Tíminn - 04.10.1994, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.10.1994, Blaðsíða 13
Þri&judagur 4. október 1994 13 Blabið Blabib (The Paper) ★★ Handrit: Stephen Koepp og David Koepp. Leikstjóri: Ron Howard. Abalhlutverk: Michael Keaton, Clenn Close, Marisa Tomei, Robert Duvall, Randy Quaid, Spalding Cray og jason Robards. Háskólabíó. Öllum leyfb. Hér segir af lífsbaráttu starfs- manna dagblaðsins New York Sun, sem reyna að ná „skúbbi" með máli tveggja drengja, sem ranglega eru sakaðir um morð. Fylgst er með þeim að störfum í einn sólarhring og er aðalsögu- hetjan ritstjórinn Hackett (Kea- ton) sem hefur fengið tilboð frá keppinauti. Aðrar persónur eru meðal annars framkvæmdastjór- inn Alicia (Close), ekki sú vin- sælasta á staðnum, Bernie (Duvall), sem reynir að bæta lé- legt samband sitt við dóttur sína, og síðast en ekki síst kona Hacketts (Tomei), sem virðist vera komin a.m.k. ellefu mánuði á leið. Það er Ron Howard, nokkuð frambærilegur leikstjóri og fyrr- verandi barnastjarna (American Graffiti og Happy Days), sem leik- stýrir Blaðinu, en hann hefur áður gert betur. Eftir að hann hóf að leikstýra hefur hann m.a. gert ágætismyndina Cocoon og KVIKMYNDIR ÖRN MARKÚSSON Splash, sem var gamanmynd í skárri kantinum. Þrátt fyrir góð tilþrif leikara og ágætan texta oft á tíðum, þá nær Howard ekki að gera nógu áhugaverða mynd. Það næst aldrei að gera morðmálið nægilega spennandi til að það beri myndina uppi og persónuleg vandamál blaðasnápanna eru misáhugaverð, þrátt fyrir að atrið- in, sem að þeim lúta, séu stund- um mjög fyndin. Það besta við Blaðið eru leikar- arnir, sem standa sig með prýði. Stórleikkonan Glenn Close er sér- staklega góð, sem þarf ekkert ab koma á óvart, en Randy Quaid stelur þó alltaf senunni þegar hann birtist. Hann minnir dálítið á Eggert Þorleifsson þegar hann stelur senunni í gamanmyndum, en sá síðarnefndi hefur einmitt oft gert þab í íslenskum kvik- myndum. Blaðið er þokkalegasta skemmt- un, fyndin á köflum og vel leikin, en er hvorki eftirminnileg né verulega áhugaverð. ■ |fel| FRAMSÓKNARFLOKKURINN Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1994 Drætti f Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins hefur verib frestab til 5. október 1994. Velunnarar flokksins, sem ekki hafa greitt heimsendan gírósebil, eru hvattir til ab gera skil eigi síbar en 5. október. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokks- ins, Hafnarstræti 20, 3. hæb, eba ísfma 91-624480. FUF í Reykjavík Abalfundur Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík verbur haldinn þribjudaginn 4. október nk. ab Hafnarstræti 20, 3. hæb, kl. 20.30. Venjuleg abalfundarstörf, auk þess sem staba íslands gagnvart ESB verbur til um- ræbu. Félagar eru hvattir til ab fjölmenna á fundinn og taka meb sér gesti. Stjórnin Mosfellsbær-Kjalarnes-Kjós Abalfundur Framsóknarfélags Kjósarsýslu verbur haldinn í sal félagsins ab Háholti 13, Mosfellsbæ, laugardaginn 15. október nk. kl. 16.00. Dagskrá nánar auglýst síbar. Stjórnin Aðalfundur Framsóknarfé- lags Seltjarnarness Mánudaginn 10. október kl. 20.30 verbur haldinn abalfundur Framsóknarfélags Seltjarnarness ab Melabraut 1, jarbhæb. Á dagskrá fundarins eru venjuleg abalfundarstörf, auk þess sem Halldór Ásgrfms- son, formabur Framsóknarflokksins, og |óhann Einvarbsson alþingismabur ræba stjórnmálaástandib. Stjórnin ÚTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verkið „Ölkelduháls- svæði, vegur og borplan". Verkið felst í að leggja 3,8 km vinnuveg af Hellisheiði að fyrirhuguðu bor- stæði Hitaveitu Reykjavíkur á Ölkelduhálssvæöi og byggja þar upp bor- plan. Helstu magntölur eru: jöfnun undir burðarlag 25.000 m2 Burðarlag 16.000 m! Verkinu skal lokið 25. nóvember 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn. kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin veröa opnuð á sama stað miðvikudaginn 12. október 1994, kl. 11,00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Ásamt janice, en Stallone segir samskipti þeirra vera ömurlegasta kafla ævi sinnar til þessa. Miklu umbrotaskeiöi oð Ijúka í lífi leikarans Sylvesters Stallone: Veikur fyrir sýn- ingarstúlkunum Þegar Sylvester Stallone stendur grár fyrir járnum á hvíta tjaldinu og segir dimmri röddu: „Ég er lög- in," fær áhorfandinn á tilfinning- una að ekkert geti bugað þennan mann og röð og regla hljóti að ríkja í veröld hans. Þegar skyggnst er bak við persónuna og inn í líf leikarans, blasir hins vegar við annar raunvemleiki. Fyrr á þessu ári slitu Stallone og fyrirsætan Jennifer Flavin sex ára gömlu sambandi sínu. Ein ástæð- an var sú að önnur fyrirsæta, Jan- ice Dickinson, fæddi stúlkubarn og sagði Stallone vera föðurinn. Leikarinn fór í þrjú DNA-próf (eitt er talið 100% öruggt!) til aö fá sannleikann á hreint og þá loks þótti sannað að hann væri ekki faðir barnsins. „Janice Dickson-málið er senni- lega ömurlegasta tímabil ævi minnar," segir Stallone í nýlegu viðtali. „Þótt ásakanir hennar hyggju nærri mér, stóð ég alltaf við bakið á henni, því um líf litlu stúlkunnar var að tefla og ég vildi ekki að hún gyldi fyrir þessi mál. Ég sagði við Janice eftir þriðja í SPEGLI TÍMANS Ofurhetja hvíta tjaldsins eins og áhorfendur þekkja Stallone best. Úr kvikmyndinni judge Dredd. DNA-prófið að nú yrði hún að fara að sinna barninu og hætta þessari þráhyggju." Þab kom Stallone óneitanlega illa að vera bendlabur við máiið, því þótt hann reyndist ekki faðirinn, varð hann ab viöurkenna opin- berlega að hann hefði átt í ástar- sambandi við Janice. Stallone við- urkennir sjálfur að akkillesarhæll sinn í lífinu sé hrifning á aðlað- andi konum. Leikarinn brenndi sig á hinu sama fyrir 7 árum, þegar enn ein fyrirsætan, Brigitte Nielsen, sagði skilið við hann vegna framhjá- halds. „Ég sá eftir Brigitte á sínum tíma og núna sé ég af öllu hjarta eftir Jennifer. Það var þó fyrst eftir að ég viðurkenndi þab fyrir sjálf- um mér að mér fór að líða betur og nú sé ég loks fram á betri tíma, enda búinn að öðlast innri ró. Síð- asta misseri er búiö ab vera djöful- legt," segir Stallone. Stallone telur sig þarfnast þess helst nú að eignast þriðja barn sitt og hafa þannig aö einhverju áþreifanlegu að stefna. Fyrir á hann tvo stráka á táningsaldri, Sage og Seargoh, sem hann eign- aðist með Söshu, eiginkonu hans til ellefu ára. „Það voru blendnar tilfinningar hjá mér, þegar í ljós kom að ég var ekki faðir Savannah [dóttir Janicej. Ég var hálft í hvoru feginn, en saknaði þess í aðra röndina aö eiga ekki litla stúlku. Ég geri mér grein fyrir ab ég er ekkert unglamb lengur, en samt liggur ekkert á. Það gefst meiri tími til einkalífs þegar fer að hægj- ast um hjá mér í kvikmyndaleikn- um." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.