Tíminn - 14.01.1995, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 14. janúar 1995
Finnur Ingólfsson, formaöur þingflokks Framsóknarflokksins, segir aö
gera þurfi ýmsar breytingar á stjórnkerfinu og starfsháttum flokksins:
Pólitískt kjörna
fulltrúa burt úr
bankaráöum
Finnur Ingólfsson, þingflokks-
forma&ur Framsóknarflokks-
ins, segir ab ýmsar breytingar
þurfi ab gera á stjórnkerfinu
og starfsháttum Framsóknar-
flokksins og segir mebal ann-
ars ab flokkurinn eigi ekki ab
tilnefna pólitískt kjörna full-
trúa til ab gegna stöbum í
bankarábum. Hann tekur þab
fram ab hér sé abeins um skob-
anir sínar ab ræba, sem ekki
hafi verib ræddar í flokknum,
en engu ab síbur finni hann þó
hljómgrunn fyrir þessar hug-
myndir í flokknum.
Finnur segir ab í þau fjögur ár
sem flokkurinn hefur verið utan
ríkisstjórnar eftir um 20 ára
samfellda veru í ríkisstjórn, þá
hafi flokksmenn fengið tæki-
færi til að skoða stjórnkerfið ut-
an frá. í framhaldi segir Finnur
þaö skoðun sína að flokkurinn
ætti óhikað aö leggja áherslu á
breytingar á þessu kerfi. Reynsl-
an á undanförnum árum og
misserum staöfestir það tví-
mælalaust að skoða beri stjórn-
kerfið gagnrýnum augum.
Fækka ráöuneytum
„Þaö á tvímælalaust að fækka
ráöuneytum, færa saman verk-
efni innan þeirra og stokka
starfssemi þeirra að einhverju
leyti upp. Þetta á alls ekki að
þýða fækkun starfsfólks í ráðu-
neytunum, heldur eigi það að
vera markmið meö þessum
breytingum að gera kerfið skil-
virkara og einfaldara."
Rábast að hags-
munagæslu í stjórn-
kerfinu
„Þá verður skilyrðislaust að
ráðast að þeirri hagsmunagæslu
sem er til staðar í stjómkerfinu.
Þaö er algengt að æðstu yfir-
menn ráðuneyta sitji í stjórn-
um, nefndum og ráðum sem
heyra beint undir ráðuneytin
og komi upp vandamál í þeim
stofnunum, nefndum og ráðum
sem þeir sitja í stjórnum fyrir
þurfa þeir að snúa sér til við-
komandi ráðuneytis, þar sem
þeir sjálfir em æðstu yfirmenn.
Þeir eru því í mörgum tilfellum
að skrifa sjálfum sér bréf, með
því að skrifa fyrir hönd viðkom-
andi stofnunar til ráðneytisins,
þar sem þeir taka sjálfir við mál-
inu. Þessu þarf að breyta svo
menn sitji ekki báðum megin
borðsins," segir Finnur.
Enga pólitískt
kjörna fulltrúa í
bankaráö
í þriðja lagi segir hann það
skoðun sína að Framsóknar-
flokkurinn eigi að taka sína pól-
itískt kjörnu fulltrúa út úr
bankaráðum, ekki vegna þess að
þeir séu óhæfir sem slíkir, held-
ur vegna þeirrar tortryggni sem
geti skapast í þeirra garð. Það sé
hins vegar ekki óeðlilegt að
flokkurinn hafi áhrif á það
hvernig bönkunum sé stjórnað,
en hann eigi þó að tilnefna til
þess fagmenn, eða aðila sem
flokkurinn treystir til þess.
Aukin ábyrgb ráb-
herra
„í fjórða lagi þurfum við að
gera kröfur um aukna ábyrgð
ráðherra. Til þess ab svo megi
verða og þeir standi og falli með
þeirri ábyrgb sem hann á ab
bera, þá þarf hann ab hafa
menn sér við hlið sem hann
getur fullkomlega treyst. Það sé
ekki óeðlilegt ab ráðherra taki
fleiri en einn með sér til aðstoð-
ar ráðuneytinu," segir Finnur.
Hann segir að starfsmenn í
ráðuneytunum eigi ekki að sitja
uppi með þá ábyrgð sem hlýst
af pólitísku ákvörðunum sem
ráðherra tekur heldur eigi hún
að vera hans og þeirra pólitískra
ráðgjafa sem rábherra tekur
með sér til starfa. Það sé því ekki
óeðlilegt að ráðherra fái með sér
t.d. þrjá menn til starfa hverju
sinni. „Hann þyrfti ab ráða með
sér pólitískan rábgjafa til að
fylgja eftir þeirri stefnu sem
hann vill beita sér fyrir. Hann
gæti hugsanlega tekið með sér
fjármálastjóra sem bæri ábyrgö
fyrir hönd ráðherrans á öllum
fjármálum viðkomandi ráöu-
neytis, og enn fremur upplýs-
ingafulltrúa sem hefði það hlut-
verk að vera tengiliður við al-
menning og veita upplýsingar
skjótt og vel til þeirra sem leita
þeirra hjá ráðuneytinu."
Kosningalög óhag-
stæb flokknum í
Reykjavík og á
Reykjanesi
Varöandi núgildandi kosn-
Finnur Ingólfsson.
ingalög segist Finnur hafa ýmis-
legt við þau að athuga. „Það
skiptir gríöarlega miklu máli aö
mínu viti ab leggja áherslu á ab
breyta kosningalögunum,
vegna þess að það eru aöeins
sárafáir menn sem skilja núgild-
andi fyrirkomulag. Það hefur
alltof mikið verið gert í því að
sníba það að þörfum sitjandi
þingmanna. Þá kemur þetta
mjög illa við Framsóknarflokk-
inn í Reykjavík og á Reykjanesi,
því flokkurinn hefur helmingi
fleiri og stundum þrefalt fleiri
atkvæði á bak við hvern þing-
menn á þessu svæði heldur en
hinir flokkarnir. Auðvitað er
slíkt kerfi algerlega óviðun-
andi." ■
Halldór Ásgrímsson formaöur Framsóknarflokksins:
Þurfum
forustu
aukib fylgi til
í næstu stjórn
Halldór Ásgrímsson formab-
ur Framsóknarflokksins segir
ab fylgi Framsóknarflokks-
ins verbi ab aukast frá því
sem nú er ef hann eigi ab
taka þátt í ríkisstjórn eftir
næstu kosningar. Hann segir
ab Framsókn þurfi ab leiba
þá stjórn sem flokkurinn fer
í og þó samsteypustjórn nú-
verandi stjórnarandstöbu sé
þab sem hann hefbi viljab þá
séu óvissuþættir í þeim efn-
um og þá ekki síbur í öbrum
hugsanlegum stjórnar-
mynstrum.
Þetta ver meðal þess sem fram
kom hjá Halldóri á fundi með
reykvískum framsóknarmönn-
um á Hótel Sögu í fyrrakvöld,
þar sem hann gagnrýndi harð-
lega stjórnarflokkana fyrir sund-
urlyndi og úthaldsleysi, enda
augljóst að aðstandendur ríkis-
stjórnarinnar hefbu ekki þol til
aö stjórna landinu út það kjör-
tímabil sem nú væri að enda.
Vísaði Halldór m.a. í deilunmál
innan ríkisstjórnarinnar vegna
ESB, vegna Hafnarfjarbar og nú
síðast vegna komu kanadíska
sjávarútvegsráðherrans. Taldi
hann lítib orðið eftir af „heiö-
ursmönnum" og heiðurs-
mannasamkomulögum sem
gerð voru í Viðey eftir síðustu
kosningar. Halldór sagbi ab til
ab losna úr hlekkjum óstjórnar
yrði þessi stjórn sundurlyndis að
fara frá. Leiðina til pólitísks
stöðugleika sagði Halldór liggja í
gegnum þá kjölfestu sem næbist
ef Framsóknarflokkurinn leiddi
næstu ríkisstjóm. Slíka kjölfestu
væri þó ekki ab hafa nema meb
auknu fylgi Framsóknarflokks-
ins og hvatti hann fundarmenn
til ab styðja við bakið á flokkn-
um svo slíkt mætti takast.
Fram kom hjá formanni Fram-
sóknarflokksins að ríkisstjórnar-
Halldór Asgrímsson.
samstarf við annan hvorn nú-
verandi stjórnarflokka væri ekki
ofarlega á óskalistanum, enda
vísaði Halldór hvað eftir annað
til þeirra sem ráðherra sem „ríf-
ast og skammast hver út í annan
í hverjum einasta fréttatíma."
Hins vegar sagði Halldór þá yfir-
lýsingu í fullu gildi að Fram-
sóknarflokkurinn vildi helst
taka saman höndum meö nú-
verandi stjórnarandstöbu eftir
kosningar ef á því fyndist flötur.
Þó sagöi hann óvissu líka ríkja
um stöbu núverandi stjórnar-
andstöbuflokka því kvennalist-
inn væri í upplausn og Þjóðvak-
inn í raun óskrifað blað hvað
varðar allt annað en Jóhönnu
Siguröardóttur sjálfa. ■