Tíminn - 16.11.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.11.1994, Blaðsíða 4
 Mibvikudagur 16. nóvember 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Stakkholti 4, 105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: Isafoldarprentsmibja hf. Mána&aráskfift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Ögmundur í farþegasætinu Slök stjórnsýsla Skýrsla Ríkisendurskoðunar um starfshætti í heil- brigöis- og tryggingamálaráðuneyti er reiðarslag fyrir stjórnsýsluna í landinu. Það hefur margoft komið fram að daglegur rekstur þar sé ekkert slakari en gerist og gengur í öðrum ráðuneytum og skrifstofustjóri í nefndu ráðuneyti lýsir því hiklaust yfir að svo sé. En jafnframt tekur hann fram að margt megi til betri vegar færa og að. ábendingar Ríkisendurskoðunar verði teknar alvarlega. í margfrægri skýrslu segir m.a.: „Ríkisendurskoðun hvetur ráðuneytið til að kynna sér þá möguleika, sem bókhaldskerfið býður upp á, þannig að auðveldara verði að fylgjast með kostnaði vegna einstakra verk- efna og hvort kostnaður sé í samræmi við fjárheim- ildir." Vægar er ekki hægt að komast að orði um óreiðu og handahófskennda stjórnarhætti og jafnvel vafasama meðferð fjármuna. Um losaralega meðferð reikninga og ávísana á rík- issjóð segir í skýrslunni: „í þessu sambandi telur stofnunin mikilvægt að settar verði samræmdar regl- ur hjá stjórnarráðinu um framkvæmd og ábyrgð emb- ættismanna, ráðherra og aðstoðarmanna ráðherra í þessum efnum." Ennfremur: „Stimpilklukka er ekki notuð á aðalskrifstofunni. Yfirvinnuskráning starfs- manna byggir á upplýsingum frá þeim sjálfum, sem þeir skila til ráðuneytisstjóra. Starfsmenn skila þó ekki vinnuskýrslum." Af miklu er að taka, ef tína á til fleiri aðfinnsluatriði um stjórnun og starfshætti ráðuneytisins sem fram koma í skýrslunni. Og á meðan því er ekki mótmælt að starfshættir í öðrum ráðuneytum séu ekki hótinu skárri, er greinilegt að allt stjórnarráðið þarfnast end- urskoðunar og að þar verði starfað eftir samræmdum reglum, en ekki geðþóttaákvörðunum ráðherra og æðstu manna ráðuneytanna. Stjórnsýslan í landinu verður sífellt viðameiri, ráðuneytum fjölgar og opinberar stofnanir þenja starfssvið sín út. Starfsfólki fjölgar með aúknum verk- efnum og kostnaður að sama skapi. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að stjórnsýslan sé skilvirk og sinni þeim verkefnum sefn að henni snúa og fari siðlega með þá fjármuni sem henni er trúað fyrir. Ráðuneyti og opinberar stofnanir eru ekki herfahg ráðherra og þeirra aðila sem taka á sig þá ábyrgð að veita þeim forstöbu. Kunningjagreiðar og pólitískar fyrirgreiðslur eru ekki á verksviði stjórnsýslunnar. Stofnanir þjóðfélagsins eru heldur ekkjjiugsaðar sem einhvers konar atvinnubótastöðurtyríTþá sem ríkið þarf að sjá farborða, eða fólk serh ekki má vera að því að sinna þeim störfum sem það er ráðið til að gegna. Margir hæfir starfsmenn sinna sínum störfum inn- an stjórnsýslunnar af trúmennsku og skila sínu hlut- verki með prýði. En gikkirnir í þeim veiðistöðvum sýnast samt margir og samræmdar reglur eru ekki fyr- ir hendi, samkvæmt áliti Ríkisendurskoðunar. Hér hljóta ráðherrar og yfirmenn ráðuneyta og rík- isstofnana að reka af sér slyðruorðið, því án vel starf- hæfs embættismannakerfis og skilvirkrar stjórnsýslu fær nútíma þjóðskipulag vart staðist. Þá skyldu menn muna að ráðuneyti og opinberar stofnanir eru reknar fyrir almannafé og ber þeim, sem fyrir því er trúað, að standa skil á til hvaða þarfa því er varið og hver er embættisskylda þeirra sem takast á herðar opinber störf. Samkvæmt fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld er Alþýðubandalagið nú aö ræða þá hugmynd að fá Ögmund Jónasson, formann BSRB, á lista hjá sér. Ögmundur hefur einkum verið orðaður við framboð Jóhönnu eða þá ein- hvers konar samfylkingarfram- boð, enda hefur hann lagt áherslu á að hann sé utan flokka. Garri varð því nokkuð hissa þegar hann rieyrði í inngangi fréttarinnar að Ögmundur ætl- aði jafnvel í framboð fyrir alla- balla. En svo kom í ljós að Ög- mundur ætlar ekki að fara fram fyrir Alþýðubandalagib, heldur fer hann fram sem óflokksbund- inn, en sest í hefðbundiö „verka- lýbssæti" á lista Alþýðubanda- lagsins. Ögmundur yrði sam- kvæmt þessu ekki í framboði fyr- ir Alþýðubandalagið, en skipaði hins vegar sem óflokksbundinn frambjóðandi sæti á lista sem Al- þýðubandalagið byði fram. Þetta er nýjung í íslenskum stjórnmál- um og hlýtur hugmyndin að koma til skoðunar almennt hjá stjórnmálaflokkunum. Garra er ekki kunnugt um að óflokks- bundiö fólk hafi fyrr farið í fram- boð sem eins konar farþegar á framboðslistum stjórnmála- flokkanna, en augljóslega býður þessi nýjung upp á mikla mögu- leika og aukinh fjölbreytileika í frambobsmálunum. Ef flokkarn- ir almennt tækju upp hjá sér að hafa sérstakt farþegasæti á list- um sínum, væri líka hægt að leysa ýmis vandamál sem annars viiðast nánast óleysanleg. Al- þýðuflokkurinn gæti þannig bobib Jóhönnu farþegasæti á lista flokksins í Reykjavík, sem vissulega væri snjallræði fyrir flokk sem er í útrýmingarhættu. jóhanna utan flokka Jóhanna er sem kunnugt er ut- an flokka eins og Ögmundur, og hefur ýmis þau einkenni sem GARRI þykja prýða BSRB-formanninn. Hún er vinsæl, málefnaleg og hef- ur tiltrú launafólks, eins og skoð- anakannanir benda raunar til. Eins gæti Kvennalistinn — sem kaus veg siðseminnar og meydómsins um helgina með því að hafna því að sænga með öörum stjórnmálaöflum, að sinni í það minnsta — aðeins dregið úr áhrifum hryggbrotsins meb því að bjóða þeim flokks- manni Alþýðubandalagsins, sem dettur út fyrir Ögmund, farþega- sæti á Kvennalistanum. Kvenn- alistakonan, sem þá dytti út, gæti svo til dæmis tekiö eitthvert farþegasæti hjá Jafnaðarmanna- félagi Islands, þannig að allir væru virkilega glaðir. Alþýbubanda- lagsrútan Ef menn komast upp á lagið með þessi mannaskipti í sérstök- um farþegasætum hér í Reykja- vík, er eins víst að markalínur milli flokka, flokksmanna og flokksleysingja verði svo óskýrar að flokkarnir, í Reykjavík í það minnsta, komi sér saman fyrir næstu kosningar um samfylk- ingu félagshyggjuaflanna, sem búiö er að tala svo mikið um í allt haust. Þeir Ólafur Ragnar og félagar í Allaballaríinu eru búnir að lýsa yfir að þeir séu samfylk- irigarflokkur par excellence og þess vegna má búast við að ef þeir ná ekki fram breiðri sam- fylkingu með Ögmundi einum, þá muni þeir bjóöa fleiri farþega- sæti á framboðslistum sínum og þá víbar eri í Reykjavík. Og þegar farþegasætunum er farið að fjölga, mun hugtakið „Alþýbu- bandalagsrútan" öblast alveg nýja merkingu. Garri Illsakir troðnar Allir málsmetandi menn sem hafa látið ljós sín skína um þjóð- aratkvæðagreiðsluna í Svíþjóð byrja á ab taka þab fram ab þeir hafi alltaf vitab að svona myndi fara og Svíar myndu játast undir fjölþjóðavaldið í Brussel. Forsæt- isráðherra er þar í fylkingarbrjósti og hefur aldrei verið eins spá- mannlega vaxinn og þegar hann segir fyrir um úrslitin sem kunn- gerð voru s.l. sunndag. Hins vegar er mun erfiðara ab spá fyrir um framtíðina og verða pólitískir vísdómsmenn heldur þvoglumæltir þegar norsku þjóð- aratkvæðagreiðsluna ber á góma, enda hefur hún enn ekki farið fram. Ýmsum þykir þó líklegra aö Norðmenn felli aðildarumsókn- ina og forsætisráðherrann okkar sem staddur er í Noregi er slíkur diplómat að lýsa yfir samstöðu með nei-fólkinu. Það gerði hann í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í gær. Þetta er Davíö einum lagið en hann var eini forsætisráðherrann í veröldinni sem kvaðst opinber- lega stybja Bush í síðustu kosn- ingabaráttu um forsetaembættib í Bandaríkjunum. Hagsmunir og rétt- indavarsla Felli Norsarar abildina mun „brödrefolket" beggja vegna Atl- antsála vera einu þjóðirnar í Evr- ópska efnahagssambandinu sem ekki eru einnig í Evrópusamband- inu. Þab þýðir að fslendingar og Norðmenn eiga allra sameigin- legra hagsmuna að gæta gagnvart ESB og hljóta að koma fram sem einn aðili í samningum og sam- vinnu við stóra bandalagið. Lega landanna og fiskimið gera þeim kleift að hafa yfirburba- stöbu um skipan mála hvað varð- ar nýtingu fiskistofna um norð- anvert Atlantshafið. Þeir sem kunna að rýna í landakort geta auveldlega gengið úr skugga um þetta. En slík er gæfa íslendinga í Á víftavangi samskiptum við aðrar þjóðir að á því mikla breytingaskeibi sem nú gengur yfir í alþjóbamálum eig- um við í stríði við eina þjóð og einmitt þá sem mest liggur við ab eiga góð samskipti vib eins og nú horfir. Þab skiptir ekki öllu máli hvaba lagatúlkunum menn kjósa ab hlíta varbandi veibar í smug- um og svalbörbum eða hvort Davíö og Gro hnakkrífast um hvort íslendingar hafa unniö Bel- ize lagahefð á 40 eða 50 þúsund tonna kvóta í Ballarhafi. í framtíðinni er það miklu mun mikilvægara að halda hlut sínum í EES og þar verða Norð- menn einu bandarhenn okkar — verbi Davíb ab ósk sinni. Heimtum rétt okkar En af því ab það er svo miklu auðveldara að spá í fortíðina og hugsa aðeins um stundargróða til að bjarga skuldum offjárfestinga- æbisins og komast í verslunar- ferðir til Baltimore, heldur en að hyggja að framtíbinni er sjálfsagt ab standa í heilögu stríði vib Norbmenn vegna fiskveibirétt- inda. Nú er ab koma upp úr kafinu að EES-samningurinn sæli er ekki gerður í eitt skipti fyrir öll, heldur er hann síbreytilegur og þarf að halda honum við með stöðugri aðgæslu og aðlögunum ýmis kon- ar. Er það og verður mikið verk og mannfrekt. Eina ríkið sem við eigum sam- leib með í viðhaldi samningsins veröur Noregur, sem sýnist frem- ur vera á bandi Davíðs en Gro, sem er ólm í að losna vib sam- fylgd vib íslendinga utan Evrópu- sambandsins. En af því ab íslendingum er betur lagib ab standa á réttindum sínum eins og hundar á robi en að gæta framtíðarhagsmuna er upplagt að frændþjóðirnar sem eiga flest sameiginlegt, nema ný- norsku og olíuna og svo Snorra og Leif sem Norsarar eigna sér, troði illsakir hvor við aöra þegar mest ríður á að þær standi saman. Aðaltromp ESB-sinna í Noregi núna er að vara við þeirri hættu að verði aðild hafnað lendi landið í slagtogi með íslendingum í EES- kerfinu. Bent er á Davíð og Pál á Höllustöðum, sem staddir eru í Tromsö, og sagt að þetta verði fé- lagsskapurinn. En sannir Norð- menn kalla ekki allt ömmu sína og segjast samt ekki vilja í ESB. Illdeilur við Norðmenn halda að sjálfsögðu áfram hvernig sem fer og eitt tromp eigum við uppi í erminni þegar um allt þrýtur; að heimta loksins að Norðmenn standi við Gamla sáttmála, sem þeir hafa svikið allt frá 1262. Þá losna þeir ekki svo glatt við okkur og öll réttindin sem af þeim veröa heimtuð. .00

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.