Tíminn - 10.12.1994, Page 12

Tíminn - 10.12.1994, Page 12
12 Laugardagur 10. desember 1994 Holab innan tré Á Háskólatónleikum 30. nóvem- ber fluttu Guörún S. Birgisdóttir og Martial Nardeau þrjú verk fyrir barokkflautur, Sónötu op. 2 nr. 4 eftirTelemann (1681-1767), Svítu op. 4 nr. 1 eftir Hotteterre (1684- 1762) og Sónötu fyrir tvær þver- flautur nr. 1 eftir Wilhelm Friede- mann Bach (1710-1784), elsta son Jóhanns Sebastíans. Barokk- þverflautan er gerö úr tré, en ekki málmi eins og nútímaflautur, og Landbúnaður skapar allt að 15.000 manns á íslandi atvinnu. ■ l *,NC4 V»HAWK; þess vegna mun hljómminni. Að auki er hún að mestu án takka, og þannig tæknilega stórum ófull- komnari en nútímaflautur, þótt þess heyrðust raunar engin merki á tónleikunum. Ofangreinds Hot- teterre er reyndar einkum minnst, segir í tónleikaskrá, fyrir þýðing- armiklar endurbætur á þverflaut- unni. Barokktónlist eins og hér gat að heyra minnir einna helst á lífið í Paradís fyrir syndafallið — sak- leysisleg og átakalítil, en falleg og ánægjuleg á aö hlýða eins og kvak fugla. Hvenær syndafaliið varö í tónlistarsögunni, og hver birtist þar í líki ormsins, er sennilega ekki fullljóst. En við eigum hon- um ekki minna að þakka en hin- um upphaflega ormi er olli því með fulltingi Evu að Adam át af epli skilningstrésins, og þau voru rekin úr garðinum og gert að margfaldast og uppfylla jörðina. Kannski var enginn einn ormur í Paradís tónlistarsögunnar, heldur hægfara þróun, en þó telja ýmsir Beethoven vera hinn seka. En það er semsagt mikil heiðríkja yfir barokkinu, og ekki síst þeim milda en fimlega flautusöng sem gestir Háskólatónleika heyrðu í Norræna húsinu í fyrri viku. Þau Gubrún Birgisdóttir og Martial Nardeau eru bæöi þraut- reyndir tónlistarmenn og hafa leikið saman sem flautudúó síban 1981. Og þessir tónleikar þeirra voru afar ánægjulegir. Sig. St. - frá öðru fólki og athöfnum þess MANNAKYNNI (1923). Flytjendur voru Anna Gubný Guðmundsdóttir, píanó; Sigurður I. Snorrason, klarinetta; Guðný Guðmundsdóttir og Sig- urlaug Eðvaldsdóttir, fiðlur; Guð- mundur Kristmundsson, lágfiðla; og Gunnar Kvaran, knéfiöla. Beethoven hefur veriö 17 ára þegar hann samdi tríóið op. 11, prýðilegt verk og vel skrifað fyrir öll hljóðfærin — píanó, knéfiölu og klarinettu. Það er heibríkja yfir verkinu og andi Mozarts og Haydns svífur yfir vötnum. Tríóið var auðvitað afar vel flutt, en bæði Guðný og Gunnar hefðu mátt taka meira á með köflum til að vega móti hinum mikla tóni Sigurðar — eba svo virtist a.m.k. úr mínu sæti. Pianókvintett Dvoráks er þrungið fin du siecle-verk, með svellandi stefjum og höfugri feg- urb, enda mun það vera meðal þekktustu og vinsælustu verka Styrkir stofnar Höfundur: )ón R. Hjálmarsson, 192 blabsíbur. Útgefandi: Suburlandsút- gáfan Selfossi. Prentsmibja Suburlands prentabi. Jón R. Hjálmarsson, fræbslu- stjóri á Seifossi og fv. skólastjóri á Skógum, er afkastamikill rithöf- undur og fræðimaður, þótt þjób- in þekki hann sjálfsagt best sem skólamann og útvarpsmann. Þannig hefur hann skrifað 21 bók sjálfur og aðrar fimm í samvinnu við Þórð Tómasson á Skógum. í bókinni Styrkir stofnar — Eyj- ólfur Landshöfðingi og aðrir sjö er lýst lífshlaupi átta Islendinga. Andi bókarinnar er svo friðsæll og sannur, að ósjálfrátt rennur á mann værð við lestur hennar. Samt eru örlög sumra söguper- sónanna svo mögnuð og dramat- ísk, að manni býður í grun að mikil freisting hafi verið hjá Jóni að skrifa heila bók um viðkom- andi. Trúr klassískri sagnahefö ís- lendinga fipast Jóni aldrei stíll- Eyjólfur Cuömundsson, Landshöfö- ingi í Hvammi. inn, en í allri hæverskunni tekur hann þó stundum svo djúpt í ár- inni, að lesandinn bókstaflega verður að lesa blaðsíðuna aftur, einungis til þess að meðtaka veru- leikann á bak við textann. Birtist þá stundum oddhvass broddur eða leiftrandi kímni, þannig að lesendann grunar að ískrað hafi í rithöfundi og viðmælenda hlát- urinn, þegar skrifað var, eða á hinn bóginn málið rætt ofaní kjölinn, hvort viðkomandi setn- ing ætti yfirleitt að fara á þrykk, allra hluta vegna. Jón byrjar á Landshöfðingjan- um í Hvammi á Landi, Eyjólfi Guðmundssyni, og er sá kafli lengstur. Þarna er í hnotskurn báráttusaga íslenskra byggöa, upphafið ab hugsjónum land- græðslunnar, atvinnusaga lands- manna í hundrað ár og fyrstu til- raunirnar að nýta erlent fjármagn til hagsbóta þjóðarinnar. Jafn- framt kynnist lesandinn mannin- um Eyjólfi, örfátækum í uppvext- inum, skilnaðarbarni, sem var al- inn upp á tveimur stöðum, hóf sjóróðra 15 ára, var sjómaður í tíu ár og hugðist setjast að á Eyrar- bakka í blómstrandi útgerðar- og verslunarmenningu. Hlýðir samt kalli móður sinnar heim í Land- sveit, í flagið eins og hann kallar það, og munar ekki um að bera hestburð af heyi þingmannaleib til að bjarga síöustu skeppnunni á bænum. Gerist oddviti sveitar sinnar og sýslunefndarmaður Rangæinga í 50 ár. Fóstbróbir Björns í ísafold og Einars Bene- diktssonar og einkavinur margra helstu íslendinga sinnar tíöar. Bjargvættur sveitar og héraðs, „landvarnarmaöur", og skynjaði á sjálfum sér hverja einustu hrær- ingu stjórnmálanna frá heima- stjórn til lýðveldis, þannig aö enn svíður undan, eða meðtekur lof og prís. Fann svo sannarlega til í stormum sinnar tíbar. Aðrar söguhetjur í bók Jóns eru Ágúst Jónsson, bóndi og hrepp- stjóri í Sigluvík í Vestur-Landeyj- um, Kristbjörg Hrólfsdóttir, hús- móbir í Þjórsártúni í Ásahreppi, Aðalsteinn Sigurðsson, fiskifræð- ingur á Seltjarnarnesi, Páll Ara- son, ferðaskrifstofustjóri í Bug í Hörgárdal, Guðmundur Bergson, bóndi í Hvammi í Ölfusi, Karl F. Thorarensen, vélsmiður á Gjögri og Selfossi og Sigurður Sigurbsson, skipasmiður í Vestmannaeyjum og á Selfossi. Þeir, sem láta sig ísland varða, sofna sælir út frá þessari bók á að- fangadagskvöld. GTK. MANNA KYNNI eftir Vilhjálm Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrverandi ráðherra segir hér á sinn glettna og hlýlega hátt frá fjölda fólks sem hann hefur átt samleið með.Við sögu koma 540 karlar og konur - til að mynda bændur og biskupar, húsmæður, stjórnmálamenn, kennarar og sjómenn, framreiðslu- stúlkur og forsætisráðherrar. sinnar tegundar. Anna Guðný er sérfræðingur í kammertónlist og frábær píanisti, eins og þarna kom gerla fram, en svo vel er kvintettinn skrifaður frá sjónar- hóli tónlistarmannanna, að allir fá þarna tækifæri til ab blómstra, einnig víólan, en Dvorák sjálfur var einmitt víóluleikari. Fulltrúi 20. aldar var svo Paul Hindemith, tónskáld, tónlistar- fræðimaður og hljóðfæraleikari á flest hljóðfæri undir sólinni. Verkib er samið af miklum lær- dómi eins og lýst er í tónleika- skrá, þannig ab síðasti kaflinn af fimm er nákvæm spegilmynd hins fyrsta, og kvintettinn allur raunar samhverfur um mibkafl- ann — í honum er notub Es-klar- inetta, sem er smásæ frænka hinna algengari A- og B-hljóð- færa. í kvintett Hindemiths var áherslan á eitthvab allt annað en „fegurö" í 19-aldar skilningi, og sjálfur hefi ég raunar haft þann hleypidóm að allt sem Hindem- ith skrifaði sé dauðleiðinlegt og sýni meiri lærdóm en andríki. En þar eru menn mér kunnáttufyllri ósammála, enda þurfi bara að leggja meira á sig til að læra ab njóta hins ágæta tónskálds. Burt- séð frá því spiluðu allir af mikilli kúnst og þrótti, enda valinn mab- ur í hverju rúmi. Það er raunar til marks um öflugt tónlistarlíf hér síðustu árin, að nú orðið er til efni hér í bænum í marga kamm- ermúsíkhópa af þessu tagi, svo sem tónleikar Kammermúsík- klúbbsins í vetur hafa sýnt. Svo sennilega var þab eftir allt hárrétt hjá Altúngu heimspekingi að allt í heimi hér stefni til hins besta, enda geti það ekki ööruvísi veriö, því þá væri það þannig. Sig. St. Kammertónlist Nú um jólin verður opnuð í Berl- ín mikil yfirlitssýning á verkum málararís George Grosz, eins af uppreisnarmönnum málverksins snemma á 20. öld. Sú uppreisn var ekki síst gegn þeirri glans- myndafegurð sem rómantík 19. aldar hafbi þróast yfir í, hinu slétta og fellda yfirborði án tillits til innihalds. Á sama hátt hlupust tónskáld 20. aldar undan merkj- um fegurðarinnar, sem verið hafði aðal hinnar 19. og náb há- TONLIST marki sínu í klarinettukvintett Brahms. Þennan kafla tónlistarsögunna- ar gat að heyra í þremur tóndæm- um á hljómleikum Kammermús- íkklúbbsins 4. desember: Klarin- ettutríó Beethovens í B-dúr, op. 11 (1797), píanókvintett Dvoráks í A-dúr, op. 81 (1887) og Klarin- ettukvintett Hindemiths, op. 30

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.