Tíminn - 03.12.1994, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.12.1994, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 3. desember 1994 WWfMW STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiöja hf. Mánaöaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Þjóðarbókhlaðan: geymslustabur eða lifandi mibstöb þjóbmenningar? Á fullveldisdaginn 1. desember var þjóbarbókhlaöan á Melunum vígð viö hátíðlega athöfn. Það markar þáttaskil í fleiri en einu tilliti. í fyrsta lagi lýkur hér langri byggingarsögu þessa mikla húss. Sú saga hefur orðið mörgum umræðuefni og hneykslunarhella. Hins vegar skiptir mestu máli nú að hlúa að þeirri starfsemi, sem fram fer í húsinu, og hugsa um framtíðina. Þau þáttaskil verba einnig að Landsbókasafn og Há- skólabókasafn eru sameinuð. Með því ætti ab verða til öflugri stofnun og færari um að sinna hlutverki sínu. Bókhlaða á að vera annað og meira en geymslustað- ur fyrir misjafnlega gamlar bækur og skjöl, þótt vissu- lega beri alls ekki að gera lítið úr því hlutverki. Marga dýrgripi má finna innan veggja þessara safna, sann- kallabar þjóðargersemar. Ytri umbúnaður um þær er alvörumál. Þjóðarbókhlaða á að vera lifandi miðstöð upplýs- inga fyrir þá sem leita þekkingar, hvort heldur um er að ræða námsmenn, fræðimenn eða allan almenning í landinu, sem leitar sér lífsfyllingar með því ab stunda bókasöfn og grúska. Aðferðir við þetta upplýs- ingahlutverk þurfa að vera í sífelldri þróun, því tækn- in eykur möguleikana á þessu sviði óendanlega. Því er nú mest um vert að horfa ódeigir til framtíðar og skapa þessum virðulegu stofnunum góö starfsskilyrði í þessum nýju húsakynnum. Hins vegar má tækniþróunin aldrei yfirgnæfa hið lifandi samband almennings í landinu við bókina. Þjóðarbókhlaða verður því að þjóna hlutverki sínu sem bókasafn, þar sem fólk kemst í snertingu við dýr- gripi þjóðarinnar á þessu sviði. Tölvuskjárinn kemur ekki í stabinn fyrir slíkt samband, þótt vissulega sé hann hið mesta þarfaþing. íslendingar stæra sig af því að vera bókmenntaþjóð, og vissulega hefur bókaútgáfa hér á landi verið mikil að vöxtum og stendur djúpum rótum. Arfur íslend- ingasagnanna vekur athygli um víða veröld. Það eru hins vegar miklar blikur á lofti í bókaútgáfu í landinu. Gróin bókaforlög leggja upp laupana og útgáfan fær- ist á færri hendur. Að vísu er enn að finna myndarleg bókaforlög, en þó verður ekki hjá því komist að álykta að bókin sé að hörfa um set. Virðisaukaskatturinn, sem tekinn var upp á bækur, blöb og tímarit, var óheillaskref. Sú aðgerð hefur áreiðanlega þegar haft þau áhrif að veikja stöðu bókarinnar, og það er mjög miður. Það, sem verra er, er að þessi aðgerð sýnir stefnuleysi og kæruleysi um menningarmál. Það verður ekki hjá því komist að rifja þessar stað- reyndir upp, þótt nú sé ástæða til þess að fagna því að miðstöð bókarinnar í landinu hefur fengið bætta að- stöðu. Bókin er einn þáttur í þjóðarbókhlöðu, en hand- ritasafn Landsbókasafns er ekki síður merkilegur þátt- ur, sem þarfnast alúðar og umhirðu. Bréf og handrit eru frumgögn, sem veita snertingu við fortíðina á einkar áhugaverðan hátt. Þessi þáttur er hljóðlátur í eðli sínu, en í handritasafninu er að finna margan dýrgrip, sem upplifun er að skoða og komast í snert- ingu vib. Það er von Tímans að þjóðarbókhlaðan verði til þess að næra rætur þjóðmenningarinnar, því ekkert heldur þessari ljtlu þjóð betur saman en einmitt hún. Reif í sundur þjóbina Birgir Guömundsson skrifar Um það leyti, sem Norðmenn stóðu á hápunkti deilunnar um aðild að Evrópusamband- inu, kom út á íslandi safnplata með danslögum sem slegið hafa í gegn á íslandi og í Evr- ópu. Þessi útgáfa átti í sjálfu sér ekkert sameiginlegt með þjóðaratkvæðagreiðslunni í Noregi annað en nafnið. Plat- an heitir „Reif í sundur", en eitt helsta einkenni þjóðarat- kvæðagreiðslunnar í Noregi var einmitt að hún reif í sund- ur norskt þjóðfélag. Þjóðaratkvæðagreiðslan hef- ur gjörsamlega splundrað upp norsku þjóðinni, eins og hún raunar gerði líka í Svíðþjóð og Finnlandi. En auk þess að splundra upp þjóðinni, hefur EES-málið splundrað upp flokkakerfinu og ríkisstjórnar- stöðugleika. Ýmsum hefur komið á óvart að þjóðaat- kvæðagreiðslan nú er nánast endurtekið efni frá því í sept- ember 1972. Þá hristi málið svo rækilega upp í norskum stjórnmálum og samskiptum milli aðila, að mörg ár tók að skapa sæmilegan frið á ný. Þó má segja að orrustan um ESB í Noregi hafi verið orrusta sem varð að fara fram, til þess að eðlileg pólitísk umræða, eins og hún hafði þróast, fengi nauðsynlega útrás. Gamalt mál í Noregi Aðildarmálið hafði nefni- lega verið á dagskrá í Noregi talsvert lengi, því strax árið 1962 hafði aöildarmáliö orðið að nokkru hitamáli, þegar 3/4 Stórþingsins samþykktu að fylgja fordæmi Breta og sækja um aðild að bandalaginu. Það var hins vegar andstaða de Gaulles við stækkun banda- lagsins, sem hindraði fram- gang málsins þá og einnig 1967, þegar Norðmenn og Bretar tóku málið upp á ný. Þegar aðildarmálin komu á dagskrá í kosningum 1970 og urðu síöan aðalorsök stjórnar- slita ríkisstjórnar borgara- flokkanna 1971, má segja að málið hafi loksins náð að springa út af fullum krafti. Þá eins og nú voru það fyrst og síðast fulltrúar kerfisins og þeir, sem voru nálægt því, sem voru með aðild, en lands- byggðin og almenningur á móti. Davíð Oddsson lýsti því yfir á dögunum að hagsmunaaðil- ar og valdastéttin berðust fyrir aðild, gegn mótmælum fólks- ins. Hafi sú lýsing verið rétt nú, gildir nákvæmlega það sama fyrir kosningarnar 1972 og er það mynstur raunar talið eitt af aðaleinkennum málsins af fræðimönnum, sem ritað hafa um þjóðaratkvæðið 1972. Annað einkenni, sem fræði- menn hafa dregið fram, er það hversu þversum málið kemur á flokkakerfiö, vegna þess að afstaða til þess mótast ekki á hinum hefðbundnu hægri- vinstri forsendum, sem flokka- kerfiö byggir á. Flokkarnir klofna þess vegna uppúr og niðrúr margir hverjir og ab- eins örfáir þeirra eru einhuga um afstööu, á meðan óvenju- leg bandalög hægri afla og krata eða miðjumanna og vinstri sósíalista myndast með og móti aðild. • Hættlr Gro Harlem? Nú eins og 1972 eru uppi háværar kröfur um breytingu á ríkisstjórninni í Noregi og ýmsir hafa orðið til að krefjast afsagnar Gro Harlem Brundt- land. Minnihlutastjórn Verka- mannaflokks Tryggva Bratteli sagði af sér eftir þjóðaratkvæð- ib 1972, og starfsstjórn ESB- andstæðinga úr Miðflokki, Kristilegum og Frjálslyndum tók við fram að kosningum 1973. Hvað gerist hjá norsku ríkis- stjórninni núna á enn eftir að koma í ljós, þó ýmislegt bendi til ab Gro Harlem geti setið áfram, úr því búið er að fá nið- urstöbu í þetta mál og taka að- ildina sem slíka af hinni pólit- ísku dagskrá. Gro Harlem nýt- ur þrátt fyrir allt trausts á flest- um sviðum og þab ætti að ráða miklu eftir að ESB-málið er henni ekki lengur að fótakeflir Það er því ekki ofsögum sagt ab þrátt fyrir að umræðan um ESB hafi verið meira og minna á dagskrá í Noregi síðan 1962 og umræðan náb að þróast og gerjast í rólegheitum, þá hefur hún í tvígang náð að rífa í sundur þjóbfélagið og flokka- kerfið með tilheyrandi ólgu, óstöðugleika og beinum og óbeinum tilkostnaði. Málib ótímabært á íslandi Þessi niðurstaba er í raun óumdeild og augljós. Hins vegar vaknar sú spurning hvort slík aðildarumræða sé í raun tímabær á íslandi, þar sem máliö er til þess að gera nýtt og hefur ekki gerjast í um- ræðunni í áratugi. Slíkt verður að teljast afskaplega vafasamt. Pólitískt landslag á íslandi er um margt mjög svipab og í Noregi, þar sem burðarásar stjórnmálanna em hægri- vinstri stefnuás, auk þess sem byggöasjónarmiö fléttast inn í stjórnmálaátökin með mjög sérstökum hætti. Styrkleika- hlutföll flokkanna innbyrðis eru að vísu mjög ólík í Noregi og á íslandi, en snertifletir átakanna eru það ekki. Þess vegna hefur spurningin um ESB-aðild alla burði til að verða að stórmáli hér á sama hátt og í Noregi. Þegar við þetta bætist að fullkomlega óvíst er hvort ESB hefur nokk- urn áhuga á að ræða vib ís- lendinga um aðild, virðist það fráleitt að rífa í sundur fribinn með því að reyna að leggja inn umsókn áður en meðgöngu- tími umræðunnar er að fullu liöinn. Niburstaðan frá Nor- egi, þar sem málið var búið að vera á dagskrá í þrjátíu ár, ætti að kenna íslendingum ab það þurfa að koma til gríðarlega veigamikil rök, ef menn ætla ab rífa þjóðina í sundur með því ab keyra fram aðildarum- sókn og þjóðaratkvæða- greibslu í framhaldinu. Farvegur umræbunnar Engu að síður eru þessi mál á dagskrá í stjórnmálaumræð- unni og ljóst er að menn og flokkar verða að koma sér sam- an um að finna þessari um- ræðu einhvern ramma eba far- veg. Fyrst um sinn verður það því viðfangsefni Evrópuum- ræðunnar að ná pólitískri lendingu um það hvernig staðið verður að umræðunni sjálfri. Tvær meginleiðir virb- ast uppi. Annars vegar er það sú leið sem segir að íslenskum hagsmunum verði best borgið með því ab banka upp á hjá ESB og athuga hvað fæst í samningaviðræðum, semja síðan og bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði. Þetta er vond leið, sem norska reynsl- an ætti að forða okkur frá. Hin leiðin felst í því að reyna að skilgreina vel og vandlega hvað það er sem menn vilja fá út úr Evrópusamstarfinu og tryggja samhliða augljósa við- skiptahagsmuni með tvíhliða samningum. Þegar menn hafa þróað þá umræðu um skeið og séð hvernig ESB sjálft þróast, er eðlilegt að fara ab huga að því, hvort íslendingar eiga er- indi inn í bandalagið. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.