Tíminn - 27.08.1994, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.08.1994, Blaðsíða 15
Laugardagur 27. ágúst 1994 15 Bandaríski ríthöfundurinn Jim Heynen tengist Islandi meö ýmsum hœtti og er hér staddur í heimsókn Maður sem segir stuttar, smellnar sögur Hér á landi er nú staddur bandaríski rithöfund- urinn Jim Heynen, en hann hefur getiö sér gott orð í heimalandi sínu fyrir ljóð sín og örsögur. Jim Heynen er ekki einn þeirra erlendu rithöfunda sem hlotið hafa heimsfrægð á íslandi og bókum hans hefur ekki verið hampað í íslenskum bókaverslunum. Þó hafa örlög- in hagaö því þannig að bæði hann og sögur hans hafa tengst íslandi og íslendingum á ýmsan hátt og í vikunni las hann upp úr verkum sínum í Fossvoginum í Reykjavík fyrir nokkra tugi bókmenntaáhuga- manna, á heimili Dóru Haf- steinsdóttur ritstjóra og Jóns Dalmans verkfræðings. Jim Heynen, sem nú er há- skólakennari í Minnisota, er fæddur og uppalin í banda- rískri sveit í Ohio fylki þar sem hann mótaðist í senn af fá- breyttum kalvínískum réttrún- aði og árstíðabundnum sveifl- um sveitalífsins. Að hans sögn mótar sveitalífið og þó sérstak- lega strangar reglur kalvínism- ans lífssýn hans og þetta eru líka aðal uppsprettur efnis í sagnir hans. Yrkisefni Jim Heynens er „strákamir í sveit- inni". Heimsmynd þeirra og hugsunarháttur verða þær boðleiðir sem hann notar til að koma skilaboðum sínum á framfæri og til að segja skemmtilega sögu. Sjálfur segir Jim Haynen að sögurnar sem hann skrifar séu fjölmargar byggðar á sögum sem móðir hans hagði honum ungum, hann hafi hins vegar stílfært þær og spunnið við þær. Ör- sögurnar standa vel undir nafni, enda eru þær eiginlega ekki lengri en vel sagður brandari hjá úrvals sögu- manni. En sögurnar skilja líka margar hverjar eitthvað eftir, hafa ákvðið „eftirbragð" og dýpt. En tengsl Jims Heynen og sagna hans við ísland eru eink- um með tvennum hætti. Eig- inkona hans, Sally Williams, dvaldi á íslandi fyrir einum 20 árum eða svo sem skiptinemi, þá hjá þeim Dóru og Jóni í Fossvoginum. Vegna tengsla eiginkonunnar við fólkið í Fossvoginum í Reykjavík hefur Jim Heynen fengið áhuga á landi og þjóð og raunar er koma hans hingað nú í tilefni af þeim tengslum. Hins vegar kom í ljós að sögur hans höfðu náð til íslands á undan honum því tvö eintök af bók eftir hann, örsögusafni, mun hafa slæðst í fyrra inn í eina af bókaverlsun F.ymundssonar með einhverri stórpöntuninni að utan. Tveir menn í Reykja- vík, Óskar Árni Óskarsson og Einar Falur, rákust á þessar bækur í búðinni, hvor í sínu lagi og keyptu þeir sér eintak. Vegna þess að þeir þekktust vel og tengdust fn.a. báðir útgáfu tímaritsins SKÝ þar sem Óskar var annar ritstjóra leið ekki langur tími þar til þeir sögðu hvor öðrum frá þessari áhuga- verðu bók sem þeir höfðu rek- ist á með litlum, skrýtnum sögum. Báðir áttu þá við sögur Sú sem var meb sex tær SAGA EFTIR JIM HEYNEN Stúlka ein í skólanum var með sex tær á öðmm fætinum. Hefur þú heyrt um tærnar á Möggu? spurði stelpa sem hafði horn í síðu hennar. Ha, sagði einn drengjanna. Og þar með var Magga búin að vera. Brátt vissu allir í skólanum aö hún var með sex tær á öðmm fætinum. í fyrstu horföu þau bara á fæturna á henni og reyndu að geta sér til um á hvor- um fætinum allar þessar tær væm. Svo fóm þau að stríða henni. Heyröu Magga, hvað felurðu í skónum þínum? spurði einn drengjanna. Sex tær, sagði Magga. Langar þig til aö sjá þær? Já hrópuðu þau öll og hætm að stríða henni. Fyrst verð ég að láta ykkur vita að þetta er galdratá. Drengirnir flissuöu aulalega. Hún gemr valdið tannpínu. Eða hlustaverk. Hún gemr gert mann rangeygan. Og ef hún kærir sig um getur hún látib ykkur fá nið- urgang. Enginn flissaði lengur því Magga fékk 10 í öllu og vissi ömgglega hvab hún söng. Kemur nokkuð fyrir okkur þó ab við fáum að sjá hana? sagði einn drengjanna. Jims Heynen. Óskar Árni þýddi nokkrar sögur og birti í síðasta hefi tímaritsins SKÝ sem kom út í júní sl. Meðal þeirra sagna sem þýddar voru, og Óskar las upp á íslensku við upplesturinn í Fossvogi í vik- unni var sagan um „Konu prestsins". Tíminn birtir hér þýðingu Óskars á þessari sögu, auk annarar lítillar sögu „Sú sem var með sex tær", en fleiri sögur eru birtar í tímaritinu SKÝI. ■ Jim Heynen sagbi Islendingum sögur ívikunni sem er oð /íðo en hann var meb upplestur í Fossvogi. Tímamynd: BG Kona prestsins Kannski ekki, sagði Magga. Magga fór úr skónum og svo sokknum. Það var vinstri fótur- inn. Flestir drengjanna höfðu veðjað á vitlausan fót. Og þarna var aukatáin á litla hvíta fætin- um hennar Möggu. Hún var minni en hinar og sat eins og á háhesti milli annarrar og þriðju tár. Geturðu hreyft hana? spurbi einn drengjanna hvíslandi. Ef mig langar til, sagði Magga. Langar þig til þess? hvíslaöi hann aftur með andakt. Já, sagbi Magga og hún hreyfði galdratána. í sömu svipan hljóp stelpan sem kjaftað hafði frá aukatánni, skælandi í burm með hendurnar fyrir eymnum. ■ SAGA EFTIRJIM HEYNEN Það var tvennt sem söfnuður- inn tók alltaf eftir þegar kona prestsins gekk inn kirkjugólfið með börnin — að hún átti fleiri börn en nokkur önnur, og að hún var fallegasta konan í sveitinni. Meöan á guðsþjónustunni stóð mændu drengirnir á hana og ósk- uðu þess að hún væri ein af þeim konum sem gefa barninu sínu í kirkjunni. En þessi fallega kona var svo feimin að það voru litlar líkur á því að hún beraöi brjóstin í kirkjunni. Eða neins staðar þar sem drengirnir sáu til. Einn fermingarsunnudaginn bauð presturinn söfnuðinum heim á prestssetrið eftir messu. Guðsþjónustan vildi dragast á langinn á fermingarsunnudög- um, því það tók prestinn nokkurn tíma aö hella víninu úr silfur- könnunni í alla bikarana. Þeir fullorðnu drukku vínið hratt þennan morgun svo presturinn gat sér þess til aö kirkjugestir hlytu að vera þreyttir eftir langa setu á höröum bekkjum. Hann vildi vera vingjarnlegur og bjóða þeim öllum að setjast í mjúk hæg- indin heima á prestssetrinu, en auövitað yrði það fallega konan hans sem hellti upp á kaffi handa öllu fólkinu. Drengirnir stóbu á veröndinni og horföu á fullorðna fólkið leita sér sér ab sætum inni í gestastof- unni þegar þeir sáu konu prests- ins fara inn í eldhús með yngsta barnib. Kannski ætlaði hún ab gefa barninu núna! Drengirnir gægðust inn um eldhúsdyrnar. Hún var reyndar að gefa því, en hún var svo feimin, jafnvel í sínu eigin eldhúsi, ab hún hafði hulið brjóstiö og andlit barnsins meb viskustykki. Stuttu seinna komu drengirnir til að athuga málið nánar. Þeir fundu ilm af nýlöguðu kaffi þar sem þeir voru að læðupokast og áttu ekki von á að sjá neitt merki- legt. Með annarri hendi lyfti kona prestsins hverjum bollanum af öðrum og með hinni hélt hún um annað brjóstið. Hún spraut- aði nokkrum mjólkurdropum í hvern bolla. Eftir skamma stund færði hún gestunum kaffið. Þeir héldu boll- unum í kjöltunni þangað til búið var að hella í þá alla. Svo lyftu þeir bollunum allir í einu, alveg eins og kaleikunum í kirkjunni, en nú sagði enginn Ég meðtek í drottins nafni þetta eða hitt. Þeir bara kinkubu kolli og töluðu um hvað kaffið væri ljómandi gott. Kona prestsins roönaði eins og alltaf þegar söfnuðurinn sýndi henni þakklæti sitt. Um kvöldið þegar dregnirnir voru að gera sig klára í háttinn, sagði einn þeirra, muniði hvernig brjóstin hennar voru? Enginn þeirra mundi þaö. Ég man svolítið, sagði yngsti drengurinn. Bollarnir voru 48 og enginn bað um ábót. ■ Utboð F.h. Vatnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í dælu- búnað, stjórnloka og hraðabreyta vegna vatnslistaverks í Laugardal. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 30. ág- úst, á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 13. september 1994, kl. 11.00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800 Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað upp- eldismenntað starfsfóik í störf í neðangreinda leik- skóla: Fífuborg v/Fífurima, s. 874515 Funaborg v/Funafold, s. 879160 Laufásborg v/Laufásveg, s. 17219 Múlaborg v/Ármúla, s. 685154 Njálsborg v/Njálsgötu, s. 14860 Vesturborg v/Hagamel, s. 22438 Ægisborg v/Ægissíðu, s. 14810 Staðarborg v/Mosgerði, s. 30345 í 50% starf e.h.: Brekkuborg v/Hlíðarhús, s. 679380 Grandaborg v/Boðagranda, s. 621855 Hálsakot v/Hálsasel, s. 77275 Laufásborg v/Laufásveg, s. 17219 Rauðaborg v/Viðarás, s. 672185 Þá vantar leikskólakennara eða þroskaþjálfa í stuðningsstarf í eftirtalda leikskóla: Brekkuborg v/Hlíðarhús, s. 679380 Njálsborg v/Njálsgötu, s. 14860 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. XAUTT UÓS RAUTT LyÓSf ] ' iJUWERÐAR V ’ j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.