Tíminn - 10.12.1994, Qupperneq 15
Laugardagur 10. desember 1994
WPmtiSwí
15
Séb út í Þerney og yfir Þerneyjarsund. Húsin í forgrunni eru bœjarhúsin í Álfsnesi, miöstöb böggunarstöövar Sorpu. Og ekki hafa allir ábúendur dáiö friösœlum dauöa.
Þerney, hvíldarparadís
húsdýranna í Laugardal
Séö yfir Leiruvog, Víöineshœliö handan vogsins. Þerney kúrir í skjóli viö Cunnunes og Álfsnes. Litli hólminn, sem vonandi greinist á myndinni, er Lundey
sem aldrei hefur veriö í byggö.
Um daginn var frétt um
þaö í sjónvarpinu aó
skepnurnar í Húsdýra-
garöinum í Laugardal væru
fluttar út í Þerney til ab hvíla sig
frá erli borgarlífsins, þær þyrftu
að taka sér orlof frá glápi þús-
unda augna til ab vappa í fribi
og spekt um tún og engi Þern-
eyjar og safna kröftum undir
komandi sýningarstarf í Laugar-
dal.
Merkileg eyja, Þerney. Þótt
margir hafi heyrt um hana, hafa fá-
ir komið þangab, og þótt flestir viti
ab Þerney sé ein af eyjunum á
sundunum, er eins og það vefjist
fyrir mörgum hvar hún er. Enda er
alls ekki svo gott ab koma auga á
hana þar sem hún kúrir upp við
land skammt undan bænum Álfs-
nesi á Kjalarnesi. Þerney sést ekki
frá Reykjavík vegna þess að Viöey
skyggir á hana og ekki sést hún frá
Grafarvogi, því þá lokar Geldinga-
nes fyrir útsýn til hennar. Þerney
sést hins vegar ef gengið er niður
ab Korpúlfsstöðum eða ofan í
Blikastaðakró, en þá rennur hún
saman við Gunnunes sem gengur
suður úr Álfsnesi, og sýnist land-
föst. Álfsnes ættú menn að þekkja,
því það komst í fréttimar fyrir
nokkmm ámm þegar Böggunar-
stöð Sorpu var sett þar niður.
Til að fá yfirlit yfir Þerney er lík-
lega best að aka Vesturlandsveginn
að Lágafelli, upp afleggjarann aö
kirkjunni og horfa þaðan yfir
Leimvog, út á Álfsnes og Gunnu-
nes og þá sést Þerney handan
sundsins sem kennt er við eyjuna
og heitir Þemeyjarsund. En jafnvel
héöan er erfitt að sjá lögun eyjunn-
ar, það þyrfti að ganga hærra upp í
hlíðar Lágafells til að sjá að norður-
hluti eyjunnar er allbreiðari en
suðurendinn, svo úr lofti minnir
eyjan á sleggjuhaus með stuttu
skafti.
En hvað er þá vitab um þessa
eyju? Þegar vitneskjan er ekki fyrir
hendi liggur beinast við að fletta í
bókum og sjá hvað þar má finna.
Fyrst liggur fyrir að fletta upp í
bókinni „Landið þitt" eftir Þorstein
og Steindór. Þar segir að Þerney sé
„eyja í Kollafirði skammt undan
landi hjá bænum Álfsnesi á Kjalar-
nesi. í Þerney var búið fram á þessa
öld. Kirkja var í eyjunni fyrr á öld-
um. Þerneyjarsund er milli eyjar og
lands. Skip sigldu á Þerneyjarsund
á miðöldum og var það helsta
verslunarhöfn subvestanlands áð-
ur en kaupmenn tóku að sigla á
Hvalfjörð." í ritinu „Landnámi
Ingólfs" I, 2, bls. 136-7, getur enn-
fremur að lesa: „[Þerney] Lögbýli
um aldir og allt fram á þessa öld.
Hjáleiga var um tíma á eynni er
nefndist Landakot, en var komið
úr byggð árið 1704. Hjáleigur í
landi vom Víðines og Sundakot ...
Nafn eyjarinnar er dregið af hinu
forna nafni kríunnar, þerna. Verpti
krían í eynni ásamt æðarfugli fyrr á
tímum. Þemey er á Kollafiröi,
skammt undan landi eða milli
Gunnuness og Álfsneshöfba. Hún
skiptist í Norðureyju og Subur-
eyju."
I lýsingu Gullbringu- og Kjósar-
sýslu eftir Skúla Magnússon land-
fógeta segir á þennan veg um Þern-
ey:
„Þerney er ein af konungsjörð-
unum, er umflotin sæ, 800 faðma
löng og 125-600 fabma breið. Hún
greinist af mjóu sundi frá megin-
landinu, en þar á hún tvær hjáleig-
ur og einnig meö annarri konungs-
jörö, Álfsnesi, landsvæði, sem
Sveigsmýrar heitir. Þar mætti sjálf-
sagt reisa byggð, annab hvort lítil
bændabýli eða hjáleigur. í eynni
hefur áður verib æðarvarp nokkurt,
en hefur horfið vegna óvarkárlegr-
ar nytjunar þess. Ekki er ey þessi,
sem hefur góðan lendingarstað,
heldur eins vel setin og unnt og
vera ætti."
Samkvæmt kirkjuskrá Páls bisk-
ups í Skálholti frá því um 1200 em
taldar fimm kirkjur á því svæði sem
nú er höfuöborgarsvæðið. Þær
vom Nes við Seltjörn, Víkurkirkja,
Laugarneskirkja, Gufuneskirkja og
svo kirkjan í Þerney. Kirkjunnar í
Þerney er einnig getið í Vilkinsmál-
daga frá 1397; sagt að þar sé Maríu-
kirkja og Þorláks biskups og meðal
eigna kirkjunnar eru taldar hálf
Þerney, Háfaheiði hálf og Víbines.
Kirkja á að helmingi selför í Stardal
og svo afrétt og þess hluta fjöru er
Þerney fylgir í Krossvík; skóg í
Skorradal; fimm kýr. Kirkjunnar er
enn getið í Gíslamáldaga 1575, en
aftan við máldagann hefur Oddur
biskup Einarsson bætt þessu um
1600: „Nú er engin kirkja í Þemey
og ekkert kúgildi." Þar með er sögu
Þerneyjarkirkju lokið.
Þerneyjarsund heitir milli eyjar
og lands. Ólafur Lárusson segir í
bók sinni „Byggð og saga" ab á síð-
SAMANTEKT
HAFLIÐI VILHELMSSON
ari tímum hafi heitið Sund verib
haft um miklu minna landsvæði
en að fornu. Bæirnir við Þerneyjar-
sund, Álfsnes, Glóra, Þerney, Nið-
urkot eða Sundakot og Víðines
vom nefndir einu nafni Sund eða
Sundabæir. Ólafur telur nafngift
þessa, að kenna byggðarlagið vib
sund, vera komið til vegna þess
hve hafskipalægi var gott inni í
sundunum og þægilegt að sækja
þangað til kaupstefnu, ekki aðeins
úr nágrannasveitum heldur og fyr-
ir menn úr sveitum fyrir norðan
Svínaskarð og fyrir austan Fjall. Þaö
varð því snemma mikill siglinga-
staöur. í íslendingasögum er marg-
sinnis getið um skipakomur í Leir-
vog fyrir neðan heiði og á miðöld-
um sýnist hafa verið mikill kaup-
staður inni í Sundum, fyrst við
Þemeyjarsund og síðar í Gufunesi.
í annálum er getið um skipakomur
í Þerneyjarsund árin 1391, 1411,
1419 og 1422. Ólafur Lámsson fær-
ir reyndar að því rök að allt svæðið
frá Seltjarnarnesi og upp á Kjalar-
nes hafi verið nefnt „með Sund-
um", a.m.k. á 15. og 16. öld og
raunar hafi hugtakið „með Sund-
um" náð lengra en byggðin við
Kollafjörö. Heimildir Olafs Láms-
sonar virðast sýna það, að hrepp-
arnir þrír, Mosfellssveit, Seltjarnar-
neshreppur og Álftaneshreppur
hinn forni (nú Garðabær og Bessa-
staðahreppur) hafi verið nefndir
einu nafni „með Sundum".
En hvernig skyldi hafa veriö að
búa í Þerney? Sóknarlýsingar hafa
þetta aö segja um eyjuna: „Þerney,
15 hndr. í vestur frá Álfsnesi, er
snotur eyja en ekki stór. Hún er öll
grasi vaxin og að vestanverðu er
hún láglend og grasgefin, en að
austan hálend, sendin og snögg-
lend. í henni er æðarvarp og töðu-
fall gott." í Jaröabók Árna og Páls
er að finna mat á eynni. Það er
uppskrifað árið 1704 af Páli og þar
segir meðal annars: „Eigandi:
kóngl. Majestat, ábúandi Kolbeinn
Hendriksson, landskuld 170 álnir,
betalast með fiski ef til er, ella í
fríðu og þó sjaldan. Leigukúgildi 6,
leigur betalast í smjöri heim til
Bessastaða ebur Viðeyjar... Kvaöir:
Mannslán á vertíö, hestlán til Al-
þingis, dagslættir tveir til Viðeyjar
og fæöir bóndinn sig sjálfur, hrís-
hestar tveir og aflab í Almenning-
um og kostar þriggja daga tíma.
Móhestar oftast tveir... Kvikfénað-
ur: 5 kýr, 3 kvígur þrevetrar,
1 tarfur veturgamall, 1 kvíga vetur-
gömul, 1 kálfur, 16 ær meb lömb-
um, 2 sauðir tvævetrir, 11 sauðir
veturgamlir, 1 hestur, 1 hross, 1
hrosstrippi, fóðrast kunna 6 kýr
naumlega. Heimilismenn 6. Torf-
rista og stunga eydd í eyjunni að
mestu og því sókt á fastaland og
liggur þar annar helmingur þessar-
ar jarðar. Eldiviðartök á fastalandi
... Fuglaveiöi lítil af lunda, eggver
lítib af æð og kríu, rekavon lítil,
sölvafjara nægir ekki heimamönn-
um. Hrokkkelsafjara nokkur, fjöru-
grös nokkur, þangtekja er stundum
brúkub til eldiviöar og er þó af
skorti. Kirkjuvegur langur og erfið-
ur. Túnið brýtur sjór í einum stað
skaðliga ..."
Það virðist ekkert hafa verið of
gott að búa í Þerney árið 1704, en
þó ber þess að gæta að ábúendur
voru ekkert of gefnir fyrir að fegra
landkosti jarða sinna í eyru um-
boðsmanns konungsvaldsins, nóg
var víst skattþjánin fyrir. En frá því
að Kolbeinn Hendriksson erjaði
jörðina í Þerney, hafa margir hald-
ið þar á amboðum, en upp úr alda-
mótum fer byggð að raskast í eynni
og verður stopul þegar líða tekur á
þessa öld. Við manntal 1921 eru
skráð í Þerney Þorbergur Guð-
mundsson vinnumaður og kona
hans Sigríður E. Hannesdóttir og
börn, en árin 1922-28 er enginn
skráður í eynni. Gunnlaugur Þorv.
Sigurðsson bóndi og kona hans
Lára Pétursdóttir eru skráð í Þerney
1928-29. Hafliði Pétursson bóndi
og kona hans Steinunn Þóröardótt-
ir em í Þerney 1931 til '34, en eftir
það er enginn skráður sem íbúi.
Þerney skipti eftir þaö oft um eig-
endur. Samband íslenskra sam-
vinnufélaga átti hana frá 1947, en
nú er hún komin í eigu Reykjavík-
urborgar og er sem áður sagði,
hvíldarhæli fyrir skepnur Húsdýra-
garðsins. ■