Tíminn - 10.12.1994, Side 11

Tíminn - 10.12.1994, Side 11
Laugardagur 10. desember 1994 11 Reynsla — þekking — forysta DRIFA í 1. SÆTI Veljum Drífu Sigfúsdóttur, forseta bœjarstjórnar Keflavíkur — Njarðvíkur — Hafna, í 1. sœti í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjaneskjör- dæmi í dag. Metum þekkingu hennar og reynslu í stjórn- málum. Stuðningsmenn. þá verður að fylgjast vel með honum. Stofnstærð loðnu er mæld með svokallaðri bergmálsað- ferð, það eru notaðir sér- hannaðir dýptarmælar og tölvur sem mæla styrkleika endurvarpsins. Síðan eru tekin togsýni til að ákvarða aldur og kynþroska og stærðarsamsetningu. Sam- kvæmt síðustu mælingum er veiðistofninn ekki nema tæp 700 þúsund tonn. Sam- kvæmt áætlunum hefði hann átt að vera um 1,5 milljónir tonna, sem er al- gengt að hausti ef lítið hefur verið veitt. En við skoðum þetta betur í janúar," segir dr. Hjálmar Vilhjálmsson. Ritgerð dr. Hjálmars heitir The Icelandic Capelin Stock, Capelin, Mallotus villosus (Miiller) in the Iceland-Green- land-Jan Mayen area. And- mælendur voru Odd Nak- ker, fyrrum forstjóri norsku Hafrannsóknastofnunarinn- ar fyrir hönd Háskólans í Björgvin, prófessor Victor Öilstad frá Háskólanum í Tromsö, og dr. Jakop Gjö- sæter, prófessor viö Oslóar- háskóla. Lobna. Málverk á silki eftir Di Dabinett, sem býr á Nýfundnalandi. það væri eiginlega ómögu- legt að ekkert heillegt væri til um þennan fisk. Fiski- fræðingar voru þá í vaxandi mæli farnir að vinna á fjöl- stofna grundvelli, það er með hliðsjón af því hver æti hvern, og það var farið að spyrja mann fleiri og fleiri spurninga um loðnu, hátta- lag hennar, hvers konar bráð hún væri og svo fram- vegis. Það fór sívaxandi tími, bæði minn eigin og annarra, í vangaveltur um loðnuna og hlut hennar í lífríkinu og ég gat þess utan ekki hugsað mér að ævistarf- ið endaði sem einhverjar vélritaðar skýrslur niðri í skúffu. Þetta varð til þess að ég, í samstarfi og samráði við stjórnendur Hafrann- sóknastofnunar, ákvaö að gera dæmið upp. Þetta upp- gjör, eða doktorsritgerð sem nú er orðin, er einfaldlega heildarmynd þeirra rann- sókna sem ég, ásamt vinnu- félögum mínum, hef stund- að frá 1966 til loka vetrar- vertíðar 1993. Ég hef reynt að fjalla um hina ýmsu þætti rannsókn- anna og vega þá og meta. Athuga hvort við þekkjum hlutina, hvort við þekkjum þá vel eða illa og ekki síst hvað við þekkjum ekki, en þyrftum aö þekkja. Niðurstaðan er sú að við vitum talsvert mikið um loðnu. Þess vegna tel ég til dæmis aö við höfum komist gegnum þennan veiðiskap án þess að ganga frá loðn- unni. Hrunið 1980 og aftur 1990 er ekki afleiðing veið- anna. Það var að vísu veitt grimmt í fyrra tilvikinu og loðnan hrygndi lítið í ein tvö ár, en þetta slapp fyrir horn. Ég held reyndar að það sé heppni. En engu að síður má ráöa af þeim gögn- um, sem til eru, að það voru ekki veiðarnar sem ollu afla- brestinum. Nú hefur margt skýrst varöandi það hvar við stöndum, hvort við þekkj- um hlutina vel, sæmilega eða alls ekki. Nú er hægt að stilla sér upp við markið aft- ur og taka þá fyrir þætti sem maður veit ekki nægilega mikið um. Og það er alveg ljóst að það er eftir margra ára vinna. Félagslyndur fiskur „Loðnan er laxfiskur og ber þess augljós merki, er til dæmis með veiðiugga og drepst við hrygningu. Það eru tvö aðaleinkennin. Svo er hún fjarskyld síldfiskum. Hún er afar félagslynd, þó mismikið, eins og kemur fram í því að ekki hefur ver- ið hægt að veiða hana á haustin og veturna undan- farin ár. Það var hinsvegar algengt á þeim tima áður fyrr, að veiðin væri góð á þeim árstíma. En af því að loðnan er félagslynd og auð- veidd síðustu vikur fyrir hrygningu, þá er ekki nokk- ur vandi að hreinsa stofninn upp þegar magnið er tak- markað. Ef menn ætla að nýta loðnustofninn af viti, Útboð Tilboð óskast í byggingu tveggja útstöðva (símstöðva). Önn- ur byggingin verður reist á lóð við Starengi í Reykjavík, en hin á lóð við Smárann í Kópavogi. Verkið nær til fullnaðarfrágangs tveggja húsa. Hvort húsib verbur 71 m2/255 m3 að stærð. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 13. desember 1994, hjá fasteignadeild Pósts og síma, Pósthús- stræti 5, gegn 10.000,- króna skilatryggingu. Tilboð verða opnub fimmtudaginn 5. janúar 1995 kl. 11:00. Reykjavík, 8. desember 1994, Póst- og símamálastofnunin. Útboð Tilbob óskast í breytingar á póst- og símahúsinu, Aust- urvegi 24-26, á Selfossi. í verkinu felst að endurnýja hluta hússins að innan, reisa veggi, klæða loft, koma fyrir raf- og hitalögnum, leggja gólfefni, mála húsið að innan, koma fyrir nýjum glugg- um, stiga o.fl. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeginum 13. desember 1994, hjá fasteignadeild Pósts og síma, Pósthússtræti 5, 101 Reykjavík, og á skrifstofu stöðvar- stjóra Pósts og síma á Selfossi gegn 20.000,- króna skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu fasteigna- deildar þann 5. janúar 1995, kl. 14:00. Reykjavík, 8. desember 1994, Póst- og símamálastofnunin. Laust lyfsöluleyfi, sem forseti íslands veitir Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Patreksfirði (Patreks Apó- tek). Fráfarandi lyfsali gerir kröfu til þess, í samræmi við 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982 og bráöabirgbalög nr. 112/1994 um breytingu á lyfjalögum nr. 93/1994, að vib- takandi lyfsöluleyfishafi kaupi vörubirgbir, búnab og innrétt- ingar lyfjabúðarinnar. Ennfremur kaupi viðtakandi leyfishafi húseign þá er lyfjabúðin ásamt íbúb fráfarandi lyfsala er í. Væntanlegur lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. mars 1995. Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfjafræbi- menntun og lyfjafræbistörf, skal senda ráðuneytinu fyrir 1. janúar 1994. Heilbrigðis- og tryggingamálarábuneytib, 6. desember 1994.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.