Tíminn - 19.01.1995, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.01.1995, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 19. janúar 1995 9 UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND UTLOND Tannstöngla- bann til verndar svínum Seúl - Reuter Frá og meö 1. febrúar nk. er notk- un tannstöngla bönnuö á veit- ingastööum í Suöur-Kóreu. Þetta bann er meðal ákvæða nýrra um- hverfislaga, en umhverfisráöu- neytiö í landinu upplýsir að tann- stönglabanniö sé tilkomið af því aö matarleifar með tannstönglum hafi grandaö mörgu svíninu í Suöur-Kóreu og bændur hafi orð- ið fyrir tilfinnanlegu tjóni af þeirri ástæöu. Sá vert sem viröir ekki tann- stönglabanniö má búast við því að verða dæmdur í háa sekt, en hún getur numið andviröi allt aö 250 þús. íslenskra króna. í nýju umhverfislögunum er jafnframt lagt bann viö notkun plastumbúða, nema þær eigi að fara utan um kjötmeti eöa önnur matvæli sem ekki er hægt aö pakka á annan hátt svo að kröfum heilbrigðisyfirvalda sé fullnægt. Þá gera lögin ráð fyrir því að grip- ið sé til ýmisskonar ráöstafana til að draga úr notkun umbúöa. Er þeim ráöstöfunum ætlaö aö draga úr sorpmyndun og hvetja til end- urnýtingar. ■ Risastór krani fjarlægir bílflök úr rústunum af brú á Hanshin hrabbrautinni, sem hrundi í jarbskjálftanum í Kobe, þeim versta sem ribib hefur yfir japan í nœstum hálfa öld. Gæti þab gerst hér? er spurt um gjörvallt Japan Klám-ráöstefna í Manílu: Herferö gegn misnotkun á börnum Maníla - Reuter Ráöstefna gegn klámi með þátt- töku fulltrúa frá þrjátíu ríkjum og fjörutíu trúflokkum hófst í Man- ílu í gær, en í upphafi var lesinn boðskapur Jóhannesar Páls páfa. Þar sagði aö samkoman væri til marks um að ásetningur góðvilj- aöra manna, að stemma stigu viö skelfilegri þróun á þessu sviði, væri aö eflast. Skömmu eftir aö ráðstefnan hófst var lögö fram ályktunartil- laga þar sem krafist er aö tafar- laust verði gerðar róttækar ráð- stafanir til aö binda enda á kyn- feröislega misnotkun barna af hálfu barnaníðinga frá Evrópu- löndum og Bandaríkjunum. A ráðstefnunni verður meöal annars rætt hvernig unnt sé aö uppræta starfsemi samtaka barna- níðinga sem eru talin öflug víða á Vesturlöndum. Slík samtök reka upplýsingaþjónustu sem virkar sem vændismiölun m.a. í Tæ- landi, á Filipseyjum og í Brasilíu. í Bandaríkjunum gengu nýlega í gildi lög þar sem kveðiö er á um viðurlög vegna kynferöislegrar misnotkunar á börnum. Eiga dæmdir barnaníöingar yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi og sektir aö jafnvirði allt aö 17 milljónum íslenskra króna. Talið er aö samanlögö velta klámiönaöarins í heiminum nemi nú andvirði 700 milljarða ís- lenskra króna á ári hverju. Arð- semi slíkrar glæpaiðju er veruleg og er talin slaga upp í gróöa af eit- urlyfjasölu. ■ Yngve Haagensen, formaður Al- þýöusambandsins í Noregi, skorar á aðila vinnumarkaöarins þar í landi aö jafna laun kvenna og karla. Hann heldur því fram að meö tilliti til afkomu þjóöarinnar og efnahagsástands sé nú lag til Tókýó - Reuter í Japan er nú ekki það manns- barn sem ekki er slegið óhug eftir landskjálftann mikla sem fór verst meö borgina Kobe en olli einnig verulegum skemmdum t Osaka og Kyoto. Hvarvetna er nú spurt: Gæti þaö gerst hér? Ekki síst er þaö í höfuðborginni sem menn spyrja slíkrar spurningar. Moskvu - Reuter Borís Jeltsín forseti Rússlands lýsti því yfir í gær að hann mundi undir engum kringum- stæðum eiga beinar viðræður við leiðtoga Tsétséna, Dzokar Dúdajev, mann sem stæði fyr- ir þjóðarmorði á sínum eigin löndum. Að sögn Interfax- aö leiörétta þennan mun sem enn sé á bilinu 10-30%. í Noregi er launamunur hjá konum og körlum mestur í trygg- ingastarfsemi, heilbrigðisþjón- ustu og hjá fyrirtækjum í einka- rekstri. ■ Tala látinna, slasaðra og týndra hækkar stöðugt, en þegar hefur verið slegið föstu að 2.459 hafi týnt lífi, 14.363 hafi slasast og aö 940 sé enn saknað. Óttast er aö allar þessar tölur eigi enn eftir aö hækka til muna. Ömurlegt ástand ríkir í Kobe. Vatnsskortur hefur mjög háð björgunarsveit- um, sem auk þess aö leita særöra fréttastofunnar var Jeltsín við- staddur athöfn í Kreml er hann sagði þetta. Hann tók sérstaklega fram að hann hefði fulla stjórn á hernaðar- aðgerðum í Tsétsénju. Jeltsín, sem sætt hefur sívax- andi gagnrýni að undanförnu, var kokhraustur aö vanda er hann ræddi við fréttamenn í Kreml. „Hafið ekki áhyggjur," sagði hann. „Ég hef fullkomna stjórn á valdastofnunum Rúss- lands og fylgist vandlega með þeim frá degi til dags." „Ekkert alvarlegt gerist í Tsétsénju án minnar vitund- ar," hélt forsetinn áfram og bætti því við aö stjórnin í Moskvu væri reiöubúin að tala við fulltrúa frá her Tsétséna, fulltrúa héraðsstjóma og hinna ýmsu þjóðflokka í land- inu. og látinna hafa mátt berjast viö óslökkvandi elda víða um borg- ina. Almenningur er nú aö jafna sig eftir fyrsta áfallið sem kom þegar skjálftinn reið yfir, en viö tekur skelfing og kvíöi fyrir því sem framundan er. Óttast er aö skjálftatímabil sé framundan og telja vísindamenn jafnvel líkur á mjög höröum Síðan tilkynnt var um að samkomulag hefði tekist um sáttaviðræður og vopnahlé milli hinna stríðandi fylkinga í Tsétsénju hafa vonir staðið til að vopnahléð gengi í gildi á miðvikudagskvöld. ■ skjálftum. í Tókýó verbur þess vart með margvíslegum hætti að kvíöi hefur náð tökum á almenn- ingi. Er fréttist að vatn o& vistir í Kobe nægöu einungis þriöjungi borgarbúa seldist vatn á flöskum upp á skömmum tíma í mörgum verslunum og kaupmenn segja aö aldrei hafi verib önnur eins sala í niöursuðuvörum og ýms- um öryggisbúnaði, s.s. hjálmum og jafnvel járnvöru af ýmsu tagi, m.a. festingum til að skrúfa hús- gögn föst viö veggi. Björgunarstarf á jaröskjálfta- svæöunum heldur áfram og snemma á miðvikudagsmorgun fundust tveir gamlir menn sem höföu legið grafnir í rústum húsa sinna í meir en sólarhring. Öðrum þeirra sagðist svo frá aö söngur konunnar hans hefði haldið í honum líftórunni, en hún ákvaö aö syngja sjálfri sér og öbrum í rústunum til hughreyst- ingar. Og hvað söng hún, þessi gamla japanska kona í rústun- um? Gamlan húsgang, Rauðu drekafluguna, sem reyndar er vögguvísa. MENNTAMALARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Staba framkvæmdastjóra hljóövarpsdeildar Ríkisútvarpsins er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir meb upplýsingum um menntun og starfsferil skulu sendar menntamálarábuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja- vík, fyrir 15. febrúar 1995. Menntamálaráöuneytib, 18. janúar 1995. Noregur: Lag til ab leibrétta launamun kynjanna Jeltsín aftekur að ræða við Dúdajev og sakar hann um þjóðarmorð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.