Tíminn - 19.01.1995, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.01.1995, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. janúar 1995 feílWtfeMflWI 7 Þau fórust í Súbavík Hrefna Björg Hafsteinsdóttir Kristján Númi Hafsteinsson Aðalsteinn Rafn Hafsteinsson 7 ára, f. 10. ágúst 1987 4 ára, f. 7. október 1990 2 ára, f. 29. september 1992 TÚNGATA 5 Systkinin Aðalsteinn Rafn Hafsteinsson, Kristján Númi Hafsteinsson og Hrefna Björg Hafsteins- dóttir létust. Faðir þeirra Hafsteinn Númason, 43 ára, var á sjó, en móöir þeirra Berglind M. Kristjánsdóttir, 31 árs, bjargaðist. TÚNGATA 6 Feðginin Hafsteinn Björnsson og Júlíanna Bergsteinsdóttir fósturdóttir hans létust. Þar bjó jafnframt Björk Þóröardóttir, 46 ára móðir júlíönnu og sambýliskona Hafsteins, sem var ekki heima þegar flóð féll. Bella Aðalheiður Vestfjörð Petrea Vestfjörð Valsdóttir 39 ára, f. 15. mars 1955 12 ára, f. 21. mars 1982 Hjördís Björnsdóttir 37 ára, f. 15. október 1957 Birna Dís Jónasdóttir 14 ára, f. 23. ágúst 1980 Helga Björk Jónasdóttir 10 ára, f. 17. maí 1984 TÚNGATA 7 Mæðgurnar Bella Aðalheiður Vestfjörð og Petrea Vestfjörð Valsdóttir létust. Þarna bjuggu jafnframt Wieslawa Lupinska, 33 ára, pólsk kona sem bjargaðist úr flóðinu og 10 ára gamall sonur hennar Tomasz Lupinski, sem bjargaðist eftir 23 tíma í snjónum. TÚNGATA 8 Mæðgurnar Hjördís Björnsdóttir, Birna Dís Jónasdóttir og Helga Björk Jónasdóttir létust. Þarna bjó einnig Jónas S. Hrólfsson, 37 ára eiginmaöur Hjördísar og faðir stúlknanna en hann bjargað- ist úr flóöinu, og Sigurrós Jónasdóttir, 15 ára , sem var ekki heima þegar flóðið féll. Sveinn Gunnar Salomonsson 48 ára, f. 29. október 1946 Hrafnhildur Kristín Þorsteinsdóttir 49 ára, f. 2. júlf 1945 Hrafnhildur Kristín Þorsteinsdóttir 1 árs, f. 8. september 1993 NESVEGUR 7 Hjónin Sveinn Gunnar Salómonsson og Hrafnhildur Kristín Þorsteinsdóttir létust. Þar bjó einnig uppeldissonur þeirra Jeff Daníel Magnússon, 13 ára, sem bjargaðist. Einnig var í húsinu tengdasonur þeirra, Bjarni Guöbjartsson, sem bjargaðist. NJARÐARBRAUT 10 Sigurborg Árný Guðmundsdóttir lést. Hún bjó ein, en lætur eftir sig þrjú uppkomin börn. AÐALGATA 2 Hrafnhildur Kristín Þorsteinsdóttir lést. Þarna bjuggu foreldr- ar Hrafnhildar Sigríður R. Jónsdóttir, 22 ára, og Þorsteinn Ö. Gestsson, 27 ára, og hálfsystir hennar Linda Rut Ásgeirsdóttir, 5 ára, sem öll björguöust. Hrafnhildur var sonardóttir nöfnu sinnar á Nesvegi 7. Biskupinn yfir íslandi: Fyrirbænir í kirkjum Biskup hefur farið þess á leit við presta, að í messum á sunnudaginn verði sérstak- lega beðið fyrir þeim, sem um sárt eiga að binda eftir náttúruhamfarirnar í Súða- vík. Jafnframt sem fyrirbæn fyrir þessu fólki verður þungamiðja bænahaldsins, þá skal beðið fyrir þeim, sem af mikill fórnfýsi hafa gert allt, sem í mannlegu valdi stendur, til þess að veita aðstoö og hjálp. Þá hefur biskup einnig beðið presta um að sinna sérstaklega börnum bæði í skólum og dagheimilum, en hætt er við því, að þau verði fyrir miklu áfalli þegar þau sjá myndir af jafnöldrum sínum, sem urðu fórnar- lömb snjóflóðsins. Munu prestar hafa samráb vib skólayfirvöld, með það fyrir augum að samræma aögerö- ir þessara abila til stuönings börnum og ungmennum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.