Tíminn - 19.01.1995, Blaðsíða 4
4
Fimmtudagur 19. janúar 1995
fijmMf
STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7
Útgáfufélag: Tímamót hf.
Ritstjóri: jón Kristjánsson
Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1,105 Reykjavík
Sími: 631600
Símbréf: 16270
Pósthólf 5210, 125 Reykjavík
Setning og umbrot: Tæknideild Tímans
Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verb ílausasölu 150 kr. m/vsk.
Breytt vibhorf
Nú liggur fyrir aö manntjónið í snjóflóðinu á
Súðavík er það annað mesta á öldinni og fjórtán
manns týndu lífi. Þetta eru ógnartíðindi, sem hug-
ur fólksins í landinu er bundinn við þessa óveðurs-
daga.
Það veldur sérstökum áhyggjum í þessu sam-
bandi, að þessar náttúruhamfarir verða á stað þar
sem ekki var talin yfirvofandi hætta og þær bygg-
ingar, sem þarna voru, eru ekki gamlar. Þessir at-
burðir setja þá framvindu, sem var í forvörnum
vegna ofanflóða, að vissu leyti aftur á bak. Sér-
fræðingar á þessu sviði hafa lýst því yfir að nauð-
syn beri til að taka allt hættumat vegna snjóflóða
til endurskoðunar.
íslendingar eru söguþjóð og vilja nýta sér
reynslu liðinna kynslóða. í huga almennings í
landinu er varfærni bundin við þá staði þar sem
náttúruhamfarir hafa átt sér stað og sögulegar
heimildir eru til um. Hætt er við að þessi vitneskja
dugi ekki ein, það sanna dæmin.
Það er einnig hætt við því að ýmis ofanflóð, sem
hafa átt sér stað án þe'ss að eignatjón yrði, hafi ekki
komist í annála á fyrri tíð. Allt þetta þarf að hafa í
huga við það endurmat sem þarf að fara fram.
Sögulegar heimildir eru mikil nauðsyn við slíkt
mat, en varast ber að setja allt traust á þær.
Það ber brýna nauðsyn til að vanda svo sem föng
eru á til allra þátta veðurfarsrannsókna. Hér eiga
að vera föng til slíkra rannsókna, bæði sérhæft
fólk og reynsla af óvenju hörðu veðurfari og mis-
viðrasömu. Um það er vissulega til vitneskja að
óvenjulegar brautir lægða geta haft þau áhrif á
vindátt og snjóalög, að aðstæður verði með öðrum
hætti en vanalegt er. Sú óveðurslægð, sem þessum
hörmungum olli nú, hagaði sér um margt óvenju-
lega. Hún var mjög djúp og kröpp, fór ekki sem
margar aðrar slíkar fyrir austan land, heldur yfir
landið og settist um kyrrt um hríð skammt fyrir
norðan land. Þetta skapaði meðal annars þær að-
stæður sem voru á Vestfjörðum. Hörð veður eru
ekki óvenjuleg þar, en nú keyrir um þverbak.
Yfirlýsingar hafa verið gefnar um það að kapp
verði lagt á endurmat á snjóflóðahættu og hefur
umhverfisráðherra meðal annars gefið slíkar yfir-
lýsingar. Á umhverfisráðuneytinu hlýtur ab lenda
að samræma þetta starf, því að margir aðilar þurfa
að koma að málum. Árangur næst ekki nema meb
samvinnu sérfræðinga, meðal annars á Veður-
stofu, skipulagsyfirvalda og heimamanna á hverj-
um stað, og þá ekki síst sveitarstjórnarmanna sem
fara með forustu í einstökum byggðarlögum. Nú
eins og alltaf er mesta ráðgátan hið flókna samspil
veðurfars og landshátta. Aðstæður í þessu efni eru
svo mismunandi og flóknar að langur vegur er í
stórasannleik í þessum efnum.
Þrátt fyrir öll vísindi og tækniframfarir, sem hafa
verið undraverðar, er veðurfarið manninum enn
ráðgáta. Þekkingu á þessu sviði hefur vissulega
fleygt fram, en þó er enn allt of margt sem kemur
í opna skjöldu, og margar spár, sem byggðar eru á
kunnáttu og bestu tækni hverju sinni, standast
ekki. Þetta eru þær staðreyndir, sá raunveruleiki
sem við búum við í þessu norðlæga landi.
Nýsköpun í leggöngunum?
Hafnfirskir kratar segja í Morg-
unblabinu í gær ab Hafnarfirbi sé
nú stjórnab úr stjórnarrábinu í
Reykjavík. Þannig bendir Tryggvi
Harbarson, einn bæjarfulltrúa
krata, á ab Davíb Oddsson hafi
verib meb puttana í meirihluta-
myndun allaballa og íhalds sl.
vor, og svo komi hann enn á ný
meb mjög afgerandi hætti ab
málinu í dag, þegar verib er ab
endurreisa þennan sama meiri-
hluta.
Áhugavert er ab skoba þessi
ummæli í ljósi snarpra vibbragba
Ólafs Ragnars flokksformanns í
Alþýbubandalaginu í Hafnar-
fjarðarmálinu og yfirlýsingar
Davíðs Oddssonar hér í Tíman-
um á dögunum. Og þab er ebli-
legt ab velta fyrir sér hvort ný-
sköpunarstjórn sé í burbarlibn-
um bak við tjöldin. Eins og frægt
var úr viðtali Tímans vib Davíö
Oddsson fyrir nokkrum vikum,
þá sagði forsætisráðherra að orð
hans um að hann myndi aldrei
sitja sem forsætisráðherra í skjóli
Ólafs Ragnars hefðu fallið í hita
leiksins á Alþingi og ekki bæri að
taka slíkt svo bókstaflega.
Foringjarnir sjálfir í
málib
Persónuleg afskipti þessara
tveggja foringja af meirihluta-
mynduninni í Hafnarfirði benda
eindregið til þess að þeir sjái í
þessu stjórnarmynstri í Hafnar-
firði áhugavert mynstur sam-
starfs, sem hugsanlega væri hægt
að taka upp á landsvísu ef tæki-
færi gæfist. Það er raunar fjöl-
margt sem styrkir kenningar um
að verið sé að byggja bandalög í
nýsköpunarstíl. Fyrir það fyrsta
er það söguleg staðreynd að Dav-
GARRI
íð gerði bandalag við Jón Baldvin
fyrir síðustu kosningar um nýja
viðreisn ef niðurstaða kosning-
anna leyfði. Fordæmin eru því
fyrir hendi hvað varðar vinnu-
brögð af þessum toga. Þá er það
auðvitað ekki eðlilegt hvernig
forustumenn Alþýðubandalags-
ins láta í Framsókn, því bæöi
Svavar Gestsson og Ólafur Ragn-
ar hafa notaö öll möguleg og
ómöguleg tækifæri til að saka
Framsókn um að hafa kastað fyr-
ir róða félagshyggjustjórnar-
möguleikanum. Það er nánast
sama hvað Halldór hefur sagt um
hugsanlega stjórnarmyndun,
alltaf koma forustumenn Al-
þýðubandalagsins og harma aö
hann hafi snúið baki viö félags-
hyggju og hugsanlegri stjórnar-
myndun félagshyggjuflokkanna.
Nú síðast kemur Olafur Ragnar í
Mogganum í síðustu viku og seg-
ir einkennilegt að Halldór skuli
nánast hafna félagshyggjustjórn
fyrirfram, og var þá aö vísa til
ummæla sem Halldór lét falla á
fundi með reykvískum fram-
sóknarmönnum. Engu að síður
sagöi Halldór á þeim fundi að
helst vildi hann mynda stjórn
með núverandi stjórnarand-
stöðuflokkum!
✓
Akafinn kemur upp
um þá
Þegar menn eru svona ákafir,
eins og alþýðubandalagsmenn
virðast vera, í að láta aðra afskrifa
möguleikann á félagshyggju-
stjórn, er næsta víst að þeir hafa
engan áhuga á henni sjálfir.
Þannig er ýmislegt sem gefur-
til kynna aö þær „sögulegu sætt-
ir", sem Styrmi Gunnarsson
Morgunblaðsritstjóra dreymdi
um fyrir nokkrum misserum,
gætu orðið að raunveruleika eftir
næstu kosningar. Hafnarfjarö-
armasúrkinn, sem þjóðin hefur
orðið vitni að undanfarnar vikur,
væri þá aðeins forleikurinn að
nýsköpunarsinfóníu Ólafs og
Davíðs á landsvísu. Slíkt yrði þó
nokkuð snautleg lending fyrir
nýliðana í Alþýðubandalaginu,
óháðu alþýðubandalagsmennina
með Ögmund Jónasson, íhalds-
andstæðingf?), í broddi fylking-
ar. Garri
Á síðasta snúningi
Samtímis því að allaballarnir í
Hafnarfirði endurheimta völd sín
til að efla félagshyggjuna með
íhaldinu, undir styrkri leiðsögn
Davíðs Oddssonar, eflist einstak-
lingshyggjan í Reykjavíkurarmi
flokksins. í bígerð er að tefla fram
óháðum og alfrjálsum kandídöt-
um á lista flokksins í Reykjavík.
Þeir eru óflokksbundnir fyrir og
eftir kosningar, og á þingi og í
þingflokknum hlíta þeir ekki
flokksaga. Hvaða erindi þeir eiga í
slagtog með gömlum og úr sér
gengnum marxistum vita þeir
einir sem sækja í selskapið.
Ögmundur Jónasson á tryggt
sæti á iista Alþýðubandalagsins í
Reykjavík sem frjáls og óháður.
Honum dettur ekki í hug að
ganga í flokkinn, enda öldungis
óþarfi, þar sem flokkseigendurnir
eru búnir að lofa honum að kjós-
endur skili honum inn á Alþingi
án nokkurrar stefnu eða skuld-
bindinga.
jafnréttib hér og
samhjálpin þar
Það liggur í augum uppi að
störf og stefna Alþýöubandalags-
ins eru Ögmundi ekki að skapi, og
lái honum hver sem vill. Ef hon-
um hugnaðist flokkurinn, mundi
hann að sjálfsögðu vera í honum,
eða í það minnsta ganga í flokk-
inn þegar honum býðst þingsæti.
Boðað er til fundar óflokks-
bundinna og óháðra á sunnudag,
þar sem einstaklingar munu
styrkja einstaklingsframtak Ög-
mundar og óháð framboð hans
innan um marxistana á G-listan-
um.
Hér er ekki um að ræða samtök,
heldur einstaklinga, segir Svan-
hildur Kaaber við Alþýðublaðið
og telur framtakið til framdráttar
jafnrétti og samhjálp. Svona er
margt skrýtið í kýrhausnum.
Óhábir í Reykjavík halda að jafn-
réttis og samhjálpar sé helst ab
leita í Alþýðubandalaginu, en
allaballar í Hafnarfirði treysta á
forsjá Davíðs Oddssonar til að sjá
hugsjónum sínum borgið. Það er
ekki óstuðið á forsætisráðherra
um þessar mundir.
Hvab flokksleysingjar einstak-
lingshyggunnar hafa til mála að
Á vfóavangl
leggja kemur í ljós á fundinum,
og væntanlega fæst þá skýring á
því hvers vegna þetta fólk telur
óhugsandi að kjósa Alþýðubanda-
lagið ómengab.
Ögmundur mun lýsa yfir hvort
hann hyggst sitja þingflokksfundi
Alþýbubandalagsins, hvort hann
og aðrir óháðir taki sæti í ríkis-
stjórn fyrir allaballa eba heiti
stjórn, sem flokkurinn tekur þátt
í, stuðningi.
Umskiptingar
Stundum er því fleygt ab
flokkakerfið sé á síðasta snúningi
og talin fram ýmis rök og bent á
dæmi þeirri skoðun til stuðnings.
Rétt er það ab flokkar klofna og
nýir verða til og hverfa. í tímans
rás hafa róttækir sósíalistar þrá-
faldlega breitt yfir nafn og númer,
efnt til kosningabandalaga og
skipt um heiti.
Eins og kameljónið, sem skiptir
litum þegar hætta er á ferðum,
breyta róttæklingarnir um útlit
þegar aöstæður bjóða og þeir fara
að egna fyrir atkvæðin.
Sú andlitslyfting, sem alfríir og
óháðir eiga nú að punta upp á
gamla kommaflokkinn með, er
nýstárleg að því leyti að í þetta
sinn koma nytsömu sakleysingj-
arnir ekki úr Alþýðuflokknum,
eins og hefð er fyrir, heldur er þar
á ferð einstaklingshyggjufólk,
sem ekki kærir sig um að vera í
flokki og alls ekki í þeim flokki
sem það býöur sig fram fyrir eöa
kýs kannski.
En krataklofningurinn sækir nú
á önnur mið. Honum verður til
að mynda vel ágengt í því að tína
upp allaballa hér og hvar, og á sér
góban vonarpening í atkvæöum
þeirra þegar frá líður. Ólgan í
flokkakerfinu er því fyrst og
fremst meðal sósíalistanna, og
svo er það aö renna upp fyrir fem-
ínistum að allar konur eru ekki
eins og að sumar konur eru verð-
ugri en aörar konur. Þar með er
þeirra draumur að verða að mar-
tröð.
En sé það nokkuð, sem ógnar
grónu flokkakerfi, er það þaö að
frjáls einstaklingshyggja ryður sér
til rúms í Alþýðubandalaginu og
að formaður Sjálfstæöisflokksins
beitir öllu sínu afli til að efla
sameignarsinna og veita hug-
sjónum þeirra brautargengi.
Þeir Ögmundur og Davíð eru
forsprakkar byltingarinnar, eða
kannski bara umskiptingar úr
álfheimum valdastreðsins. OÓ