Tíminn - 04.10.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.10.1994, Blaðsíða 2
2 tShmnn Þri&judagur 4. október 1994 Hvab finnst þér um þá hugmynd Kristjáns Jóhannssonar a& segja öllum í Sinfóníuhljómsveit ís- lands upp störfum, stokka kerfi& upp og endurrá&a a&eins þá bestu? Einar örn Benediktsson, fyrrverandi Sykurmoli: Ég held að Kristján Jóhannsson sé ekki mabur til ab stinga upp á því ab öllum sé sagt upp störfum hjá Sinfóníuhljómsveit Islands. Hann er einn af þeim lukkulegu sem get- ur starfað erlendis. Hann hefur ekki þá yfirsýn, vegna starfa sinna er- lendis, ab geta komib meb svona tillögu. Þetta er hreinn dónaskapur af manni sem ég hélt ab væri meb abeins meiri gáfur en þetta og köld vatnsgusa framan í þá sem eru að leggja sig fram eftir fremsta megni ab stunda list sína hér á íslandi. Atli Heimir Sveinsson tónskáld: Ég er á móti því ab segja mönnum upp störfum að ósekju, en ég held ab þab sé gott og naubsynlegt ab stokka upp öll kerfi við og vib. Ingólfur Gu&brandsson, forstjóri og fyrrum kórstjóri: Aubvitað er margt í starfsemi Sin- fóníuhljómsveitar íslands sem er gagnrýni vert og full ástæba væri til að taka til endurskoðunar, en það væri nú ansi langt gengib að segja fólki, sem hefur hljóðfæraleik að ævistarfi, upp störfum með skömmum fyrirvara. Mér hefur samt oft fundist að betur mætti standa að því að manna Sinfóníu- hljómsveit íslands. Þegar dóttir mín, með diplóma frá Juilliard- tónlistarskólanum í New York og einkanemandi Nathans Milsteins til margra ára, leiðandi einnar þekktustu kammerhljómsveitar Evrópu, Camerata í Bern, var hrak- in úr starfi hjá Sinfóníuhljómsveit Islands sl. vor, var ég kominn á fremsta hlunn ab skrifa opið bréf til menntamálarábherra og krefjast rannsóknar á vinnuháttum stjórnar Sinfóníuhljómsveitar íslands. Þótt ég hafi ekki gert alvöru úr því enn, tel ég að Kristján Jóhannsson, sem sjálfur er afbragðstónlistarmabur eins og heimssöngvari verður að vera, hafi nokkuð til síns máls, en mér er forsaga málsins lítt kunn. Leikskóladeild Heyrnleysingjaskólans flyst til Dagvistar barna 7. janúar 1995. Formabur stjórnar Dagvistar barna: Enn óljóst hvernig starfsemin verbur Dagvist barna í Reykjavík tekur við rekstri leikskóladeildar Heyrnleysingjaskólans 1. janú- ar á næsta ári. Stjórnendur Heyrnleysingjaskólans eru ósáttir viö þessa ákvör&un og óttast a& hún hafi í för me& sér skerta þjónustu vi& börnin og foreldra þeirra. Forma&ur stjórnar Dagvistar barna segir a& ekki hafi veriö ákve&i& hvernig starfseminni veröi háttab. Menntamálaráðuneytið ákvað í sumar að haetta rekstri leikskóla- deildarinnar og fela hann Dagvist barna í Reykjavík. Upphaflega stób til a& flutningurinn kæmi til Kratar vilja koma auk- inni skattbyrbi yfir á breibu bökin: Hátekjuskatt- ur ekki útrætt mál Gunnlaugur Stefánsson, full- trúi Alþý&uflokks í fjárveit- inganefnd, segir hátekjuskatt ekki útrætt mál milli stjórnar- flokkanna. í fjárlagafrum- varpinu er ekki gert rá& fyrir a& framlengja heimild til þess a& innheimta hátekjuskatt. Gunnlaugur segir einhug inn- an Alþýbuflokksins um aö hald- iö verði áfram ab innheimta há- tekjuskatt. Hvorki er gert rá& fyrir hátekjuskatti né sérstökum skatti á fjármagnstekjur í fjár- lagafrumvarpinu, en Gunnlaug- ur vill meina ab þessi atriði séu ekki útrædd á milli stjórnar- flokkanna. „Þab eru þarna nokkur atriði sem við höfum góðan tíma til ab klára. Þau eru fyrst og fremst fjármagnstekjuskatturinn og hátekjuskatturinn," sagi Gunn- laugur Stefánsson, þingmaður Alþýbuflokks. ■ framkvæmda 1. september sl. en honum var síðan frestab til 1. október. Stjórnendum Heyrnleys- ingjaskólans hefur nú borist til- kynning um að leikskóladeildin flytjist til Dagvistar barna þann 1. janúar 1995. Gunnar Salvarsson, skólastjóri Heyrnleysingjaskól- ans, segir að hann sé ósáttur við þessa ákvörðun, ekki síst þar sem ekkert hafi verið rætt um inni- hald starfseminnar eða þá þjón- ustu sem Dagvist barna beri að veita börnunum og foreldrum þeirra. „Við höfum ekki fengið neinar upplýsingar um það sem tekur við. Á meðan svo er skiljum við ekki af hverju ríkið lætur starf- semina af hendi. Þótt þetta sé lít- ið dæmi sýnir það þau vinnu- brögð sem ríkisvaldið vibhefur gagnvart sveitarfélögunum og er áhyggjuefni gagnvart grunnskól- anum í heild. Það er ákvebin dag- setning þess að sveitarfélagið taki við starfseminni en allir endar málsins hafðir í lausu lofti," segir Gunnar. Gunnar segir að foreldrar barn- anna séu einnig óánægðir með ákvörðunina og muni vera það á meðan þeir viti ekki hvað taki við. „Það verður mikil breyting fyrir foreldrana að fara með börn- in á leikskóla þar sem meirihluti barna er heyrandi. Á leikskólan- um hafa börnin verið í táknmáls- umhverfi og tileinkað sér tákn- málið, sem er þeirra fyrsta mál. Foreldrarnir hafa einnig fengið góða þjónustu, bæði fræðslu og stuðning. Við sjáum ekki að það verbi hægt aö sinna því á sama hátt og verib hefur." Árni Þór Sigurðsson, formaður stjórnar Dagvistar barna, segir ab ekki hafi verið gengið frá því hvernig starfsemi deildarinnar verði háttað. „Við munum að sjálfsögðu hafa samráð við stjórn- endur Heyrnleysingjaskólans um starfsemina. Ég get ekki sagt á þessu stigi hvort deildin verði áfram eingöngu fyrir heyrnarlaus börn eba hvort heyrandi börn verði þar líka. Bæbi sjónarmiðin hafa heyrst í þessari umræðu og það á eftir að skýrast hvort verður ofan á." Árni Þór segir að málið sé nýlega komið inn á borð til Dag- vistar barna. „Ríkið ákveður að hætta að reka deildina á þeim for- sendum að þab sé ekki í verka- hring þess að reka leikskóla. Þab er í sjálfu sér rétt en samkvæmt lögum um málefni fatlaðra ber ríkinu að greiða mismuninn á kostnaðinum við rekstur hefð- bundins leikskóla og leikskóla fyrir fötluð börn. Það á eftir að ganga endanlega frá þessu og einnig á eftir aö kanna hvort öll börnin eigi lögheimili í Reykja- vík. Ef það eru börn þarna úr öðr- um sveitarfélögum verða þau að sjálfsögðu að greiða fyrir .sína nemendur," segir Árni Þór Sig- urbsson. ■ Varaformabur Alþýbubandalagsins um fjárlagafrumvarpib: Spáir 10 milljarba halla Steingrímur J. Sigfússon, vara- forma&ur Alþýöubandalagsins, spáir a& fjárlagahalli næsta árs ver&i nálægt 10 milljöröum þegar upp veriö sta&iö. Hann segir fjárlagafrumvarpið endur- spegla þa& pólitíska markmiö ríkisstjórnarinnar a& færa skatt- byröina af breiöu bökunum yfir á almennt launafólk. „Pólitískt staldrar maður vib að það á að hætta viö að leggja á þennan vísi af hátekjuskatti sem var þó kominn á og áform um að skattlegja fjármagnstekjur eru endanlega lögð til hliðar," sagði Steingrímur J. „Skattbyrðarnar hafa fyrst og fremst lagst á hinar almennu launatekjur á þessu kjörtímabili. Þar munar mest um gríðarlega tilfærslu frá fyrirtækj- um yfir á launafólk. Ríkisstjórnin veigrar sér við að afla tekna hjá þeim sem manni finnst þó að gætu helst lagt meira af mörkum. Það birtist í miklum niðurskurði, t.d. í samgöngu- og skólamálum." „Mér finnst þetta heldur metn- aðarlítið," segir Steingrímur J. Sig- fússon um fjárlagafrumvarpið. „Það er lagt upp með halla upp á 6,5 milljarba og ef að líkum lætur vex hann í meðförum þings og verður síðan enn meiri þegar upp verður staðið á næsta ári. Þannig að mér finnst þetta allt teikna til þess að hallinn geti nálgast 10 milljarba króna." Steingrímur segir að halli ríkis- sjóbs á þessu kjörtímabili stefni í að verða 35-40 milljarðar króna og slái þannig öll met. „Friðrik Sophusson, stefnir í að verða nokkuð óumdeildur hallakóngur í sögu íslenskra fjármálaráð- herra," segir Steingrímur. „Á þessu ári átti að reka ríkissjóð með umtalsverðum tekjuafgangi, samkvæmt þeim plönum sem rík- isstjórnin setti fram í upphafi kjörtímabilsins." Steingrímur segir að fram- kvæmdum á þessu kjörtímabili hafi að verulegu leytið verið hald- ið uppi meb lántökum og vísar þar m.a. til vegamála. Nú sé láns- féð uppurið og framundan að greiða það til baka, en sá baggi bætist vib þann niðurskurð í framkvæmdum á vegum ríkisins sem boðaður sé í fjárlagafrum- varpinu. ■ Hjálmar Arnason skólameistari til- kynnti formlega um helgina aö hann stefndi á fyrsta sœtib fyrir Framsóknar- flokkinn á Reykjanesi íkomandi þing- kosningum. Framsóknarflokkurinn á Reykjanesi: Hjálmar stefnir á fyrsta sætið Á fundi Framsóknarfélags Keflavík- ur um helgina tilkynnti Hjálmai Árnason skólameistari formlega aé hann gæfi kost á sér í fyrsta sæti Framsóknarflokksins í Reykjanesi í komandi þingkosningum. Á sama fundi var ákveðið að breyta nafni félagsins í Framsóknarfélag Kefla- víkur, Njarðvíkur og Hafna. t

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.