Tíminn - 27.08.1994, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.08.1994, Blaðsíða 19
19 tv-l 1-i i i \v • '•:i »rrc| « « v' 'f h f i Laugardagur 27. ágúst 1994 @$ÍBÍ1|ÍÍÍ mér aö vitna í minningar hennar, er hún skrifar í ritið ís- lenskar ljósmæöur: „Ljósmóöurstarfiö er erfitt og ábyrgöarmikiö, en þaö er líka dásamlegt aö finna, aö veriö er aö vinna gott verk og ósjaldan að bjarga mannslífum. Þetta starf getur ekki annað en hrært við öllu því hlýjasta og besta í hverju konuhjarta." Áriö 1928 giftist Magðalena Magnúsi bróöur mínum og hófu þau þaö ár búskap á Þambárvöllum á móti foreldr- um okkar. Bættist þá við hús- móðurstarf á annasömu heim- ili og mun þá oft hafa verið erf- itt að komast að heiman meö- an börnin voru ung, en hún naut þess að tvíbýli var á jörö- inni og öll sú hjálp, sem unnt var að inna af hendi, var fús- lega veitt. Gestrisin voru þau hjón, Magðalena og Magnús, og nutu margir þess, enda jörðin í þjóöbraut. Áttu margir erindi viö ljósmóöurina og mann hennar, sem gegndi ýmsum trúnaöarstörfum fyrir sveit sína. Reynt var hvers manns vandræöi að leysa. En ljúfastar eru mér minning- arnar um Magöalenu sem eldri uppeldissystur er jafnan vék að mér góöu og sendi mér oft fal- leg kort og gjafir, þegar hún var fjarverandi við nám eða störf á yngri árum. Og síðan endurtók sig vináttan við börn- in mín og barnabörnin. Sum dvöldu þar sumarlangt og áttu þar góöu atlæti aö fagna. Og ánægjulegar eru minningarnar um heimsóknir okkar hjóna meö alla fjölskylduna, hversu hjartanlega var alltaf tekið á móti okkur og ekkert til sparað að við nytum heimsóknarinnar sem best. Fyrir þetta og allt elskulegt þakka ég þegar langri samfylgd er lokið. Bróöur mínum og börnum hans vottum við Sólveig og fjölskylda okkar innilega sam- úö. Ólafur H. Kristjánsson í dag verður Magga á Þambár- völlum lögð til hinstu hvílu. Með henni er gengin mikilhæf kona, og án hennar verður Bitran aldrei söm og áður. En slíkur er gangur lífsins. Æviferill Möggu, eða Magða- lenu Guðlaugsdóttur eins og hún hét fullu nafni, verður ekki rakinn í þessum línum. Hér verða aðeins tínd saman örfá fátækleg orð til að lýsa þakklæti fyrir þennan tíma — sem nú er liðinn. Það má til sanns vegar færa, að ég hafi fyrst kynnst Möggu á Þambárvöllum undir súðinni heima um miðja vetrarnótt fyr- ir rúmlega þremur, eða etv. tæplega fjórum áratugum. Hún hafði þá um alllangt skeið starfað sem ljósmóðir í Bit- runni, en var hætt á þeim vett- vangi þegar hér var komið sögu. Þá bar svo viö, að hjón nokkur þar í sveit áttu von á barni, sem ekki var svo mjög í frásögur færandi á þeim árum. Aðstæður voru hins vegar þannig, að erfitt var um ferða- lög; allir vegir ófærir vegna snjóa. Því var leitað til ljós- móðurinnar um aðstoð, og með hjálp bændanna í sveit- inni tókst að moka nógu mikl- um snjó til að ljósmóöirin kæmist á vettvang. Og allt fór vel að lokum þó að enginn væri læknirinn. Magga á Þambárvöllum var sérlega hjálpsöm og úrræðagóö kona, eins og m.a. kom fram þessa vetrarnótt í Bitrunni um árið. Og hún var líka höföingi heim að sækja. Ég held aö á engan sé hallað, þótt ég haldi því fram að hvergi hafi veriö betra að koma en til þeirra hjónanna Möggu og Magnúsar á Þambárvöllum. Þetta upp- götvaði ég sem barn, og eftir að ég komst til fullorðinsára gáf- ust mér nokkur tækifæri til að rifja þetta upp. Og þá komust börnin mín líka að sömu niöu- stöðu. Þetta snerist ekki aðeins um líkamlegt fóður, því að þó að kaffið og meðlætið hafi allt- af verið sérlega rausnarlegt og fallega fram borið, þá var and- lega fóðrið enn minnisstæðara. Á Þambárvöllum kom maður aldrei aö tómum kofunum. Umræðan gat snúist um allt milli himins og jarðar, og oft virtist mér fróðleikur þeirra hjóna á ólíkustu sviðum með ólíkindum. Það er heldur engin tilviljun, hversu gestkvæmt hefur löngum verið á Þambár- völlum. Þrátt fyrir að líkamlegri heilsu Möggu á Þambárvöllum hafi tekið að hraka fyrir mörgum árum, var ekki nokkurn bilbug á henni að finna á andlega sviðinu. Þar voru öll sambönd í lagi, allt fram á síðasta dag, hvort heldur sem talið barst að gamla tímanum eða atburðum líðandi stundar. Og þegar lík- aminn gat ekki starfað lengur, var andinn enn í fullu fjöri. Þar hefur ekkert breyst. Á þessum tímamótum í lífi Möggu á Þambárvöllum, er okkur sem fengum að kynnast þessari stórkostlegu konu, efst í huga innilegt þakklæti fyrir ómetanlegar samverustundir. Án þeirra hefði líf okkar allra orðið mun fátæklegra. Þessum fátæklegu þakkarorð- um fylgja samúðarkveðjur fjöl- skyldunnar minnar til Magnús- ar á Þambárvöllum og allra af- komenda. Þau hafa misst mik- ið, en eftir stendur dýrmæt reynsla og ómetanlegar minn- ingar. Guð blessi minningu Magða- lenu Guðlaugsdóttur. Stefán Gíslason frá Gröf DAGBÓK IV-AJWVAAAAAJUVJUUI Lauqardaqur X uqardaqi 2/ ágúst 239. dagur ársins ■ 126 dagar eftir. 34. vika Sólris kl. 5.54 sólarlag kl. 21.02 Dagurinn styttist um 7 mínutur. Kristinn Sigmunds- son á Akranesi Kristinn Sigmundsson og Jón- as Ingimundarson halda tón- leika í Safnabarheimilinu Vina- minni, Akranesi, mánudaginn 29. ágúst. Á tónleikunum á mánudags- kvöldib flytja þeir íslensk og er- lend lög og aríur af ýmsu tagi. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Sunnudagur í Risinu, brids- keppni, tvímenningur kl. 13 og félagsvist kl. 14. Dansab í Risinu kl. 20 til 23.30 sunnudagskvöld. Kvöldganga Hana nú Síðasta kvöldganga sumarsins hjá Frístundahópnum Hana-nú veröur mánudagskvöldið 29. ágúst og lagt veröur af stað með rútu frá Félagsheimilinu Gjábakka, Fannborg 8, Kópa- vogi, kl. 19.00. Farið verður um Lækjarvelli á Reykjanesi að Djúpavatni og upp á Grænudyngju en þar er m.a. fallegur sigdalur. Leiðsögumaður verður Stein- unn Harðardóttir. Panta skal far í síma 45700 og í Gjábakka í síma 43400 fyrir hádegi brottfarardag. Fólk er bebiö um að taka með sér nesti og hafa í huga að brottfarartími er kl. 19.00. Tilvalin ferb fyrir alla fjöl- skylduna. Síbustu orgeltón- leikar sumarsins í Hallgrímskirkju. Sunnudaginn 28. ágúst verða síðustu tónleikarnir að þessu sinni í orgeltónleikaröðinni Sumarkvöld við orgelið í Hall- grímskirkju. Að þessu sinni er það Katalin Lörincz, organisti Akranesskirkju, sem leikur á orgelið. Efnisskrá Katalinar má skipta í þrennt. Fyrst er það þýsk róm- antík: Pílagrímakórinn eftir Ri- chard Wagner í orgelútgáfu Franz Liszt og Zur Trauung eftir Liszt. Fulltrúar þýskrar barokk- tónlistar eru sálmforleikurinn O, Mensch bewein dein Sunde gross eftir Johann Sebastian Bach og Konsert í a-moll eftir Vivaldi/Bach. Síðasti hlutinn er síðan frönsk rómantík. Eftir César Franck leikur Katalin Ele- vation, eftir Louis Vierne hljóma Carillon des Westm- inster, en þar er byggt á hinu þekkta stefi kirkjuklukkna Westminster en það má einnig heyra í Hallgrímskirkju. Þá er Riverie eftir Joseph Bonnet og síbasta verkið á tónleikunum er finale nr. 6, op. 21 eftir César Franck Schlegelmilch í Nýlistasafninu .Á n.k. sunnudag 28.8. kl. 22.30 verða sýndar aftur nokkr- ar kvikmyndir eftir Karolu Schlegelmiclh í Nýlistasafninu. Karola er myndlistar- og kvik- myndagerðarkona frá Berlín. Jafnhliða öðrum listmiðlum hefur hún nú um fimm ára skeið unniö að gerð kvik- mynda. Kvikmyndirnar hennar eru stutt tilraunamyndverk unnin á 16 mm filmu og falla í flokk kvikmynda sem lítiö sjást hérlendis, „experimental film." ' Stuttmyndir hennar hafa ver- iö sýndar á fjölmörgum kvik- myndahátíöum og nýjasta mynd hennar, „Vom Sterne- schneutzen", vann tvenn al- þjóðleg verölaun. í Nýlistasafninu mun hún sýna fjórar af sínum þekktari kvikmyndum, en þær voru áb- ur sýndar í Háskólabíói í s.l. viku. Með sýningunni vonast Karöla eftir að vekja umræður um þennan lítt nýtta listmiðil, sem er íslendingum svo fram- andi. Karola Schlegelmilch hefur dvalið sem gestur í Listamið- stöbinni í Straumi síðastlibna fjóra mánuði, en hún er einnig með sýningu á ljósmyndaverk- um sínum í sýningarsalnum „Portib", í Hafnarfirði. Sýning- in stendur til 28.8.94 og er op- in daglega kl. 14-18. ■ Fréttir í vikulok Skjálftavirkni við Hveragerði er í mikilli rénun og er ekki búist við stórskjálftum úr þessu. Komið hefur í ljós ab landris er einn- ig í Heklu um þessar mundir en Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur segir engin bein tengsl á milli. Breyttar neysluvenjur Samtök afurðastöova hafa tilkynnt að þau muni greiða kúa- bændum 20 krónur á umframlítra mjólkur fyrir próteinþáttinn í innlagðri mjólk umfram greiðslumark. Próteinneysla landans hefur farið sívaxandi en fituáhersla mjólkurbúanna hefur oröiö að víkja. Skoöanakönnun fordæmd ÍM-Gallup hefur fordæmt þau vinnubrögð sem voru viðhöfb í skobanakönnun Skáís um fylgi stjórnmálaflokkanna. Samkvæmt könnunninni fékk framboö Jóhönnu Sigurðardóttur mikinn stuðning en Framsóknarflokkurinn galt mikið afhroö. Þess láðist að geta að könnunin var aðeins framkvæmd á Reykjavíkursvæð- inu en ekki landinu öllu. Benny Hinn í Hafnarfirbi Sjónvarpspredikarinn Benny Hinn hélt samkomu sl. sunnu- dagskvöld í íþróttahúsinu í Kaplakrika. Húsfyllir var á samkom- unni og urbu margir frá ab hverfa. Nokkrir segjast hafa hlotið lækningu af meinum sínum en engin kraftaverk eru sögb hafa átt sér stað. Leibbeinendur heyra brátt sögunni til Vel hefur gengið að ráða í kennarastöður fyrir skólaárið sem hefst í næsta mánuði. Hlutfall kennara með réttindi hefur hækkað undanfarin ár og hefur það aldrei verið hærra en í ár. Vinnubrögbum í kjötvinnslu áfátt? Eins og kunnugt er hefur opnast markaður fyrir íslenskt nauta- kjöt í Bandaríkjunum. Guömundur Lárusson, formaður Lands- sambands kúabænda, segir að afkastagetu og vinnubrögðum í kjötvinnslum hérlendis sé verulega áfátt og telur að mögulega þurfi að flytja nautakjöt óunnið úr landi til Bandaríkjanna. Maöur lést í bílveltu Banaslys varð á Vesturlandsvegi við Tíðarskarð sl. mánudag. Ökumaður jeppabifreiöar á leið til Reykjavíkur missti stjórn á bílnum og valt hann margar veltur. Gób gæsaveibi Gæsaveiði hófst 20. ágúst síðastliðinn og hefur veiði verið gób og mikið af fugli að sögn skotveiðimanna. Sunnanlands heldur gæsin sig aðallega á hálendinu enn sem komiö er en fyrir norð- an hefur sést óvenju mikið af gæs í úthaga. 25 veitingahús gjaldþrota á ári Gjaldþrot veitingahúsa hafa verið á bilinu 25-30 á ári, sl. 5 ár. Alls hafa 170 veitingahús farið á hausinn síban 1985 og tapaðar kröfur í uppgerðum málum frá þessum tíma eru 2.300 milljónir króna. Peningasending Seblabanka hvarf Talið er fullvíst að peningasending sem Seðlabankinn sendi til banka í Lundúnum hafi horfið í Englandi. Upphæðin er óljós en bresk póstyfirvöld eru talin bera ábyrgð á málinu. Stéttarsamband bænda í eina sæng meb Búnabarfélaginu Aðalfundur Stéttarsambands bænda var settur á Flúðum sl. fimmtudag. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, segir boðleiðir innan núverandi félagskerfis bænda óljósar og kerfib flókib og svifaseint. Hann hvatti til sameining- ar við Búnaðarfélag íslands. *

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.