarúrslitaleikur kvenna: Toppliöin spila í úrslitaleiknum Breiðablik og KR, toppliðin í 1. deild kvenna í knattspyrnu, mætast á morgun í úrslitaleik Mjólkurbikarkeppninnar. Leik- urinn fer fram á aðalleikvangi Laugardalsvallar og hefst klukk- an 15. KR-ingar hafa aldrei orðið bik- armeistarar en hafa leikið fimm sinnum í undanúrslitum en aldrei ábur komist í úrslitin. Breibablik lék síöast í úrslitum 1992 en tapaði þá fyrir ÍA en lið- ið varð bikarmeistari árin 1981- 1983 en það voru fyrstu ár bik- arkeppni kvenna hér á landi. Það er Ijóst að leikurinn á morgun ætti geta orðið mjög góður enda draumaúrslitaleikur fyrir íslenska kvennaknatt- spyrnu, því Breiðablik og KR eru án efa langsterkust kvennaliða í fótboltanum í dag. Dómari leiksins verbur Bragi Bergmann. Ásthildur Helgadóttir veröur í eld- línunni meö KR á morgun en hún hóf ferilinn hjá UBK. Tímamynd cs Molar... ... Bílaklúbbur Skagafjarbar held- ur Hótel Áningar Rallý í dag og mun Snorri Björn Sigurösson, bæj- arstjóri á Sauöárkróki, ræsa kepp- endurfrá hótelinu klukkan 09.00. Ekib verður fyrir hádegi um Þver- árfjall og Nebri Byggö en eftir há- degi veröur leibin milli Bakka og Kolkuóss ekin. Keppni þessi gefur stig til íslandsmeistaramótsins. ... FH-ingar hafa fengiö flest rauö spjöld á Islandsmótinu til þessa eins og viö birtum í blaöinu í gær. Svolítiö óljóst var hve mörg spjöld nokkur liö hafa fengiö en hér koma þau: ÍBK (1), Valur (1), KR (1), ÍBV (3), Þór (3), UBK (1)og Stjarnan (1). ... Lothar Matthaeus lýsti því yfir í gær ab hann væri ekki hættur ab leika meö þýska landslibinu í knattpsyrnu. Ef hann stendur vib orö sín bætir hann án efa leikja- met Peter Shiltons frá Englandi en hann lék 125 landsleiki. Matthae- us hefur leikib 11 7 landsleiki núna. ... Jurgen Klinsmann hjá Totten- ham er algerlega ókvíbinn ab leika fyrsta leikinn meb libinu gegn Sheff. Wed í dag en hann hefur verib mikib gagnrýndur af bresk- um fjölmiblum fyrir leikaraskap á vellinum. Tottenham hefur deild- arkeppnina meb 6 stig í mínus. ... Man. Utd hefur titilvörn sína í ensku knattspyrnunni í dag á heimavelli gegn QPR. Arsenal leik- ur vib Man. City, Liverpool vib C. Palace og Blackburn vib South- ampton. Um helgina Knattspyrna Laugardagur 1. deild karla ÍA-Valur...........kl. 14 FH-KR ..............kl. 14 ÍBV-ÍBK............kl. 14 2. deild karla Víkingur-Grindav...kl. 16 Sunnudagur Mjólkurbikar kvenna - úrslit KR-UBK.............kl. 15 1. deild karla Stjarnan-Þór ....kl. 18.30 Mánudagur 1. deilda karla Fram-UBK...........kl. 20 Handboltamót í Digranesi Laugardagur U21-Stjarnan ....kl. 14.30 Stjarnan-FH ........kl. 16 Sunnudagur U21-Stjarnan .......kl. 18 Haukar-FH ......kl. 19.30 Framarar vígja nýtt íþróttahús á morgun: Aöstaðan gerbreytist Hiö nýja íþróttahús Fram viö Safamýrí erglœsilegt mannvirki og ástœöa fyrir fólk aö koma og kynna sér þaö á Framdeginum á morgun. Ekki má gleyma umhverfinu og þegar Ijósmyndari Tímans var þarna á feröinni ígœr var unniö höröum höndum á lóöinni viö íþróttahúsiö til aö gera hana sem glœsilegasta fyrir morgundaginn ... . ...... Tímamynd jAK Knattspyrnufélagið Fram tekur í notkun nýtt íþróttahús við Safa- mýri á Framdaginn á morgun. Hátíðarathöfn hefst í íþrótta- húsinu kl. 15 og verður húsiö opið gestum og gangandi til klukkan 17. Alfreð Þorsteinsson, formaður Fram, sagði vib Tímann að þetta væri stærsti dagurinn í langri sögu Fram en íþróttahúsið er það fyrsta sem félagið eignast síðan það var stofnað árið 1908. „Með tilkomu þessa nýja og glæsilega íþrótthúss opnast nýir möguleikar fyrir íþróttamenn félagsins því fram ab þessu hafa þeir þurft að sækja æfinga- og keþþriisaöstöbu arinars staðár í bænum. Það getur komiö vel til greina að Framarar taki upp aö nýju að stunda körfuknattleik en sú grein lagðist niður m.a. vegna aöstöðuleysis. Það er því um algera byltingu að ræða hvað varðar aðstööuna fyrir okkur," sagði Alfreð að lokum og hvatti alla Framara og vel- unnara félagsins til að mæta á morgun til vígslu nýja íþrótta- hússins. Þess má geta að vígsluleikurinn í nýja íþróttahúsinu verður á milli kvennaliða Fram og Vík- ings og hefst leikurinn klukkan 17. Það má því segja ab sá leikur sé fyrsti stórleikurinn í hand- boltanum. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.