Tíminn - 30.11.1994, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.11.1994, Blaðsíða 9
Mibvikudagur 30. nóvember 1994 9 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND Fiskveiðistefnan þab sem Norbmenn voru ab hafna Hvaö verbur um hana Gróu? Andstæðingar, jafnt sem fylgj- endur aöildar Norömanna aö Evrópusambandinu, héldu því flestir fram fyrir þjóöarat- kvæðagreiðsluna aö úrslitin myndu engu breyta um pólit- ískan feril Gro Harlem Brundt- land forsætisráöherra, sem lagði allt undir til aö fá þjób sína til aö ganga í sambandið. Ekki var þó sólarhringur liöinn frá því aö úrslitin lágu fyrir er ljóst var orðið að enginn stjórn- málamaöur er svo öflugur aö standast slíka ágjöf sem þessi ósigur er fyrir Gro. í herbúðum Verkamanna- flokksins er nú fastlega gert ráö fyrir því aö hún segi af sér á flokksþingi í febrúar, og aö Tor- björn Jagland, sem tók viö flokksformennsku af henni fyr- ir nokkru, veröi forsætisráð- herra í minnihlutastjórn Verka- mannaflokksins. Jagland nýtur trausts innan flokksins en þykir hvorki djarfur né litríkur stjórn- málamaður. ■ Þaö var fiskveiðisamningur- inn viö Evrópusambandið sem Norömenn höfnuöu í þjóöar- atkvæöagreiöslunni, segir Trond Wold, pólitískur rit- stjóri Tromsö-blaösins Nordlys, í forystugrein eftir aö úrslitin lágu fyrir. „Sú lausn varðandi fiskveiöi- málin sem drög að aðildar- samningnum viö ESB kváðu á um, voru ekki nógu girnileg beita," segir síöan í forystu- greininni. „Áriö 1972 réöust úrslitin að verulegu leyti af af- stöðunni til fiskveiðimála, og þá sem nú var þaö umráðarétt- urinn yfir auðlindinni sem mestur ágreiningur var um. Kjósendur, jafnt í þéttbýli sem strjálbýli, tóku ekki mark á lof- oröum ríkisstjórnarinnar um aö þetta yröi allt í lagi, hér eft- ir sem hingað til, en þetta haföi sín áhrif á það aö meiri- hlutinn sagði nei." Síöan segir Nordlys um þjóöaratkvæðagreiðsluna sem fram fór í fyrradag: „Talningin í nótt segir nákvæmlega sömu sögu og þá sem gerðist fyrir 22 árum. Þaö liggur ljóst fyrir aö þaö er ekki síst í Norður-Nor- egi sem menn hafa ekki tekið loforð Jan Henry T. Olsens sjávarútvegsráöherra trúanleg. Þótt bæöi sjávarútvegsráðherr- ann og ríkisstjórnin hafi hamrað látlaust á þeirri rök- semd aö Norömenn hefðu áfram full umráð yfir auðlind- inni sagði fólkið viö sjávarsíð- una nei. Þaö stoöaöi ekki þótt vinnuveitendaarmurinn í fisk- iðnaði og fiskeldi reyndi að koma ríkisstjórninni til hjálp- ar. Áhrifin urðu jafnvel þver- öfug við það sem ætlast var til." Þá segir: „Ljóst er að síðan samningaviðræðum lauk í Brússel 16. mars sl. hefur ríkis- stjórnin fylgt þeirri stefnu aö lýsa öllu svo jákvætt sem unnt var, í samræmi við meðvitaða ákvörðun ríkisstjórnarinnar á þeim tíma. Ekki mátti fyrir nokkurn mun viðurkenna að samningnum kynnu að tengj- ast einhver atriöi sem væru ekki í lagi. Þrátt fyrir þann mun sem var á kröfum þeim sem Norðmenn gerðu í samn- ingaviðræðunum og -því sem að lokum varð niðurstaðan, átti að túlka allt sem sigur fyr- ir Norðmenn. Sjávarútvegs- ráðherrann hefur tapað á þessu. Það er ekki nóg með að kjósendur kunni greinilega aö lesa, þeir hafa jafnvel skiliö að aðildarsamningurinn grund- vallaðist fremur á pólitík en lagakrókum, og ennfremur að það sem hamrað var á sem heilögum sannleika gat ekki staðist." Nordlys segir það hafa kom- ið á óvart hve málflutningur sjávarútvegsráðherrans hafi veriö þróttlítill varðandi áform norsku stjórnarinnar í fiskveiðimálum innan ESB. í stað þess að taka af skarið í því efni hafi Jan Henry T. Olsen vikið sér undan að svara fyrir- spurnum um þetta í kosninga- baráttunni en talið nóg að vísa til þess að sterkustu fyrirtækin í norskum sjávarútvegi vildu ganga í ESB. í lok greinarinnar eru líkur að því leiddar að norsku stjórninni hefði oröið betur ágengt með því að fylgja skýr- ari stefnu í fiskveiðimálum, og einnig meö því að umgangast bæði kjósendur og ekki síst ESB af meiri hreinskilni er hún reyndi að afla stefnu sinni fylgi. „Hefði stjórnin viður- kennt það 16. mars að fisk- veiðisamningurinn væri ekki nógu góður, að samningar séu í því fólgnir aö taka við og láta á móti, og haldið því fram aö nú ætluðu Norðmenn aö ganga í ESB til þess að breyta sameiginlegri fiskveiðistefnu bandalagsins og að það væru mikilvægari hagsmunir en fiskveiðar sem tengdust ESB- aðild, — þá hefði fólkið við sjávarsíðuna ef til vill hagað atkvæðum sínum á annan veg." ■ Reuter Andrúmsloftiö í húsakynnum norska sendirábsins í abalstöbvum ESB í Brussel var spennu þrungib þegar fyrstu tölur voru birtar á mánudagskvöldib. Hér bíbur starfsfólkib þess íofvœni ab tölurnar birtist á sjónvarpsskjá, en enginn mun þó hafa verib óþreyjufyllri en Eivinn Berg sendiherra. Kína: 233 létu lífið er danshús brann til grunna Beijlng - Reuter 233 létu lífið og 16 særðust í hrikalegasta bruna sem oröiö hefur í Kína sl. fimmtán ár, eða síðan 600 manns fómst er kvik- myndahús brann í Xinjiang. Stórbmninn nú átti sér staö í bænum Fuxin í Liaoning-héraði sem er í norðausturhluta lands- ins. Það tók 85 manna slökkvilið með 14 bíla einungis átta mínút- ur, aö slökkva eldinn, sem upp kom í danshúsi, en þeir sem fór- ust munu flestir hafa kafnað í reyk og eiturgufum. Talib er aö útgöngudyr hússins hafi veriö tepptar, en danshúsið, sem var ein hæö og 300 fermetrar að gmnnfleti, var troöfullt af fólki sem var aö skemmta sér á laugar- dagskvöldið. Um hálftvöleytið var kallað á slökkviliöiö sem komið var á vettvang um fimm mínútum síö- ar. Lélegar bmnavarnir, en þó einkum og sér í lagi tepptar út- gönguleiðir, eru talin ein helsta orsök þess hve húsbrunar í Kína eru tíðir og mannskæðir. Fyrir tveimur vikum brann nætur- klúbbur í Jilin, sem er á sömu slóðum og Fuxin, en þar létu þó ekki nema tveir lífið. I Jilin voru 290 slökkviliösmenn meö 48 bíla í þrjár klukkustundir ab rába nib- urlögum eldsins sem læstist í safnbyggingu viö hliðina á klúbbnum. Eignatjón varö mikið í þeim bruna, m.a. eyöilagöist steingervingur af risaeölu, sem talin er hafa lifaö fyrir 70 milljón- um ára, en auk þess fjöldi hand- rita og mynda frá valdatíma Ming og Qing. Stjórnvöld kenna því um aö vib endurbyggingu klúbbsins hafi ekki verið fariö eft- ir leiðbeiningum um eldvamir. Fyrstu níu mánuöi þessa árs fómst um 1.300 manns í meir en 27 þúsund eldsvoðum í Kína. ■ Gro segir ab róö- urinn verbi % þungur utangátta Norðmenn sögðu nei við aðild að Evrópusambandinu og skip- uðu sér þar meö á bekk meö Is- landi, Lichtenstein og Sviss, sem eru nú einu V- Evrópuþjóð- irnar utan stórveldisins í Brússel. „Nú veröum við Norð- menn utangátta og nú fer róð- urinn að þyngjast," varð Gro Harlem Brundtland forsætisráð- herra að orði þegar hún viður- kenndi ósigurinn á mánudags- kvöld. Munurinn á þeim sem sögðu nei og þeim sem sögðu já var miklu meiri en skoðanakannan- ir fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna gáfu til kynna. Er búið var að telja 95% at- kvæöa höföu 52.5% sagt nei en 47.5% já, en lokatölur voru ekki væntanlegar fyrr en seint á þriðjudagskvöld. Ljóst er að þær munu engu breyta um niður- stöðuna. Andstæðingar aðildar, víðs- vegar um landið, héldu uppi gleðskap langt fram á morgun og stjórnleysingjar í Osló geröu aösúg að fylgismönnum aöildar á götum úti, m.a. með því að brenna fána Evrópusambands- ins og velta bíl sem hafði verið notaður sem kosningaskrifstofa já-sinna. Greining á úrslitunum leiddi í ljós að nánast alls staðar í land- inu nema í höfuðborginni og Björgvin höfðu andstæðingar aðildar yfirhöndina og í Norð- ur-Noregi voru þeir víða í kring- um 80%. Gengi norsku krónunnar lækkaöi er úrslitin lágu fyrir og búist er við að hlutabréf lækki og vextir hækki einnig í Noregi. Efnahagur þjóðarinnar er þó af- ar traustur þannig að slík áhrif verða eflaust skammvinn. Moskva: Oskilgetnum og ófeðr- uðum börnum fjölgar ört 20% barna sem fæðast í Moskvu eru óskilgetin og ár hvert skipta þær mæöur þús- undum sem geta ekki feðrað börn sín en verða að gefa upp fölsk nöfn þar sem reglur um fæðingarvottorö eru strangar í borginni. Frá þessu er sagt í blaðinu Moskovsky Komsomolets í gær. Blaöið segir að óskilgetnum börnum í Moskvu hafi fjölgað um 5% á aðeins þremur árum og einungis um 65% þeirra séu rétt feðruð. Lítið framboð getn- aðarvarna og skortur á kyn- fræðslu veldur því að æ fleiri ungar og einstæðar stúlkur ala börn. Engar tölur um fóstur- eyðingar koma fram í grein- inni, en þær eru enn helsta getnaðarvörn milljóna kvenna í Rússlandi, en fullyrt er aö þær tölur séu mjög háar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.