Tíminn - 03.12.1994, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.12.1994, Blaðsíða 19
Laugardagur 3. desember 1994 Wimmn 19 Jóhann Sveinn Gubjónsson Jóhann Sveinn Guðjónsson fœddist í Reykjavík 27. júní 1948. Hann lést á Landspítalanum 24. nóvetn- ber síðastliðinn. Foreldrar hans eru Lydia Guð- jónsdóttir og Guðjón Teódórsson, sem látinn er fyrir nokkrum ámm. Systkini Jóhanns: Rúnar Guðjótt, Guðbjörg, Kjartan Sveitm og Teódór Helgi, settt er látinn. Eftirlifandi eiginkona Jóhanns er Elísabet Bjarnadóttir og eignuðust þau fjögur börtr. Bjarttheiði, Teó- dóru, Astu og Aðalheiði. Jóhantt vatrn ýmis störf til sjós og lands, m.a. við Mjólkurbúið á Hvamths- tanga og hin síðari ár við húsvörslu og handavitmukennslu við barna- skólann á Hvammstanga. Hann vinur okkar Jói er dáinn langt um aldur fram. Þó aö maö- ur hafi gert sér grein fyrir því síö- ustu mánuöi aö þaö stefndi hraö- byri í þessa átt, þá trúöi maöur þvi innst inni aö Jói myndi sigr- ast á þessum vágesti, enda var aldrei neinn vafi í huga hans Jóa að hann myndi vinna þetta stríö. Það var aldrei um uppgjöf eöa efa aö ræða. Þegar ég hugsa til baka, þá hellast minningarnar yfir. Viö Jói kynntumst fyrst er viö vorum saman í 7 ára bekk í Melaskóla. Síöan skildu leiðir um sinn, er hann fluttist brott úr hverfinu. Það var síðan 5 árum seinna, þeg- ar hann fluttist á Hringbrautina, aö leiðir okkar lágu saman á ný. Þá endurnýjuðum við kunnings- skap okkar frá því í æsku og úr varð vinskapur, sem alla tíö síðan hefur haldist og aldrei neinn skuggi falliö á, þótt fjarlægöin milli okkar hafi gert þaö aö verk- um að viö höfum ekki hist eins oft og báöir heföu kosið. Fljót- lega bættist þriöji félaginn, Jónas, í hópinn, en honum hafði Jói kynnst er hann bjó um tíma á Bollagötunni. Skólaganga Jóa var stutt og hann fór fljótt að vinna fyrir sér, en hann var góður nem- andi í lífsins skóla, námfús og móttækilegur. Á þessum unglingsárum var að sjálfsögöu margt brallað og var ein mesta ánægja okkar félaga að taka lagið saman, en Jói hafði á- gæta söngrödd. Þessum vana héldum við fram á síðustu ár og yfirleitt enduöu samverustundir okkar á þessari athöfn aö stilla saman strengi meö söng. Það var síösumars 1966, aö viö félagarnir ákváðum aö skella okkur á sveita- ball aö Víðihlíö. Þetta var örlaga- rík ferð fyrir Jóa, því þar kynntist hann Elsu, sem átti eftir aö veröa hans lífsförunautur, stoö hans og stytta og besti félagi upp úr því. Þaö kom fljótt í ljós eftir heim- komuna úr þessari ferö aö Jói haföi orðið fyrir ör úr boga Am- ors beint í hjartastað, og var hann ekki mönnum sinnandi fyrr en hann haföi hitt Elsu sína aftur. Þaö varö ekki aftur snúið, og skömmu síðar var Jói fluttur norður í land til Hvammstanga, en þar bjó Elsa. Bjó hann þar ætíö síðan. Þaö verður aö segjast, að við félagarnir vorum kannski ekki alltaf ánægöir meö þessa ráöstöfun í byrjun, en þegar viö kynntumst Elsu betur þá fundum við fljótt að þar hafði Jói eignast einstaka konu. Jói var alla tíð kvenhollur og eignuðust þau hjón 4 mannvænlegar dætur, sem sakna pabba síns sárt. Jói var einstakur drengur og átti fáa sína líka. Hann varö snemma aö sjá sér farboröa og tók því snemma út sinn þroska, en hann þroskaöist alla tíö á já- kvæöan hátt. Viöhorf hans til lífsins og tilverunnar voru alla tíö jákvæö og hans lífsmottó var aö það ætti aö ríkja jöfnuður og bræöralag í samfélaginu. Ég hef grun um að Elsa hafi átt ríkan þátt í aö rækta þessi jákvæðu viö- horf. Undanfarin 3 ár, eftir að Jói greindist með þann sjúkdóm sem að lokum hafði sigur yfir honum, voru erfið. En það er aðdáunar- vert hverning þau hjón tóku á málum. Þaö hvarflaöi aldrei að Jóa aö gefast upp. Hann ætlaði að sigrast á sjúkdómnum. Þessi af- staöa geröi þaö aö verkum, aö þau hjón áttu margar yndislegar stundir saman á þessum árum vonar og ótta. En enginn má við margnum og nú er annar af mín- um bestu vinum fallinn frá í blóma lífsins. Þaö var svo margt sem hann átti eftir ólokið. En minningin um góðan dreng og einstakan vin og félaga lifir. Elsku Jói, líði þér vel fyrir hand- an og hittumst glaöir í fyllingu tímans. Elsku Elsa og fjölskylda. Viö hjónin biðjum Guö að blessa ykkur, styrkja og styöja í þessum þrengingum. Þú hefur misst mik- iö, en þú hefur einnig eignast mikiö, sem aldrei veröur frá þér tekið. Móður Jóa, systkinum og öör- um ástvinum sendum við inni- legar samúöarkveðjur. Blessuö sé minning Jóa. Nú andar suðrið sœla vindum þýðum. k sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fógru landi ísa, að fósturjarðar mitmar strönd og hlíðum Ó heilsið öllum heima rómi blíðum um haeð og sund í Drottins ást og friði. Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði. Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum. (Jónas Hallgrímsson) Ottó og Þorbjörg Okkar góöi vinur Jóhann Sveinn Guðjónsson, til heimilis aö Ás- braut 6, Hvammstanga, er látinn. Kynni okkar vinanna hófust þeg- ar Jói fluttist á Bollagötuna í Reykjavík um 1960 og skömmu síðar á Hringbrautina, sem varö til þess aö leiða okkur vinina þrjá saman. Upp úr því þróaöist traustur og náinn vinskapur, sem staöiö hefur allt til þessa dags án þess aö nokkurn skugga hafi bor- iö á. Það var fátt sem við vinirnir stóðum ekki saman að í frítíma okkar á unglingsárunum, hvort t MINNING heldur var Ieikur, skemmtanir eöa ferðalög. Nærri því á hverj- um degi var haft samband til aö mæla okkur mót til að fara í sund í Vesturbæjarlauginni, skauta á Reykjavíkurtjörn, sækja einhvern skemmtistaöinn eða ganga um miðbæinn svo eitthvað sé nefnt. Þrátt fyrir aö við sæktum ekki skóla saman, áhugamál okkar yrðu ólík og langt yröi á milli okkar hvaö búsetu varðar, slitn- aöi aldrei sú taug sem tengdi okkur saman. Sumarið 1966 fórum við vin- irnir eina helgi norður í Húna- vatnssýslu og fórum meöal ann- ars á ball þar um slóðir. Þar kynntist Jói Elsu og var þaö upp- hafið aö sambandi þeirra, ástríku og hamingjusömu hjónabandi. Jói fluttist þá til Hvammstanga og hófu þau Elsa búskap þar. Þrátt fyrir vegalengdina, hélst alltaf samband á milli okkar. Hittumst viö hjónin oft í heim- sóknum hvert hjá ööru eöa mæltum okkur mót annarstaðar. Áttum við m.a. góöar stundir viö Selvallavatn á Snæfellsnesi og í sumarbústaö Jóa og Elsu viö Vest- urhópsvatn. Það er margs að minnast, margra góöra stunda meö Jóa og síðar meö Jóa og Elsu. Jói var alla tíð traustur og góöur vinur, skipti sjaldan skapi, en kæmi það fyrir stóð það ekki lengi. Lífsgleöin skein alltaf af honum. Hann var alla tíð hreinskiptinn og sagði meiningu sína umbúöalaust og af hreinskilni, en tók þó ævinlega tillit til og bar viröingu fyrir skoöunum og tilfinningum ann- arra. Hann var vel heima og fylgdist gjörla meö þjóömálum og oft var rökrætt um hin marg- víslegustu mál fram eftir nóttum. Sá sálarstyrkur, sem Jói bjó yfir, kom gleggst í ljós þegar hann greindist með þann sjúkdóm, sem dró hann aö lokum til dauða langt fyrir aldur fram. Staöfastur ásetningur í aö berjast gegn þess- um sjúkdómi og bjartsýni á aö þaö tækist, er lýsandi fyrir þann mann sem Jói hafði að geyma. Elsa reyndist honum mikil stoö og stytta í þessum erfiöleikum og kom þá berlega í ljós hversu náin tengsl voru á milli þeirra og ást- ríkið mikið. Elsku Elsa og börn. Sagt er aö tíminn lækni öll sár og svo mun einnig veröa í þetta sinn. Þaö skarö, sem brotthvarf Jóa skilur eftir sig, veröur aldrei fyllt, en eftir lifir minningin um góöan eiginmann og fööur, einlægan og traustan vin, minningar sem eru huggun harmi gegn og ylja munu um hjartarætur um ókom- in ár. Vorboðinn Ijúfl, fiiglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvaeðin þín! heilsaðu einkum, ef að fyrir ber etigil með húfu og rauðan skúf, í peysu. Þröstur minn góður! það er stúlkan tnín. (Jónas Hallgrímsson) Jónas og Guðrím DAGBOK IWVJWWUVAAA/UVJUUI Lauqardaqur 3 desember 237. dagur ársins - 28 dagar eftir. 48. vika Sólris kl. 10.50 sólarlag kl. 15.45 Dagurinn styttist um 4 mínutur Félag eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni Sunnudag í Risinu: Brids- keppni, tvímenningur, kl, 13 og félagsvist kl. 14. Dansað í Goðheimum kl. 20. Villingaholtskirkja í Flóa Aðventukvöld kl. 21. Ræðu kvöldsins flytur Eyvindur Er- lendsson leikstjóri. Kristinn Ág- úst Friðfinnsson. Lýbveldisganga Útivistar: Samskipti og sam- göngur áriö 2004 Á morgun, sunnudag, lýkur Lýðveldisgöngu Útivistar. I gönguferðinni á morgun, sem hefst á Ingólfstorgi kl. 10.30, verður reynt með aðstoð fróðra manna að mynda framtíðarsýn af samskiptum og samgöngum árið 2004. Gengnar verða skemmtilegar leiðir um Höfnina, Kvosina, Melana og Vatnsmýrina og í lokin farin hressandi göngu- ferð meðfram Skerjafirði. Komið verður til baka á Ingólfstorg um kl. 16. Allir eru velkomnir í þessa forvitnilegu ferð. Ekkert þátt- tökugjald. Innra-Hólmskirkja Aöventuhátíð kl. 20.30. Kirkju- kór Innra-Hólmskirkju syngur undir stjórn Kristjönu Höskulds- dóttur organista. Halldór Jónsson héraðslæknir flytur ræðu. Barna- kór syngur og börn flytja helgi- leik. Einnig verður upplestur og systurnar Unnur og Kristín Sigur- jónsdætur leika á fiðlu. Sóknar- prestur. Baröstrendinga- og Djúpmannafélagiö verður með félagsvist á Hallveig- arstöðum kl. 14 í dag. Góð verð- laun. Allir velkomnir. Akureyri: Barnabókasýning í Deiglunni í dag kl. 14 verður opnuð barnabókasýning í Deiglunni á Akureyri. Bækurnar eru fengnar frá allmörgum bókaforlögum í landinu, en Amtsbókasafnið hef- ur lánað þær sýningarbækur sem eru ófáanlegar hjá forlögunum. Einnig nýtur sýningin stuðnings bókaverslunarinnar Bókvals. Þeg- ar líða tekur á desember mun Ca- fé Karólína bjóða upp á upplestur fyrir unga sýningargesti. Sýning- in verður opin daglega frá kl. 14 til 18. Frammarar halda hátíö í kvöld heldur handknattleiks- deild Fram fögnuð í hinu nýja íþróttahúsi félagsins við Safamýri 26. Samkvæmið hefst stundvís- lega kl. 20 og boðið verður upp á pinnahlaðborð. Þorgeir Ástvalds- son, Ómar Ragnarsson og Árni Johnsen munu sjá um fjörið og að lokum leikur hljómsveitin 66 fyrir dansi. Miðaverð 750 kr. Allir Frammarar hvattir til að fjöl- menna. Happdrætti Bókatíö- inda 1994 Happdrættisnúmer laugardags er 79904, sunnudags 70297 og mánudags19437 Jól í Stöölakoti í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg stendur nú yfir sölusýning á handgeröum jólamunum nokk- urra listamanna: skartgripum, leir- og postulínsmunum, dúk- um, handþrykktum bókum, jóla- kortum, gjafaöskjum og fleiru. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 til jóla. Fyrirlestur um „dauöa" Buddha Kímið — hópur áhugafólks um búddíska hugleiðslu — gengst á morgun, sunnudaginn 4. des., fyrir fyrirlestri um uppljómun og dauða í búddisma. Fyrirlesari er Vésteinn Lúðvíksson. Hvað er vöknun eða uppljóm- un? Og að hvaða leyti er dauð- dagi hins vaknaöa frábrugöinn dauðdaga okkar hinna? Fyrirlesturinn er haldinn að Ánanaustum 15, 3. hæð, og hefst kl. 14. Abgangseyrir er 500 kr. Opiö lengur í Kringlunni í dag verður opið frá kl. 10 til 18 í Kringlunni og á morgun frá kl. 13 til 17. Kveikt verður á jóla- tré Kringlunnar á morgun ki. 15. Ýmsar abrar uppákomur verba um helgina. í dag kl. 14 og 15 tekur Kvennakór Suðurnesja lag- ið og í dag kl. 13 og á morgun kl. 16.30 syngur söngtríó leikfélags- ins Frú Emilíu, Skárra en ekkert, lög úr leikritinu Kirsuberjagarö- inum, sem nú er sýnt við miklar vinsældir. Einnig mun söngsveit Fílharmoníu syngja jólalög fyrir Kringlugesti kl. 16 á morgun. Kolaportib: Islenskur handverks- markaöur og Jóla- portiö íslenskur handverksmarkaður verður í hliöarsal við markaðs- torg Kolaportsins þessa helgina. Þar munu um 50 aðilar víðsvegar af landinu bjóða upp á listmuni, fatnað, skreytingar og annað sem þeir framleiða. Markaðurinn verbur opinn á sama tíma og markaðstorgiö, laugardag kl. 10- 16 og sunnudag kl. 11-17. Á mánudaginn opnar Jólaport- ib, einn stærsti jólamarkaður landsins á þessu ári. Það verður opið alla virka daga kl. 14-19 og á Þorláksmessu kl. 14-22. í Jóla- portinu munu 100 seljendur bjóða upp á jólavöru, jólamat, jólaföt og fjölbreytt úrval af gjafavöru. Sala á jólatrjám hefst síðan 12. desember í austurenda Kolaportshússins. íslandsdeild Amnesty International er nú að hefja sölu á jólakort- um ársins 1994 og vonast samtökin til að sem flestir sameini stuðning við brýnt málefni fallegri jólakveðju með kaupum á kort- um frá Amnesty International. Nokkur undanfafin ár hefur íslandsdeildin gefið út listaverkakort og hefur sala þeirra verið ein helsta fjáröflunarleið deildarinnar. Kortið í ár prýðir mynd af málverkinu „Mótun" eftir Tolla. Kortin eru seld á skrifstofu samtakanna ab Hafnarstræti 15 í Reykjavík. Þar er einnig tekið á móti pöntunum í síma 16940 (fax 61694Ö).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.