Tíminn - 27.08.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.08.1994, Blaðsíða 4
4 Pwitw Laugardagur 27. ágúst 1994 STOFNAÐUR 1 7. fylARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 105 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánabaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk. Hin nýja ógn Stríðshætta hefur í gegnum tíðina ógnað öryggi þjóða, og sagan er vörðuð grimmi- legum styrialdarátökum. Þrátt fyrir stað- bundin átök víða í veröldinni, hefur slakn- að á spennu og risaveldi heimsins standa ekki lengur hvort andspænis öðru með fingurinn á gikknum. Þrátt fyrir þessar staðreyndir er ljóst að ný ógn steðjar að, en það er skipulögð glæpa- starfsemi sem ógnar öryggi borgaranna og skekur heilu þjóðfélögin eins og dæmi eru um á Ítalíu. Skelfilegasta hættan sem steðjar að í al- þjóðlegri hryðjuverka- og glæpastarfsemi er að þau samtök sem athafnasömust eru á þessu sviði komist yfir efni til þess að fram- leiða kjarorkuvopn. Pólitísk upplausn og efnahagserfiðleikar geta aukið hættuna á því að hryðjuverkahópar komist yfir hættulegri vopn en nokkru sinni fyrr. Þessi nýja ógn er áþreifanleg til dæmis í Rússlandi þar sem mafíustarfsemi hefur skotið rótum á undra skömmum tíma. Það hefur sýnt sig þar sem glæpastarfsemi hef- ur náð tökum að angar hennar vilja teygja sig inn í ákVarðanatöku í stjórnkerfinu. Bandarískt þjóðfélag hefur ekki farið var- hluta af glæpastarfsemi sem ógnar öryggi borgaranna. Ástæðurnar eru af mörgum rótum, ekki síst fátækt og misrétti. Það er góðs viti að öldungadeild Banda- ríkjaþings hefur nú samþykkt löggjöf sem auðveldar baráttu gegn glæpastarfsemi í þjóðfélaginu. Þetta verður að telja sigur fyrir Clinton Bandaríkjaforseta sem þarna hefur fengið löggjöf samþykkta um um- bætur í innanríkismálum. Það mun áreið- anlega verða fylgst vel með því hvaða ár- angur þessi löggjöf ber, því að ef hann verður áþreifanlegur getur það haft áhrif langt út fyrir landamæri Bandaríkjanna. Það skal þó haft í huga að löggjöf ein og sér um baráttu gegn glæpum skiptir ekki sköpum. Þjóðfélagslegar umbætur eru þungar á metunum í þessu tilliti. Víta- hringur fátæktarinnar greiðir leiðina fyrir glæpaforingjana að almenningi. Traustir og lýðræðislegir stjórnarhættir og virðing fyrir einstaklingum eru einnig þungir á metunum, sem vörn gegn upplausn og ójöfnuði. Glæpa- og hryðjuverkastarfsemi er hin nýja ógn sem steðjar að samfélagi þjóð- anna. Hér þarf hið alþjóðlega samfélag að bregðast við með trúverðugum hætti. Lög- gjöf Bandaríkjaþings virkar vonandi sem hvatning í þessum efnum. Oddur Ólafsson skrifar: Vingultrú efnishyggjunnar Trú og trúgirni eiga upp á pall- boröið í síðsumarumræöunni. Einn af fjölmörgum sjónvarps- prédikurum Ameríku gerði stutt- an stans í Hafnarfirbi og framdi þar kúnstir í nafni drottins og hvarf síðan til síns heima að boba trú sína og gefa sjúkum og þjábum von um betri tíð í þessu jarðlífi. Síðan vitna menn og deila um kraftaverk í Kaplakrika og sýnist sitt hverjum. I fréttaviðtali vib Tímann varar formaður Prestafélags íslands fólk við vingultrúarmönnum ab gefnu tilefni. Orörétt sagði séra Geir Waage: „Það er allt fullt af vingultrú og vingultrúarmönn- um í okkar samtíð. Þeir eru yfir- leitt eins og önnur stundarfyrir- bæri en geta verib býsna hættu- legir ef þeir koma ár sinni vel fyr- ir borð. Postulinn Páll bað menn að prófa andana sem þýðir að þab er ekki allt gott og gilt þótt það sé boðið fram í nafni Krists." Einkaréttur Hér talar þjóökirkjunnar þjónn eins og honum er skylt og vafa- laust samkvæmt eigin sannfær- ingu. Rétt er það að vingultrúin á sér sterk ítök í samtíbinni en hvort hún einkennist eingöngu af því hvernig kristindómurinn er túlkaður er álitamál. Mörg eru þau trúarbrögb og bábyljurnar sem gera Krist ekki ab inntaki trúar og skoðana, þótt hann sé fyrirferbarmikill í hugmynda- heimi hins svokallaða kristna heims. Hin evangelísk- lúterska þjób- kirkja hefur átt eins konar einka- rétt á réttri útleggingu trúarinn- ar hér á landi um aldir og varbist Iengi vel gegn þeim viðhorfum sem brutu gegn opinberum rétt- trúnaði. En satt best að segja sýnist leikmanni ab blessabir gubsmennirnir hafi átt sér margs konar trúarbrögb og túlkuðu þau hver eftir sínu nefi. Snemma var fariö að vara vib vingultrúarmönnum. Á ofan- verðri öldinni sem leið voru mormónatrúboðar gerðir burt- rækir úr sóknum og hundum sigað á þá. Til voru svo staðfastir prestar að þeir töldu nýguðfræð- ina upprunna í nebra. Þegar kaþ- ólskir óskuðu eftir að fá að reisa og reka spítala í sjúkrahúsalausu landi var rétttrúnaðurinn því mjög mótfallinn. En sú trúar- lega hugmyndafræði sem hristi óþyrmilegast upp í gróinni þjóð- kirkju af konungs og guðs náð var fram borin af vígðum gub- fræðingum. Á fyrstu áratugum aldarinnar brast spíritisminn á og nokkru síðar guðspekin. Upp úr því mélinu lenti gubskristnin á fjárlögum þar sem bændur voru farnir að tregast vib að skila prestslömbunum klerkum til framfærslu. Hrærigrautur Fátt er nýtt undir sólinni og nú ríður yfir fyrirbæri sem postular og fylgendur kalla nýaldarstefnu og er skrýtinn hrærigrautur af spíritismanum gamla og guð- speki með hæfilegum skammti af hindúisma og stjörnuspeki upp á gamlan mób. Kristallar og segulmagnab skraut dregur vonda vessa úr kroppunum og kraftbirtinga er vænst af jöklum ofan. Þab má með sanni segja ab við lifum á upplýstri öld. í trúarbragðaflórunni eru heil- agsandahopparar sem skemmta sjálfum sér og öðrum með sín- um guörækilegu iðkunum, trú- menn sem leggja Krist og Mó- hameö að jöfnu og jafnvel áhangendur gamla Jahve sem vita upp á hár hverjir verða hólpnir og hverjir ekki í eilífð- inni. Ekki er nema von að formaður Prestafélags íslands hafi áhyggj- ur af vingultrú, en helsta vörn þjóðkirkjunnar er að reisa fleiri og stærri guðshús, sem öll eru með nýaldarsniöi. ✓ I tímans rás Trúgirnin Trúgirni nútímans nær til margra þátta annarra en þeirra einna sem varða sköpun jarðar og manna og eilífa velferð þeirra. Stjórnmálaöfl og hugmynda- fræði þeirra eru þau trúarbrögð sem valdib hafa aldahvörfum ár- hundraðarins. Rétttrúnabur al- ræðisafla heltók hugi manna svo að þeir trúðu ab svart væri hvítt og hvítt svart. Stórstyrjaldir, fjöldamorb og útrýming þjóba voru þau meðöl sem helgubu til- ganginn. Trúarbragðastyrjaldir fyrri alda blikna í samanburði við hug- myndafræðistríð þessarar aldar. Þegar trúarsannfæring er komin á þab stig ab allt sé til vinnandi að veita henni brautargengi er hún orðin stórhættuleg, og á ekkert skylt við vingulshátt, síb- ur en svo. Því skaöar ekkert þótt frækornum efans sé sáb í trúaðar sálir og að bókstarfstrú í hvaða mynd sem hún birtist þarf ekki endilega ab vera merki um lof- lega staðfestu. Það er í góðu lagi að menn prófi andana, eins og haft er eftir postulanum Páli. Galdrar nútímans Kraftaverk og trúgirni haldast í hendur og því er gjarnan haldið fram að fólk vilji láta blekkjast og því sé aubvelt fyrir slynga menn og óskammfeilna að spila á trúgirnina og vingultrúna. Lítum á kraftaverk auglýsing- anna. Því er pressað inn í kollinn á manni aö tiltekin fæðutegund geri kraftaverk fyrir heilsu og aldur manna. Ropvatnsdós gerir sama gagn og flóknar galdra- kúnstir áður fyrr til ab strákur nái ástum stelpu. Barn hættir al- veg ab pissa á sig og gera stórt, abeins ef rétt bleiutegund er not- ub. Rétt andlitskrem veitir eilífa æsku. Nýja vísindalega olían bætir þúsund hestöflum við vél- arkraftinn í bílnum þínum. Rétt valin sparnaðarform eða skulda- bréfakaup eru skollabuxur nú- tímans. í þeim streyma að manni peningar. Eilíf æska, heilbrigði, hamingja í ástum og ríkidæmi er þab sem auglýsingarnar lofa okkur, sem er nákvæmlega það sama og seiðskrattar fortíðarinnar seldu sál sína til að öðlast eða útvega öðrum. Að svona boðskapur, einfaldur og asnalegur, skuli ná tilgangi sínum sýnir ab fólk trúir því sem það vill trúa eða er svo veiklundaö og gagnrýnislaust að hægt er að telja því trú um næst- um hvað sem er sé réttum með- ölum kunnáttusamlega beitt. Hjátrúin Hjátrú forfeðranna er sumum undrunarefni en hún lifir enn góbu lífi eins og alþekkt dæmi sanna. Þar við bætist í nútíman- um átrúnabur á marga guði og frelsara og aðferðir til að verða sáluhólpinn hérna megin grafar og í öbrum heimum. Hugmyndafræbi alræðisins eru einhver ömurlegustu trúarbrögb aldarinnar og var enginn vin- gulsháttur á handatiltektum þeirra sem á hana trúðu þegar þeir bobuðu sinn nýja sið meb þeim meðölum sem þeir réðu yf- ir, sem mestmegnis voru vopn og bombur og fangabúðir og svo auðvitaö óskeikular postillur sem lærisveinar lögðu út af um öll foldarból. Ein af trúarsetningum núaldar er að framfarir og menntun séu tímanna tákn og að upplýsingin sé meiri og betri en áður eru þekkt dæmi um í sögu manns- andans. Hvort þessi opinbera trú þolir gagnrýni leyfist manni að efast um. Víðsýni eba trúgirni Enn skal vitnað í viðtal við séra Geir: „Ég áset mér allan rétt til að vara menn viö á þessari trú- gjörnu öld sem við lifum, þegar menn eru galopnir fyrir öllum andlegum hlutum en lítið gagn- rýnir á það sem að þeim er bor- ið." Trúgjörn og gagnrýnilaus öld er áreiðanlega rétt lýsing á aldarfari og hugarheimi þeirra sem telja sig betur menntaba og fordóma- lausari en stritandi formæður og óskólagengnir forfeður. Kannski má kalla það víðsýni að taka upp mörg gömul trúar- brögð samtímis og ná lífsryþma í takt vib tíbni bergkristals og bíða þess að Bárður Snæfellsás labbi sér niður jökulhettur. En sumir kunna ab ætla svona hegðan hé- giljur. Kraftaverkalækningar í Kapla- krika eru aðeins angi af þeim hugarheimi sem við hrærumst í. Þjóbkirkjan kann að veita svör við öllum spurningum og þjónar hennar hafa postullegt umboð til ab þekkja og kenna allt um hulda heima. Hitt er víst að á öld efnishyggju þar sem jagast er um peninga og eftirsóknarverðan lífsstíl lenda þau hin andlegu verðmætin í glatkistunni og þeim sinnir eng- inn. Að minnsta kosti ekki á full- nægjandi hátt. Trúgirni, hjáfræbi og bábyljur er sú andlega eybimörk sem taumlaus efnishyggja og afvega- leidd hugmyndafræbi lætur eftir sig. Skólaganga og menntun þarf ekki að vera hið sama, og leit- andi mannsandinn lendir á alls kyns villigötum. Vingultrú og rökleysur eru þeg- ar allt kemur til alls eblileg af- leibing óupplýstrar og gagnrýn- islausrar aldar. m

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.