Tíminn - 30.11.1994, Blaðsíða 10
10
Miðvikudagur 30. nóvember 1994
Nýsamin íslendingasaga
Mál og menning hefur sent frá
sér skáldsöguna Þorvaldur víð-
forli eftir Árna Bergmann. Þor-
valdur víöförli, sem uppi var
fyrir þúsund árum, slóst ungur í
lið með Friðriki trúboðsbiskupi
og lenti í mannvígum fyrir
Hvítakrist á íslandi. Eftir það
héldu honum engin bönd.
Hann leitaði guðs síns í Noregi
og Garðaríki, fór með væringj-
um um víðáttur Rússlands suð-
ur til Miklagarðs, var í hernaði,
kom í konungshallir, gekk í
klaustur og gerbist einsetumað-
ur. Guð reyndist heldur óþjáll
til samræðu, en Þorvaldur fann
Fréttir af bókum
Árni Bergmann.
ab lokum ástina, og enn tók líf
hans breytingum.
Þorvaldur víðfórli er söguleg
skáldsaga um umbrotatíma í
sögu íslands og Evrópu. Þetta er
frásögn sem spannar vítt svib
sögustaða og heimspekihug-
mynda, svo listilega sögð ab
stundum veit lesandinn ekki
hvort hann sjálfur er staddur í
fortíðinni eða Þorvaldur víðförli
í nútímanum.
Þorvaldur víðfórli er þribja
skáldsaga Árna Bergmann, en
áður hefur hann skrifab sögurn-
ar Geirfuglarnir (1982) og Með
kveðju frá Döblin (1984).
Bókin er 302 bls., prentub í G.
Ben. prentstofu hf. og kostar
3.380 kr. Kápuna hannabi
Margrét E. Laxness. ■
Leyndardómur-
inn í djúpinu
Vaka-Helgafell hefur sent frá sér
nýja unglingabók, Haltu mér fast,
eftir verðlaunahöfundinn Elías
Snæland Jónsson, en hann hlaut
ísiensku barnabókaverðlaunin
1993. Elíasi er einkar lagið að
skrifa bækur fyrir böm og ung-
linga og honum bregst ekki boga-
listin í þessari nýjustu bók sinni.
í káputexta bókarinnar segir
mebal annars: „Hún er fimmtán
ára en hann 17 ... Þau hittust fyrst
á bensínstöbinni og þá varö ekki
aftur snúið ... Hann æfir sportköf-
un með félögum sínum og fljót-
lega er hún líka komin á bólakaf
... Hætturnar eru víða og í djúp-
inu leynist ógnvekjandi leyndar-
dómur frá liðinni tíð ...
Haltu mér fast er unglingabók
eins og þær gerast bestar. Frásögn-
in er grípandi og spennan mögn-
uð."
Haltu mér fast er þriðja ung-
lingaskáldsagan eftir Elías Snæ-
land Jónsson. Hinar eru Davíð og
krókódílamir (1991) og Brak og
brestir, en fyrir hana fékk Elías ís-
lensku barnabókaverðlaunin
1993. ■
Elías Snœland jónsson.
Omar og einfaramir
Utgafufyrirtækib Fróbi hf. hefur
sent frá sér bókina Fólk og fimindi
eftir Ómar Ragnarsson. Undirtitill
bókarinnar er: Stiklað á Skaftinu.
í bókinni býður hinn kunni
fréttamaður, Ómar Ragnarsson,
lesendum meb sér í óvenjulegt
ferðalag þar sem víba er komið
við utan alfaraleibar og heilsað
upp á fólk, sem á þaö sameigin-
legt ab binda ekki bagga sína ná-
kvæmlega sömu hnútum og sam-
feröamennirnir.
Ferðalag Ómars hefst í Haga í
Skorradal þar sem hann hittir fyr-
ir hinn síunga öldung, Þórð í
Haga. Síðan er haldið til systkin-
anna í Knarrarnesi og áfram flýg-
ur Ómar á Skaftinu sínu vestur
um firbi og kemur viö í Arnarfirði
þar sem hann heimsækir Sigríbi
Sigurbardóttur og rifjar upp
kynni sín af þeim fræga einbúa
Gísla á Uppsölum og dregur fram
Ómar Ragnarsson.
í dagsljósib ýmislegt sem skýrir
óvenjulega hegöun og lífsmynst-
ur hans. I Hornvík spjallar Ómar
viö Mórur og flugfeðga og kemur
síðan við á Hornbjargsvita þar
sem Óli kommi er samur vib sig
og trúr Stalín, hvaö sem öllum
hreinsunum og hruni heims-
kommúnismans líður. Á Guð-
mundarstöbum í Vopnafirði virð-
ist sem tíminn hafi numið staðar
og á Kvískerjum í Öræfum hittir
Ómar fyrir hina landskunnu Kví-
skerjabræður sem voru og eru vís-
indamenn í fremstu röð, þótt þeir
hafi kannski ekki bréf upp á það.
Fjölmargar ljósmyndir eru í
bókinni.
Fólk og firnindi er 248 blaösíbur.
Bókin er prentunnin í G.Ben,-
Eddu prentstofu hf. Kápuhönnun
annaðist Auglýsingastofan Örkin.
Verð kr. 3.390 m/vsk.
Ottó B. yfirheyrímr
Bókmenntafélagiö Hringskuggar
hefur gefib út skáldsöguna Yfir-
heyrslan yfir Ottó B. eftir þýska
rithöfundinn Wolfgang Schiffer.
Þýðandi er Franz Gíslason.
Wolfgang Schiffer er íslend-
ingum að góbu kunnur, enda
hefur hann í áraraðir verið
helsta driffjöbur kynningar ís-
lenskrar menningar, og þá eink-
um bókmennta, í Þýskalandi. Er
þess skemmst að minnast, ab í
tilefni þess veitti Menningar-
sjóöur íslandsbanka honum við-
urkenningu fyrir þau störf þann
16. nóvember sl.
Yfnheyrslan yfir Ottó B. rekur
þroskaferil ungs manns eins og
hann birtist í svörum hans sjálfs
Wolfgang Schiffer.
fyrir rétti. Stúdentaóeirðir og
ýmis örvæntingarfull viðbrögb
æskufólks á sjöunda áratugnum
mynda litt sýnilegan bakgrunn
frásagnarinnar. Glæpur og refs-
ing skipta höfundinn litlu máli,
heldur er honum í mun ab lýsa
því hvernig ranglátt og staðnað
samfélag hrindir greindu og
heilbrigðu ungmenni út á ystu
nöf. Þrátt fyrir alvöru málsins er
lýsingin einatt blönduð skopi og
meinlegu háði.
Bókin, sem er 63 blaðsíður ab
stærð, er gefin út í kilju. Verð
bókarinnar er 1.478 krónur í
verslunum, en 1.000 krónur til
félagsmanna Bókmenntafélags-
ins Hringskugga. ■
Gunnar Dal og Hans Kristján Árnason.
Er eitthvert
vit í þessu
lífi okkar?"
Ab elska er ab lifa. Hans Kristján Árna-
son ræbir vib Gunnar Dal. HKA, 466 bls.
I
„Margir tala um, ab þetta líf okk-
ar sé eins og fjarstæðuleikhús án
merkingar og tilgangs, þar sem allir
ana áfram í blindni, eins og haus-
inn horfir" (Bls. 55). Þau orð hefur
Hans Kristján Árnason eftir Gunn-
ari Dal í þessari samtalsbók þeirra.
Hérlendis hefur Gunnar Dal ritað
flestum meira um heimspekileg
efni síðustu undanfarna fjóra ára-
tugi, eins og kunnugt er, en um þær
ritsmíðar sínar segir hann: „Með
þessum skrifum mínum um heim-
speki og heimspekinga hef ég verið
að reyna að bæta úr talsvert mikilli
þörf: Þeirri þörf aö koma íslending-
um í kynni við þær hugmyndir,
sem skapað hafa vestræna menn-
ingu, sem skapað hafa austræna
menningu, sem skapað hafa heims-
menningu. íslenskir skólar hafa
ekki kennt heimspeki fyrr en nú á
allra síðustu árum." (Bls. 73)
Heimspekinga hefur Gunnar Dal
þó ekki tekið á orðinu. „Það er ekki
nema mannleg náttúra, að heim-
spekingar telji sín sjónarmiö öðrum
fremri. Sumir telja sig jafnvel vera
komna með endanleg svör. En
stundum heyrist líka það sjónar-
mið, að flestir heimspekingar tutt-
ugustu aldar sýni menningarlega
hnignun. Verk þeirra standist eng-
an samanburð við verk fyrri heim-
spekinga. En allt er þetta að sjálf-
sögðu undir skilgreiningu komið."
(Bls. 108) Heimspeki síðustu ára-
tuga, endurómur fornrar hugsunar,
veldur Gunnari Dal þó vangavelt-
um: „í allri tilverunni eru ákveðnir
„fastar" (konstantar). Tilvera þeirra
er enn í nokkurri þoku eins og mörg
ný vísindi. En heimssamræmið,
sem birtist í Pýþagórasi sem „tölur",
birtist áhorfandanum í lok tuttug-
ustu aldar sem fastar... Mér finnst,
að fastarnir séu rannsóknarefni,
sem þarfnast nánari umfjöllunar og
miklu meiri könnunar og íhugun-
ar." (Bls. 110)
II
Frá þriðja bekk Menntaskólans í
Reykjavík veturinn 1942-43 til
stúdentsprófs 1946 fylgdumst við
Gunnar Dal, þá Halldór Sigurðsson,
aö. Þegar haustið 1942 hafði hann
ásett sér að verða skáld og rithöf-
undur og leit á nám sitt sem undir-
búning undir það. Um það skar
hann sig úr sambekkingum okkar,
en það viöhorf hans skírskotaöi að
nokkru til mín. Um skeið vorum
við síðar samtímis í London, eftir
að hann kom úr Háskólanum í Ed-
BÆKUR
HARALDUR JÓHANNSSON
inborg og leitaði fyrir sér um nám á
Indlandi. Alla tíð síðan höfum við
ræðst viö öðru hverju, þótt fátt af
því, sem þeim Hans Kristjáni ber á
góma, hafi áður fyrir mín eyru
komið. Best finnst mér Gunnari Dal
takast upp um bókmenntir og
heimspeki, en segja má, að þessar
orðræður hans séu af þrennum
toga: skarplegar athugasemdir,
framlag til umræbna í góðra vina
hópi og gamansamt rabb, eins og
yfir kaffibolla á veitingahúsi, — en
heyrum hann tala um bókmenntir
og listir.
III
„Ég hef notað heimspeki í mín-
um skáldskap. Það var mikil tíska
hér á árum áður að líta svo á, að þab
þyrfti ab dauöhreinsa ljóðið af allri
hugsun. Ljóðið væri hin hreina til-
finning. Þetta kom yfirleitt frá
sjötta flokks sálfræðingum, sem
álitu, ab manneðlið væri í skúff-
um." (Bls. 74) Svo segir Gunnar Dal
frá og enn: „Ég hef aldrei skrifað
skáldsögu án þess að skáldsagan rísi
á heimspekilegum grunni." (Bls.
75)
Um þab, sem vakir fyrir þeim, er
við list fást, segir Gunnar Dal:
„Hlutverk listamanns er ekki abeins
að skilja veruleika, heldur einnig að
túlka hann og magna. Hlutverk
listamannsins er auðvitað að skapa.
En það veitir listamanninum ekki
neina sérstöðu. Öll tilveran er sköp-
un og öll tilveran er skapandi. Lista-
menn verða að sætta sig við það, að
list á öllum tímum er að langmestu
leyti eftirlíking." (Bls. 89) En hann
segir líka: „Allir miklir listamenn
eiga sér stórar stundir. Það er eins
og allar dyr standi skyndilega opn-
ar." (Bls. 88) Og hann minnist
þessa: „f grískri hugsun og grískri
list var fegurð, góðleiki og sannleiki
eitt og hið sama." (BIs. 89)
Trú hefur Gunnar Dal á mannin-
um (þótt blöskri manndráp þau,
sem hernaður kallast): „Maðurinn
er sífellt undrunarefni fyrir það,
hvað hcjnn er miklu betri en hann
ætti að vera þrátt fyrir allt. Menn
skyldu halda, að samkvæmt frum-
eðli sínu ætti maöurinn ab vera eig-
ingjarnari og grimmari. í raun og
veru er það svo, ab maðurinn hefur
aldrei sætt sig við ab vera einungis
dýr." (Bls. 15)