Tíminn - 03.12.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.12.1994, Blaðsíða 3
Laugardagur 3. desember 1994 Whtftmi 3 Þúsundir vargfugla skotnir og tugir minka voru felldir Meindýraeyöing í borginni: Á vegum meindýraeyöingar hreinsunardeildar Gatna- málastjórans í Reykjavík voru 7.352 vargfuglar skotn- ir í borgarlandinu í fyrra. Þá þurfti aö lóga 76 dúfum og 45 villiköttum, en nokkuö var um rökstuddar kvartanir um óþægindi af þessum dýr- um í borginni. Hiö íslenska Biblíufélag: Or&alykill aö Biblíu Hiö íslenska Biblíufélag hef- ur gefiö út Biblíulykil, oröa- lykil aö þeirri útgáfu Biblí- unnar sem kom fyrst út áriö 1981. Bókin er 1700 blaösíö- ur aö stærö og kostar 5.750 krónur. Athygli vekur aö bókin er prentuö og bundin í prentsmiöju Biblíufélags Suöur-Kóreu í Seul. Unnið hefur verið að undir- búningi bókarinnar í átta ár í samvinnu fjögurra háskóla- stofnana, en veg og vanda af undirbúningi útgáfunnar hef- ur svonefnd Biblíulykilsnefnd haft. í Biblíulykli er í raun þrír lyklar. í fyrsta lagi aðallykill að biblíutextanum þar sem er að finna öll nafnorð, lýsingar- orð, flest sagnorð og hluta at- viksorða. í öðru lagi talnalyk- ill þar sem raðað er eftir tölu- gildi og í þriðja lagi er sérstak- ur nafnalykill með öllum þeim sérnöfnum sem koma fyrir í Biblíunni. ✓ Oska rökstuönings Davíös Oddssonar á veitingu embœttis umboösmanns barna. Benedikt Siguröarson skólastjóri á Akureyri bíöur svars: Komi ekki eölilegar skýringar hugsum við okkar gang „Viö bíðum eftir svari viö er- indi okkar og álítum reyndar aö fresturinn sé liöinn. Viö ættum í raun aö hafa svariö í höndum í dag. En þær skýr- ingar sem vib höfum beöið um eru ekki komnar. Ef ég man rétt er gert ráö fyrir tveggja vikna fresti til svars," sagöi Benedikt Siguröarson, skólastjóri Barnaskóla Akur- eyrar, sem almennt er reyndar kallaöur Barnaskóli íslands. Benedikt og Páll Tryggvason, sérfræðingur í barna- og ung- lingageðlækningum og barna- lækningum, skrifuðu í gær opið bréf til Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra í Morgunblaðið, vegna veitingar ráðherra á emb- ætti umboðsmanns barna til Þórhildar Líndal lögfræðings sem starfar við embætti fórsæt- isráðherra. Þeir Benedikt og Páll voru í hópi rúmlega tuttugu umsækjenda um starfið. En hver verður framvindan eftir að Davíð Oddsson hefur svarað bréfi þeirra í samræmi við hin nýju stjórnsýslulög? „Það veltur bókstaflega allt á því hvers eðlis og efnis svar ráð- herrans veröur. Ef hann gefur okkur þær skýringar sem full- vissa okkur um að allir umsækj- endur hafi notið jafnræðis, og ef einhverjar fyllri skýringar koma fram á hæfni og hæfnismati á þessum umsækjenda, þá höfum við fengið þær skýringar sem við höfum beðið um. Ef við fá- um hins vegar ekki skýringar umfram það sem kemur fram í fréttatilkynningu ráðuneytisins þá þurfum við að hugsa okkar gang," sagði Benedikt Sigurðar- son. í bréfinu í Morgunblaðinu segir að ekki verði séð að Þór- hildur skeri sig úr hópi umsækj- enda aldurs vegna, né heldur að hún hafi neina sérþekkingu á málefnum barna, hún hafi starf- að við lögfræðistörf og nú síðast við kynningarstörf í forsætis- ráöuneytinu. Margir í hópi um- sækjenda hafi hins vegar reynslu og menntun á svibum sem varða velferð barna. Minkar láta líka á sér kræla í borgarlandinu og barst fjöldi kvartana vegna þeirra. Var 31 minkur drepinn af starfs- manni meindýravarna, flestir þeirra við Elliðaárnar. Þrír starfsmenn unnu allt ár- ið ab meindýraeyðingu auk fimm skólastráka að sumar- lagi. Alls bárust 592 kvartanir yfir rottu- og músagangi. Hver kvörtun þýðir fjórar ferðir til eftirlits og skoðunar. Dreift var nærri 622 þúsund skömmtum af eitri í niðurföll og í fjörur borgarlandsins. Þá voru framleidd 5,6 tonn af út- rýmingarefni fyrir rottur og mýs, þar af var helmingurinn seldur til annarra sveitarfélaga í landinu. ■ Mikil spenno er nú ab foerast í prófkjör Framsóknarmanna í Reykjaneskjördœmi. Stubnings- menn Unnar Stefánsdóttur hafa nú opnab skrifstofu ab Hamraborg 5, þribju hœb, og er myndin tekin vib þab tcekifœri. Unnur býbur sig fram í 2. sceti listans. Verk og ákvarðanir stjórnmálamanna Sendiráö íslands kannast ekki viö íslenska vœndiskonu sem auglýsir blíöu sína í dönsku blaöi: íslensk blíða á 2000 kr. í Köben :rmg, versete/to ellpCover- oáfúm. Allg—-" {■c3 17 - 02 * 3543 l/au r0dt». sj avancsret ® 35^4 íil 02. Bártg ■gráSSSSS: 0124 1022 A BEA nybegy'U 24.^36 aperstnukke lodymaðsage albea ✓Satioi kun i I skabt, í der alli kropsm cocktail tion 10 pornoiirxLp f 3183 0826*v, 1 A BABOON.ÆGTE body to jpige. Privat, Weeken- A BABOON PVSSVCUŒ. ty. Flot.'uhSr. A BEj „íslensk ást — já takk" íútlöndum. Auglýsingin sem birtist íEkstra- blabinu. Björn Grétar Sveinsson, for- mabur Verkamannasambands íslands, segir aö fjárhagsleg afkoma hjóna á meðallaunum aðildarfélaga ASÍ hafi skerst um 455 þúsund krónur vegna ýmissa abgerða sem stjórn- málamenn hafa beitt sér fyrir á tímabilinu 1988-1994. Hann segir að þótt laun lág- tekjufólks innan aðildarfélaga ASI hafi hækkað um 1500% frá árinu 1980, hafi kaupmáttur / Deiglunni á Akureyri: Frá Þór&i Ingimarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyri. Sýning á barnabókum verður opnuö í Deiglunni í Grófargili í dag, laugardag. Á sýningunni verður einkum lögö áhersla á að kynna myndefni í barnabókum, en mynd- ir eru oft verulegur hluti þeirra bóka sem ætlaðar eru ungum lesendum og því mikilvægt að vandaö sé til hins sjónræna hluta ekki síöur en bókartexta. Nokkrar frumteikning- ar listamanna verða til sýnis á sýn- þeirra rýrnað um 25% til dags- ins í dag, en um 16% að teknu tilliti til eingreiðslna. Hann seg- ir að ástæðan fyrir þessu sé eink- um aðgerðir stjórnmálamanna, s.s. gengisfellingar og breytingar á skattaálögum eins og skerðing barnabóta og ýmislegt í þeim dúr þar sem álögur hafa verið auknar á fyrirvinnum heimil- anna. Ein af afleibingum alls þessa er m.a. aukin skuldsetning heimilanna. ■ ingunni í Deiglunni og rakinn verð- ur ferill mynda allt frá frumteikn- ingu til endanlegrar geröar eins og hún birtist í bókunum. Bækur eru fengnar að láni frá ýmsum forlögum og einnig hefur Amtsbókasafnið á Akureyri lánað bækur sem orðnar eru ófáanlegar hjá bókaforlögunum. Þá má geta þess að í þessum mánuði verður les- ið úr nýjum barnabókum á Café Karólínu, en kaffihúsið er við hlið Deiglunnar í Grófargili. ■ „Hún tekur 200 til 500 krónur danskar fyrir greiöann," sagöi umbobsmaöur íslenskrar vændiskonu í Kaupmanna- höfn þegar Tíminn forvitnaö- ist um þjónustu sem auglýst var í Ekstra-blaöinu sl. föstu- dag, um aö 22ja ára íslensk feguröardís væri tilbúin aö forfæra og dekra vib menn. Fátt varb um svör þegar Tím- inn vildi fá frekari upplýsingar um stúlkuna og hverra manna hún væri. Umboðsmaðurinn vildi heldur ekki tjá sig um hvort það væri söluvænlegra að taka það sérstaklega fram í aug- lýsingunni að stúlkan væri ís- lensk. Aðeins verð þjónustunn- ar fékkst gefið upp: 2.000 til 5.000 ísl. krónur. I auglýsing- unni kemur fram ab íslenska stúlkan sé falleg og nýbyrjub í greininni. Tíminn spurðist fyrir um verðlagningu hjá öðrum þjón- usuaðilum sem auglýsa blíðu sína í Extrablaðinu. Eftir þá at- hugun virðist sem hin íslenska sé með þeim ódýrari. Sendiráð íslands í Kaup- mannahöfn kannaðist ekkert við þetta mál. Jafnframt kvaðst Haukur Ólafsson starfsmaður þess ekki vita til þess aö íslensk- ar konur hefbu áöur haslaö sér völl í Danmörku í þessari at- vinnugrein. ■ Barnabókakynning

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.