Tíminn - 17.11.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 17.11.1994, Blaðsíða 2
 Fimmtudagur 17. nóvember 1994 Timinn spyr ii* Gubmundur J. Gubmundsson, formabur Dagsbrúnar, segist ef- ast um ab heilbrigbisstéttir eigi ab hafa verkfallsrétt. Ertu sam- mála því? Ásta Möller, formabur Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga „Nei, ég er ekki sammála því. Hins vegar er alveg ljóst að heilbrigbis- stéttir hafa mjög takmarkaðan verkfallsrétt, bæði lagalega og sið- ferðislega. Siðareglur þeirra setja þeim þær skorður að þær mega ekki ganga á rétt skjólstæðinga sinna og einmitt þess vegna er verkfallsrétt- urinn mjög vandmeðfarinn. Það hefur samt sýnt sig undanfarin ár að verkföll hafa verið eina leið heil- brigðisstétta til að ná fram bættum kjörum, sem mér finnst í raun sorg- legt. Það á reyndar ekki við um hjúkrunarfræðinga núna, en hefur átt við um þá áður." Edda Sóley Óskarsdóttir, formabur Meinatæknafélags íslands „Nei, ég algerlega ósammála því að blanda verkfallsrétti heilbrigðis- stétta inn í umræðu um kjaradeilur sjúkraliða núna og meinatækna fyrr á þessu ári. Það á hins vegar að viröa samningsrétt stéttarfélaga og semja við þessar stéttir um þannig kjör aö þær þurfi ekki að beita því neyðarvopni sem þær hafa með verkfallsréttinum." Ögmundur Jónasson, formabur BSRB „Verkfallsréttur er alltaf vandmeð- farinn. Sérstaklega er hann vand- meðfarinn á sjúkrahúsum, vegna þess að harðvítugar vinnudeilur þar bitna á þeim sem síst skyldi. Ég legg ekki allar vinnuddlur á sjúkra- stofnunum að jöfnu. í þeirri vinnu- deilu, sem nú stendur, hvílir ábyrgðin á viðsemjendum sjúkra- liða, að mínu mati. Þess vegna spyr ég á móti hvort það sé forsvaran- legt að fylgja launastefnu sem leið- ir af sér verkföll og vinnudeilur á sjúkrastofnunum. Mitt svar er að það sé ekki forsvaranlegt." Hvemig standa framboösmál flokkanna? Alþýöuflokkurinn: Áhugaleysi og deyfð einkenna flokksstarfiö Alþýbuflokkurinn hefur fram til þessa lítib hugab ab fram- bobsmálum sínum — nema ab um helgina verbur háb einvígi þeirra Gísla S. Einarssonar al- þingismanns frá Akranesi og Sveins Þórs Elinbergssonar skólastjóra í Ólafsvík. Þab eru fyrstu abgerbir krata í fram- bobsmálunum. I öbrum kjör- dæmum er þó farib ab raeba nokkub frambobsmálin og hvernig haga skal ákvörbunum um frambobslista. Ljóst er ab prófkjör verða fá, mest mun mæða á kjördæmisráð- um flokksins við uppstillingar. Menn eru rólegir á krataheimilinu — en þab hafa þeir reyndar verib áður. Sjálfstæðismenn eru manna fyrstir til að ganga frá málum sín- um, og leyfa síðan prófkjörssár- unum ab gróa í ró og spekt. Alþýbuflokkurinn er um þessar mundir í sárum. Fjölmiðlaum- ræba um meinta siðblindu ein- stakra ráðherra hans hefur lamað flokkinn, ab ekki sé talab um brotthvarf Jóhönnu Sigurðardótt- ur úr þeirra röðum. Skoðanakann- anir að undanförnu benda til verulegs fylgishruns flokksins og svo virðist sem hann sé rúinn trausti hins almenna kjósanda, en flokkshestarnir einir eftir. Mikil deyfb er yfir frambobsmálum flokksins og innra starfi og ljóst ab fólk laðast ekki beint ab flokknum, hvorki til að taka þátt í frambobum hans né heldur til ab kjósa hann. Fátt eitt nýrra val- kosta virbist því framundan hjá Alþýbuflokknum í frambobsmál- unum. Reykjavík: Sí&asta prófkjör fauk út í buskann „Þab verður gert, við förum í prófkjör. Það eru lög flokksins ab vibhafa skuli prófkjör," sagbi Pét- ur Jónsson, borgarfulltrúi Reykj- avíkurlistans og formabur kjör- dæmisrábs Alþýbuflokksins í Reykjavík. Hann segir ab flokkur- inn sé ekki síbar á ferbinni meb frambobsmálin en ábur. Síbast hafi prófkjör fyrir alþingiskosn- ingar farib fram í febrúar. Það prófkjör fauk reyndar út í busk- ann, því eitthvert mesta aftaka- veður sem menn muna, gerbi þennan prófkjörsdag árið 1991, og varla fært á milli húsa daginn þann. Pétur sagði að menn færu sér í engu óbslega, nægur tími væri framundan til ab koma á fót öfl- ugum frambobslista í höfubborg- inni. Tíminn hefur þab eftir gób- um heimildum í flokknum ab prófkjörib í Reykjavík verbi hald- ib fljótlega upp úr áramótum og ab þab verbi þá opið flokksfélög- um og þeim sem undirrita stuðn- ingsyfirlýsingu við flokkinn, rétt eins og Sjálfstæbisflokkurinn hef- ur gert. Pétur sagbi ekkert endan- lega ákvebið í þessum efnum. Víst má telja að Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra muni stefna ab endurkjöri í efsta sæti listans, og ugglaust mun þab ganga eftir. Össur Skarphébinsson umhverfisrábherra er líka sagbur stefna hátt, og mun ekki taka því illa ab fá kosningu í fyrsta sætib, sæti formannsins. Talib er ljóst ab þessir tveir muni halda stöbu sinni á listanum. Reykjanes: Árni e&a Rannveig? Ákvebib hefur verib ab efna til prófkjörs seinni hlutann í janúar. Þar mun fara fram baneitrub keppni fyrrverandi og núverandi félagsmálarábherra, þeirra Gub- mundar Árna Stefánssonar og Rannveigar Gubmundsdóttur, sem bæði munu stefna á fyrsta sæti listans. Alþýbuflokksmenn í kjördæm- inu líta sumir svo á ab Gubmund- ur Árni muni glansa gegnum prófkjörið. Hann hafi bak vib sig mun öflugri stubningsmenn en Rannveig. Afsögn Gubmundar Árna úr rábherraembætti meb svo dramatískum hætti hafi líka skap- ab honum samúðarfylgi, sem nái ekki abeins til Hafnarfjarðar, held- ur vítt og breitt um kjördæmib. Petrína Baldursdóttir er orbub vib þriðja sæti listans í Reykjanesi og talin eiga góða möguleika á ab hreppa þab sæti. Enn sem komib er hafa ekki fleiri nöfn heyrst nefnd. Hins vegar telja margir ljóst ab ýmsir úr röbum Reykjaneskrata munu stybja væntanlegan stjórn- málaflokk Jóhönnu Sigurbardótt- ur, og þab á vib um flokkinn um allt land. Fyrrverandi frambjób- endur flokksins munu án efa skreyta lista Jóhönnu, þegar þar að kemur. Vesturland: Gísla S. spáö sigri Tveir vinsælir kratar á Vestur- landi keppa um helgina í próf- kjöri, þeir Gísli S. Einarsson og Sveinn Þór Elinbergsson, eins og fyrr greinir, bábir góbir menn og gegnir. Fyrir skólastjórann úr Ól- afsvík er þó á brattann ab sækja, og 'talið meira en líklegt að þing- maðurinn fari með sigur af hólmi, enda oft erfitt ab fella þingmann — sérstaklega þegar hann kemur úr góbu kratabæli, sem Akranes verbur ab teljast vera. En sigur Gísla kann þó ab verba sýnd veibi. Ekki er líklegt, sam- kvæmt skoöanakönnunum, ab Alþýbuflokkurinn fái kjörinn þingmann í þessu kjördæmi. Flokkurinn er nánast ab mást út á landsbyggbinni. Vestfiröir: Sighvati stillt upp Ef nokkub er víst í tilverunni, þá er þab sú stabreynd ab kjör- dæmisráb mun senn stilla Sig- hvati Björgvinssyni upp í fyrsta sæti listans á Vestfjörbum: Pétur Sigurbsson verkalýbsforingi er ekki talinn líklegur til frambobs fyrir Alþýbuflokkinn. Fremur muní hann stybja Jóhönnuflokk- inn, en innanborbs í honum eru Sigurbur Pétursson, sonur Péturs, og Ólína Þorvarbardóttir, tengda- dóttir hans. Ekki hafa nein nöfn heyrst sem vilja fá annab sætib. Nor&urland vestra: Einvígi um vonleysi Ljóst er ab fyrsti mabur krata á Norburlandi vestra mun eiga sára- litla möguleika á ab komast ná- lægt Alþingi, nema helst á áhorf- endapallana. Engu ab síbur er þ'arna gert ráð fyrir prófkjöri — eba uppstillingu. Það verbur ákvebib í byrjun næsta mánubar. Tveir keppa um fyrsta sætib, þeir Kristján Möller á Siglu- firbi og Jón Hjartarson, skólastjóri á Sauðárkróki. Jón Sæmundur Sig- urjónsson, efsti maður á listanum síðast, fallkandídat, er nú yfirlýst- ur stuöningsmabur Jóhönnu. Nor&urland eystra: Sigbjörn í fyrsta Kjördæmisþing um næstu helgi mun ákveba hvort fram fer próf- kjör eba uppstilling. Síbast var prófkjör, sem skapabi mikib erg- elsi. Sigbjörn Gunnarsson alþing- ismabur er talinn öruggur um fyrsta sætib, enda vaxandi þing- mabur. Nú er leitað ab konu hon- um við hlib á listanum. Austurland: Allt vi& þa& sama Séra Gunnlaugur Stefánsson er öruggur sem krataleibtogi á Aust- urlandi, þegar stillt verbur upp í kjördæminu. Óvænt kom flokkur- inn manni á þing í því kjördæmi síbast. Dvínandi fylgi flokksins gerir þó áframhaldandi þingsetu Heydalaklerksins næsta ótrúlega. Þó mun hann njóta vinsælda í kjördæmi sínu. Abrir, sem orbabir eru vib toppsæti, eru Hermann Níelsson, íþróttaleibtogi á Egils- stöbum, og verkalýbsleibtoginn Eiríkur Stefánsson á Fáskrúbsfirbi. Su&urland: Hljótt um frambob Fátt eitt hefur heyrst frá fá- mennum hópi krata í Suburlands- kjördæmi. Bændur á Suburlands- undirlendinu eru lítt hrifnir af Evrópusinnubum krötum, en helst mun nú leitab að frambæri- legum manni í efsta sætib í Vest- mannaeyjum. Þá kemur án efa upp nafn Gubmundar Þ.B. Ólafs- sonar æskulýbsleibtoga, sem nýt- ur mikilla vinsælda langt út fyrir sinn litla flokk. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.