Tíminn - 30.11.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.11.1994, Blaðsíða 5
Miövikudagur 30. nóvember 1994 &ftMfeH£W 5 f- s Ólafur Jónsson: Grunnur velferðarkerfisins Landssamband aldrabra og Öryrkja- bandalag íslands eiga bæbi aöild að samstarfsnefnd með Alþýðusam- bandi íslands, Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja og Bandalagi háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna. Tilgangur nefndarinnar er að gæta hagsmuna þeirra félagsmanna samtakanna, sem eru hættir störf- um vegna aldurs eða örorku og njóta ekki fullrar verndar í kjara- samningum stéttarfélaga nema um það sé sérstaklega samið. Með stofnun þessarar samstarfs- nefndar er eftirlaunafólk í Lands- sambandi aldraðra og öryrkja í Ör- yrkjabandalagi íslands, í mörgum tilfellum, að treysta tengsl á ný vib stéttarfélög sem þab hafði starfað í mest af sinni starfsævi. Ekkert er því eðlilegra fyrir eftirlaunafólk en að semja við fulltrúa þeirra félaga um að gæta hagsmuna sinna í nýjum kjarasamningum. Þegar umræður hófust á nýliön- um haustdögum um kröfugerð vegna endurnýjunar kjarasamninga um næstu áramót, þá geröist það eins og það væri sjálfsagöur hlutur ab fulltrúar Landssambands aldr- aðra og Öryrkjabandalags íslands í nefndinni fóru ab bera saman hug- myndir sínar um sameiginlega kröfugerb aldraðra og öryrkja, þó að hvorugt landssambandið eigi beina aðild að kjarasamningum. Næsti áfangi var svo að kynna þessar hugmyndir aldraðra og ör- yrkja í samstarfsnefndinni. Var þeim vel tekið þar, og verða óskir lífeyrisþega með í umræbunni við undirbúning nýrra samninga. Eins og vænta mátti, ganga allar tillögur aldraðra og öryrkja út á það, með einum eöa öörum hætti, að efla og treysta velferðarkerfib, enda þekkja þeir, sem við það hafa búib, best kosti þess og annmarka. Áhersluatriðin sem aldrabir og öryrkjar vilja að komi til umræðu, þar sem fjallað er um kjarasamn- inga launastéttanna í vetur, eru í 12 töluliðum. Af þeim er þremur atrið- um beint til heilbrigðisráðherra vegna Tryggingastofnunar ríkisins. Þremur atriðum er beint til ríkis- stjórnarinnar, kröfum um aukin réttindi samtakanna. Sex kröfur' ætla ég svo að ræða í þessari blaða- grein og skýra þær með nokkrum orðum. Fyrstu sex töluliðirnir í kröfugerb aldraðra og öryrkja eru eftirfarandi: Landssamband aldraðra og Ör- yrkjabandalag íslands leggja áherslu á eftirtalin atriði í næstu kjarasamningum: 1. Að skattleysismörkin verði hækkuð verulega frá næstu áramót- um. Tekjutapi ríkissjóðs verði mætt með nýju skattþrepi á hátekjur og „Það er eðlileg krafa aldraðra og fatlaðra að þeir framkvœmdasjóðir, sem kenndir em við þessa þjóðfélagshópa, sinni þeirri uppbyggingu sem þeir vom stofnaðir til að leysa. Fram- kvœmdasjóður aldraðra er fjármagnaður með flötum nefskatti, þvert á allar grundvallarreglur um skattheimtu íþjóðfé- laginu. Við það hefur verið unað vegna þess að hlutverk hans er að byggja upp þjónustu- stofnanir fyrir aldraða. Því hlutverki verður sjóð- urinn að sinna." fjármagnstekjuskatti. 2. Eingreiðslur samkvæmt samn- ingum vinnumarkaðarins skili sér að fullu til lífeyrisþega. Orlofs- greiðslur og desembergreiðslur verði greiddar út sem prósenta af grunnlífeyri, en láglaunabótum og vibskiptakjarabótum verði varið til hækkunar á grunnlífeyri, sem greiddur er mánaðarlega. Ekki verbi rofin tengsl launaþróunar almennt og bótafjárhæðar til lífeyrisþega. 3. Tvísköttun á greiðslur úr lífeyr- issjóðum verði afnumin. Greiðslur í lífeyrissjóði verði viðurkenndar sem sparnaðarform og fái skattalega meðferð við útgreiðslur til lífeyris- þega samkvæmt því. Sett verði hib fyrsta heildarlöggjöf um starfsemi lífeyrissjóða í landinu og staða þeirra og hlutverk í lífeyris- og tryggingakerfi þjóðfélagsins skil- greint. Greiðslur einstaklinga inn á séreignareikninga leysi engan frá þeirri skyldu að greiða lögboöið framlag inn í lífeyrissjóð, sem starf- ar innan ramma laganna. 4. Að húsaleigubætur komi til framkvæmda í öllum sveitarfélög- um frá næstu áramótum, en tillög- um fjármálaráðherra um fjármögn- un þeirra með sparnaði í trygginga- kerfinu og lækkun lána í félagslega íbúbakerfinu er eindregib mót- mælt. 5. Ab framkvæmdasjóbur aldr- abra og framkvæmdasjóður fatlabra sinni eingöngu sínum upphaflegu verkefnum, en verði ekki notaðir til rekstrarverkefna. 6. Tekið verbi af fullri alvöru á því siðleysi í þjóðfélaginu sem skattsvik eru. Fyrsti og sjötti liður þessara áhersluatriða verða væntanlega á kröfulistum allra verkalýðsfélaga við þessa kjarasamninga, og eru því ekki nauðsynlegir á okkar lista. En við viljum minna á þessar kröfur og það hefði vakið athygli ef við hefð- um ekki minnst á skattleysismörk- in. Sú ákvörðun að færa skattleysis- mörkin niður fyrir fátæktarmörk er ein sú grófasta sem samþykkt hefur verið á kjörtímabilinu og bitnar á okkur flestum. Eingreibslur til lífeyrisþega Við gerb kjarasamninga við verkalýðshreyfinguna 1989, sem kenndir eru við þjóðarsátt, var einn þáttur samninganna eingreiðsla til allra launþega á samningssvæbi verkalýðsfélaganna. Var þar um að ræða tiltekna krónutölu og því var greiðslan hagstæðust þeim sem höfðu lægstu launin. Þá var form- lega frá því gengiö að sú fjárhæð ætti líka ab greiðast til lífeyrisþega. Þegar kom að útborgun á þessum eingreiöslum til lífeyrisþega á veg- um ráðuneytanna og Trygginga- stofnunar ríkisins var sú leið valin að greiða þær sem uppbót á tekju- tryggingu, heimilisuppbót og „sér- staka heimilisuppbót", og meb sömu reglum um skeröingu sem gilda um þær greiðslur. Því hafa VETTVANGUR eingreiðslurnar verið tekjutengdar og aðeins greiddar til þeirra sem hafa tekjutryggingu. Þessu fyrirkomulagi vilja aldraðir og öryrkjar ekki una lengur og gera tillögur um breytingar, enda er það óviöunandi í framkvæmd og tor- skilið að hafa margar tegundir af uppbótum á lífeyri. Auk þess er í niðurlagi annarrar greinar sett fram sú krafa ab ekki verbi rofin tengsl launaþróunar í landinu og fjárhæðar bóta til lífeyr- isþega. Er sú krafa sett fram af því tilefni ab í forsendum fjárlaga kem- ur fram ab stefnt sé að því að rjúfa þessi tengsl, sem verib hafa í trygg- ingalöggjöfinni um áratugi. Þetta þarf ab koma í veg fyrir til öryggis fyrir lífeyrisþega, svo að þeir verði ekki skildir eftir þegar laun og verð- lag hækkar. Grunnur velferbarkerfisins Þriðji liður á lista aldraðra og ör- yrkja hefst á kröfunni um afnám tvísköttunar á hluta af f jármagni líf- eyrissjóbanna. Við endurskoðun skattalaganna 1988, vegna stab- greiöslunnar, var mikill áhugi á því að einfalda skattalögin og afnema helst alla frádráttarliöi. Þá voru lög- bobnar greiðslur í lífeyrissjóbi ekki lengur viðurkenndar sem frádrátt- arliður. Hins vegar eru greiðslur at- vinnurekenda viðurkenndur kostn- aðarliður í þeirra rekstri. Þessi mis- tök er flókið mál ab leiðrétta og dýrt fyrir ríkissjóð. Tillaga lífeyrisþega er að hluti af útborgun sjóðanna til líf- eyrisþega verbi undanþeginn tekju- skatti sem laun. Abeins sú leið er ávinningur fyrir aldraða og öryrkja. Þeir greiða ekki innborgun í lífeyris- sjóði. Að öðru leyti er þriðja greinin krafa aldraðra og öryrkja um að sett verði án tafar rammalöggjöf um starfsemi lífeyrissjóðanna í landinu og hlutverk þeirra og stöðu í lífeyr- is- og tryggingakerfi þjóðarinnar. Stöðu sem tryggi öllum þegnum þjóðfélagsins viðunandi elli- og ör- orkulífeyri í næstu framtíð. Gott líf- eyriskerfi, meb ákvæði um lífstíöar lífeyrisgreiðslur og örorkutrygging- ar, er grunnurinn að góðu velferð- arkerfi. Ekki virðist því vera nauð- synlegt að gera grundvallarbreyt- ingar á núverandi skipulagi sjóð- anna. Okkur virðist það viðunandi með nokkurri hagræðingu. Sam- starf aöila vinnumarkaðarins í þess-. um málum hefur gefist vel og aukiö þeirra samstarf. Þó ab viö höfum ekki komið því í verk ab setja rammalöggjöf um líf- eyrissjóðina, þá erum við öfundaðir af skipulagi þeirra í forysturíkjum í velferöarmálum: Dönum og Svíum. Þessar þjóðir hafa haldið uppi góðu lífeyris- og tryggingakerfi á vegum ríkisins, en eru nú að skipuleggja lífeyrissjóðakerfi hjá sér. Ef okkur tekst ab byggja upp gott velferbarkerfi með samspili lífeyris- sjóðanna og tryggingakerfisins, þá verða allir þegnar þjóbfélagsins ab eiga óskoraban abgang að því og þá um leib að taka á sig nokkrar skyld- ur vib það kerfi, eins og nú er lög- boðib ab greiða í einhvern lífeyris- sjób. Með rammalöggjöf um lífeyr- issjóði verða starfsleyfi til lífeyris- sjóba að vera bundin því skilyrði að sjóöirnir uppfylli lágmarkskröfur um lífeyrisgreiðslur og örorkutrygg- ingar. Lífeyrisþegar eiga flestir afkomu sína undir því að hafa haft aðgang að traustum lífeyrissjóði á starfsæ- vfhni og gera sér því betur en aörir þegnar þjóðfélagsins, grein fyrir mikiivægi sjóbanna í tryggingakerfi þjóðarinnar. Aldraðir áttu þó aldrei fulltrúa í þeirri 17 manna nefnd, sem vann í því nokkuö á áratug, undir forustu Jóhannesar Nordals, ab semja heildarlöggjöf um starf- semi lífeyrissjóðanna og stöðu þeirra í tryggingakerfinu. Nefndin mun þó hafa unnið gott starf, en frumvarpið hefur aðeins einu sinni verið lagt fram á Alþingi til kynn- ingar. Húsaleigubætur Það munu vera innan við 10% fólks á eftirlaunaaldri sem búa í leiguhúsnæði, en sá hópur er oft í mjög erfiðri stöðu. Þab eru einstak- lingar sem aldri hafa komist í að- stöðu til ab eignast íbúð, og svo eru þeir sem orðið hafa fyrir tjónum, lent í gjaldþroti eba öðrum áföllum. Öryrkjar eru hins vegar fjölmennir í hópi leigjenda. Þab var furöulegt gáleysi að gleyma leigjendum, þegar farið var að veita íbúðareigendum skattafrá- drátt vegna vaxtagreiðslna af hús- næðislánum. Leigjendur þurfa sam- bærilegan stuðning og má ekki láta við svo búið standa lengur. Framkvæmdasjóðir til framkvæmda Það er eðlileg krafa aldraðra og fatlaðra ab þeir framkvæmdasjóðir, sem kenndir eru við þessa þjóðfé- lagshópa, sinni þeirri uppbyggingu sem þeir voru stofnaðir til að leysa. Framkvæmdasjóður aldraðra er fjár- magnaður með flötum nefskatti, þvert á allar grundvallarreglur um skattheimtu í þjóðfélaginu. Við það hefur veriö unab vegna þess að hlutverk hans er aö byggja upp þjónustustofnanir fyrir aldraða. Því hlutverki verður sjóburinn ab sinna. Þessar kröfur eru helstu áherslu- atriði aldraðra og öryrkja, sem þeir minna nú á vib gerb nýrra kjara- samninga. Það var mikill árangur af kjarabaráttu verkalýðshreyfingar- innar þegar samið var um að stofna lífeyrissjóðina. Nú þarf á sama hátt ab treysta þá og efla, þegar að þeim er vegið í þjóðfélaginu. Höfundur er formabur Landssambands aldrabra. Hólkvítt sibferbi í löggunni I síbasta mánuöi rakst ég fyrir til- viljun á staðarmannablað Kópa- vogsbúa. Blaðið ber hiö frumlega nafn, Bæjarblaðið, sem auðvitað er gott og blessað, fyrst þab er gefið út í bæ en ekki í sveit. Það var annars ekki ætlunin að fjalla sérstaklega um heiti blaðsins, enda sætir það ekki tíðindum. Aftur á móti er ekki laust við að blaðið hafi fært lesendum sínum nokkub merka frétt í því tölu- blaði sem ég sá. Eins og flesta rekur minni til, logaði lögreglustöbin í Kópavogi í illindum eftir að abstoðaryfir- lögregluþjónn einn kom þar aft- ur til starfa að loknu leyfi. Linnti þeim látum ekki fyrr en bæbi hann og yfirlögregluþjónninn voru fluttir til, eins og það er kall- að hjá ríkinu og á vörulagerum. En nóg um það. Þegar þetta blað kom út, voru báðir „plísar- arnir" enn á sínum stað og lögðu stund á illindi svo sem hæfir köppum. Þegar þetta var, var komið í ljós að aöstoðarstjórinn hafði ein- hvern tíma á lögregluferli sínum tekið traustataki byssu, sem hann hafbi gert upptæka á vegum lög- reglunnar. Fyrir þetta tiltæki fékk hann vítur frá dómsmálaráðu- neytinu og var auk þess gert ab skila vopninu. Ab öðru leyti var málið látið kyrrt liggja, enda mun hólkurinn sá arna hafa ver- ið hib mesta skrapatól. Aö minnsta kosti var svo að skilja á „plísaranum" í vibtali sem Bæjar- blaðið birti við hann. Þar var orð- PjETUR HAFSTEIN LÁRUSSON rétt haft eftir honum: „Hlutur verður að hafa verðgildi til að það geti talist þjófhaður ef honum er stolið." Þaö liggur sem sagt fyrir opin- ber yfirlýsing yfirmanns í lögregl- unni um þab, ab heimilt sé að stela hverju sem er, svo fremi sem ekki sé beinlínis hægt að meta . þýfið til fjár. __ _ Samkvæmt þessari merku jPIALL kenningu má t.d. stela pósti, svo lengi sem ekki sé um peninga- sendingar ab ræba. Eða^ er þab ekki hverjum manni ljóst, að fæst sendibréf hafa minnsta verð- gildi? Einnig hlýtur að vera í stak- asta lagi, ab rjúfa grafir fólks og taka traustataki þá skartgripi, sem hugsanlega finnast á líkum. Þeir geta að vísu haft einhvert verb- gildi, en hljóta þó að teljast gagnslausir eigendum sínum úr því sem komið er. Og þannig mætti lengi telja. Varla er nema von, að menn bíði þess spenntir hvort þetta nýja lögreglusiðferöi muni ekki þróast eins og aðrar hugmyndir. Verður þá ekki í stakasta lagi að stela bílum, hvar sem þeim er lagt? í það minnsta veit ég fátt jafn gjörsamlega gagnslaust, jafnt eigendum sínum sem öðrum, eins og kyrrstæba bíla. Ég vil ab það komi skýrt fram, að ég er ekki aö draga dár ab lög- reglunni. Slíkt er mér víðs fjarri. Þvert á móti fagna ég því hispurs- leysi, sem fram kemur í umræddu vibtali. Ég er oröinn hundleiður á því, að engir þjófar skuli teljast til heiðarlegra manna í þessu landi, nema skattsvikarar, skjalafalsarar og sjálftökumenn opinberra launa. Það liggur í hlutarins eðli, að þjófnabur er ekki glæpur held- ur hirbusemi. Slíkt hefur alla tíb talist dyggð á íslandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.