Tíminn - 03.12.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.12.1994, Blaðsíða 10
10 tymmn Laugardagur 3. desember 1994 Hagyrðingaþáttur Hennar heilagleiki Heilög Jóhanna, hún er hin bjarta sól. Hvítu dúfunni keppast menn við að hrósa. Eftir leiða langferð leita margir í skjól, lið í sárum sem fólkið vildi ekki kjósa. Aðdáandi Meira um Jóhönnu: Það mun tíminn leiða í Ijós, líkast til í vetur, hvort Jóhanna með rauða rós rambað áfram getur. Þ.Dan. í síðasta þætti var birt feluvísa og beðið um fleiri slíkar, og ekki stendur á viðbrögðum þegar hagyrðingar bregða fyrir sig betri fætinum og gera að gamni sínu. Feluvísur I. Ekki mun hann óska neinum alls þess vanda, sem hann reyndi ungur, enda ekki gott í slíku að lenda. í braghenduformi: Ekki mun hann óska neinum alls þess vanda, sem hann reyndi ungur, enda ekki gott í slíku að lenda. IJ. Ýmsir hata miðjumoðið meira en Dóri, en nú er þörf að vinna og vera á verði um það, sem ber að gera. í braghenduformi: Ýmsir hata miðjumoðið meira en Dóri, en nú er þörfað vinna og vera á verði um það, sem ber að gera. I.G. Viösjál grein Viðsjál grein er vísnasport, vekur þeim sem geta ort illan grun um gœfuskort, gengistap afverstu sort. Það má dœma dellumeik, drífðu þig í vísnaleik. Við skulum ekki vaða reyk, verum hvergi hrœdd og smeyk. Rím og stuðlar standa enn, stöðu foma öðlast senn. Orðsins list þeim ungu kenn íslands tungu hagleiksmenn. Búi Hagleiksmaður á íslands tungu, hann Búi. í síðasta þætti var birtur oddhendur fyrripartur: Að yrkja Ijóð er iðja góð, og okkar þjóðar gaman. Botn: Draga í óðar dýran sjóð, dýpstu hljóðin saman. Fyrriparturinn er eftir Pétur Stefánsson, en botninn gerði Engilbert á Hallsstööum. Að lokum nýr fyrripartur eftir Pétur: Enn er risið aflið nýtt upp úr krataflokki. Góða skemmtun! Botnar og vísur sendist til Tímans Stakkholti 4 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILECA Verslunarferðir til útlanda Hvers vegna fer sérfræöingur í litgreiningu, framkomu og vali á fatnaði og fleiru sem fólk gengur í og meö, sem farar- stjóri í verslunarferöir til út- landa? Heiöar Jónsson hefur fariö og fer í slíkar ferðir til aö leiðbeina fólki um val á varningi, en ferðir þessar þykja sumum óþjóöhollar og aö fólk eigi að versla heima hjá innlendum kaupmönnum, en ekki erlend- um í útlöndum. Hvers végna? Svar: Ég hef í fyrirlestrum mínum í Reykjavík og úti á landi bent fólki á aö versla heima, vegna þess að það held- ur atvinnu í landinu og ég hef ekki verið því neitt hlynntur að fólk versli mikið erlendis, per- sónulega. Þegar ég fæ tilboö um að fara út og aðstoða fólk við að versla erlendis, rísa sumir verslunar- eigendur upp og maður fær að heyra það beint og óbeint að ég sé að svíkja lit og fólk óánægt með að ég skuli vera að sinna þessum starfa. Ég fæ tækifæri til að svara einstaka verslunarmanni sem kemur beint að mér og talar um málin. Ég veit ekki til að ís- lenskar verslanir, með örfáum undantekningum, ráði mig í vinnu þannig að ég fái hjá þeim salt út í minn graut, á meðan mig grunar að margir íslenskir verslunareigendur fái vel fyrir salti í sinn graut, þótt einstaka sál tínist til útlanda. Forsenda þess að ég fari ekki sem fararstjóri til þess að hjálpa íslendingum að versla erlendis, er að ég hafi kannski eitthvert lífsviöurværi af því að kenna og segja fólki að kaupa íslenskt. En meðan það eru svona fáir aðilar sem sá sér akk í því að notfæra sér mína þjónustu til þess aö selja sína vöru, þá verð ég náttúrlega að fara aðrar leið- ir til að leita mér að salti. Hrist upp í atvinnulífinu Þeir, sem nú eru að krítisera að ég fái að vinna fyrir mér, eru m.a. kaupmenn sem eru að rakka niður hugtakið litgrein- ingu og grafa þannig undan mínu viðurværi. Annars finnst mér þetta komplíment að það skuli hrista upp í íslensku atvinnulífi að ég fari í sjö daga til Edinborgar til aö hjálpa nokkrum manneskj- um að versla, þótt í leiðinni sé dálítið persónulega að mér veg- ið. Á íslandi eru ágætar verslanir og góð þjónusta, en mikið vantar á að þaö sé alls staðar. Hvernig áég aö vera? Heiðar jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Sumt verslunarfólk vill bara selja og selja föt og annað, sem alls ekki passar fólki, og gerir sér enga rellu út af því þótt það missi kúnnann að eilífu, þegar hann kemst að því að hann sit- ur uppi með dýra vöru sem hann getur ekki notaö. Margt fólk þarf góðar leið- beiningar um vöruval. Það hafa ekki allir jafngóða þekkingu á vöru og smekkurinn bregst því miður alltof oft og fólk er að kaupa sitthvað sem bæði fer því illa og passar ekki. Eg hef gert samninga við nokkrar verslanir hér heima um að vera viðskiptavinum til aðstoðar við val á vörum. Þetta hefur gengið mjög vel, allir eru ánægðir og allir fá eitthvað fyr- ir sinn snúö. En ekki er svo mikið að gera í bransanum að ég geti neitað að taka að mér verkefni erlendis þegar það býðst. En ég vildi miklu fremur vera í íslenskum verslunum en útlendum til að leiðbeina íslenskum kúnnum um vöruval. Gott af samkeppninni Ég hef þá skoðun að ef við nýttum okkur ferðalög til út- landa til þess að bjarga hjóna- böndunum okkar, til þess að skemmta okkur, til þess að njóta menningar og lista, og kaupa okkur síðan eina skó eða einn jakka, af því aö við erum á ferðinni, þá höfum við bæði meira út úr ferðalögum, svo og að íslendingar í framleiðslu- og verslunarstétt hafa fleiri at- vinnutækifæri, ef megnið af versluninni fer fram hér heima. Svo hefur íslensk verslun ekkert nema gott af því að fá svolitla samkeppni. Kaupmenn vanda sig þá betur við innkaup og á undanförnum árum hefur vöruverð hér farib lækkandi, sem sumpart stafar af því að ís- lenskir verslunarmenn hafa tekið höndum saman um að missa ekki verslunina úr landi og vanda sig betur aö þjóna sínum viðskiptámannahópi. Ég vil benda öllum, sem ætla til útlanda að versla, ab fara fyrst í búð hér heima’og athuga vel verð og gæði vara, sem eru sambærilegar við þær sem það hyggst kaupa erlendis, því að það er í þó nokkrum tilfellum ódýrara að versla hér heima en erlendis. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.