Tíminn - 01.09.1994, Side 11

Tíminn - 01.09.1994, Side 11
Fimmtudagur 1. september 1994 11 Fréttir af bókum The Reagan Administration's Secret Strategy, eftir Peter Schweizer. Atlantic Monthly Press, 284 bls. S 22. Peter Schweizer er blaöa- maöur í Washington, en gegnir jafnframt störfum á Hoover Institution. Snemma á níunda áratugnum segir hann þverbresti hafa veriö sýnilega í hag- og stjórnkerfi Ráöstjórnar- ríkjanna, aö segir í ritdómi í New York Times Book Review 10. júlí 1994: „En hann heldur því fram, að ríkisstjórn Reagans hafi flýtt fyrir hruni Ráðstjórnarríkj- anna með víðfeðma stefnu- mörkun. Efnahagslega saumaöi hún aö stjórnvöldum í Moskvu og hvarf frá varnarstefnu aö- halds (defensive strategy of containment) til storkunar við mátt Ráöstjórnarríkjanna í Afg- anistan, í Austur-Evrópu og jafnvel innan Ráðstjórnarríkj- anna sjálfra. Bók þessa vann Schweizer upp úr viötölum viö æöstu embættismenn Reagans, sem aö stefnumörkun unnu (einkum þó innan leyniþjón- ustunnar). Þegar Reagan og ráö- gjafar hans í öryggismálum tóku viö stjórnartaumunum 1981, var þeim forundrun búin. Viö vaxandi veldi Ráöstjórnar- ríkjanna og ágangi (aggressive- ness) hafði verið varað mestall- an undanfarandi áratug, en rík- isstjórn Reagans komst nú aö Reykjavíkurfundur Reagans og Corbatsjovs var ein síbasta orusta kalda stríbsins. því, að að efnahag Ráöstjórnar- ríkjanna þrengdi." „Aö ráöi nýs forstjóra leyni- þjónustunnar, Williams J. Cas- ey — sem var aðalhöfundur þeirrar stefnu sem sigur færöi, aö sögn Schweizers, og helsti heimildarmaöur hans — hófu Bandaríkin leynt og ljóst efna- hagslegan hernaö gegn Ráð- stjórnarríkjunum. — Schweizer segir svo frá, aö hernaöarlegri uppbyggingu Reagans hafi ekki einungis verið ætlað aö styrkja bandarískan herafla, heldur líka aö ofbjóða þröngum (limited) efnahagslegum grundvelli Ráö- stjórnarríkjanna. Að megin- þætti hafði hún útvíkkun vís- indalegs rannsóknarsviös og smíöi hátæknivopna. Með hinu herstjórnarlega frumkvæöi um varnir (Strategic Defence Initi- ative), sem í orði kveðnu var ætlað að ónýta (neutralise) sov- éska kjarnorkuárás, hugöust ráögjafar Reagans í Hvíta hús- inu heyja vopnakapphlaup á sviði, er á segöi til bandarískrar tækniþekkingar, ekki sovésks mannafla." „Bandaríkin reyndu líka aö loka fyrir helstu gjaldeyrisupp- sprettu Ráöstjórnarríkjanna með því að hindra sölu þeirra á olíu og gasi til Vestur-Evrópu (en varö um þaö lítið ágengt, eins og Schweizer viðurkennir), og meö því aö fá Sádí- Arabíu til aö þröngva niður veröi á olíu á alþjóðlegum mörkuöum. Á tak- inu var enn hert, aö Schweizer segir, með því að takmarka flæöi lánsfjár og tækni austur á bóginn... Til að Ráöstjórnarríkin neyddust til að verja milljörð- um til aö slökkva bál í Póllandi og Afganistan, fór ríkisstjórn Reagans aö styðja Samstööu í Póllandi og aö leggja mújahed- ínum, íslömskum skæruliöum, í Afganistan til fullkomnari vopn og fyllri njósnir." „Hvort stefna Reagans bar til- ætlaðan árangur og réð úrslitum í kalda stríðinu eöur ei, leggur frásögn Schweizers mjög til fróöleik um hástig þeirra átaka." DAGBÓK [u\juuuuu\juu\j\ju\ Fimmtudaqur 1 september 244. daqur ársins -121 daqar eftir. 3S. vlka Sólris kl. 6.09 Sólarlag kl. 20.45 Dagurinn styttist um 6 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Bridskeppni, tvímenningur, í Risinu kl. 13 í dag. Fyrirhuguð sigling um sundin meö Leifi Eiríkssyni kl. 19 föstu- daginn 2. sept. Kaffiveitingar og dans. Fararstjóri Pétur H. Ólafs- son. Skrásetning í s. 28812. Ný náttúru- og heilsuvöru- verslun: HRÍMGULL, Vitastíg 10 Hrímgull hefur nú opnaö nýja náttúru- og heilsuvöruverslun aö Vitastíg 10 í Reykjavík. Versl- unin hefur á boöstólum nokkurt úrval af náttúruvörum: náttúru- lega málningu frá LlVOS-fyrir- tækinu, en Livos er stærsti fram- leiðandi heims á málningarvör- um sem framleidd em úr skaö- lausum gróðurefnum. Fyrirtækið framleiöir einnig hreingerning- arvörur og föndurvörur, nátt- úrulegar snyrtivörur frá LOG- ONA sem er þýskur framleiöandi eins og LIVOS, almennar heilsu- vömr og vítamín, Maharishi Ay- urveda sem eru heilsuvömr og byggja á ævafornri þekkingu Ay- urveda sem talin er formóöir allra greina heilsuverndar, einn- ig silkivömr og metravöm í silki. Þá er Hrímgull söluaöili fyrir handsmíöuð norsk bjálkahús, sem eru fáanleg í stöðluöum út- gáfum eöa eftir sérteikningum. Markmið Hrímgulls er aö bjóöa vandaðar náttúmvörur á sem flestum sviöum, ásamt þekkingu í formi bæklinga, fyrirlestra og námskeiöa um vistvæna og heilsusamlega lifnaðarhætti. Hrímgull er til húsa aö Vitastíg 10 og er opnunartími kl. 10 til 18 virka daga og kl. 10 til 14 á laugardögum. Háskólafyrirlestur Dr. Jean Lancri, myndlistarmaö- ur og prófessor í fagurfræöi við Université de Paris í Panthéon- Sorbonne, flytur opinberan fyr- irlestur í boöi heimspekideildar Háskóla íslands laugardaginn 3. september n.k. kl. 16 í stofu 101 í Odda. Fyrirlesturinn veröur fluttur á ensku og nefnist „When paint- ing questions literature". Jean Lancri hefur fengist við aö rannsaka tengsl bókmennta og myndlistar, jafnt í ritum sínum og myndverkum. í fyrirlestrin- um verður fjallað um veggmynd frá upphafi 14. aldar eftir Giotto, „Fundinn viö Gullna hliðið", sem er í Capella Scrovegni í Padua. Einnig verður fjallaö um ísetningu (installation) Jeans Lancri, „K eða umbreytingaher- bergiö", sem sýnd var í Pomp- idou-safninu í París áriö 1984. Sú ísetning fjallar mest um Kafka, en tengist þó veggmynd Giottos. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Septemberdagar '94 Laugardaginn 3. september kl. 13 opnar Haukur Dór málverka- sýningu á vinnustofu sinni í gamla Álafosshúsinu, 4. hæö, í Mosfellsbæ. Opið veröur laugardaga og sunnudaga í september kl. 13- 17. Athugið að aöeins er opið um helgar í september, annars eftir samkomulagi. Síminn hjá Hauki er 668062. Jón Hermann í Eden Um þessar mundir stendur yfir í Eden í Hverageröi myndlistar- sýning Jóns Hermanns Sveins- sonar, málara og sjómanns frá Hnífsdal. Hann sýnir þarna 21 mynd, sem ýmist eru unnar í ol- íu eöa með blandaðri tækni. Myndirnar tengjast lífi sjó- manna fyrir vestan. Myndirnar eru allar til sölu. Sýningunni lýkur sunnudaginn 4. sept. kl. 23. Jóhanna Bogadóttir sýnir í Hafnarborg Jóhanna Bogadóttir opnar mál- verkasýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjaröar, Strandgötu 34, Hafnarfiröi, laugardaginn 3. september kl. 14. Á sýningunni veröa málverk unnin á síöast- liönum tveimur árum og einnig vatnslitamyndir. Jóhanna hefur sýnt verk sín víöa um heim. Hún hefur tekiö þátt í samsýningum og haldiö fjölda einkasýninga í söfnum og sýningarsölum í ýmsum borg- um. A þessu ári átti hún myndir á samsýningu þriggja íslenskra listamanna í boði Noröurlanda- hússins í Færeyjum. í maí hélt hún einkasýningu í Vestmanna- eyjum, heimabæ sínum. Einnig var sýning á verkum hennar s.l. vor í boði American-Scandinavi- an Society í New York. Sýningin í Hafnarborg stendur til mánudagsins 19. september og veröur opin alla daga frá kl. 12-18, nema þriðjudaga. Kór Langholtskirkju ab hefja vetrarstarfib Um þessar mundir er Kór Lang- holtskirkju aö hefja vetrarstarfið. Kórinn byrjar starfsárið með því aö halda upp á 10 ára vígsluaf- mæli Langholtskirkju, kirkju Guðbrands biskups Þorláksson- ar, viö messu hinn 11. septem- ber n.k., en þess verður jafn- framt minnst að í ár eru 400 ár liöin frá útkomu Graduale eöa „Grallara" Guðbrands. Öll tón- list í messunni veröur sam- kvæmt Grallaranum. Þá mun kórinn taka þátt í styrktartónleikum Orgelsjóðs Langholtskirkju í byrjun októ- ber. Á þeim tónleikum veröur slegið á léttari strengi, en auk kórsins kemur fram karlakórinn Fóstbræöur undir stjórn Árna Harðarsonar, Gunnar Kvaran sellóleikari og Gísli Magnússon píanóleikari. Þá munu „The Boys", íslensku bræöurnir sem gert hafa garöinn frægan í Nor- egi og víöar, koma fram. I nóvember mun kórinn halda tónleika með nýstárlegu sniði. Mun þar margt koma á óvart, sem ekki veröur látiö uppi aö þessu sinni. Síðustu helgi fyrir jól verða svo hinir árlegu „Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju", en þeir tón- leikar eru ómissandi þáttur í jólahaldi fjölmargra. í dymbilvikunni verður flutt Jó- hannesarpassían eftir Bach og er fyrirhugab aö láta gamlan draum rætast með aö sviösetja verkið. Ef tekst að fjármagna það, gæti þessi flutningur flokk- ast undir heimsviðburð. Allir tónleikar Kórs Langholts- kirkju eru að sjálfsögðu haldnir í Langholtskirkju, sem er eitt besta tónleikahús landsins. í júní hefur kórnum veriö bob- ið að taka þátt í fyrstu „Norbur- Atlantshafs kórahátíðinni", sem haldin veröur í Færeyjum með völdum kórum frá Norður-Nor- egi, Skotlandi, Færeyjum og ís- landi, einum frá hverju landi. Þar yrbi aðalverkefnið flutningur þessara kóra á Requiem (Sálu- messu) eftir Verdi undir stjórn Militiadis Carridis. Ekki er enn ljóst hvort af þátttöku Kórs Langholtskirkju getur orðið, en þab kemur væntanlega í ljós meö haustdögunum. Hægt er að bæta viö söngfólki í allar raddir. Góð rödd er aðalat- riöið, en þeir sem hafa einhverja tónlistarmenntun ganga aö öbru jöfnu fyrir. Þeir, sem áhuga kynnu aö hafa, láti vita í Lang- holtskirkju, síma 35750 alla virka daga á skrifstofutíma. APÓTEK Kvöld-, nætur- og helgldagavarsla apóteka I Reykjavlk (rá 26. ágúst tll 1. september er I Árbæjarapótekl og Lauganesapótekl. Þaö apótek sem fyrr er nefnt annast eltt vörsluna trá kl. 22.00 að kvöldl tll kl. 9.00 aó morgnl vlrka daga en kl. 22.00 á sunnudögum. Upplýslngar um læknls- og lyfjaþjónustu eru gefnar f sfma 18888. Neyóarvakt Tannlæknatélags Islands er starfrækt um helgar og á stórhátíöum. Símsvari 681041. Hatnarfjöróur: Hafnartjaróar apótek og Noróurbæjar apó- tek eru opln á vlrkum dögum frá kl. 9.00-18.30 og tll skiptis annan hvem laugardag kl. 10.00-13.00 og sunnudag kl. 10.00-12.00. Upplýsingar I simsvara nr. 51600. Akureyrl: Akureyrar apótek og Stjörnu apótek eru opin virka daga á opnunartíma búða. Apótekin skiptast á sina vikuna hvort aó sinna kvöld-, nætur- og helgidagavörslu. Á kvöldin er opió i því apóteki sem sér um þessa vörslu, til kl. 19.00. Á helgidögum er opið frá kl. 11.00-12.00 og 20.00- 21.00. Á öórum timum er lyfjafræóingur á bakvakt. Upptýs- ingar eru gefnar í stma 22445. Apótek Keflavfkur: Opió virka daga frá kl. 9.00-19.00. laugard., helgidaga og almenna fridaga kl. 10.00-12.00. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga frá kl. 8.00- 18.00. Lokaó í hádeginu milli kl. 12.30-14.00. Selfoss: Selfoss apótek er opiðtil kl. 18.30. Opió er á laug- ardögum og sunnudögum kl. 10.00-12.00. Akranes: Apótek bæjarins er opió virka daga til kl. 18.30. Á laugard. kl. 10.00-13.00 og sunnud. kl. 13.00-14.00. Garóabær: Apótekió er opið rúmhelga daga kl. 9.00- 18.30, enlaugardagakl. 11.00-14.00. ALMANNATRYGGINGAR HELSTU BÓTAFLOKKAR: 1.ágúst1994. Mánaóargrelóslur Elli/örorkullfeyrir (grunnlífeyrir)......... 12.329 1/2 hjónalífeyrir.......................... 11.096 Full tekjutrygging ellilífeyrisþega..........27,221 Full tekjutrygging örorkulífeyrisþega........27,984 Heimilisuppbót................................9,253 Sérstök heimilisuppbót........................6,365 Bamalífeyrir v/1 bams........................10.300 Meólagv/1 barns..............................10.300 Mæðralaun/feóralaun v/1 bams..................1.000 Mæðralaun/feóralaun v/2ja bama................5.000 Mæðralaun/feóralaun v/3ja bama eða fleiri..10.800 Ekkjubætur/ekkilsbætur 6 mánaða .............15.448 Ekkjubætur/ekkilsbætur 12 mánaða.............11.583 Fullur ekkjulffeyrir.........................12.329 Dánarbætur í 8 ár (v/slysa)..................15.448 Fæðingarstyrkur............................. 25.090 Vasapeningar vistmanna ......................10.170 Vasapeningar v/sjúkratrygginga...............10.170 Daggrelðslur Fullir fæðingardagpeningar.................1.052.00 Sjúkradagpeningar einstaklings...............526.20 Sjúkradagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ...142.80 Slysadagpeningar einstaklings................665.70 Slysadagpeningar fyrir hvert barn á framfæri ....142.80 i ágúst er greiddur 20% tekjutryggingarauki (orfofsuppbót) á tekjutryggingu, heimilisuppbót og sérstaka heimiliSLpp- bót. T ekjutryggingaraukinn er reiknaóur inn í tekjutrygging- una, heimilisuppbótinaog sérstöku heimilisuppbótina í júlí var greiddur 44.8% tekjutryggingaraugi. Bastur eru því hefdur lægri nú en f júli GENGISSKRÁNING 31. ágúst 1994 kl. 10,54 Opfnb. Kaup vlðm.gengl Sala Gengl skr.fundar Bandarfkjadollar 68,83 69,01 68,92 Sterlingspund ...105,63 105,91 105,77 Kanadadollar 50,18 50,34 50,2« Dðnsk króna ...11,041 11,075 11,058 Norsk króna ....9,935 9,965 9,950 Sænsk króna .....8,877 6,905 8,891 Flnnskt mark ...13,462 13,502 13,482 Franskur frankl ...12,713 12,751 12,732 Belgfskur frankl ...2,1163 2,1231 2,1197 Svlssneskurfrankl.. .....51,66 5132 51,74 Hollenskt gytllnl 38,82 38,94 38,88 Þýsktmark 43,56 43,68 43,62 Hölsklfra .0,04330 0,04344 0,04337 Austurrfskur sch .....6,191 6311 6301 Portúg. escudo ...0,4274 0,4290 0,4282 Spánskur pesetl ...0,5241 0,5259 0,5250 Japansktyen ...0,6877 0,6895 0,6886 frskt pund ...104,09 104,43 104,26 Sérst. dráttarr 99,70 100,00 99,85 ECU-Evrópumynt —83,12 83,38 83,25 Grfsk drakma ...0,2871 0,2881 0,2876 BILALEIGA AKUREYRAR MEÐ ÚTIBÚ ALLT í KRINGUM LANDIÐ MUNIÐ ÓDÝRU HELGARPAKKANA OKKAR REYKJAVtK 91-686915 AKUREYRI 96-21715 PÖNTUM BÍLA ERLENDIS interRent Europcar

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.