Tíminn - 24.11.1994, Síða 14

Tíminn - 24.11.1994, Síða 14
14 LANDBUNAÐUR Fimmtudagur 24. nóvember 1994 Massey Ferguson hefur frá upphafi verib ein mest selda vélin hér á landi og ekki virbist vera nein breyting þar á. MYKJUDÆLUR Kimadan TANKDREIFARAR Tankdreifarar frá 4.000 til 21.500 lítra. Val á mismun- andi útfærslum. Mykjudælur (Brunndælur) - með rafmagnsmótor eöa aflúttaksdrifnar - með eða án hræru- búnaðar - einnig fáanlegar galvaniseraðar. Mykjudælur á þrítengibeisli - sérstaklega hentugar við þröngar aðstæður. VELAR& PJ®NUSTAhf JÁRNHÁLSI 2, 110 REYKJAVÍK. SÍMI 91-876500 91-876500 Ingvar Helgason hf.: Markaðshlut- deild aukist í harðnandi samkeppni eir Gubjón Haukur Hauks- son og Arngrímur Pálma- son, sölumenn hjá véladeild Ingvars Helgasonar, segja hlut- deild véladeildar á landbúnaöar- tækjamarkaðinum hér á landi vera mjög stóra og hún hafi jafn- vel aukist eftir að fyrirtækið tók við þeim umbobum sem það hef- ur í dag. Það megi ennfremur leiða líkum ab því að Ingvar Helgason sé nú stærsti aðili í sölu á tækjum og búnaði til landbún- aðarframleiðslu í dag. Þeir segja samkeppnfna harða í sölu þessara tækja og að nú sé harðar tekist á um hverja sölu, enda hafi hún dregist mjög sam- an á undanförnum árum og enn sjái ekki fyrir endann á þeim samdrætti. „Bændur vita nátt- úrulega ekki hvar þeir standa gagnvart þeim breytingum sem munu verða í framtíöinni, auk þess sem margir hverjir hafa ekki nægilegt fjármagn til að standa í endurnýjunum," segir Guðjón Haukur. Véladeild Ingvars Helga- sonar byggir meginhluta sölunn- ar á vélum frá Massey Ferguson, PZ, Claas og Kuhn, auk þess sem þessi fyrirtæki eru stöðugt að kaupa önnur fyrirtæki og þar meb eykst vöruúrval þeirra mjög. Massey Ferguson drattarvelin hefur um áratuga skeið átt vin- sældum að fagna hér á landi. Þessar vélar hafa verið í gegnum tíðina einna mest seldar og segir Arngrímur að sem dæmi um það megi nefna aö alls hafa veriö seldar um sjö þúsund vélar af þessari gerb frá upphafi. Hins vegar ber að líta á að heildarsala á dráttarvélum hér á landi hefur hrapaö á síðustu fjórum árum og er vart nema fjóröungur í dag miðað við þá. Guðjón Haukur segir að á sama tíma hafi þróun- in verið sú að bændur hafi snúið sér æ meira að þeim dráttarvél- um, sem meira eru seldar og snú- ið sér frá þeim sem aðeins hafa veriö seldar í fáeinum eintökum og megi það fyrst og fremst rekja til varahluta- og viðgerðarþjón- ustu. Hvað helstu nýjungar frá Ing- vari Helgasyni varðar, nefna þeir Guðjón Haukur og Arngrímur að þar megi helst telja til Kverne- land, rúllupökkunarvélina. Um er að ræða barkastýrða vél, með breibfilmubúnaði og fallborbi, sem ekki hafi verið boðið upp á áður. Helsti munurinn er sá að áður fyrr var einungis boðiö upp á tölvustýrða vél með þessum „Hátíð úti í Forsvarsmenn Ingvars Helga- sonar hf. vinna nú að skipu- lagningu þess sem þeir kalla „Hátíð úti í heimi", sem er ferð á Sima-landbúnaðarsýninguna í Par- ís, sem haldin verður um mánaðar- mótin feb-mars næstkomandi. í sömu ferð er áætlaö að heimsækja framleiðendur landbúnaðartækja, sem Ingvar Helgason er umboðsað- ili fyrir hér á landi, s.s. Massey Ferguson, Claas og fleiri aöila í Frakklandi. Gert er ráö fyrir að fyr- irtækið muni standa fyrir og skipu- leggja sambærilegar ferðir á tveggja ára fresti í framtíðinni, en í fyrra var í fyrsta sinn haldin „Hátíð í bæ", þannig að annað hvert ár verba hátíðarhöldin í húsakynnum Ingvars Helgason og hitt árið verð- ur land lagt undir fót. Fyrsta „Hátíð í bæ" var haldin á Ingvar Helgason hf. leggur land undir fót og gefur vibskiptavin- um og fleirum kost á ab slást í hópinn síöastliönu ári og þótti takast ein- staklega vel til, en alls komu um fimm þúsund manns á hátíðina á fjórum dögum. Um var að ræða kynningu á vélum og þjónustu þeirri sem Ingvar Helgason hf. hef- ur upp á að bjóða tengdum land- búnaði. í tengslum við sýninguna voru haldnir norðlenskir héstadag- ar í Reibhöllinni, fjölsótt skemmt- un á Hótel íslandi auk fjölda ann- arra atriöa. Guðjón Haukur Hauks- son, sölumaður í véladeild, segir ODYRT ÞAKJARN Ódýrt þakjárn, lofta- og veggklæöningar. Framleiðum þakjárn og fallegar lofta- og veggklæðningar á hagstæðu verði. Galvaniserað, rautt og hvítt. TIMBUR OG STÁL HF. Smiðjuvegi 11, Kópavogi. Símar 91-45544 og 42740. Fax 45607.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.