Tíminn - 27.08.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.08.1994, Blaðsíða 9
Laugardagur 27. ágúst 1994 ' 9 Flugleiða- menn í söluferð París: Glæsileiki og rómantík Haust- og vetrarferbir kynntar: Starfsfólk Flugleiöa verður á ferð á flugi um landið dagana 27.ágúst til 18. september í þeim tilgangi aö kynna og selja í haust- og vetrarferðir félags- ins. í þessari „fljúgandi ferða- sölu" verður lögð áhersla á heimsborgarferðir, Skíðaferðir til Austurríkis og sólarferðir til Kanaríeyja og Florida. Alls verða átta staðir heimsótt- ir, Hella, Vestmannaeyjar, Tálknafjörður, Stykkishólmur, Ólafsvík, Eskifjörbur og Norð- fjörður og verður starfsfólk Flugleiba á þessum stöðum um helgar. Á þessum stöðum verða settar upp söluskrifstofur með tilheyrandi bókunartölvubún- abi og farmiðaprentun. Á meban á sölu og kynningu stendur verður boðib upp á kaffi og aðrar veitingar, auk þess sem börnin fá blöðrur. Þeir sem mæta geta dottið í „Lukku- pottinn", en í honum leynist veglegur ferðavinningur. ■ ■» .einBtln './sXBiosjguiia Þegar París er nefnd á nafn kemur fyrst upp í hugann rómantík og glæsileiki. Hver þekkir ekki kvikmyndirn- ar, þar sem aðalpersónur kvik- myndanna sitja á útikaffihúsi eða á útiveitingastað og snæba við kertaljós og horfast í augu. Þetta er sú mynd sem þeir sem ekki hafa komið til Parísar sjá fyrir sér. Þab má segja að í fáum borgum séu jafnmargar þekktar byggingar og áhugaverðir stað- ir, sem draga milljónir ferða- manna til landsins, s.s. Eiffelt- urninn, Sigurboginn og Notre Dam dómkirkjan, svo eitthvað sé nefnt. Á síðustu árum hefur ásjóna Flugleibir: Beint flug til Grænlands Frá og með l.október næst- komandi hefja Flugleiðir beint flug til Grænlands og er þab samkvæmt samningi félagsins, SAS og Grænlandsflugs. Til ab byrja með verður flogið einu sinni í viku, en tvívegis yfir há- annatímann. Flogið verður til Narssarssuaq og Syöri Straum- fjarðar. Flogið verður með Bo- eing 737 og verbur flogið á miðvikudögum. Þó eru upp áætlanir að á næsta sumri verði flogiö á þriðjudögum og fimmtudögum. Grænlendingar binda miklar vonir vib þetta samstarf, en Grænlandsflug er einnig í samstarfi við SAS á flugleiðinni milli Grænlands og Kaupmannahafnar. Með þessu flugi opnast miklir möguleikar fyrir farþega frá Grænlandi og geta þeir nú nýtt sér tengiflug í gegnum Keflavík og Syðri Straumfjarðar, þaöan sem SAS flýgur til Kaupmannahafnar. ■ Pompidou-listasafnib, eba Beaubourg eins og þab er stundum kallab, er frumlegt í útliti. Á þessari mynd má sjá rennistigann sem liggur utan á húsinu, en þaban er einstakt útsýni. Jau*. íwu 1 .mc'd j.-u-v v. us»v i.u.u.n-. > ■ -• i. mw w«t < Parísarborgar tekið nokkmm breytingum og má rekja margar þeirra til þess ab Mitterand Frakklandsforseti hefur veitt geysilega miklu fjármagni til að reisa ný minnismerki og til við- gerðar á gömlum. Af merkileg- um byggingum, sem reistar hafa verið á seinni árum, má nefna Pompidou listamiðstöðina, sem enginn má láta framhjá sér fara og Cité des Sciences et de l'Ind- ustrie, sem er vísindasafn og skemmtigaröur, en þar voru áb- ur svínasláturhús. Louvre lista- safniö er margrómab, en það er orðið eitt stærsta listasafn í heimi. Eiffelturninn, sem fyrir löngu er orðinn tákn Parísarborgar og þekktasta minnismerki hennar, var byggður árið 1889, en hann er 307 metra hár og upp hann liggja 1710 tröppur. í turninum eru veitingastaðir og þaöan er mikilfenglegt útsýni yfir borg- ina. Á síðari árum hefur Eiffelturn- inn orðið að lúta í lægra haldi fyrir Pompidou-listasafninu, sem hefur dregið að sér ótrúleg- an fjölda ferðamanna. í húsinu eru kvikmyndasalir, frægt ný- listasafn, þar sem finna má verk eftir nokkra af frægustu lista- mönnum veraldar, bókaverslun og margt fleira. Mikill styr stóð um byggingu hússins, enda framúrstefnulegt meb eindæm- um og hneykslaði marga, en það kom þó ekki í veg fyrir að það risi. Eins og áður sagði hafa orðið miklar breytingar á borginni á síðari árum, en borgin hefur ekki tapað þeim sjarma sem Tískuborgin París. Helstu stórverslanir borgarinn- ar eru Printemps og Galeries Lafayette og þá er rétt að geta verslanamiðstöðva eins og Pala- is des Congrés og Forum des Halles. París getur vissulega ver- ið dýr borg að versla í, en ef vib- komandi kynnir sér áður hvar ódýrari verslana er að leita, þá er þær að finna í borginni. Það er ekki hægt að skilja við París, án þess að minnast á skemmtanalífið. Flóra næturlífs borgarinnar er nánast ótæm- andi og er vítt og breitt um borgina. Úrvaliö er fjölbreytt, næturbarir, jassklúbbar, kabar- ettar, næturklúbbar, kaffihús og margt fleira. Flugleiðir fljúga um þessar mundir fjórum sinnum í viku og verður sá háttur hafður á fram í miðjan september. Eftir þab verður flogið tvisvar í viku, á fimmtudögum og sunnudög- um. Apex-fargjald er kr. 37.600 fyrir utan flugvallarskatt, en helgarfargjöld eru kr. 30.100. ■ hún er svo þekkt fyrir meðal dreymandi fólks í ferbahug. Gíf- urlegur fjöldi veitingastaða er í borginni og ab sjálfsögðu eru þeir eins misjafnir og þeir eru margir. Þá er fjöldi kráa sem selja einnig mat, þangað sem ferðalangar geta skotist ef tím- inn er naumur. Verðlagið á veit- ingastööum er misjafnt, en vegna ýmissa tilboða og fastra verða er hægt að fá tiltölulega ódýran mat á fínum veitinga- stöðum og á það sérstaklega við í hádeginu. Sem verslunarborg er París Frá París þekktust fyrir tískufatnab, enda er þar starfandi urmull af tísku- húsum og má meb sanni segja að borgin sé mibstöb tískuiðn- aðarins í heiminum. Gluggar verslana í borginn bera þess glöggt merki, vegna glæsileika. Flestum ímynda sér að verðlag í borginni sé hátt, en það þarf ekki endilega svo að vera, því oft má fá fatnað frá helstu tísku- framleiðendum í heiminum, á hálfvirði, en þá er um tísku síð- asta árs að ræða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.