Tíminn - 03.12.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.12.1994, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. desember 1994 Wmtom Frá flokksþingi Framsóknarflokksins sem haldiö var um síbustu helgi. Tíöindasamt í stjórnmálum Jón Kristjánsson skrifar Það skortir ekki tíðindi af vettvangi stjórnmála um þessar mundir hvorki inn- anlands né utan. Flokksþingi Framsókn- arflokksins lauk um síðustu helgi. Þá var einnig stofnað félag utan um framboðs- hugmyndir Jóhönnu Sigurðardóttur. Prófkjör og uppstillingar halda áfram með tilheyrandi átökum milli samherja. Af erlendum vettvangi ber hæst úrslit at- kvæðagreiöslunnar í Noregi, sem er stórpólitískur viðburður á alþjóðavett- vangi og hefur örugglega mikil áhrif á þróun mála í Evrópu á næstunni. Glæsilegt flokksþing Mér er flokksþing Framsóknarflokksins ofarlega í huga af ýmsum ástæðum. Fyrir þá, sem lifa og hrærast í stjórnmálum, eru samkomur sem þessar afar mikilvægar. Þarna er verið að móta stefnuna og þetta er sú samkoma á landsvísu sem kemst næst grasrótinni. Fólk hittist hvaðanæva og ber saman bækur sínar og leggur á- herslur í umræðum á þinginu og umræðu í nefndum sem starfa. Þetta flokksþing var miklu fjölmennara en nokkurt annað sem ég hef setið og eru þau þó orðin æði mörg. Það er einkar á- nægjulegt og upplífgandi fyrir okkur, sem höfum stjórnmál að atvinnu, að hitta svo margt fólk úr ýmsum áttum. Ekki var síður ánægjulegt að mikil ein- ing var á þinginu með nýja forustu flokksins, en umskipti eru nú mikil og til- færslur í embættum í æðstu stjórn hans; enginn gegnir nú sömu stöðu og á síðasta flokksþingi. Framsóknarmenn hafa ætíð staöiö þétt að baki sinni forustu og ekki virðist þar vera nein breyting á. Stefnan Hins vegar skiptir stefnumótun flokks- þinganna mestu máli. Nú er þessi sam- koma háð við nokkuð sérstakar aðstæður. Þjóðfélagsmyndin er breytt. Atvinnuleysi hefur því miður fest sig í sessi og er nú um 5% af mannaflanum. Fleiri og fleiri búa við kröpp kjör og ráða ekki við skuldbind- ingar sínar. Samkomur stjórnmálaflokks hljóta aö taka mið af þessum staðreynd- um og velta fyrir sér leiðum til úrbóta. Ef svo væri ekki gert, væri sá flokkur ekki í miklum tengslum við raunverulegt líf í samfélaginu. Framsóknarf.’okkurinn er á miðju stjórnmálanna. Það má spyrja sem svo í hverju sú sérstaða sé fólgin. Ekki síst er sú spurning eðlileg nú, þegar aðrir flokkar eru á hraöferö inn á miðjuna. Tvíþætt hlutverk Flokkar, sem kenna sig við sósíalisma, telja sig málsvara fólks- ins og þeirra sem minna mega sín. Hægri flokkar hafa löngum talist málsvarar atvinnurek- enda og fjármagnseig- enda. Hins vegar á það að vera einkenni mið- flokka að sameina þetta tvennt að því leyti að viðurkenna að öflugt at- vinnulíf sé undirstaða lífskjaranna, en ríkisvaldið eigi að mynda öryggisnetiö í samfélaginu. Þeir, sem ráða fyrir fyrir- tækjum og hafa mannaforráö, þurfa að hafa óskráð siðalögmál og sýn á samfélag- ið. Sú sýn á að vera með þeim hætti ab það sé eblilegt markmib atvinnustarfsemi að leggja sitt af mörkum til þess, jafnhliða því sem eigandinn ber eitthvað úr býtum. Kenningar ofsagróbans eiga ekki heima í okkar samfélagi, en jafneðlilegt er að vib- urkenna það að fyrirtæki þurfa að hafa góða afkomu til þess að þjóna hlutverki sínu í þjóðfélaginu sem undirstaba at- vinnu og velferðar. Öfgastefnur til hægri og vinstri hafa beðið skelfilegt afhroð á síðustu ámm. í ríkjum kommúnismans voru þær kenn- ingar uppi, aö ríkisvaldið gæti tryggt þús- undáraríkið meb skipulags- og miðstýr- ingarhyggju. Mannlegt eðli gleymdist og forréttindastétt myndaðist undir vernd- arvæng ríkisvaldsins. í heimi frjálshyggj- unnar varð gróðahyggjan yfirsterkari. Skelfilegur mismunur ríkra og fátækra í hinum iðnvæddu og auðugu löndum er viðfangsefni sem enginn stjórnmálamað- ur, sem hefur nokkra samvisku eða sóma- tilfinningu, getur leitt hjá sér. Hófsemi er dyggð Þaö þarf að verja velferðarþjóðfélagið, en í því efni eru margar gryfjur að varast. Ein þeirra er sóun á opinberu fé og skatt- heimta til aö standa undir henni. Slíkt rábslag brýtur niður velferðina ab lokum. Hófsemi er dyggð og það skyldum viö ís- lendingar muna. Við erum ekki mörg í þessu landi á alþjóðlegan mælikvarða og eigum miklar auðlindir og mikla mögu- leika. Við eigum ekki meb nokkru móti að sætta okkur við þjóbfé- lag fátæktar á íslandi. Fólk í fyrirrúmi Flokksþing Fram- sókriarflokksins var haldið undir kjörorð- inu „Fólk í fyrirrúmi". Það felur í sér að fólkið eigi að hafa for- gang. Hins vegar er óhjákvæmilegt aö slík stefnumörkun hvíli á tveimur meginstoð- um: aðgerðum í atvinnulífi og aðgeröum til þess ab jafna lífskjörin í landinu. Astandið í fjármálum einstaklinganna í landinu er með þeim hætti, ab ekki verð- ur undan því vikist að fara í mjög róttæk- ar aðgerðir til skuldbreytinga, til þess að vinna tíma og afstýra gjaldþrotum fjöl- margra heimila. Lánastofnanir verða að fá tilstyrk til slíkra aðgerða og lagt er til að þremur milljörbum króna verði varið í þessu skyni. Það er rík sannfæring mín, að verði ekki brugðist skjótt við í þessum efnum, verði afleiðingarnar upplausn heimila með til- heyrandi sársauka og félagslegum vanda- málum, sem skelli á samfélaginu meb fullum þunga og miklu meiri kostnaði heldur en felst í björgunaraðgerðunum. Evrópusamningurinn — hvaö nú? Úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Noregi um aðild að ESB eru mikil tíðindi. Það vekur athygli bæði í Noregi og Sví- þjóð hvað andstaðan er mikil. Báðar þjóðirnar skiptast í fylkingar í þessu máli, en í Noregi eru nei-mennirnir sterkari. Fyrir því geta verið margar ástæður. Þjób- erniskennd Norbmanna er mjög rík, eins og kom fram í því að þeir sættu sig aldrei vib innrás og hersetu á sínum tíma. Þá er Noregur efnahagslega sterkur og samein- ar að vera þróað iðnríki og olíufram- leiðsluríki. Sú spurning er ofarlega á baugi hvaða áhrif þessi tíðindi hafi hér- lendis. Mín skoöun er sú ab þau geta tæp- ast verið neikvæð, þegar til lengri tíma er litið. Samflot með Norðmönnum á Evr- ópska efnahagssvæðinu getur tæpast ver- ið verra en að standa einir andspænis Evr- ópusambandinu. Vissulega geta næstu skref í þessu máli verið erfið. Fyrst má nefna það að íslend- ingar og Norðmenn eiga í deilu um fisk- veibar. Nauðsyn ber til að leggja vinnu í að leysa þá deilu, til þess að samráð og samstarf þjóbanna verði meb eðlilegum hætti. Norðurlanda- samstarfib Samstarf Norðurlandanna hefur verið okkur íslendingum mjög mikilvægt og verður það ekki síður við núverandi að- stæður. Því er nauðsyn að halda vöku sinni á breytingatímum og varðveita þab. Á öllum Norðurlöndum eru til stjórn- málamenn sem gera lítið úr þessu sam- starfi. Carl Bildt er einn af þeim og fleiri má telja. Það er hins vegar líklegt að sjón- armið þeirra stjórnmálamanna verði ofan á, sem vilja varðveita þetta samstarf og laga það að breyttum aðstæðum í Evrópu. Það er líklegt að starfsemi þeirra Norö- urlandaþjóða, sem verba aðilar ab ESB, eflist mjög í Brússel. Naubsyn ber til að efla mjög tengsl íslendinga við það starf. Norrænt samstarf hefur ekki síst haft þau hliðaráhrif að Norburlandamenn hafa staðið saman á alþjóðavettvangi. Ég hef trú á því að svo verbi áfram.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.