Tíminn - 20.09.1994, Page 10
Þribjúdagur 20. sepjtémber 1994r
Vilhjálmur Hjálmarsson
fyrrv. ráöherra og alþm., Brekku, Mjóafiröi áttrœbur
Viö, sem störfum á vettvangi
stjórnmálanna, heyrum oft þann
tón í þjóöfélaginu aö þaö sé
mannskemmandi aö taka þátt í
stjórnmálum. Viö stjórnmála-
menn tökum ekki undir þessar
raddir og ég tel aö Vilhjálmur sé
gott dæmi um stjórnmálamann
sem hefur verið mannbætandi aö
kynnast. Hann hefur haft mikil
áhrif á umhverfi sitt og viö, sem
höfum átt því láni aö fagna aö
starfa með honum í stjórnmálum,
höfum mikiö af honum lært.
Vilhjálmur er fæddur á Brekku í
Mjóafirði. Hann hefur ávallt verið
kenndur við þann stað. Hann og
Brekka tengjast órjúfanlegum
böndum. Það er umhverfið þar
sem hefur mótað hann. Þar þekkir
hann hverja þúfu, örnefni og saga
sveitarinnar er meitluð í huga
hans.
Samgöngur við Mjóafjörö hafa
ávallt veriö allerfiðar. Vilhjálmur
var fljótt kallaöur til margvíslegra
félagsmálastarfa. Hann valdist
fljótt til forustu innan bændasam-
takanna og gekk ungur til liðs við
Framsóknarflokkinn. Hann var
kosinn á þing fyrir Suöur- Múla-
sýslu 1949 og sat þar til 1956 og
hlaut síöan endurkosningu 1959.
Eftir kjördæmabreytinguna var
hann varaþingmaöur í Austur-
landskjördæmi 1959-1967, en síö-
an þingmaður kjördæmisins frá
1967-1979.
Hæfileikar Vilhjálms nutu sín vel
í starfi alþingismanns. Hann hefur
yndi af samskiptum viö fólk og fé-
lagsmálastörf eru honum í blóö
borin. Vilhjálmur er fjölfróöur og
kann betri skil á sögu landsins,
bókmenntum og menningu en
flestir aðrir. Gamansemi hans er
löngu landsþekkt og hann á eink-
ar auövelt meö aö gera grín aö
sjálfum sér. í stjórnmálabarátt-
unni kom drengskapur og heiöar-
leiki Vilhjálms glöggt fram og
hann ávann sér traust alls staöar
þar sem hann starfaöi. Hann var
vinsæll meöal kjósenda og gaf sér
góðan tíma til aö tala viö fólk á
förnum vegi.
Þegar Framsóknarflokkurinn fékk
menntamálaráöuneytiö í sinn hlut
1974, þótti sjálfsagt aö Vilhjálmur
yrði menntamálaráöherra. Þaö
þótti sumum langskólagengnum
mönnum skrýtiö, því Vilhjálmur
haföi ekki eytt mörgum árum ævi
sinnar í skóla. Það kom fljótt i ljós
að Vilhjálmur var betur menntaö-
ur en margir aörir sem hafa stund-
aö langskólanám. Hann ávann sér
traust og trúnaö þeirra, sem hann
haföi samskipti við, og hann lagöi
sig mjög fram í starfi sínu sem
menntamálaráöherra. Hann var sí-
vinnandi og átti nánast engar frí-
stundir þau 4 ár sem hann gegndi
því starfi.
Ég átti mikil samskipti viö hann
á þessum árum og vissi því vel um
langan vinnudag hans. Hann ferö-
aöist mikiö og sinnti öllum beiön-
um um viötöl og erindi af mikilli
kostgæfni. Hann var trúr hugsjón-
um sínum og taldi mikiivægt aö
ráðherrar sýndu gott fordæmi. í
þessum anda ákvaö hann aö af-
nema vínveitingar í boöum
menntamálaráöuneytisins. Ég
feröaöist mikið meö Vilhjálmi á
þessum árum og er þaö ógleyman-
leg reynsla. Hann haföi alltaf frá
einhverju nýju aö segja og var
ótrúlega fróður um hvert einasta
byggöarlag á Austurlandi. Hann
átti stundum erfitt meö aö þekkja
fólk, en flestir vissu um þennan
ágalla hans, því hann haföi komiö
honum rækilega á framfæri meö
því aö gera grín aö sjálfum sér.
Vilhjálmur hefur unniö fómfúst
og heillaríkt starf fyrir Framsókn-
arflokkinn. Sem þingmaður og
ráðherra haföi hann mikil áhrif á
störf og stefnu flokksins og á
seinni árum hefur hann lagt mikiö
af mörkum viö að skrifa sögu
flokksins. Ævisaga Eysteins Jóns-
sonar, sem kom út í þremur bind-
um, er ómetanlegt heimildarrit
um sögu íslenskra stjórnmála. Vil-
hjálmur hefur gefið út margar
bækur á undanförnum árum og
hefur meö því bjargað miklum
fróöleik frá gleymsku.
Ég vil fyrir hönd Framsóknar-
flokksins þakka Vilhjálmi öll þessi
störf og flytja honum heillaóskir
flokksins á þessu merkisafmæli.
Viö Sigurjóna sendum þér og
Margréti okkar bestu kveðjur meö
þakklæti fyrir allt sem þið hafið
gefið okkur með vináttu og góðu
samstarfi í langan tíma.
Halldór Ásgrítnsson,
form. Fratnsóknarflokksins
Stundum er óþyrmilega minnt á
þaö að tíminn líður og menn eld-
ast í árum talið. Nú er Vilhjálmur
Hjálmarsson oröinn áttræður. Þá
er komið aö því aö senda þessum
vini mínum og samstarfsmanni
um árabil kveöju.
Leiðir okkar lágu fyrst saman í
stjórnmálum á Austurlandi, og
reyndar á Vilhjálmur ef til vill
stærstan þátt í því aö beina mér
inn á þá braut. Hann kvaddi mig
til verka í blaðamennsku á Austur-
landi, en hann er ekki þeirrar
geröar aö hann kasti öllum verk-
um yfir á samstarfsmenn sína.
Enn er Vilhjálmur haukur í horni í
útgáfumálum, en munurinn er sá
nú aö stjórnmálamaðurinn Vil-
hjálmur Hjálmarsson er einnig
oröinn rithöfundur, sem sent hef-
ur frá sér eina til tvær bækur á ári
um langt skeiö.
Ég segi þaö af einlægni aö þaö
eru forréttindi aö fá að kynnast
manni eins og Vilhjálmi og starfa
með honum. Ég hef notið þeirra
forréttinda á þriðja áratug. Hann
er öfgalaus maöur, með einstak-
lega hlýja og græskulausa kímni-
gáfu þar sem hann sjálfur er aðal-
þolandinn. Hins vegar er hann
málafylgjumaöur og fastur fyrir
undir hinu mjúka yfirboröi.
Vilhjálmur hefur gegnt hinum
margbreytilegustu trúnaöarstörf-
um fyrir samfélag sitt. Hann var
þingmaður, ráöherra, sveitar-
stjórnarmaöur, gegndi fjölmörg-
um trúnaöarstörfum í bændastétt.
Hann er einstaklega vinnusamur
maöur og fellur sjaldan verk úr
hendi.
Þaö er margs aö minnast nú á
tímamótum. Ég minnist fjöl-
margra heimsókna þingmannsins
og ráöherrans Vilhjáims til okkar
Margrétar í Bláskóga 14 á Egils-
stööum. Þar var aldrei neitt til-
stand, þótt menntamálaráöherr-
ann kæmi í heimsókn. Hann
sinnti sinni vinnu meöan beöið
var eftir matnum, fór í símann og
fór yfir erindi í tösku sinni. Koma
hans truflaöi ekki nokkurn mann
á heimilinu og krökkunum fannst
hann ætíö aufúsugestur.
í kosningunum 1979 ákvaö Vil-
hjálmur aö fara ekki í framboð á
ný. Þessa ákvörðun tók hann á
eigin spýtur meö sömu róseminni
og einkenndi hans stjórnmálaþátt-
töku. Þaö er hins vegar langt í frá
aö hann sé horfinn sjónum í
flokksstarfinu. Hann hefur ávallt
staöiö okkur nærri í baráttunni,
mætt á fundi og rætt málin, og
stutt viö bakiö á okkur sem viö
tókum. Orö duga ekki til þess aö
tjá þakklæti mitt fyrir þessi góöu
samskipti og stuöning í gegnum
tíöina.
Vilhjálmur er í Mjóafiröi aö sum-
arlagi og ræktarsemi hans viö
byggö sína er einstök. Hann er
nokkurs konar tákn fyrir þessa
sveit, og hann hefur á eigin spýtur
skrifaö og fengiö útgefanda aö
sögu mannlífs þar. Þetta er verk á
borö við þau sem fjölmenn sveit-
arfélög gefa út á merkisafmælum
sínum, og þykir æriö átak. Ég hef
kynnst nákvæmni hans og vand-
virkni í gegnum blaðaútgáfuna, og
veit aö til bókaútgáfunnar er ekki
kastaö höndunum.
Ég gæti skrifað langa grein um fé-
laga minn Vilhjálm Hjálmarsson,
því fjölmargt er ósagt, en þessi
grein átti aðeins að vera kveðja til
góðs vinar og samstarfsmanns á
tímamótum í lífi hans. Ég vil því
ljúka henni meö því að senda góð-
ar óskir frá fjölskyldu minni til þín
og Margrétar og fjölskyldunnar á
Brekku með þakklæti fyrir allt
gamalt og gott.
fón Kristjánsson
áttrœbur
Á áttræöisafmæli Þórarins Þórarins-
sonar er víst aö mörgum samferða-
manni, vinum hans og góökunn-
ingjum, sem svo víöa er að finna,
er ljúft að minnast samskiptanna
viö hann og góöra persónulegra
kynna. Ekki stafar þaö af því að
Þórarinn hafi ætíð setiö á friöstóli,
að hann hafi gengið um með slíör-
að sverð, þegar þörf var aö berjast.
Ööru nær. Hann stóð jafnan í
fremstu röð í sínum flokki þar sem
öndverðum fylkingum laust saman
og þótti þá vopnfimur.
Nú er þaö hverju oröi sannara aö
líkingamál af þessu tagi verður ekki
skiliö bókstaflega. Þrátt fyrir allt
eru stjórnmálaorustur í okkar frið-
sama landi ekki mannskæðar, en
þær geta samt reynt á þolrifin, því
aö oft eru þær illskeyttar af orðum.
Sá, sem ætlar aö taka þátt í stjórn-
málum, þarf vissulega aö vera „bú-
inn til bardaga", þótt í yfirfærðri
merkingu sé. Þegar Þórarinn hóf af-
skipti af stjórnmálum mátti þar
manninn kenna, að hann heföi
slík vopn í hendi sér, sem vel
mundu duga: góöar gáfur, víötæka
þekkingu á þjóömálum og mál-
snilld í ræðu og riti, sem hann
kunni ab beita af leikni, sem var
honum meöfædd. Hann berst jafn-
an málefnalegri baráttu, sækir ekki
aö persónum manna, aldrei illvígur
í þeim skilningi.
Þórarinn Þórarinsson mun hafa
byrjab aö skrifa í Tímann 17 eða 18
ára, en hóf eiginlegan blaðamanns-
feril sinn 19 ára gamall viö Nýja
dagblaðib, sem þá var nýstofnab til
þess að vera reykvískt dagblab á
vegum framsóknar- og samvinnu-
manna vib hlið Tímans, sem menn
Heimildir herma að sá horski
þegn, Vilhjálmur Hjálmarsson,
muni áttræður oröinn. Bóndinn á
Brekku átti leiö til æöstu metoröa í
þjóöfélaginu; ekki var þaö með
gný og gauragangi, heldur réöi þar
atgervi hans á ýmsan veg, hógvær
staðfestan, heilbrigö rökhyggjan
og glöggskyggnin góö. Á þessum
tímamótum eru honum sendar
víöa aö kærar kveöjur og í kór
þann vil ég komast. Þær em þakk-
læti yljaöar, enda Vilhjálmur
höfðingi einlægninnar og elsku-
seminnar, sem öll alþýða manna
kann vel aö meta, en hann ætíö
sem einn úr hennar hópi.
Við höfum alllengi átt samleið
sem leitt hefur til varmra vináttu-
banda, vorum þó andstæöingar á
austfirskum flokkavelli og a 11-
nokkra baráttu munum viö hafa
háö um hylli manna þar á árum
áöur, en ýmsir töldu okkur um
margt hafa á lík miö róiö.
En samstarf ágætt áttum við um
ótalmargt og í ýmsu mikilvægu
fóru skoðanir mjög saman. Báöir
tveir bindindismenn haröir og
enginn hefur einaröar borið merki
þeirrar lífsskoðunar á sinni ráö-
herratíð en Vilhjálmur.
Byggðastefnumenn miklir, enda
þýöing þess ótvíræð aö byggö sé
sem blómlegust um land allt.
Félagshyggjan og velferðarmálin
báðum hugleikin mjög, en óheft
aubhyggjan eitur í beggja beinum.
Og svo austfirsk málefni æðst og
efst.
Mundi nú enda einhver spyrja
hver væri aö skrifa um hvern!
Öruggt er þaö aö Vilhjálmur á
vænan og farsælan feril aö baki í
litu frekar á sem landsbyggöarblað.
Þetta var árið 1933. Þótt Þórarinn
væri ungur að árum, sjálfmenntab-
ur og lítt skólagenginn, var hann
þá þegar í fullum færum að gegna
hinum vandamestu ritstörfum vib
blabiö. Enda varð hann ritstjóri
þess eftir fá ár, tæpra 22ja ára. 1938
sameinaðist Nýja dagblaðið Tíman-
um. Varö Þórarinn þá ritstjóri Tím-
ans og var þaö til sjötugsaldurs,
1984.
Svo ungur sem hann lét til sín
taka í blaöamennsku, varö blaöa-
mannsævi hans aö sama skapi löng
og farsæl. Mér telst til ab föst
blaðamennska hans hafi varað
a.m.k. 51 ár. Þá tók vib tími sjálf-
stæðra greinaskrifa, sem enn stend-
ur. Á Þórarinn marga þakkláta les-
endur ab greinum sínum, oftast
stuttum og hnitmiðuðum, því ab
hann er meistari hins knappa
forms, aö segja mikið í fáum orö-
um.
En starf hans við Tímann var ekki
hið eina sem hann fékkst við meö-
an starfskraftar hans voru sem öfl-
ugastir og verkefnin mörg sem
hann var kallaöur til aö sinna af
samherjum í þjóömálum. Hann
komst ungur að árum í forustusveit
Framsóknarflokksins og var þaö
áratugum saman, svo aö fáir hafa
átt þar lengri feril aö baki. Þórarinn
gegndi margs konar trúnabarstörf-
um innan flokksins, var m.a. fyrsti
formaöur Sambands ungra fram-
sóknarmanna vib mjög góöan orö-
stír. Hann gegndi auk þess ýmsum
trúnabarstörfum í opinberum
nefndum og ráöum, þar sem pólit-
ískt val réði um skipan fulltrúa, sat
m.a. lengi í útvarpsráöi og fórst
stjórnmálasögunni, ötull og
vinnusamur vel, samviskusamur
og heiöarlegur, hæfileikar hans
ríkir til að meta mál af raunsæi og
yfirvegaö, viðmótið glatt og elsku-
legt um leið, svo æmar urðu vin-
sældir hans og ekki trútt um aö
ýmsum þætti um of áður fyrr.
Geislandi sagnagleöi hans meö
glettnu ívafi, en ákveönum undir-
tón alvörunnar er oft einstæð og
erfitt eftir að leika.
Bækur hans endurspegla þessa
eiginleika, en aldrei þó sem þegar
hann mælir fram af hlýju og föls-
kvaleysi hinar kostulegustu frá-
sagnir úr hversdagsleikanum og
hrífur áheyrendur með sér.
Störf hans, afar mörg og ólík,
verða ekki tíunduö hér í örstuttri
afmæliskveðju, en aö mörgu góðu
verki hefur verið unnið og hverju
skilaö svo sem best mátti hverju
sinni.
Búskapur, kennsla, þing-
mennska, ráöherradómur, ritstörf
— allt ber sömu eljuseminni og
einlægninni vott, enda gáfur góð-
ar og fjölþættar að baki. Og er þá
abeins fátt eitt talið.
Mér er hann hugumkærastur fyr-
ir þann góða félagsskap sem hann
hefur veitt mér í áranna rás, fyrir
hvoru tveggja í senn þaö sem sam-
einaö hefur og það sem okkur hef-
ur greint á.
Eftir stendur mynd hins heil-
steypta og góögjarna manns, sem
hvergi hopar í því sem honum
þykir sannast og réttast.
Sérstakar heillaóskir meö miklu
þakklæti fær Vilhjálmur frá Áfeng-
isvarnarráði fyrir vökula varðstööu
í sameiginlegum baráttumálum.
Sjálfur sendi ég honum árnaða-
róskir góðar og alúbarþökk um
leið fyrir liöna tíö.
Bestu kveðjur til hans ágætu eig-
inkonu. _
Eigöu gleöiríkar gæfustundir sem
allra flestar og megi Elli kerling
lengi enn í engu ná fangs á þér.
Helgi Seljan
þaö starf í hvívetna vel úr hendi,
naut þar trausts og virbingar sam-
nefndarmanna og þeirra starfs-
manna Ríkisútvarpsins, sem hann
átti samskipti viö.
í flokksstarfi var Þórarinn á sínum
tíma mjög kvaddur til samráðs um
almenna stefnumótun og úrlausn
vandasamra innanflokksmála, þeg-
ar þau bar að höndum sem oft var,
því ab fjarri fer að lognværa hafi
ætíð ríkt í Framsóknarflokknum.
Kyrröin, sem nú má greina í
flokknum, á miklum umbrotatím-
um, er nýmæli, ólíkt dæmum úr
flokkssögunni. Margir í hópi eldri
flokksmanna, sem lifað hafa miklar
málefnalegar hræringar í flokknum
í áranna rás, hljóta að undrast þaö
átakaleysi, sem einkennt hefur við-
brögb framsóknarmanna viö þeim
uppáfallandi gerbyltingum, sem
oröib hafa í íslenskri meginpólitík
undanfarin ár, í utanríkismálum,
landbúnaöarmálum, landsbyggðar-
málum almennt og verslunar- og
viðskiptamálum. Þótt ekki skuli úr
því dregið, ab allir þessir mála-
flokkar hlytu að vera breytingum
undirorpnir, veröur ekki séð, nema
síbur væri, aö gætt hafi úrræba
Framsóknarflokksins í sambandi
viö þá þróun, sem orðib hefur og
erfitt er ab sjá fyrir endann á. Þessi
orö fela ekki í sér neina hrakspá
um gengi Framsóknarflokksins í
bráð og lengd, enda greinarhöf-
undi síst að skapi aö hafa þær í
frammi. En eigi að síður hlýtur
stjórnmálaþróun síðustu ára og líö-
andi stundar aö koma upp í hug-
ann, þegar litið er enn lengra um
öxl og hugað að reynslu aldraös
forustumanns í Framsóknarflokkn-
Þórarinn Þórarinsson