Tíminn - 30.11.1994, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.11.1994, Blaðsíða 6
6 UR HERAÐSFRETTABLÖPUM Eystra- horn Mesti afli fyrr og síbar Húnaröstin hefur nú aflaö yfir 10 þúsund tonn af síld á vertíöinni sem byrjaöi 6. sept- ember. Er þetta mesti afli á einn bát á vertíö fyrr og síöar aö sögn skipverja. Hjá Borgey er búiö aö salta í um 19 þús- und tunnur og frysta 2620 tonn af síldarafuröum. „ Vib fœribandib hefur hún stabib síban í gær". Dottab eftir langa nótt í Borgey. Slmriia frinaot mmilýilmfHáiélÍ * Suimrmtijum KEFLAVIK Sparisjóburinn tekur ekki vib hassi Eigandi hassmola sem fannst á adgreiösluboröi Sparisjóösins í Keflavík getur vitjaö molans hjá lögregl- unni í Keflavík. Einhver fíkniefnaneytandi gleymdi hassmolanum sín- um á afgreiösluboröinu þeg- ar hann kom aö borga reikn- ingana sína fyrir skömmu. Aö sögn lögreglunnar var hassmolinn, 0,5g, geymdur í plasttappa. Hassiö er sem sagt hjá lögreglunni en starfsmenn sparisjóösins eiga möguleika á aö komast aö því hver týndi hassinu meö því aö skoöa mynd- bandsupptökur. „Syndaselurinn Snorri"' setur leikfélagib í þrot Leikfélag Keflavíkur kemur til meö aö tapa hátt í tveim- ur milljónum á uppfærslu sinni á söngleiknum um Syndaselinn Snorra eftir Keflvíkingana Júlíus Guö- mundsson og Sigurö Eyberg Jóhannesson. Aösókn að sýningum hefur brugöist og hafa aðeins um 350 manns greitt aðgangseyri að sjö sýn- ingum á söngleiknum. Leikfélagiö á einhverja peninga í sjóbi en ekki er ljóst hvort þeir duga til að greiöa tapiö. Þá er framtíö félagsins óráöin í ljósi áhugaleysis bæjarbúa á leik- listinni. Austurland NESKAUPSTAÐ Svæbisútvarpib hefur morgunút- semdingar Svæðisútvarp Austurlands hefur morgunútsendingar föstudaginn 2. desember nk. og verbur sent út á milli kl. 8.10 og 8.30. Þetta er til- raunaverkefni sem mun standa yfir í vetur að sögn Ingu Rósu Þórðardóttur, deildarstjóra Ríkisútvarpsins á Austurlandi, og er hugsað sem þjónustuútvarp. Hugað veröur aö veðri, færö og mannlífi aö morgni. Nýleg dagbókarkönnun sýnir aö mun meira er hlust- aö á svæðisútvarp Austur- lands en önnur svæöisút- vörp. Könnunin sem var gerö 21.-26. október sýnir aö 63% Austfirðinga hlustuöu einhvern tímann í vikunni á útsendingu svæðisútvarpsins og meðalhlustun var 37%. Til samanburðar má nefna aö 55% Norðlendinga hlust- uðu einhvern tímann á svæöisútvarp þeirra og tæp- lega 40% Vestfiröinga í þeirra svæöisútvarpi. Bókmennta- kynningar Sjö rithöfundar mnu lesa úr verkum sínum á bókennnta- kynningu í Egilsbúð, Nes- kaupstaö, föstudaginn 2. des- ember og í Miklagaröi, Vopna- firði, 3. desember. Það eru menningarnefndir þessara staöa sem standa fyrir kynn- ingunni. Rithöfundarnir sem lesa úr verkum sínum eru Þórarinn Eldjárn, Hallgrímur Helgason, Vigdís Grímsdóttir, Ómar Ragnarsson, Þóra Kristín Ás- geirsdóttir, Þorgrímur Þráins- son og Thor Vilhjálmsson. Tímamót í Ólafsfirbi á nýársdag Ólafsfjörbur fékk kaupstaö- arréttindi 1. janúar 1945 og í tilefni hálfrar aldar afmælis kaupstaöarins nk. nýárdag hefur veriö skipuð afmælis- nefnd. Af þessu tilefni má reikna með að haldinn verði hátíðarfundur í bæjarstjórn Ólafsfjarðar í byrjun næsta árs. Siguröur Björnsson, for- maður nefndarinnar, segir aö í fyrsta lagi muni ákeöiö verk- efni veröa tekiö fyrir í tilefni afmælisins. í ööru lagi veröi kynning á bænum útávið og í þriöja lagi veröi skemmtunar- og fróöleiksdagskrá sett upp. Hún muni þó ekki verða fyrr en í júlí eöa ágúst nk. Fyrsta hárgreibslustofan á Kópaskeri: „Fólki finnst þetta rosalegur lúxus' Fyrsta hárgreiðslustofan á Kópaskeri var opnuö í haust. Þaö er Vala Árnadóttir hár- snyrtimeistari sem rekur stof- una en hún flutti frá Akureyri til Kópaskers í sumar. „Þetta gengur mjög vel. Ég vinn hálfan daginn og sam- kvæmt pöntunum hérna á laugardögum. Þaö er greini- lega þörf fyrir þessa þjónustu hérna og fólki finnst rosalegur lúxus aö geta labbaö inn á hárgreiðslustofu á staönum," segir Vala. Áður sóttu íbúar á Öxarfirði slíka þjónustu til Húsavíkur auk þess sem hár- snyrtidömur komu við og viö og unnu nokkra daga í einu. Vélslebamenn eru farnir ab hugsa sér til hreyfings og œtla ab halda vélsleba- og útilífssýningu um mibjan janúar ó Akureyri. Vetrarsport '95 á Akureyri: Glæsileg vélsleba- og útilífssýning 14.-15. janúar Vélsleðamenn á Noröur- landi hafa nokkur undanfarin ár staöiö fyrir sýningu fyrri hluta janúar. Umfang þessara sýninga hefur veriö nokku misjafnt en „Vetrarsport ‘94" þótti takast sérstaklega vel. Nú er af krafti unniö fyrir Vetrar- sport '95" en sú sýning verður haldin helgina 14.-15. janúar á sama staö og síöast, í íþróttaskemunni á Akureyri. Miövikúdagur'30. nóvember 1994 Hugur í mönnum vegna Cilsfjaröarbrúar á borgara- fundi í Búöardal í fyrrakvöld: Vilja brú og engar refjar Á almennum borgarafundi Dalamanna og Reykhóla- hrepps, sem haldinn var í Búb- ardal í fyrrakvöld, var skoraö á Alþingi að standa viö ákvarb- anir sínar um þverun Gilsfjarb- ar, þ.e. brúargerb og vegteng- ingar yfir Gilsfjörb. Fundurinn beinir því til Alþingis ab taka ákvörbun um verklok, þannig ab bjóba megi verkib út á fyrri hluta næsta árs. Að sögn Sigurbar Þórólfssonar í Innri-Fagradal, sem sæti á í Gils- fjarðarnefnd, en nefndin stóð fyrir fundinum, var tilefni fund- arins það að þrálátur orðrómur var kominn á kreik um aö til stæöi að fresta fjárveitingum í þetta verk og draga það enn á langinn, loks þegar öll nauðsyn- leg leyfi og álitamál hafi fengið sína eðlilegu afgreiöslu í kerfinu. Gríöarlegur áhugi er fyrir þessu máli í héraöi og voru á fundin- um í fyrrakvöld haldnar um 20 ræöur meö framsöguræðum, en þær fluttu Sigurbjörn Sveinsson læknir, Bjarni P. Magnússon sveitarstjóri, og Jón Helgason, verkfræðingur hjá Vegagerðinni. Fundargestir voru um 220 og að sögn Sigurðar Þórólfssonar er mikill hugur í fólki, eins og þessi fundarsókn sýnir, en veðurspá var slæm í fyrrakvöld. I ályktun fundarins er einnig á þaö bent, aö engir tæknilegir meinbugir séu lengur á að verkið veröi hafið og að umferðarþungi í Gilsfiröi hafi aukist seinni árin. Það sé áhyggjuefni hversu alvar- legum umferöarslysum hafi fjölg- aö þar. Síðan segir: „Fundurinn lýsir hér með þeirri skoðun sinni, aö Dalamenn og íbúar Reykhóla- hrepps muni ekki una þing- mönnum sínum neinnar seink- unar framkvæmda frá því, sem þegar hefur veriö ákveöið." ■ Hólmfríbur: farin til Afganistans. Sigurbjörg: starfar á sjálfstjórnar- svœbunum. Starfa á ófriöar- svæðunum Tvær íslenskar hjúkrunarkonur starfa um þessar mundir á ófriðarsvæöum í heiminum. Á Vesturbakkanum og á Gaza- svæðinu, sjálfstjórnarsvæði Pal- estínumanna, er Sigurbjörg Söebech nýlega mætt til starfa, fór utan í þessum mánuði á vegum Rauða kross íslands. Hólmfríður Garöarsdóttir er ný- farin til Jalalabad í Afganistan, en þar er ekkert lát á skærum milli hópa sem bítast um völd- in í Kabúl. Sigurbjörg mun vinna fram á mitt næsta ár og Hólmfríður svipaöan tíma. ■ Félag dönskukennara: Vill dönsku áfram sem kjarnagrein Félag dönskukennara fer fram á aö danska veröi talin til kjarnagreina í frumvarpi til nýrra grunnskólalaga og verbi sem fyrr prófgrein til samræmdra prófa í grunn- skóla. Ályktun þess efnis var sam- þykkt á fjölmennum fundi fag- og deildarstjóra í dönsku, sem var haldinn fyrr í þessum mán- uöi. í ályktuninni segir aö Noröurlönd séu eitt menntun- arsvæði. Veröi þáttur dönsku í íslensku menntakerfi rýrari en nú, sé hætt viö aö háskólar á Norðurlöndum krefjist þess að Islendingar taki inntökupróf. Einnig er bent á samvinnu Norðurlandanna á öörum sviö- um; t.d. komi hingað um 40 þúsund ferðamenn frá Noröur- löndunum árlega. Fundurinn fer fram á að úttekt veröi gerö á því hversu mikil samskipti eru á milli íslands og Noröurlanda á sviöi menntunar, menningar, verslunar, vísinda og iðnaöar, áöur en ráöist er í breytingar á stööu dönskunnar. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.