Tíminn - 19.01.1995, Síða 10
10
Fimmtudagur 19. janúar 1995
Taktu lagiö, Lóa!
Æfingar langt á veg komnar
Nú standa yfir æfingar á leikrit-
inu Taktu lagið, Lóa! sem frum-
sýnt verður í lok mánaðarins á
Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins.
Höfundur verksins er breska
leikskáldið Jim Cartwright, sá
hinn sami og skrifabi Stræti og
BarPar, sem sýnd voru við mikl-
ar vinsældir hjá Þjóðleikhúsinu
og Leikfélagi Akureyrar.
Leikendur eru Kristbjörg Kjeld,
Pálmi Gestsson, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Hilmar Jónsson,
Ragnheibur Steindórsdóttir og
Róbert Arnfinnsson. Búninga
annast Þórunn E. Sveinsson, lýs-
ingu Páll Ragnarsson, sviðs-
mynd hannar Stígur Steinþórs-
son, Jón Ólafsson stjórnar tón-
listinni, Árni Ibsen þýddi verkið
og Hávar Sigurjónsson leikstýrir.
Taktu lagið, Lóa! var tilnefnt
gamanleikrit ársins í Bretlandi í
hitteðfyrra. ■
50. sýning á Óskinni
Laugardagskvöldið 14. janúar var
50. sýning á Óskinni eftir Jóhann
Sigurjónsson á Litla sviði Borgar-
leikhússins, en sýningin var
frumsýnd fyrir fjórum mánuö-
um. Hafa um sex þúsund áhorf-
endur séð þessa sviðsetningu
verksins, en aldarfjórðungur er
liðinn frá því það var síöast sett á
svið af atvinnuleikhúsi í Reykja-
vík. Hefur Galdra-Loftur þó jafn-
an verið talinn eitt höfubverk Jó-
hanns Sigurjónssonar og skipað
hæstan sess þeirra í vitund al-
mennings ásamt Fjalla-Eyvindi.
Um þessar mundir eru liðin
áttatíu ár frá því frægðarför þessa
leikrits hófst. Það var frumsýnt af
Leikfélagi Reykjavíkur þann 26.
desember 1914 undir hinu ís-
lenska heiti Gaidra-Loftur, en
frumsýnt í ársbyrjun 1915 í Dag-
marleikhúsinu í Kaupmanna-
höfn undir hinu upprunalega
heiti Óskin. Það hefur síðan verið
reglulega á verkefnaskrá Leikfé-
lagsins og ævinlega notið alþýðu-
hylli.
Jóhann samdi verkib fyrir stórt
svib og nær þrjátíu manna leik-
flokk. Þrátt fyrir þab eru megin-
persónurnar í framvindu sög-
unnar fáar. Fyrir þá styttu útgáfu
verksins, sem nú er leikin á Litla
sviðinu, hefur leikstjórinn, Páll
Baldvin Baldvinsson, fækkað per-
sónum leiksins í sex. Það er Sig-
rún Edda Björnsdóttir sem leikur
Steinunni, Ellert A. Ingimundar-
son leikur Ólaf, ráðsmanninn
leikur Theodór Júlíusson og Árni
Pétur Guðjónsson Blinda mann-
inn. Nýliðarnir í sýningunni eru
þau Margrét Vilhjálmsdóttir og
Benedikt Erlingsson, sem leika
Dísu og Loft. Tónlistina samdi
Hilmar Örn Hilmarsson, en lýs-
ingu gerði Lárus Björnsson. Stíg-
ur Steinþórsson er höfundur leik-
myndar, en Páll Baldvin Bald-
vinsson búninga.
Sýningum á Óskinni fer ab
fækka sökum þrengsla á Litla
sviðinu, en tvö önnur verk eru
þar á fjölunum í vetur, Ófælna
stúlkan eftir Anton Helga Jóns-
son og Framtíðardraugar eftir
Þór Tulinius. Næstu sýningar
verða 21. og 28. janúar. ■
Æfingar byrjabar á West Side Story
Strax eftir áramót hófust æfing-
ar í Þjóöleikhúsinu á söngleikn-
um West Side Story, Sögu úr
vesturbænum, sem fyrirhugað
er að frumsýna í lok febrúar.
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi
heimsfrægi söngleikur er sýnd-
ur hérlendis og það eru á fjórða
tug leikara, söngvara og dansara
sem taka þátt í uppfærslunni.
Meðal leikenda má nefna Fel-
ix Bergsson, Mörtu Halldórs-
dóttur, Valgerði Guðnadóttur,
Garðar Thór Cortes, Hilmi Snæ
Guðnason, Steinunni Ólínu
Þorsteinsdóttur, Baltasar Kor-
mák, Gunnar Eyjólfsson, Sigurð
Sigurjónsson, Ástrósu Gunnars-
dóttur, Hjálmar Hjálmarsson,
Vigdísi Gunnarsdóttur, Eddu
Amljótsdóttur, Jón St. Kristjáns-
son, Stefán Jónsson, Gunnar
Helgason, Magnús Ragnarsson
og Sigrúnu Waage.
Um búninga sér María Ólafs-
dóttir, Finnur Arnarsson hann-
ar leikmynd og lýsing er í hönd-
um Bjöms Bergsteins Guð-
mundssonar.
Tónlistarstjóri er Jóhann G.
Jóhannsson, en dansstjóri Kenn
Oldfield.
Leikstjóri er Karl Ágúst Úlfs-
son og hann er einnig þýðandi
verksins. ■
Hlaövarpinn:
Skilabob
til Dimmu
Á morgun, föstudaginn 20.
janúar, veröur einþáttungurinn
„Skilaboð til Dimmu" eftir El-
ísabetu Jökulsdóttur frumsýnd-
ur í Kaffileikhúsi Hlaðvarpans.
Verkið er einleikur og leikari er
Þórey Sigþórsdóttir, sem nýlega
lék aðalhlutverkið í sjónvarps-
myndinni „Hvíti dauðinn".
Skilabob til Dimmu er tragí-
komískt eintal um einmana
konu, sem glímir við lífið. Hún
tekst á við drauga úr fortíðinni,
föður sem er látinn, unnusta
sem hefur yfirgefib hana. Menn
sem hún vildi, en þeir ekki
hana. Bældar tilfinningar, sem
flækjast fyrir henni. Hún hefur
engan til að tala við og gerir ör-
væntingarfullar tilraunir til að
ná sambandi vib annað fólk.
Hún lokast æ meir inni í sínum
heimi, sem er á mörkum þess að
geta talist eðlilegur. Dimma get-
ur ekki horfst í augu vib lífið
eins og það er. Hún finnur því
flóttaleið ... hún fær skilaboð úr
umhverfinu ... skilaboð sem
gefa Iífi hennar tilgang ... skila-
boð um það hvernig hún getur
breytt heiminum ... til hins
betra.
Þó eintaliö sé í hálfgerðum
ýkjustíl, er auövelt að finna
samsvaranir úr umhverfinu í
dag. Leit fólks að tilgangi hefur
tekiö á sig nýjar birtingarmynd-
ir og straumar og stefnur í anda
nýaldar hafa dregið til sín stór-
an hóp. Landamæri þess, sem
fólk telur vera innan eðlilegra
marka, eru oft ansi óljós. Þab,
sem einum finnst einkar eðli-
legt, finnst öðrum geðbilun.
Neysluþjóðfélagið hefur búið til
fólk sem sinnir stöðugt eigin
þörfum, frama, líkama og
þroska, en það hefur ef til vill
misst hæfileikann til að tengjast
öðrum á eðlilegan hátt, eignast
vini. Verkib fjallar því 'kannski
fyrst og fremst um einmana-
leikann.
En þó fálmkenndar tilraunir
okkar til ab takast á við erfiða
hluti í lífinu séu stundum sorg-
legar, geta þær einnig verið
sprenghlægilegar. Dimma
sveiflar okkur þarna öfganna á
milli, og lokaniðurstaðan verð-
ur ekki einhlít.
Skilaboð til Dimmu samdi El-
ísabet sérstaklega fyrir Þóreyju
þegar hún stundabi nám viö
Leiklistarskóla íslands, en þab-
an útskrifaðist hún árið 1991.
Síðan þá hefur hún leikið jafnt í
Borgarleikhúsinu og Þjóðleik-
húsinu og meðal verka, sem
hún hefur tekið þátt í, má nefna
Ljón í síðbuxum eftir Björn Th.
Björnsson, Þrúgur reiðinnar eft-
ir John Steinbeck, Hafið eftir
Ólaf Hauk Símonarson, Kjafta-
gang eftir Neil Simon, 13. kross-
ferðina eftir Odd Björnsson og
Leynimel 13 eftir Þrídrang. Þór-
ey hefur einnig leikið í nokkr-
um sjónvarps- og kvikmynd-
um, nú síðast í „Hvíti dauð-
inn".
Elísabet Jökulsdóttir er ein af
þeim íslensku skáldkonum sem
vakið hafa hvab mesta athygli
frá því að hennar fyrsta bók
kom út árið 1987. ■