Tíminn - 04.10.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.10.1994, Blaðsíða 7
Þri&judagur 4. október 1994 7 Fjármálarábherra leggur fram fjárlagafrumvarp fyrir 1995: Frumvarp upp á 6,5 milljarða kr. halla Fri&rik Sophusson fjármála- ráöherra lag&i fjárlagafrum- varp fyrir 1995 fram á laugar- daginn var. Frumvarpiö gerir ráö fyrir áframhaldandi halla á ríkissjóöi upp á 6,5 millj- ar&a, sem er mun minni halíi en fjárlögin síöustu geröu ráö fyrir, en í fyrra voru þau af- greidd meö 9,6 milljaröa halla. Raunverulegur halli er þó miklu meiri e&a 10,8 millj- aröar, samkvæmt áætlun eftir fyrstu 8 mánu&ina. Fjárlagahallinn í frumvarp- inu svarar til 1,5% af landsfram- leiöslu, en hallinn í fjárlögum 1994 svarar til 2,5% af lands- framleiöslu. Fjármálaráöherra talaöi um á blaöamannafundi um helgina aö meiri stööugleiki hafi ríkt í íslenskum efnahags- málum um hríö en oftast áöur og aö frumvarpinu væri ætlaö aö tryggja þann stööugleika. Hagvöxtur hafi nú glæöst og von á hægfara aukningu á næstu árum, sem þýddi aö auk- iö svigrúm, sem skapaöist vegna aukinna tekna, væri alfariö not- aö til aö minnka hallann. Minni lánsfjárþörf Þá minnkar lánsfjárþörf ríkis- sjóös mikiö, eöa úr um 13 millj- öröum í tæpa 9 milljaröa, og samanlagt mun lánsfjárþörf hins opinbera minnka úr 22 milljöröum í ár í 14 milljaröa. Þetta segir fjármálaráöherra vera þýöingarmikinn árangur og ótvíræö skilaboö frá stjórn- völdum um aö vaxtastigiö geti enn lækkaö og stööugleikinn veriö viövarandi. Þá kom fram hjá ráöherra aö miöaö viö tekjuáætlun frum- varpsins lækka bæöi heildar- tekjur ríkissjóös og skatttekjurn- ar sem hlutfall af landsfram- leiöslu og eru þessi hlutföll nú þau lægstu síöan 1987. Hins vegar er þessu lága skatthlutfalli Um helgina var ný sundlaug vígö á Dalvík. Hún hefur veriö í byggingu síöan í júní 1992 og leysir af hólmi litla laug, sem gerö var til bráöabirgöa fyrir allmörgum árum. Nýja laugin er syöst í bænum og of- an viö íþróttavellina. Hún er 25 metra löng og 12,5 metra breiö, meö útskoti fyrir 40 metra langa rennibraut. Auk aöallaugar eru þrír heitir pott- ar og va&laug fyrir börn meö tilheyrandi sveppi. Laugarhúsiö er rúmlega 400 fermetrar aö grunnfleti, hæö, kjallari og ris. Á 1. hæö er af- greiösla, búnings- og baðklefar fyrir sundlaugargesti, auk vot- baös og sólarlampa. Þá er einnig á hæðinni 65 fermetra salur til annars konar líkamsræktar og hefur rekstur hans verið boðinn út. Loks er veitingaaðstaða fyrir gesti í anddyri. í kjallara er tækjarými og bún- ingsklefar, sem nýtast munu keppnisfólki á íþróttavöllunum. Þá er þar einnig félagsaöstaða sem UMFS fær til ráöstöfunar. Í risi er tækjabúnaöur vegna loft- ræstingar. í húsinu er fullkomiö hússtjómarkerfi, sem gerir starfsfólki kleift að fylgjast meö ýmsum þáttum, til dæmis hita- stigi í laugum, pottum og öllum herbergjum hússins. Einnig eru í afgreiðslu skjáir, sem sýna myndir frá sex myndavélum sem settar hafa verið í laugina í öryggisskyni og þremur sem fyígjast meö pottum og vaðlaug. Arkitekt sundlaugarinnar er Fanney Hauksdóttir á Akureyri, en framkvæmdir voru aö stærst- um hluta í höndum heima- manna og var Tréverk hf. abal- verktaki. Kostnaöur viö bygg- inguna nemur um 160 milljón- um króna með öllum búnaöi. Viö vígsluna á sunnudaginn af- henti formaður byggingar- nefndar sundlaugar, Svanhildur Árnadóttir, Svanfríöi Jónasdótt- ur, forseta bæjarstjórnar, mann- virkiö. Sr. Jón Helgi Þórarinsson blessaöi laugina, Kór Dalvíkur- kirkju söng og ungir lúbrablás- arar fluttu tónlist. Loks tóku dal- vísk skólabörn fyrstu sundtökin í lauginni. Eftir vígsluathöfn var öllum bobið að þiggja léttar veitingar í boöi Dalvíkurbæjar. samanborið viö 30 milljaröa á yfirstandandi ári. í frumvarpinu kemur fram ab þau sparnaöar- áform, sem sett voru fram í fjár- lögum 1994 um að ná þessum bótagreiðslum niður í 28,5 milljarða, hafi ekki náö fram aö ganga og þetta markmiö hafi því flust yfir á næsta ár. Greiösl- ur til landbúnaöar eru í ár 5,9 milljarða og þær hækka ekki samkvæmt frumvarpinu. Lána- sjóöur íslenskra námsmanna fær hins vegar minni framlög en í ár, þrátt fyrir fjölgun lán- þega. Munar 1,5 milljaröi á framlögum í ár og því sem gert er ráö fyrir á næsta ári. Aðrar rekstrartilfærslur hækka og enn aörar lækka. Steingrímur Hermannsson. Óiafur Ragnar Crímsson. Steingrímur j. Sigfússon. Steingrímur Hermannsson og Olafur Ragnar Grímsson hringdu í Steingrím j. úr farsíma um mibja nótt: Hrifnir af tæknikúnstum Kínverja Steingrímur Hermannsson seölabankastjóri og Ólafur Ragnar Grímsson, forma&ur AI- þýöubandalagsins, vöktu Stein- grím J. Sigfússon, varaformann Alþý&ubandalagsins, meö sím- hringingu frá Kína um miöja nótt í síöustu viku. Steingrímur og Ólafur Ragnar voru þá staddir á hóteli í Peking, en þeir hafa undanfariö dvalið í Kína í boði þarlendra stjórn- valda. „Þeir voru aö prófa farsíma, eöa einhverja „móbæl tele- fons", sagöi nafni, og voru ákaf- lega hrifnir af tæknikúnstum Kínverjanna," sagöi Steingrím- ur J. Sigfússon. Steingrímur J. varö skiljanlega ekki hrifinn þegar síminn vakti hann. Viðhorfið breyttist þó þegar hann heyrði hverjir voru í símanum, en hjá Kínaförunum var dagur en ekki nótt. „Þetta var ákaflega skemmti- legt símtal," sagði Steingrímur J. „Þeir töluðu viö mig báöir og voru afar upp meö sér af þessu öllu sem þeir voru að upplifa þarna. Ég spjallaöi við þá og sagöi þeim fréttir að heiman og svo var þaö ekkert meira." ■ Friörik Sophusson segir fjárlagafrumvarpiH) ekki kosningafrumvarp. Meb Friöríki á þessari mynd eru Steingrímur Ari Arason, abstobarmaöur ráöherra (t.v.), og Magnús Pétursson rábuneytisstjórí. mætt meö niðurskurði á út- gjöldum ríkissjóðs upp á 4 milljarða króna frá áætlaðri út- komu í ár. Heildartekjur ríkissjóðs sam- kvæmt frumvarpinu eru áætlað- ar 109,4 milljaröar. Gert er ráö fyrir því aö aukin umsvif í þjób- félaginu muni skila auknum tekjum í ríkissjóð, en jafnframt eru ákveönar skattabreytingar, sem geröar hafa veriö og skila sér að fullu á næsta ári, sem vega upp á móti tekjuaukanum vegna efnahagsbatans. Þetta eru m.a. áhrif af matarskattsbreyt- ingunni og breytingar á tekju- skiptingu ríkis og sveitarfélaga og svo síöast en ekki síst að há- tekjuskattur dettur út og er ekki gert ráö fyrir honum í frum- varpinu. Þá kemur fram í frum- varpinu aö áform um aö leggja á fjármagnstekjuskatt — eöa „samræma skattlagningu eigna- tekna og annarra tekna", eins og þaö heitir — er frestað. 4ra milljarða niðurskur&ur Heildarútgjöld samkvæmt fjár- lagafrumvarpinu eru 115,9 milljarðar króna og minnka um 4 milljarða frá áætlaöri útkomu 1994, en um hálfan milljarð frá fjárlögum 1994. Sá fjögurra milljarða sparn- aður, sem stefnt er aö, kemur að langstærstum hluta fram í sam- drætti í fjárfestingu á vegum ríkisins, eða nálægt 3 milljörö- um. Þetta er niöurskurður á framlögum til Vegagerðarinnar upp á tæp 37%, niðurskurður stofnkostnaðar upp á rúm 27%, svo dæmi séu tekin. Sparnaöur veröur einnig í svokölluðum rekstrartilfærslum, trygginga- bótum, niöurgreiöslum og öðr- um framlögum. Af þessum rekstrartilfærslum eru tryggingabæturnar viða- mestar, en þar er gert ráð fyrir sparnaöi upp á einn milljarö. Samkvæmt frumvarpinu eiga aö fara 29 milljaröar í greiðslu vegna bóta almannatrygginga, Ekki kosninga- frumvarp Friörik Sophusson sagði á blaða- mannafundinum um helgina að hann væri tiltölulega bjart- sýnn á að frumvarpið ætti nokkuö greiöa leið í gegnum þingið. Hann sagöi enn fremur aö þetta væri ekki kosninga- frumvarp í þeim skilningi aö verið væri aö kaupa sér vinsæld- ir tímabundiö með ógætilegri eyðslu. Þvert á móti sagöist hann telja þaö tilheyra liðinni tíð aö menn gætu slegið sig til riddara meö slíkum vinnu- brögöum. Tíöarandinn kreföist ábyrgra vinnubragða og aga í ríkisfjármálum og í þeim anda hafi þetta frumvarp veriö unn- iö. ■ Ný sundlaug vígb á Dalvík

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.