Tíminn - 04.10.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.10.1994, Blaðsíða 10
10 Þriöjudagur 4. október 1994 KRISTjAN GRIMSSON Hundalíf ab vera íþróttamab- ur á íslandi — segir Einar Þór Einarsson, spretthlaupari úr Ármanni, sem dœmdur var í 4 ára keppnisbann í vor Aukin lyfjaneysla íþróttamanna veldur mönnum áhyggjum og hér á landi hafa tveir frjálsíþróttamenn fallib á þessu ári, nú síö- ast keppandi í bikarkeppninni í sumar. Ástæöurnar eru oft margþættar og ekki allir sem gera sér grein fyrir hvers vegna íþróttamenn leiöast út á þá braut. Einar Þór Einarsson, sprett- hlaupari úr Ármanni, átti framtíöina fyrir sér og metajöfnun hans fyrir þremur árum í lOOm hlaupi, þegar hann hljóp á 10,57 sekúndum og jafnaöi metiö sem staöiö hefur eitt og sér frá 1977, vakti athygli og má segja aö þá hafi fólk fyrst farib ab fylgjast meb honum. En áfalliö dundi yfir í vor, þegar hann var dæmdur í 4 ára keppnisbann fyrir lyfjaneyslu eftir ab hlutfall testosterons (karlhormón) mældist yfir eölilegum mörkum hjá honum. Einar Þór Einarsson segir nauösynlegt ab styöja vel viö bakiö á efnilegum íþróttamönnum, en ekki aöeins þeim sem hafa náö á toppinn. Tímamynd cs Einar Þór, sem er 24 ára, hóf aö æfa frjálsar íþróttir 14 ára í Stykk- ishólmi, þar sem hann er fæddur, en flutti til Garöabæjar 1985 og gekk til liös viö Ármenninga. „Ég er búinn aö lifa og hrærast í þessu öll þessi ár og allur minn tími og peningar hefur fariö í frjálsar íþróttir," segir Einar Þór. Hann á Islandsmet innanhúss í 50m og 60m hlaupi og jafnaöi síöan met- iö í lOOm hlaupi utanhúss á móti í Noregi. Einar Þór segir að eftir aö hafa jafnað þetta met hafi hann metið stööuna þannig, að hann gæti gert miklu meira. „Ég ákvað þarna aö taka þetta af miklu meiri krafti en áöur og leggja allt í söl- urnar, og mér fannst það í raun vera bara tímaspursmál hvenær mér tækist að fella metiö. Þaö gekk nú reyndar ekki eftir og höföu meiösli, sem ég lenti í 1992, mikið aö segja og aö auki var þjálfunin kostnaöarsöm." Gott dæmi um þann kostnað, sem Einar Þór þurfti aö leggja út í, var aö hann borgabi sjálfur ferö- irnar þegar hann reyndi viö lág- markið fyrir HM innanhúss í 60m hlaupi í fyrra sem hann náðj, en árangurinn var ekki góöur. „Ég er búinn aö vera meira og minna á kúpunni síðan ég fór að taka þetta svona alvarlega," segir Einar Þór. Hann keppti síðan á Evrópu- meistaramótinu innanhúss í mars, en þar sat hann hreinlega eftir í rásblokkunum. „Ég veit eig- inlega ekki hvaö kom fyrir, en það voru búin að vera þarna þrjú þjófstört og ræsirinn var orðinn ansi pirraöur. Þegar hann svo startaöi í fjórða skiptið, gerðist það alltof fljótt og menn voru því höktandi upp úr blokkunum, þar á meðal ég." Lyfjaprófib engin tilviljun „Ég var kallabur fyrirvaralaust í lyfjapróf tveimur dögum áður en ég fór út á EM og í sannleika sagt gat ég ekki séb aö þetta væri nein tilviljun. Ég veit ekki hvort þeir hafa haft einhvern grun, en a.m.k. er þaö ekki algengt að menn séu kallaöir svona fyrir- varalaust í lyfjapróf." Helmingslíkur á ab falla á lyfjaprófinu „Ég var hræddur viö útkomuna og taldi vera helmingslíkur á aö hún reyndist neikvæð fyrir mig. Þaö fundust engin efni í mér, en testosteron-hlutfalliö í fyrri pruf- unni var 1/6,2, en mörkin eru 1/5,99. Samt hef ég heyrt sögur af mönnum úti í heimi, sem hafa sloppiö vib refsingu þó aö þeir mælist meö 1/6,2. Þar sem fyrra sýnið reyndist yfir mörkunum, var það síðara sent út, þar sem það fyrra var nálægt skekkju- mörkum, en það reyndist svo 1/6,9. Ég veit nú annars af því aö þaö eru ekki allir sammála hér á landi um hver skekkjumörkin séu og vilja sumir meina aö þau eigi ab vera meiri en 1/6,2. Mér finnst því ekki allt vera alveg á hreinu meb þessi lyfjapróf. Fjögurra ára keppnisbann var samt stabreynd og ekkert viö því aö gera og skipt- ir ekki máli hve mikið yfir mörk- unum niöurstaöan er," segir Einar Þór. Þess má geta að bresk hlaupa- stúlka, sem féll á dögunum á EM utanhúss, fær einnig 4 ára bann þrátt fyrir aö hlutfallið hjá henni væri 1/40, sem er margfalt meira en hjá mér. „Þetta bann þýöir aö ég má keppa eftir eitt og hálft ár í öllum öðrum íþróttagreinum innan ÍSÍ en frjálsum." Of langt keppnis- bann „Það er hinsvegar nokkur um- ræða um það að þessi keppnis- bönn séu of löng og þaö ætti að fækka árunum í tvö eins og var þegar t.d. Ben Johnson var dæmdur í bann. Rökin fyrir því eru aö þarna er oft um að ræöa at- vinnumenn og því ekki réttlátt að svipta þetta íþróttafólk lífsviður- væri sínu svona lengi. Heldur ætti að gefa þeim tækifæri eftir tvö ár. Ef þeir brjóta þá aftur af sér, á ekki aö hika við aö dæma þá í lífstíðar- bann. Miðað við aðrar íþrótta- greinar eru bönnin í frjálsum mjög ströng, því annarstaöar er það ekki nema í hæsta lagi 18 mánaða bann fyrir lyfjaneyslu." Gerbist allt mjög snöggt „Þaö má segja aö þetta hafi gerst allt mjög snöggt, þegar ég var kallaður fyrir fulltrúa lyfjanefnd- ar og tilkynnt ab endanleg niður- staöa væri sú að ég heföi fallið á lyfjaprófinu. Þab er náttúrlega mikið sjokk aö fá svona fréttir og ég fékk ekki neitt ráðrúm til aö gera nokkurn skapaöan hlut. Þaö var tilbúin yfirlýsing, sem ég var bebinn aö skrifa undir, sem var svo send beint til fjölmiölanna og ég held ab ég hafi veriö rétt kom- inn heim þegar ég heyrði þetta í sjónvarpinu. Ég heföi viljað fá að- eins meira á hreint hver væri mín staöa í þessu máli, t.d. hvort ég hefði getað áfrýjaö einhverju." Tók lyfin til ab kom- ast á styrkina „íþróttamenn fá lítið sem ekkert fyrir sinn snúð fyrr en þeir eru komnir á toppinn og þannig má segja aö þaö sé hálfgert hundalíf ab vera íþróttamaður á íslandi. Auðvitað þurfa þeir líka stuðning og aðhald á leiöinni á toppinn og þaö var einmitt það, sem ég var orðinn nokkuð þreyttur á, aö stór hluti míns tíma fór í aö leita mér ab styrkjum til að ég gæti stundað mína íþrótt af krafti. Auk þess var ég í vinnu. Ef ekki er byggt frá grunni, er alltaf meiri hætta á að fólk leiðist út í lyfjaneyslu til að geta komist á blað hjá styrktarað- ilum og Afreksmannasjóði. Þann- ig var þaö með mig. Ég hugsaði dæmið þannig að ég myndi lík- lega ná betri árangri og þannig ætti ég auöveldara með ab kom- ast á styrki. Ég var þó ákveðinn í að hætta lyfjaneyslunni um leið og ég hefði náb markmiðinu. Ég gerði mér samt alveg grein fyrir afleiðingunum og var búinn að hugleiðá þetta fram og til baka. Ég tók þarna séns, sem ekki gekk upp og kostar mig fjögur ár og stóran hluta keppnisferilsins. Þetta er mestu mistök sem ég hef gert í lífinu, en ekkert við því aö gera. Þetta var geysilegt áfall fyrir frjálsíþróttahreyfinguna og lyfja- málið, sem kom upp nú í 2. deild í bikarkeppninni, er ekki til að bæta ofan á það. Það gefur auga- leib að það hlýtur að vera eitt- hvað um þessa neyslu innan hreyfingarinnar, þó ég ætli ekki að dæma einn né neinn." Vibbrögbin furbugób „Eftir ab tilkynnt var að ég hefði fallið á lyfjaprófinu, ætlaöi sím- inn aldrei aö stoppa. Vibbrögðin voru þrátt fyrir þab furðugóð og það skiptir miklu máli að það er mjög gott fólk í kringum mig. Ég geri mér alveg fyllilega grein fyrir þeim leiðindum og vonbrigbum, sem ég hef valdið, og náttúrlega er verst þab óorð sem ég hef kom- ið á frjálsíþróttahreyfinguna. Það þarf ég að bera alla ævi, en það verður ekki aftur snúið og þegar talað er um mig koma sjálfsagt flestir til meö ab minnast mín fyr- ir lyfjaneysluna. Það er ömurlegt. Hinu má ekki gleyma að ég er mjög ánægbur með að vera beð- inn að starfa á landsmótinu síb- asta sumar, og hefur FRÍ staðið við bakið á mér eins og klettur. Ég held reyndar ab það hafi komið mörgum á óvart að ég var að vinna á þessu landsmóti. Það er þá helst það fólk sem dæmir mann sem algjöran glæpamann og heldur að það eigi ab útskúfa manni algjörlega. Þetta sama fólk, jafnvel úr minni heimabyggð, ef- ast hreinlega um hvort ég fái vinnu á hinum almenna vinnu- markabi og heldur bara að maður sé útskúfaöur úr þjóðfélaginu." Er ab byrja ab æfa aftur núna og þjálfun kemur til greina „Ég er að fara að byrja aftur núna eftir langþráð frí, sem hefur ekki verið eins langt í mörg ár. Mark- miðið er aö keppa aftur, en ég veit ekki hvort ég kem aftur til með að sanna eitt eba neitt fyrir almenn- ingi, kannski bara fyrir sjálfum mér. Það verður samt erfitt að æfa án þess aö keppa, en maður verð- ur að vera þolinmóður. Þab gæti farið svo að ég færi að þjálfa hjá Ármanni og það er reyndar búið ab bjóða mér þjálf- arastöbu hjá liðinu. Ég bab þó stjórnarmenn ab halda fund með foreldrum, því ég vil ekki að þeir fari að taka börnin úr félaginu út- af mér. Þá vil ég frekar sleppa því." Til í ab reka áróbur gegn lyfjaneyslu íþróttamanna „Ég hef nú verið beðinn um að koma fram af ímyndarnefnd ÍSÍ og tala við yngra íþróttafólk og vara þab við. Ég tek vel í það og vil leggja mitt af mörkum svo ab ungir íþróttamenn leibist ekki út í lyfjaneyslu." ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.