Tíminn - 27.08.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.08.1994, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. ágúst 1994 3 Kjarasamningar kennarafélaga: Sameisnles kröfu- ágnleg í deidi gerö í deiglunni „Vib erum aö athuga hvort þaö kunni aö vera grundvöll- ur fyrir því aö fara fram meö sameiginlegar kröfur. Menn eru núna aö vinna sína heima- vinnu og þaö veröur tekin afstaöa til þess í október, nóvember," segir Eiríkur Jóns- son formaöur Kennarasam- bands íslands. Svo kann að fara aö stéttarfélög kennara, Hiö íslenska kennara- félag og Kennarasambandið, leggi fram sameiginlega kröfu- gerö viö næstu samningagerð, en samningar kennara sem og flestra annarra launamanna renna út um áramót. En athug- un á þessu máli kemur í kjölfar þeirrar umræðu sem fram hefur farið meðal kennara um aukið samstarf og jafnvel sameinirigu félaga kennara í eitt félag. Formaöur Kennararasam- bandsins segir aö þessi mál séu öll til skoðunar og menn muni ekki rasa um ráð fram í þeim efnum. Hann segir aö ef félögin geta t.d. ekki unniö saman aö kjaramálum, þá vakni sú spurn- ing hvort þáð sé eðlilegt aö sam- eina félögin. ■ Markabshyggja ídönskum skólum hefurslœm áhrifá kennara: Aukin streita og vanlíöan Á síöasta ári leitaöi meira en helmingur danskra kennara í iön- og tækniskólum til læknis vegna eins eöa fleiri sjúkdóma, tíundi hver kennari þjáist af streitu, þriöji hver kennari er haldinn vanmáttartilfinningu og um helmingur kennara íhugar aö hætta eöa vill kom- ast á eftirlaun. Þetta eru m.a. niöurstööur könnunar sem gerö var á heilsu- fari kennaranna á síöasta ári og greint er frá í grein sem Þóra Elfa Björnsson kennari í Iðnskólan- um í Reykjavík ritar í Kennara- blaöiö. Þar kemur m.a. fram að þessi könnun var gerð til aö kanna hvaöa áhrif breytingar á stjórn, fjármálum og vinnutilhögun skólanna frá 1991 haföi á heilsu- far kennara. En markmið áöur- nefndra breytinga var aö færa markaðshyggju inn í skólana, meö kröfum um aukin afköst, stærri og ójafnari nemendahópa og breytingum á vinnutíma, auk þess sem möguleikar kennara á eftirmenntun rýrnuöu og dregið var úr fjárveitingum til skólanna. Þetta mun einnig vera í fyrsta sinn sem könnun sem þessi er gerö á sálrænum og heilsufarsleg- um áhrifum vinnuumhverfis í þarlendum skólum. Tilgangur könnunarinnar var m.a. aö fá úr því skoriö hvort eitthvaö væri hæft í þeim fullyröingum kenn- ara aö umræddum breytingum hefði fylgt aukið álag og svigrúm til daglegra starfa í skólanum hefði skerst til muna. Aö mati greinarhöfundar þykir margt benda til þess aö þær breytingar sem standa fyrir dyr- um í íslenska skólakerfinu stefni einnig í átt til þeirrar markaðs- hyggju sem Danir hafa kynnst. Af þeim sökum sé eðlilegt aö vinnuumhverfi og líöan ís- lenskra kennara verði kannað. ■ Vegagerð í Bólstaðarhlíðabrekku í Skagafiröi lýkur vœntanlega um eba fyrir nœstu helgi. í sumar hefur verib unnib ab þvíab ab fcera þann hluta þjóbvegar eitt sem liggur um Bólstabarhlíbarbrekkuna. Ef ácetlanir standast verbur farib ab klceba veginn í lok næstu viku og síbasti áfangi hans jafnvel tekin í notkun um helgina þar á eftir. Nýi vegurinn liggur nebar í brekkunni en sá eldri, hann er breibari en gamli vegurínn og ekki eins brattur. VmamyndÁC Framlög til H.í. langt undir norrœnum stöölum og jafnframt undir því sem telst algert lágmark í Evrópu: Framlög þyrftu að hækka um 159% Fjárveitingar til Háskóla ís- lands ættu aö vera rúmir fjór- ir milljaröar á ári miðaö viö staöla samnorræna mennta- markaöarins, sem íslendingar eru aöilar aö. Á síöasta ári nam fjárveitingin 1565 millj- ónum kr. og þyrfti því aö hækka um 159% miöaö viö norrænu staðlana. Fjárveit- ingar til kennslu viö H.í. nema 75% af því sem talið er algert lágmark annars staöar í V-Evrópu. Menntamálaráðherrar Noröur- landanna skrifuöu í vor undir samning sem tryggir jafnan að- Slcemt ab sjómenn skuli ekki vera haföir meb í rábum um stefnumótun úthafsveiba: Kvóti í Barentshafi er merki um ábyrga stefnu „Menn veröa aö setjast niöur og semja um veiöar í Barentshafi. Þeir samningar enda ekkert ööruvísi en aö viö fáum þarna verulegan kvóta," segir Helgi Laxdal formaöur Vélstjórafé- lags íslands. Hann er ennfrem- ur sammála formanni Sjó- mannasambandsins um aö þaö sé mjög slæmt aö sjómenn skuli ekki vera haföir meö í ráöum um stefnumótun úthafsveiöa í Barentshafi, enda um sameigin- lega hagsmuni útgeröa og sjó- manna aö ræöa. Hann segir aö framkomar hug- myndir Jóhanns A. Jónssonar framkvæmdastjóra Hraöfrysti- stöövar Þórshafnar hf. um aö ís- lendingar verði aö marka sér fisk- veiðistefnu í Barentshafi og ákveða hversu mikiö þeir ætli sér aö veiöa þar af þorski á ársgrund- velli til koma í veg fyrir ofveiði, muni styrkja íslendinga út á viö í þeirri viöleitni að stunda ábyrga fiskveiöistefnu þar nyðra. Helga finnst jafnframt afstaða LÍÚ til málsins vera dálítiö skrít- in, en Jónas Haraldsson skrif- stofustjóri samtakanna hefur lagst gegn hugmynd Jóhanns. „Jónasi finnst allt í lagi að skipin fari noröur í Smugu og stundi þar óheftar veiðar, en finnst alveg út í hött ab menn setji sér einhver efri mörk vib veiöarnar," segir for- maður Vélstjórafélagsins. Hann segir ennfremur að íslend- ingum sé einatt legið á hálsi fyrir aö hafa snúið baki við stefnu strandríkja í fiskveibimálum með því aö stunda veibar í Barents- hafi. „Þessi stefna er bara stefna og er ekkert orbin að veruleika. Þar ab leiöandi getum viö ekki lifað eftir henni," segir Helgi Laxdal. Hann er einnig sannfærbur um það aö fiskveiðar íslendinga í Barents- hafi muni ýta undir þab aö menn muni setjast að samningaborði og settar veröi reglur um veiðar á út- hafinu. Formaður Vélstjórafélagsins fagnar því ab stjórnvöld skuli hafa komib til móts við óskir sjó- manna og sent varðskipiö Óöinn á miðin í Barentshafi. Hann telur einnig þörf á aðstoðarskipi á öör- um svæöum þar sem íslendingar stunda veiöar á fjarlægum mið- um eins og t.d. á úthafskarfamið- unum á Reykjaneshrygg. ■ gang stúdenta á Noröurlöndum að háskólum landanna. í samn- ingnum er kveöið á um aö nýr norrænn samningur skuli ganga í gildi eftir tvö ár og um leið veröi tekið upp greiöslukerfi þar sem hvert land greiöir fyrir menntun sinna stúdenta. ís- lendingar fá þó undanþágu frá þeirri reglu. Samkvæmt greiðslukerfinu veröur stúdentum skipt í þrjá flokka eftir því hve kostnaðar- samt nám þeirra er. Reiknaö er meö að ódýrasta námiö kosti 500 þúsund ísl. kr. á hvern nemanda á ári, milliflokkurinn kosti eina milljón og dýrasta námiö 1,5 milljón á nemanda. Til samanburöar voru meðalút- gjöld íslenska ríkisins á hvern háskólastúdent um 304 þúsund krónur á síðasta ári, sem er þá tæpum 200 þús. krónur lægri upphæö en norræni mennta- markaöurinn gerir ráö fyrir að ódýrustu stúdentarnir kosti. Stúdentaráð Háskóla íslands hefur látiö reikna út hversu háa fjárveitinu H.í. þyrfti til aö upp- fylla norrænu staðlana. Miðað er við þann fjölda sem skráöur er til náms við skólann á næsta skólaári. Niöurstaöan er sú aö fjöldi stúdenta og skipting þeirra eftir námsgreinum sam- svari rúmlega 4 milljaröa króna fjárveitingu á mælikvarða sam- norræna menntamarkaðarins. Fjárveiting til H.I. á síðasta ári nam um 40% af þeirri upphæö eöa 1565 milljónum króna. Þaö eru fleiri alþjóðlegar við- miðanir sem framlög til H.í. standast ekki. í fjárveitinga- beiöni Háskóla íslands fyrir næsta fjárlagaár er bent á að fjárveitingar til kennslu viö skólann eru 300 milljónum króna lægri en þaö sem telst al- gert lágmark annars staöar í Vestur- Evrópu. í beiöninni er lagt til að þetta bil veröi brúaö í skrefum og farið fram á 95 millj- óna króna hækkun á þessum liö fyrir næsta fjárlagaár. ■ Dagur kalda vatnsins Vatnsveita Reykjavíkur býbur almenningi í heimsókn ab Gvendarbrunnum á morgun, sunnudag kl. 10-16, í tilefni af Degi kalda vatnsins. Bílastæbi verba vib Raubhóla og þaban verba skipulagbar strætis- vagnaferbir um svæbib. Á hverjum sólarhring streyma 75 milljónir lítra af drykicjar- vatni úr Heiðmörk til Reykja- víkur og nágrannakaupstaöa. Þar er nægt vatn til viðbótar þótt byggð aukist mikiö á þessu svæöi og ekki talinn vafi á að þaö muni endast langt fram á næstu öld. Umferð einkabíla veröur ekki leyfð um svæðiö vegna þrengsla og hættu á mengun. ■ Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólinn Múlaborg auglýsir eftir verkefnisstjóra/yfir- þroskaþjálfa. Starfsemi leikskólans miðast við að koma til móts við þarfir fatlaðra og ófatlaðra barna í sameigin- legu leikskólaumhverfi. Unnið er í teymisvinnu. Staðan er laus nú þegar. Nánari upplýsingar gefa leikskólastjóri í síma 685154 og Málfríður Lorange, yfirsálfræðingur í síma 27277. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Leikskólar Reykjavíkurborgar Vesturborg Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldis- menntað starfsfólk í leikskólann Vesturborg. Allar nánari upplýsingar gefur Árni Garðarsson, leik- skólastjori í síma 22438. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.