Tíminn - 11.01.1995, Page 5

Tíminn - 11.01.1995, Page 5
Mi&vikudagur 11. janúar 1995 5 Páll Pétursson: Skuldir heimilanna Um áramót er þaö háttur flestra aö reyna aö gera sér grein fyrir fjárhagsstööu sinni. Um þessi áramót þykir mörgum ekki bjart framundan. Skuldir heimila við lánakerfiö hafa vaxið um millj- arð á mánuöi undanfarin 2 ár og nema væntanlega um 270 milljöröum um þessi áramót, eöa um 115% af ráðstöfunar- tekjum heimilanna. Obærilegt ástand Þetta ástand er óviðunandi og þaö er skylda þeirra, sem þjóð- inni stjórna, að leita allra til- tækra leiða til úrbóta. Orsakir þess vanda, sem heimilin eru komin í, eru af margvíslegum rótum. Fólk hef- ur fariö of geyst í fjárfestingar á samdráttartímum og ræöur ekki við skuldirnar þegar atvinna minnkar og kaupmáttur þverr. Þjóöarsáttin stöövaöi veröbólg- una, en hefur kostaö miklar fórnir launþega og bænda. Meg- inorsök hinnar ógurlegu skulda- söfnunar eru þó misráðnar að- geröir stjórnvalda. Vextir hafa VETTVANGUR „Þá hefiir dekur stjórn- valda við fjármagnseig- endur gengið langt úr hófi. Arður afvinnu fólks hefur verið skattlagður, en arður af peningum er skattfrjáls. Sköttum af fyrirtœkjum hefur einnig verið velt yfir á einstak- lingana og vaxtabœtur skertar." verið alltof háir undanfarin ár, afföll í húsbréfakerfinu hafa ver- iö óhófleg og viö búum við lánskjaravísitölu sem leiðir til glötunar. Burt meb lánskjara- vísitöluna Fyrir Alþingi liggur frumvarp um afnám lánskjaravísitölu flutt af þingmönnum úr öllum flokkum undir forystu Eggerts Haukdal. Ég tel tímabært að Al- þingi samþykki þetta frumvarp okkar, enda hefur reynslan sannað flestum öðrum þjóðum aö slík verðtrygging fjárskuld- bindinga er hættuleg og leiöir til ófarnaðar. Hliöstæð verö- trygging og hér tíðkast er hvergi viö lýði nema í vanþróuðustu ríkjum Suður-Ameríku. Þá hefur dekur stjórnvalda við fjármagnseigendur gengið langt úr hófi. Arður af vinnu fólks hefur verib skattlagöur, en arð- ur af peningum er skattfrjáls. Sköttum af fyrirtækjum hefur einnig verið velt yfir á einstak- lingana og vaxtabætur skertar. í landbúnaði er einnig brýn þörf á skuldbreytingu þannig að lausaskuldum verbi komið í vib- ráðanleg lán hjá Stofnlánadeild- inni. Húsbréfakerfið þarfnast endurbóta og endurskipulagn- ingar. Vanskilin þar bera þess ljósastan vott að húsbréfakerfið er komið í öngstræti. Húsnæðis- stofnun telur ab þegar vanskil eru orðin þriggja mánaða þá séu þau alvarleg. Þar eru hátt á fjórða þúsund lántakendur með meiri vanskil en nemur þrem mánuðum. Hér var búið að byggja upp gott námslánakerfi. Núverandi ríkisstjórn hefur unnið á því mikið tjón. Mjög brýnt er að lagfæra þau skemmdarverk og skapa aftur jafnrétti til náms Einar Stefánsson: Fundafíkn Crein þessi birtist í síbasta tölublabi Lœknablabsins Hún er þess eblis ab eiga erindi til fleiri en lesenda þess annars ágœta blabs sem hún var skrifub fyrir. Greinin er birt hér meb góbfúslegu leyfi höfundar. Óhætt er að fullyrða að funda- sókn er sá angi íslensks at- vinnulífs, sem hraðast hefur vaxið og dafnað á hinum síðari árum. Þetta á við bæði í heil- brigðiskerfinu og öðrum þátt- um atvinnulífsins og vaxandi fjöldi manna hefur fundasókn að fullu starfi. Fáeinir sérvitr- ingar hafa reynt ab andæfa þessari þróun, en lítið orðið ágengt. Fundafíklafjendur finnast þó víðar en á íslandi og nýlega birtist í The New Eng- land Journal of Medicine (330 (22): 1622-3, 1994) grein eftir Abraham G. Bergman um ástand fundafíknar („meeting mania") í Bandaríkjunum. Bergman gerir að umræðuefni, að meðan sparnaðar er leitað víða í heilbrigðiskerfinu og skorin niður þjónusta vib sjúk- linga, er því ekki sinnt, ab stærri og stærri hluti vinnu- tíma starfsmanna fer í ófrjóar fundasetur. Ritgerð Bergmans verður hér endursögð frjálslega og staðfærð. „Fundafíkn" er eitt aðalein- kenni atvinnulífs okkar tíma og einkennir einkum stjórn- endur og valdamenn. „Því miður, hann (eða hún) er á fundi" er hin örugga skýring á fjarvistum og sönnun á valda- stöðu og áhrifum. í gamla daga mátti afsaka fjarvistir meb orð- um eins og „hann er farinn í róður", „hún er í heyskap", eba „hún er að taka á móti barni". Læknar lærðu fljótt að segja „hann er í aðgerð" eða „ég er að kenna". Nú á dögum hefur ekkert af þessu sama afsökun- armátt og fundaseta, sem jafn- ast á við það eitt að vera upp- tekinn við endurlífgun. Hvers vegna fjölgar fundum svo ört? Að verulegu leyti er þetta vegna mikillar fjölgunar starfsmanna, sem starfa vib stjórnun og eftirlit með störf- um annarra. Flestar venjulegar stéttir eiga sér eðlilegan starfs- vettvang. Þannig eiga kennarar heima í kennslustofum, vís- indamenn á rannsóknarstof- um og læknar á sjúkrahúsum, en stjórnendur, framkvæmda- stjórar, fjölmiðlafræðingar, ráðgjafar og skipuleggjendur hafa engan náttúrulegan vinnustað eða viðskipta- vini/skjólstæðinga. Þeirra verk- færi eru skipurit og pappírs- „Nefndir og starfshópar eru notaðir afháttsettum stjómendum til þess að komast undan ábyrgð, sem fylgir ákvarðana- töku." gögn og vinnustaður þeirra eru fundasalir. Fundir eru taldir vera uppspretta valds og sá staður þar sem ákvarðanir eru teknar. Þannig gerast valdafíkl- ar fundafíklar. Nefndir og starfshópar eru notaðir af háttsettum stjórn- endum til þess að komast und- an ábyrgb, sem fylgir ákvarb- anatöku. Þegar stjórnmála- menn skipa nefndir af sömu sökum, eru þær gjarnan kallað- ar sérfræbinefndir. Ferlið er alltaf það sama. Þeir, sem eru bebnir um ab sitja í nefndinni, eru svo upp með sér af því einu, að það líða margir mán- uðir og tugir funda ábur en þeir fara að velta fyrir sér hvort nefndarstarfið skili einhverjum raunverulegum árangri. Ein grundvallarregla í nefndar- störfum er, að það hefur alltaf verið nefnd eða starfshópur, sem áður hefur skilað skýrslu um sama mál, en þær skýrslur eru alltaf læstar ofan í skúffu og gleymdar. Fundir eru oft notaðir til þess að skapa þá ímynd, að samráb sé haft og ákvarðanir teknar í sameiningu. Þetta á þó ekki vib ákvarðanir, sem skipta máli. Flókin og mikilvæg mál, eins og til dæmis fjárhagsáætlanir, eru lögð fram tilbúin og lítið tækifæri gefib til að ræða grundvöll þeirra, enda búið að taka ákvarðanir um slíka hluti fyrir fund. Smærri mál og þau sem skipta litlu máli eru hins vegar lítt undirbúin fyrir fund og eru þar rædd í löngu máli, enda skiptir niðurstaðan litlu. Fundahlé í funda- fíklafélaginu Skynsemis- og sparnaöar- sjónarmið mæla meb krossferð gegn fundum, rábstefnum og nefndarsetum. Fundafíkn á ab mebhöndla eins og hverja aðra fíkn og byrja á algjöru bind- indi. Stofnanir skyldu byrja á 30 daga fundabanni, þar sem viburlög liggi við fundasetum og fundaherbergi eru læst. Stjórnendur skyldu verðlaun- aðir sérstaklega fyrir að vera í vinnunni. Þeir, sem komast að „Eftil vill ersóun vinnu- tíma og fjármuna ekki alvarlegasta afleiðing fundafiknar. Versta af- leiðing fundafíknar er sú ranghugmynd að raun- vemlegur árangur sé af fundasetu." „Smœrri mál og þau sem skipta litlu máli em hins vegar lítt undirbúin fyrir fund og em þar rœdd í löngu máli, enda skiptir niðurstaðan litlu." því, ab þeir hafa ekkert að gera í þessum vinnutíma, bjóba aubvitaö upp á tækifæri til hagræðingar. Eftir 30 daga bindindið má koma á fáeinum vel undirbún- um fundum, sem takmarkast vib tvo þætti: 1. Ákvaröana- töku. 2. Tryggja tengsl sam- starfsmanna. I báðum tilvikum er vandlegt skipulag fundar og dagskrár nauðsynlegt til að tryggja að hver fundur nái markmiði sínu. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir því, að fundir eru yfirleitt ekki góð að- ferð við að dreifa upplýsing- um. Tjáskipti og upplýsinga- miðlun ætti ekki ab vera ástæba fyrir fundi. Bréf, minn- ismiðar (jafnvel handritabir) og tölvupóstur eru miklu áhrifameiri og einfaldari leið til að koma upplýsingum milli manna. Enginn fundur skyldi hald- inn án skriflegrar dagskrár, sem lýsi hvaða árangri fundur- inn á að ná. Ef ákvarðanataka liggur fyrir, þarf að lýsa val- kostum og hvernig ákvörðun verður tekin, til dæmis með at- óháð efnahag. Það eru mann- réttindi. Stefnubreytingar er þörf í kosningunum í vor géfst tækifæri til að breyta um stjórn- arstefnu og snúa af þessari óheillabraut. Framsóknarflokk- urinn hefur áður beitt sér fyrir sértækum aðgerðum til þess að rétta við atvinnulífið í landinu. Nú þykir okkur óhjákvæmilegt að beita sértækum ráðstöfunum til þess að rétta við heimilin í landinu. Það verður að grípa til úrræða sem leiða til þess að skuldasöfnun heimilanna verði stöðvuð, þeim verst settu rétt hjálparhönd og kjaramálum komið í það horf að fólkið geti staðið við skuldbindingar sínar. Framsóknarflokkurinn vill setja manneskjuna ofar pening- unum og hann gengur til næstu kosninga undir kjörorðinu „Fólk í fyrirrúmi". Höfundur er alþingisma&ur. kvæðagreiðslu. Lýsa þarf sér- staklega hvaða hlutverki hver og einn fundarmaður gegnir. Ef viðkomandi er ekki nauö- synlegur til ákvarðanatökunn- ar, er óþarfi að hann sitji fund- inn. Ef enga ákvörðun á að taka, er óþarfi að halda fund. Enginn fundur skyldi standa lengur en 50 mínútur, og fund- arstjóri skal koma í veg fyrir kjaftæði og umræður utan mál- efna fundarins. Lokaorö Ef til vill er sóun vinnutíma og fjármuna ekki alvarlegasta afleiðing fundafíknar. Versta afleiðing fundafíknar er sú ranghugmynd að raunveruleg- ur árangur sé af fundasetu. Fundafíklar hafa á tilfinning- unni, að þegar málið hefur ver- ið rætt á fundi, niðurstaða fengist og skýrsla skrifuð, þá sé málinu Iokið. Fundasetur og skýrslugerðir verða markmið í sjálfu sér og raunveruleikinn verður út undan. Hversu mörg dæmi eru ekki um háleitar fundargerðir og skýrslur, sem lenda ofan í skúffu og eru aldr- ei framkvæmdar. Þótt margir telji fjárskort iðulega liggja að baki slíkum endalokum, er hin ástæban ekki síðri, það er að fundafíklarnir telja sig í raun hafa lokið sínu hlutverki með skýrslunni eða ákvörðun á fundi og tengsl málsins við raunveruleikann eru ekki á þeirra ábyrgb. Skylt þessu er sú allsherjarlausn allra vandamála í nútíma þjóðfélagi að setja nefnd í málið eða halda ráð- stefnu. Grundvöllur hefðbundinna læknavísinda felst meðal ann- ars í kerfisbundnu mati á ár- angri hinna ýmsu lækningaað- ferða. Slíkt mat fer fram í sífellu og fyllir mörg tímarit lækna, svo sem Læknablaðið. Á sama hátt og læknar meta árangur læknisverka á sjúklinga, þurfa þeir að meta árangur annarra starfsaðferöa, sem beitt er á sjúkrastofnunum. Slíkt endur- mat á erindi til lækna, annarra heilbrigðisstétta og hinna ýmsu stofnana og fyrirtækja, hvort sem eru í opinberum eða einkarekstri. Höfundur er læknir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.