Tíminn - 27.08.1994, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.08.1994, Blaðsíða 14
?r 14 Vr >Wt irt'ich *> • . .. n^r.- Laugardagur 27. ágúst 1994 Glasgow: Innkaup, afþreying og skemmtun sam- einub í einni ferb ✓ undanförnum árum hef- ur mikill fjöldi íslenskra feröalanga lagt leið sína til Glasgow í Skotlandi. Um er aö ræöa borg, þar sem fólk getur sameinað skemmtun, innkaup og afþreyingu í einni ferö og hafa haustferðir til borgarinnar verið vinsælar, þar sem fólk hef- ur gert jólainnkaupin. í Glasgow er þægilegt aö versla, en helstu verslunargötur eru Buchanan street, Sauchie Street og Argyle Street, en í ná- grenni viö hana er einmitt herrafataverslunin Slater, sem er stærsta verslun sinnar teg- undar í heimi og er íslending- um að góöu kunn. Hjá Slater's er hægt aö fá herrafatnaö á um 20-50% lægra veröi en gengur og gerist í öörum verslunum. í borginni eru einnig stórar versl- unarmiðstöðvar og eru þær í flestum tilfellum til húsa við áðurnefndar götur. Einnig er rétt aö geta þess að allum far- þegum Flugleiða stendur til boða aö versla í heildsöluversl- uninni Makro og fá þeir afhent NOTAÐAR BÚVÉLAR 0G TÆKI Verð án vsk. 1 Jarðýta, DRESSER TD8 með ripper og skekkjanlegri tönn. Árgerð 90, ekin 4.400 tíma 3.300.000 2 Massey Ferguson H50 traktorsgrafa með framdrifi, skotbómu, opnanlegri framskóflu. Árgerð 87, ekin 5.300 tíma 1.850.000 3. Massey Ferguson H50 traktorsgrafa án framdrifs og skotbómu en með opnanlegri framskóflu. Árgerð 85, ekin 4.000 tíma 1.200.000 4 Massey Ferguson 390 2wd 80 hö dráttarvél. Árgerð 93, ekin 8001. 1.750.000 5 Massey Ferguson 3070. árgerð 1989, ekin 2.900 kls. 4wd 1.900.000 6 Massey Ferguson 350 2wd 47 hö, árgerð 1987, ekin 1.800 kls. 650.000 7 Massey Ferguson 3070 4wd 93 hö Trima 1620, árgerð 1989 2.400.000 8 CASE 1394 4wd 68 hö, árgerð 1986, ekin 1.700 kls. 850.000 9 CASE 685 2wd 68 hö, árgerð 1986, ekin 1.700 kls. 600.000 10 Marchall dráttarvél 4wd 68 hö árg 84 m/ámoksturstækjum 850.000 11 WELGER RP 12 Rúllubindivél 120x120 árgerð 650.000 12 WELGER RP 12 Rúllubindivél 120x120 árgerð 1989 650.000 13 MF 828 Rúllubindivél Fastkjarna árgerð 1991 850.000 14 Claas R44s rúllubindivél 120x120 árgerð 1989-9 550.000 15 16 Kemper heyhleðsluvagn 24 rúmmetrar. Árgerð 84*** Kemper heyhleðsluvagn 24 rúmmetrar. Árgerð 84 270.000** 270.000 17 International heybindivél. Árgerð 74 180.000 18 PZ Anddex 381 múgavél, vinnslubreidd 3,80m. Árgerð 90 150.000 Leitið nánari upplýsinga hjá sölumönnum okkar j i t A Ingvar 1 1 = § Helgason hf. vélasala F Sævarhöföa 2, SÍMI 91-674000. Gott er aö versla í Clasgow og hafa íslendingar svo sannarlega notfœrt sér þaö. aðgangskort aö henni. Makro er gríöarlega stór verslun meö mikið úrval af fatnaði, snyrti- vörum, matvælum, leikföngum og ýmsu fleiru. Þangaö eru farn- , ar skipulagöar ferðir. En lífið er ekki bara saltfiskur og feröamenn vilja aöhafast eitthvað meira en að versla. í borginni er gróskumikiö menn- ingar- og listalíf. í Glasgow er Skoska óperan og Skoski ballett- in, Royal Scottish Academy of Music and Drama og Kelvingro- ve listagalleríið. Skemmtanalífiö er fjörugt í borginni og ættu flestir að geta fundið eitthvaö viö sitt hæfi. Þar má nefna næturklúbba, diskótek, lifandi tónlist, kvik- myndahús og veitingastaði af öllu tagi. Að lokum má ekki gleyma því fagra landslagi sem Skotland hefur upp á að bjóða og má með sanni segja að landslag á Bret- landseyjum gerist ekki fegurra. Boðið er upp á skoðunarferðir um nágrenni Glasow- borgar og einnig lengri ferðir. Flugleiðir fljúga til Glasgow tvisvar í viku, á laugardögum og þriðjudögum. í október og nóv- ember verður bætt við ferðum á fimmtudögum og sunnudög- um. Verð fyrir manninn, miðað við tvíbýli er frá 22.500 kr. fyrir utan flugvallarskatt, auk þess sem boðið er upp á hópafslátt ef 20 eða fleiri ferðast saman. ■ Akstur leigubifreiöa til Keflavíkurflugvallar: Allar stöðvar með tilboð í gangi Leigubifreiðastöðvamar þrjár í Reykjavík, Hreyfill, Bæjarleiðir og BSR bjóða allar upp á tilboðsverð þegar ekið er meö þeim til Kefla- víkurflugvallar til að ná flugi. Um er að ræöa talsvert lægra verð en ef ekið er samkvæmt mæli, en til- boðið hljóðar upp á 3.900 krónur fyrir bifreið sem tekur fjóra far- þega, en 4.700 fyrir stærri bifreið. Sá möguleiki er einnig fyrir hendi fyrir þá sem hyggja á ferða- lag, að nýta sér ferðir Kynnis- ferða, sem leggja upp frá Hótel Loftleiðum og er fargjaldið kr. 500 fyrir fullorðna og 300 fyrir börn yngri en 12 ára. Ef um er að ræða fjóra fullorðna verður far- gjaldið með Kynnisferðum kr. 2000, auk þess sem í flestum til- fellum þarf að taka leigubifreiö að Hótel Loftleiðum, sem gera má ráð fyrir að kosti um 1.000 krón- ur og er pakkinn þá kominn upp í 3.000 krónur. Ef miðað er við sex farþega er pakkinn með Kynnisferðum kominn upp í 4.000, en með leigubifreið kostar kr. 4.700. VERSLUNARFERÐIR, SKOÐUNARFERÐIR, G0LFFERÐIR 0G SKEMMTIFERÐIR. Verð frá kr. 25.450' Mánud. til fimmtud. Miöað viö mann í tveggja manna herbergi. *Tnnifaliö er: Flug, gisting, morgunveröur, ferðir til og frá ílugvelli og flugvallarskattar. Bókað og greitt fyrir 12. september. Verð frá kr. 29.950* Fimmtud. til mánud. Miðað við mann í tveggja manna herbergi. Spennandi skoðunarferðir. Fyrstabrottför 13. október. Borgin þar sem vöruverðið er svo lágt að Skotarnir flykkjast þangað til að versla. Hópafsláttur ef 20 ferðast saman, kr. 2.000. Sérstök afsláttarkort. QATIAS^ VIÐ GERUM BETUR 65 22 66

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.