Tíminn - 03.12.1994, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.12.1994, Blaðsíða 2
2 mmz--z.—— Sarl&wlíwWw Laugardagur 3. desember 1994 Ingunn Svavarsdóttir sveitarstjóri i Öxarfjaröarhreppi blandar sér í toppbaráttu Framsóknar í Noröurlandskjördœmi eystra: „ Ekki skyndi- ákvöröun sem ég hleyp frá" Ingunn Stefanía Svavarsdóttir, sálfræbingur og sveitarstjóri í Öx- arfirði, lýsti því yfir á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir viku síban at> hún gæfi kost á sér í eitt af efstu sætum á frambobslista flokksins í Noburlandskjördæmi eystra. Hún er nýlibi í Framsókn en segist ekki ætla ab fara í fýlu eba ganga til libs vit> Jóhönnu þó hún nái ekki settu marki. „Það var kominn tími fyrir mig at> ákveöa mig," segir Ingunn. „Ég hef tekib pólitíkina alvarlega til þessa, en ekki veriö flokksbundin. Það hefur farið fram óhlutbundin kosning til sveitarstjórnar hjá okk- ur í Öxarfirði eins og víðar. Ég hef velt því fyrir mér undanfarin ár hvar ég eigi heima í landsmálapól- itík og fundið þab út að stefna Framsóknarflokksins sé sú sem ég get tekið undir. Framsóknarflokk- urinn er félagshyggjuflokkur sem er á móti Evrópusambandsaðild. Þessi tvö atriði eru í mínum huga mikil- væg. Þess utan er ég engin öfga- manneskja og tel að það sé best að fara milliveginn í sem flestum mál- um." Nú hefur þú lýst yfir að þú sækist eftir 2.-3. sæti á lista Framsóknar- flokksins í Noöurlandskjördæmi eystra. Hvernig metur þú mögu- leika þína til ab ná settu marki? „Þetta verbur bara ab koma í ljós. Ég fékk áskoranir um að gefa kost á mér á listann. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég er beðin um að koma til starfa á framboöslistum. Ég hef fengib boð frá ýmsum flokkum undangengin tvö kjörtímabil. Eftir talsverða umhugsun ákvað ég að fara þessa leið." Ingun á ættir að rekja austur á Hérab þar sem hún er fædd og upp- alin. Hún starfabi sem sálfræðingur á dagheimilum í Reykjavík í fjögur ár, en fluttist noröur fyrir tíu árum og starfaöi þar fyrstu fjögur árin sem heilsugæslusálfræðingur. Ing- unn hefur verið í sveitarstjórn Öx- arfjarbarhrepps frá 1986. Þar af ver- ið sveitarstjóri í rúm 6 ár. Eins og ekki er óalgengt hóf hún sinn pólit- íska feril á vettvangi sveitarstjórnar- mála. Hún hefur m.a. starfað innan EYÞINGS, er fyrrverandi formaður Fjórbungssambands Norðlendinga og núverandi formaður Héraðs- nefndar Norður-Þingeyinga. En hvernig standa málin heima í hér- aði? „Sem stendur er næg atvinna í Öxarfjarðarhreppi," segir hún. „Fiskeldisfyrirtækið Silfurstjama var mikið í fréttum fyrir nokkrum misserum vegna erfiðleika í grein- inni. Nú hefur rétt við og rekstur- inn gengur betur. Rækjuvinnslan Gerpla var reyst á rústum Sæbliks eftir að það fyrirtæki komst í þrot. Þar gengur reksturinn vel í dag. Fjallalamb hf. er nýlegt fyrirtæki sem vinnur úr afurðum sauðfjár- bænda, en það var m.a. í fréttum í haust vegna fyrirhugaðrar sölu á lambakjöti til Sviss. Þetta var mjög erfitt á tímabili en atvinnuástandið í dag er gott. Við megum samt ekki gleyma ab þessi fyrirtæki okkar stunda viðkvæman rekstur, en eins og er gengur vel, sem betur fer. Vib vorum með at- vinnumálanefndarfund fyrir skömmu, þar sem voru fulltrúar frá Silfurstjömunni, Fjallalambi og Gerplu og öðrum meðalstórum fyr- irtækjum. Þar kom fram að yfir lín- una vantar frekar fólk til starfa heldur en hitt. Þegar ég tók við sem sveitarstjóri árið 1988 var mjög slæmt ástand í atvinnumálum og fólksflótti úr hreppnum. Undanfarin ár hefur íbúafjöldinn stabib í stað og nú síð- ast má merkja nokkra fjölgun. Núna er ástandið þannig ab við gætum bætt við okkur fleira fólki, það skortir starfsfólk hjá þessum þremur fyrirtækjum, en það vantar húsnæði." Abspurö um fjölda sálna í hreppnum segir Ingun þær ekki margar, en þær séu góðar. „Við er- um liðlega 390 í hreppnum," segir hún. „Við höfum í tvígang gengið í gegnum sameiningu sveitarfélaga. Fyrst sameinabist Presthólahreppur Öxarfjarðarhreppi hinum gamla og nú um síðustu áramót bættist Fjallahreppur viö. Fólksfjölgunin varð reyndar ekki mikil vib inn- göngu Fjallahrepps, en landrými sveitarfélagsins stækkaði verulega. Þab eru um 250 kílómetrar á milli ystu marka hjá okkur. Öxarfjarðar- hreppur er víðfemur en þar býr fátt fólk, gott fólk og duglegt." Minni sveitarfélög hafa átt undir högg að sækja undanfarin misseri. Á sama tíma og íbúafjöldi stendur í staö eöa fækkar eru uppi kröfur um aukna þjónustu og jafvel aukna þátttöku í uppbyggingu atvinnu- lífs. "Sameiningarhugmyndir eru í biðstöðu núna og lítið inni í um- ræðunni," segir Ingunn. Menn vilja sjá hvernig hægt er að standa að sameiningu sveitarfélaga þannig að því fylgi raunveruleg hagræðing fyrir íbúuna. Bæði veröur að hafa í huga ab þjónustustigið lækki ekki og eins verður sameiningin að vera raunvemleg. Það þýðir ekkert að tala um sameiningu sveitarfélaga þegar engar samgöngur sem heitið geta eru mögulegar á milli þeirra. Dæmi um þetta er að íbúar fyrrum Fjallahrepps, eins og t.d. á Gríms- stöðum, geta ekki komið til að nýta sér þjónustu sveitarfélagsins nema aö þurfa að fara fyrst langar vega- lengdir í gegn um aðra hreppa. Þessi sérkennilega staða kemur upp þegar ekki er fært nibur Hólsand. Til þess að sameining geti verið raunveruleg þarf að ráðast í nauð- synlegar samgöngubætur. Það er ekki nóg að vegirnir séu sæmilega greibfærir, heldur þarf stytting vegalengda einnig að koma til. Fólk þarf aö komast á innan við klukku- tíma til kjarna sveitarfélagsins ef vel á ab vera. Ingunn Svavarsdóttir gefur kost á sér í 2-3 sæti á lista Ingunn St. Svavarsdóttir, sveitarstjóri og sáifræbingur. „ Ég met þingmenn flokksins í kjördœminu mikiis, en þegar vaiib er á listann verbur fólk ab velja á milli reynslunnar afAlþingi og reynslunnar af vettvangi sveitar- stjórnar og kjördœmismála. Sú reynsla er ekki síbur dýrmœt en reynslan úr landsmálapólitíkinni." Framsóknar í Noöurlandskjördæmi Eystra, en hvernig vildi hún hafa listann ef hún fengi að ráöa? „Þab er ekki mitt ab segja til um hvernig listinn eigi að líta út," segir hún. „Það verður að vera sameigin- leg ákvörðun fólksins sem styður hann. Hitt er annað mál að mér finnst mikilvægt að það komi fram að að það er mögulegt að fá inn nýtt blóð. Ég met þingmenn flokks- ins í kjördæminu mikils, en þegar valið er á listann verður fólk að velja á milli reynslunnar af Al- þingi og reynslunnar af vettvangi sveitarstjórnar og kjördæmis- mála. Sú reynsla er ekki síöur dýr- mæt en reynslan úr landsmála- pólitíkinni." Ferðu í fýlu eða þá yfir til Jó- hönnu ef þú nærö ekki settu marki? „Nei, ég fer ekki í fýlu," segir Ingunn. „Það aö ganga í Fram- sóknarflokkinn og bjóða mig fram til starfa í forystusveit hans í kjördæminu er engin skyndi- ákvörðun sem ég hleyp í burtu frá." Upplýsingamiöstöö um eitranir á Borgarspítalanum: Ráðgjöf allan sólarhringinn Upplýsingamiðstöb um eitr- anir var opnuö á Borgarspítal- anum í vikunni. Stöbin verð- ur opin allan sólarhringinn og er hlutverk hennar að veita upplýsingar og ráðgjöf í eitr- unartilfellum og koma áfram- haldandi afgreiðslu þeirra í réttan farveg. Sími miðstöbv- arinnar er 569-6670. Upplýsingamiðstöðvar um eitranir eru starfandi á öllum Norburlöndunum. Með EES- samningnum hefur aðgengi al- mennings að lyfjum aukist mjög og hefur m.a. verið heim- ilab að auglýsa Iausasölulyf. Heilbrigöisráðherra veitti 2 milljónum króna til verkefnis- ins á þessum ári og gert er ráð fyrir 5 milljónum til rekstursins í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Langflestar fyrirspurnir, sem berast til slysadeildar Borgar- spítalans vegna eitrana, varða eitranir hjá börnum yngri en fimm ára. Algengast er börnin hafi innbyrt þvottaefni, tóbak og lyf. Lyfjaeitranir meðal full- orðinna eru hlutfallslega al- gengastar meðal yngra fólks. Stærsti hópurinn er á aldrinum 20-29 ára og alls um 75% á aldr- inum 20-49 ára. Lyfjaeitranir meðal fullorðinna stafa einkum af notkun svefnlyfja en einnig af notkun ólöglegra fíkniefna og þá oft í bland við áfengi. ■ Fjórir íslenskir verblauna- hafar en ekki bara tveir Okkur varð það á í blaðinu í gær að segja að tveir Islending- ar hefðu fram til þessa hlotið bókmenntaverölaun Norður- landaráðs. Þeir eru að sjálf- sögðu fjórir og leiðréttist þab hér meb. Árið 1976 vann Ólafur Jó- hann Sigurðsson verðlaunin fyrstur íslendinga; 1981 vann síðan Snorri Hjartarson til verð- launanna; 1988 var það Thor Vilhjálmsson; og að sjálfsögðu var þab Fríða Sigurbardóttir sem vann verðlaunin árið 1992. Biðjumst við velvirbingar á þessum mistökum og mis- minni. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.