Tíminn - 11.01.1995, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 11. janúar 1995
Hafnarfjörður:
Skrifstofa flokksins aö Hverfisgötu 25 veröur opin á þriöjudagskvöldum frá 20.30-
22.30. Flokksmenn eru hvattir til aö mæta og ræöa málin yfir kaffibolla.
Stjórnarfundir Fulltrúaráösins veröa haldnir á sama staö og tíma, fyrsta og fjóröa
hvern þriöjudag.
Stjórnin
Aukaþing Kjördæmissam-
bands framsóknarfélaganna
á Vestfjörðum
Kjördæmissamband Framsóknarfélaganna á Vestfjörðum boðar til aukaþings þann
f 4. janúar nk. til ákvörðunar á framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Þing-
iö verður haldiö á Hótel ísafirði og hefst kl. 13.30.
Dagskrá:
Skipan framboöslista fyrir komandi alþingiskosningar.
Stjórnin
Fólk í fyrir-
rúmi:
Reykjavík
Almennur stjórnmálafundur verður haldinn fimmtudaginn 12. janúar n.k. í Súlna-
sal Hótel Sögu. Hefst hanh kl. 20:30.
Gestir fundarins veröa Halldór Ásgrímsson, formaöur Framsóknarflokksins, og
Finnur Ingólfsson alþingismaður.
Fundurinn veröur nánar auglýstur siöar.
Stjórn fulltrúarábs Framsóknarflokksins í Reykjavík
Lausar kennarastö&ur við
Búvísindadeildina á Hvanneyri
Við Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri eru lausar til um-
sóknar tvær kennarastöður:
1. Staða aðalkennara á landnýtingasviði. Um er að ræða nýtt
námssvið við deildina.
2. Staða aðalkennara á búfjárræktarsviði.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, send-
ist landbúnaðarráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir
6. febrúar.
Skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri gefur nánari upplýsingar
um stöðurnar í síma 93-70-000.
Landbúnaðarráðuneytið,
6. janúar 1995.
Aðsendar greinar, afmælis-
og minningargreinar
sem birtast eiga í blaðinu þufa aö hafa borist ritstjórn blabsins,
Brautaholti 1, tveimur dögum fyrir birtingardag, á disklingum
vistab í hinum ýmsu ritvinnsluforritum sem
texti, eða vélritaðar.
SÍMI (91)631600
BELTIN BJARGA
Drew Barrymore enn og aftur í sviösljósinu:
ET-stjarnan situr
nakin fyrir í
Playboy
Einu sinni var. Drew 9 ára gömul
og sakleysib þegar á undanhaldi.
Drew og ET.
Drew Barrymore er ein af
umtöluðustu stúlkum
Bandaríkjanna um þessar
mundir. Hún varð heimsfræg sem
barn á sínum tíma fyrir leik sinn í
verðiaunamynd Spielbergs um ET
og upp frá því hefur hún alloft
komist í pressuna, aðallega fyrir
misjafnar sakir. Nú síðast sýnir
hún heimsbyggðinni að hún sé
orðin fullorðin, meö því aö sitja
nakin fyrir í Playboy!
Það var árið 1982 sem Drew sló
í gegn í myndinni um ET, þá sjö
ára gömul. Síðan hefur líf hennar
veriö raunasaga. Sjálf segir hún:
„Eftir að ég varð fræg með mynd-
inni um ET, tók líf mitt miklum
breytingum. Það varð óhugnan-
lega skrýtið. Einn daginn var ég
óþekkt stúlka, þann næsta buðu
menn mér stórfé til að fá eigin-
handaráritun, mynd eða bara fyrir
að snerta mig."
Þessi umskipti urðu til þess að
Drew firrtist veruleikann og eftir
að hún sá hvílíka lukku hún gerði
á næturklúbbunum í Hollywood
lagðist hún í mikla óreglu. Tíu ára
gömul var hún orðin alkóhólisti
og 12 ára gömul fór hún að taka
inn kókaín. Mamma hennar kom
henni í meðferð þvert gegn vilja
„ Ég hef ekkert ab fela," segir Drew.
Nýjasta uppákoman. Barnastjarn-
an orbin forsíbustúlka Playboy.
hennar tveimur árum síðar, en
það reyndist skammgóður vermir.
Drew gerði svo allt vitlaust þeg-
ar hún þóttist búin að upplifa
nógu mörg hneyksli til að gefa út
sjálfsævisögu sína, aðeins 14 ára
að aldri. Bókin seldist sem heitar
lummur.
Drew á eitt hjónaband að baki,
þrátt fyrir ungan aldur, en það
varði aðeins í 29 daga. Hún ku
vera laus við vímuefni seinni árin
og hefur m.a leikið í myndum
eins og Bad Girls og Mad Love.
Myndirnar, sem birtust af henni
fáidæddri í janúarhefti Playboy,
eiga vísast eftir að selja blaðib
drjúgt, því þab er alveg sama hvað
Drew tekur sér fyrir hendur: heim-
inn þyrstir alltaf í að fregna meira.
•j