Tíminn - 19.01.1995, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.01.1995, Blaðsíða 1
________________________________________________STOFNAÐUR 1917__________________________________________________ 79. árgangur Fimmtudagur 19. janúar 1995 13. tölublað 1995 Björgunarmönnum boöiö uppá áfallahjálp. ísafjöröur: Hörmung- arnar leita áhugann „Þegar í land kom var okkur skipab upp í rútu sem keyrði okkur í Skátaheimiliö. Þar var okkur þakkab fyrir og svo tal- a&i sr. Karl Matthíasson mjög fallega til okkar. Þeim sem vildu var svo boöib uppá áfallahjálp," segir Stefán Dan Óskarsson, sjálfbo&ali&i vi& björgunarstörfin í Sú&avík. Stefán segist hafa hugleitt aö þiggja áfallahjálpina þegar hann var kominn heim til sín seinna um þriöjudagskvöldiö en hætt viö. En hann kom á snjóflóða- svæðið um miðjan mánudag og var þar óslitið til klukkan 16 á þriðjudag. Stefán segir að það hafi tekið sig töluverðan tíma að festa svefn eftir álagið og lífsreynsl- una í Súðavík. I hvert skipti sem hann lokaði augunum sá hann fyrir sér allar hörmungarnar sem hann varö vitni að við leitar- og björgunarstörfin á snjóflóða- svæðinu. Þegar hann vaknaði um tíuleytið í gærmorgun dreif hann sig í vinnuna, en hann rekur fyrirtækiö Studio Dan á ísafirði. Hann segir líðan sína hafa verið blendna í vinnunni í gær, enda erfitt aö slíta sig frá þeim minningum sem sækja á hugann frá Súðavík. ■ Rannveig Guömundsdóttir, féiagsmáiaráöherra: Engin ákvörð- un um Hafn- arfjörð „Á þessari stundu er ég ekki tilbúin að tjá mig um það hvernig ég tek á þessu máli. Ég hef verið í miklum önnum undanfarna daga og ekki getað hugleitt málið," sagði Rannveig Guömundsdóttir félagsmála- ráðherra þegar Tíminn spuröi hana hvort hún hyggðist víkja sæti þegar kærumál meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, vegna viðskipta Jóhanns Berg- þórssonar við meirihluta stjórn Alþýðuflokksmanna, verður tekið fyrir. Krafa er á lofti um að Rannveig víki úr sæti sem ráð- herra í þessu máli. ■ — ✓ Isafjöröur: í bíó, sund og leikfimi í gaer var björgunarsveitar- fólki á ísafirði boðið í bíó og sund og eins stóð leikfimissal- ur bæjarins þeim opinn til æf- inga svo fátt eitt sé nefnt af því sem þeim stóð til boða til dægrastyttingar eftir undan- gengnar þrekraunir við björg- unarstörf í Súðavík. Talið er að hátt í 300 aðkomu- menn, flestir björgunarsveitar- menn, séu á ísafirði og hafa þeir óneitanlega sett svip sinn á bæj- arlífið, sem að ööru leyti hefur einkennst af ófærð og þeim hörmungum sem urðu í Súða- vík. Allt gistirými bæjarins hef- ur verið tekið undir björgunar- sveitarmenn sem gista m.a. í Skátaheimilinu, hótelum og í skólum bæjarins. ■ Flaggaö í hálfa stöng Flaggab var í hálfa stöng víba um land í gcer til minningar um þá tólfsem létu lífib í snjóflóbinu sem féll í Súbavík á mánudag. Forsœt- isrábherra ákvab ab í gær skyldi flaggab íhálfa stöng á öllum op- inberum byggingum í virbingar- skyni vib þá sem létust og jafn- framt var farib þess á leit ab abrir gerbu slíkt hib sama. Á þessari mynd má sjá hvar flaggab var í hálfa stöng á Sæbjörgu, skólaskipi Slysavarnarfélags íslands. Tímamynd CS Forsœtisráöherra segir nauösynlegt aö endurmeta byggö á Vestfjöröum veröi öryggismörk þrengd: Þeir sem þurfa ab flytja njóti opinberrar aðstoðar Forsætisráöherra segir óhjá- kvæmilegt að endurmeta stö&u byggðanna á Vestfjörð- Stjórnmálabarátta háö í gegnum tölvu Pappírslaus stjórnmálabarátta er rekin frá kosningaskrifstofu Guðmundar Árna Stefánssonar í Hafnarfirði, sem keppir um 1. sætið í prófkjöri Alþýðuflokks- ins í Reykjanesi gegn Rannveigu Guðmundsdóttur. Starfsmaður á skrifstofu hans tjáði Tímanum í gær að hér væri í rauninni um að ræða nýjung sem næði til fárra, en ákveðið hefði verið að gera þessa tilraun með tölvu- póstfang á Internetinu, aðallega til að læra af henni. „Þetta gagnast eflaust ekki mörgum að þessu sinni, en það verður fróblegt að fylgjast meb hvernig gengur. Þessi aðferð á eftir að verða algeng þegar tímar líða," sagði starfsmaðurinn. ■ um, komist yfirvöld öryggis- og skipulagsmála ab því að þrengja þurfi mörk byggða af öryggisástæ&um. Hann segir eðlilegt að almannavaldið styrki fólk til búsetuskipta af þessum orsökum. Nefnd skipuð ráðuneytisstjór- um allra ráðuneytanna kom saman í fyrsta skipti í gær, en hún var skipuð í kjölfar náttúru- hamfaranna á Vestfjörðum. Hlutverk nefndarinnar er að taka við öllum þeim spurning- um sem upp koma og gera til- lögur til ríkisstjórnarinnar um einstök efnisatribi. Nefndin á að sjá til þess ab allar fyrirspurnir og ábendingar komist til skila en lendi ekki milli vita í stjórn- kerfinu. í byrjun verður aðal- hlutverk hennar að kortleggja þann vandann, en síðan munu þau ráðuneyti sem viðkomandi mál snúa að sinna hvert sínu sviði. Þessari Vestfjarðanefnd er a.m.k. ekki að sinni ætlað að gera tillögur um framtíðartil- högun byggðar fyrir vestan, en Davíð Oddsson forsætisráðherra segir ljóst ab menn verði að setj- ast niður og endurmeta stöðu byggðanna á Vestfjörðum í heild sinni í ljósi síöustu at- burða. „Ég held að þaö sé óhjá- kvæmilegt að menn hugsi þessa stöbu upp á nýtt ef það gerist að yfirvöld skipulagsmála og yfir- völd öryggismála komast að þeirri niburstöðu, að mörk sem þeir höfðu áöur leyft fyrir byggð séu of rúm. Þá er ljóst að menn hafa vérið að byggja og kosta til, jafnvel aleigu sinni, á fölskum forsendum. j mínum huga er óhjákvæmilegt ab almanna- valdið komi aö því máli, þannig að mönnum sé auðveldað að byggja upp trausta tilveru á nýj- an leik, hver á sínum stað og í sinni byggð." Davíð Oddsson segist þarna ekki vera að tala um að flytja fólk frá Vestfjörðum, sem sé eitt mikilvægasta svæði landsins hvað varðar tekjuöflun þjóðar- innar. „Það á hins vegar að styrkja stöðu þessara byggða til þess að fólk geti komið sér fyrir á þeim svæbum sem öruggust eru," segir forsætisráðherra. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.