Tíminn - 04.10.1994, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.10.1994, Blaðsíða 8
8 S&imytirrm Þri&judagur 4. október 1994 Gybingar komu mjög viö ógnastjórnarsögu Sovétríkjanna frá upp- hafí þeirra til dauöa Stalíns, bœöi sem ger- endur og þolendur Nýkomin er út á ensku bók eftir Arkadíj Waxberg, rússneskan blaðamann og lögfræbing sem hefur verið þekkt- ur nokkub síðan á glasnostárum. Bók þessi, Stalin Against the Jews (Stalín gegn gyðingum), fjallar eins og nafnið bendir til um af- stöðu nefnds einræöisherra til gyðinga og athafnir hans gagn- vart þeim. Waxberg heldur því fram m.a. að Stalín hafi verið rammur gyð- ingahatari frá æsku til dauðadags. Frá árinu 1913 er til eftir Stalín grein um „gyðinga og þjóðernis- málin", þar sem stendur að ekki nái neinni átt að líta á gyðinga sem þjóð. Getur Waxberg þessa sem dæmis um óvild Stalíns í garö gyðinga þegar fyrir byltingu. En Soiomon Schulman, blaða- maður sem skrifar um áminnsta bók Waxbergs í Svenska dagbla- det, bendir á að Lenín og ýmsir bolsévíkar af gyðingaættum hafi verið sammála Stalín um þetta. Schulman efast yfirhöfuö um að Stalín hafi haft meiri tilhneigingu til að ofsækja gyðinga en aðra, en hinsvegar hafi honum ekki þótt neitt tiltökumál að notfæra sér andúð og hatur annarra á gyðing- um sér til framdráttar. Gullold Líklega hefur engin af þjóðum P.ússaveldis fagnað bolsévíkabylt- ingunni svo almennt sem þar- lendir gyðingar. Schulman segir byltingu þessa hafa fært þeim „gullöld í menningarefnum, þá fyrstu frá tíð íslamska Spánar". Utgáfa blaða og bóka á jiddísku, hinu þýska máli austurgyðinga, margfaldaðist og hliðstæð gróska var þá í menningu rússneskra gyðinga að öðru leyti. Pólitíska valdið í hinu nýja „alræðisríki ör- eiganna" var einnig að miklu leyti í höndum þeirra á fyrstu ár- um þess. Þegar bolsévíkar tóku völdin, var forustukjarni þeirra tiltölulega lítið rússneskur í þrengri merkingu þess orðs, held- ur skipabur fólki af öbrum þjóð- ernum, einkum gyðingum. Eftir byltinguna streymdu gyðingar inn í rabir flokksins. Misréttib, sem gyðingar sættu í Rússlandi keisaranna, var án efa ein helsta ástæban til þess að þeir flykktust að bolsévíkum og svip- uöum byltingarflokkum. Ónnur ástæöa, sem í því sambandi kem- ur til greina, er að vaxandi verald- arhyggja og minnkandi álit á fornum gildum trúarbragöa hafi leitt til hugarfarskreppu meðal gyöinga, hliðstætt því sem gerðist með marga aðra Evrópumenn á þeim tíma. Þessi umskipti, frá trú- arbrögðum til efnis- og veraldar- hyggju, hafa kannski orðið gyð- ingum enn erfiðari en kristnum mönnum, þar sem vera má ab gybingar hafi verið enn fastari við forn gildi trúar sinnar, ekki ósvip- að múslímum. Af þeim sökum kunna margir gyðingar að hafa BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON hneigst aö því að sjá þráða lausn í kommúnismanum, nýjum altæk- um og lögmálsbundnum átrún- aði sem fullyrt var ab væri vísindi og því samboðinn upplýstu nú- tímafólki. Óútþurrkanleg þrenning Og bolsévíkar af gyðingaættum drógu ekki af sér í þjónustu bylt- ingarinnar, sama til hverra verka hún skipaöi þeim. Schulman skrifar upp eftir Waxberg um „gyðverska kommissara, í leður- frökkum og með skammbyssu við belti, sem komu dúndrandi með fylgdarliöi sínu á bifhjólum inn í þorpin til að ræna kirkjurnar og brjóta íkonin. Þetta er sú mynd af gyðingum, sem síðan hefur verib föst í hugum músjíkanna (rúss- neskra smábænda). Gyðingurinn, kommúnistinn, myrkrahöfðing- inn eru síðan óútþurrkanleg þrenning í vitund Rússa og Úkra- ínumanna." Engu mun hafa breytt þar um að gyðversku kommissararnir fóru engu vægi- legar að við rabbínana „trúbræð- ur" sína. Gyðingurinn Lazar Kaganovítsj var einn af handgengnustu mönnum Stalíns á 4. áratugnum og einn helstu handlangara hans vib samyrkjubyltinguna. Wax- berg telur að hatrið út frá því hafi öllu fremur beinst ab honum en Stalín. „Ellefu af hverjum tólf mönnum, sem settir voru yfir fangabúðirnar í Gúlageyjaklasan- um, voru valdir úr röðum gyb- inga" og í Ljúbljanka- fangelsinu voru þeir í öllum störfum, þ.á m. „dómarar og böðlar". „Hreinsan- irnar" alræmdu í Flokknum á 4. áratugnum fólu í sér í raun m.a. að „útlendingum" (ekki síst gyð- ingum og Lettum) var útrýmt mikið til úr efsta lagi Flokksins og Rússar hafnir upp í staðinn. En Schulman telur hæpið ab líta á það sem vott um gyðingahatur. Líklegast sé að gyðingar hafi verið tiltölulega fjölmennir meðal fórnarlamba „hreinsananna" vegna þess einfaldlega hve margir þeir voru í Flokknum. Eftir ab Lenín féll frá 1924 voru allir keppinautar Stalíns um æðstu völd, þeir Trotskíj, Zínovjev, Kamenev og Sok- olnikov, gyðingar. Waxberg telur að Stalín hafi markvisst notfært sér gyðinglegan uppruna þeirra — og í því sambandi væntanlega vaxandi óvild í garð gyðinga — er hann losaði sig við þá. Svört ár Á sovéskum gyöingum er svo að heyra ab 1948-1953 („svörtu ár- in" eru þau kölluð í söguskrifum þeirra) hafi verið versta tímabilið fyrir þá í allri sögu Sovétríkjanna. Stalín virðist hafa hnykkt við er ísraelski sendiherrann Golda Meir, mikilúðleg jiddísk móðir, kom til Moskvu 1948 og var ákaft fagnað af gyðingum þar. Þar með hófst mikil þrenginga- tíb fyrir sovéska gyðinga. Opin- berlega voru það ekki gyðingaof- sóknir, en hinsvegar „mátti" segja næstum hvað sem var um gyðinga ef munað var eftir að kalla þá „heimsborgara" og „zíon- ista". Bókaforlögum og leikhús- um gyðinga var lokað, útgáfa blaða þeirra stöðvub, þúsundir þeirra voru sendar í gúlagið og margir helstu manna þeirra á fag- urmenningarsviðinu teknir af lífi í Ljúbljanka. Hámarki náði þetta með meintu „læknasamsæri" í árslok 1952, en sex af níu lækn- um úr hópi fremstu lækna Sovét- ríkjanna, sem þá voru handtekn- ir, voru gyðingar. En andlát Stal- íns árið eftir varð þeim til bjargar. Að sögn Waxbergs var þá búib að reisa nýjar fangabúbir til að taka við miklum fjölda gyðinga. Ætla má að ástæðurnar á bak við þetta hjá Stalín hafi verið að hann hafi óttast að stofnun ísra- elsríkis leiddi af sér vaxandi sjálfs- traust og sjálfsvitund meðal sov- éskra gyðinga, sem heföi í för með sér vaxandi viðleitni þeirra til sambanda við gyðinga erlend- is, ekki síst í Bandaríkjunum. En Schulman, sem er læknir að mennt, telur að í þessu sambandi komi til greina að Stalín hafi síð- ustu ævjár sín verið haldinn ósviknu ofsóknarbrjálæði, af völdum einskonar æxlismyndun- ar í heila. Um Ragnars sögu loðbrókar Studies in Ragnars saga lobbrókar and its Major Scandinavian Analogues, eftir Rory McTurk. Medium Ævum Monographs NS XV. Oxford: The Society for the Study of Mediævai Languages ;nd Literature, £11. í ritdómi í Review of English Stu- dies (vol. XLV, no. 178) í maí 1994 sagöi: „Afreka víkings, hetju sem nefnd er Ragnar loðbrók, er víða minnst í norrænum kvæðum og sögum, einkum í íslensku riti frá 13. öld, Ragnars sögu loöbrókar. Líkt og um Artúr konung ófust um Ragnar loðbrók margþættar arf- sagnir. Áslaug eiginkona hans var sögö dóttir Sigurðar Fáfnisbana og Brynhildar, og synir hans voru taldir víkingar sem hátt ber í írsk- um og enskum sögnum, — eink- um hinn illræmdi ívar beinlausi, konungur víkinga í Jórvík." Fréttir af bókum „í hinu umdeilda riti sínu, Scand- inavian Kings in the British Isles, reyndi A.P. Smyth að fella saman allar heimildir, sögulegar og skáld- aðar, fornar og síðgerðar, norræn- ar, enskar og írskar, og ab draga upp heildstæða mynd af Ragnari og valdaætt hans. Gagnstætt því að setja saman ævisögu Ragnars loðbrókar, hefur McTurk rakib sundur þætti alls þess efnis, sem Ragnari tengist. Studies in Ragnars saga er ekki einungis hin ítarleg- asta greinargerð um svib og út- breiöslu þessa efnis, heldur líka heillandi umfjöllun um tilurð þess og framvindu. McTurk dregur fram, hvemig arfahefðir skáld- skapar og ritabrar sögu voru á ný saman ofnar og þær felldar að nýj- um pólitískum og menningarleg- um kringumstæðum." „McTurk bendir á, að heitin Ragnar og loðbrók koma ekki sam- an fyrir, fyrr en í íslensku riti frá 12. öld, íslendingabók, og hann rekur uppruna viðurnefnisins loð- brók til dýrkunar frjósemisgyðju, sem fyrrum var nefnd Lopkona. Til- nefndir synir Loðbrókar (svo sem í Maeshowe-áletruninni) eru sagöir dýrkendur hennar, en ekki víking- ar, sem síðar voru teknir upp í arf- sögnina um Ragnar lobbrók og syni hans. McTurk ályktar — en gerir gagnrökum skil — að kenna megi tvo bræðra þessara, Ingwaere (ívar beinlausa) og Healfdene sem Imhar og Albann, víkinga í Dýfl- inni sem getið er í írskum heimild- um. Rennir það stoðum undir þá tilgátu Smyths, að í öndverðu hafi verið tengsl á milli norrænu kóngsríkjanna í Jórvík og Dýfl- inni." „McTurk lætur ósvarað þeirri áleitnu spurningu, hvort víkingur á 9. öld, Reginheri, sem getið er í frankverskum annálum — sá mað- ur sem löngum hefur verið talinn fyrirmynd hins samsetta sköpun- arverks, Ragnars loðbrókar — hafi verið faðir þessara víkingabræbra. ... í næsta meginhluta ritsins er rakin síðari framvinda arfsagna, sem Ragnari tengjast." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.