Tíminn - 26.01.1995, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.01.1995, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. janúar 1995 3 Ríkisendurskoöun ekki dús viö aö Lögreglufélagiö þurfi sjálft aö byggja skýli fyrir löggubílana: Ófært ef byrja þarf á ab skafa snjó vib útkall „Að vetrarlagi er ófært að þurfa við útkall (lögreglu) að byrja á snjóruðningi eða að skafa hélu af gluggum bifreið- ar, þegar snör viðbrögö eru oft lykilatriði," segir Ríkisendur- skoöun í skýrslunni um sýslu- mannsembættiö á Keflavíkur- flugvelli þar sem fundið er að því að embættiö hafi ekki skýli fyrir bifreibar sínar. Rík- isendurskobun telur þó tæp- ast eblilegt ab ab starfsmanna- Viörœöuhópur bœjar- stjórnar um ÚA: Mótar ekki endanlegar tillögur Frá Þór&i Ingimarssyni, fréttaritara Tím- ans á Akureyri. Vibræðuhópur bæjarstjórnar Ak- ureyrar vegna hugsanlegrar sölu á hluta bæjarins í Útgerðarfélagi Akureyringa hf. hefur nú rætt vib þá aöila sem sýnt hafa kaupum á hlutabréfunum áhuga. Á fundi bæjarstjórnar á þriöjudag varpaöi Sigríöur Stefánsdóttir, bæjarfull- trúi Alþýöubandalagsins, fram spurningu um hversu langt við- ræðuhópnum væri ætlað að vinna málið en um helgina munu liggja fyrir niðurstöður þeirra tveggja aðila, Nýsis og Andra Teitssonar, sem faiið var að kanna hver yrbu áhrif þess að flytja sölu- starfsemi útgerðarfélagsins. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagöi í umræöum um störf við- ræöuhópsins að hópurinn væri hugsabur sem vinnuhópur en hefbi ekki umboö til þess að ganga endanlega frá málinu. Bæj- arstjórn Akureyrar muni vinna að niburstöðu þess næstu daga. ■ félagib, Lögreglufélag Suður- nesja, skuli sjálft vera að byggja skýli fyrir lögreglubíl- ana. Með réttu ætti embættib ab leysa þetta mál. Þar sem fríir sundlaugamibar nægi lögreglumönnum til þess að halda sér í sæmilega góbu líkamlegu formi hafa lögreglu- menn hjá sýslumannsembætt- inu á Keflavíkurflugvelli komið sér upp abstöðu fyrir lyftingar, ballskák og pílukast í húsi emb- ættisins. „Nú hefur starfs- mannafélagið, Lögreglufélag Suðurnesja, hafið byggingu á viðbótarskála á lóbinni, á ann- ab hundrað fermetra aö gólf- fleti. í því verða auk íþróttaað- stöðu, skýli fyrir tvo bíla emb- ættisins," segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun segir bygg- inguna reista fyrir sjálfsaflafé og mánaðarleg framlög félags- manna, auk þess sem velunnar- ar hafi lagt þeim lib vib bygg- inguna. Með hlutleysi í starfi í huga sé það spurning hversu eölilegt þab sé að lögreglumenn biðji um greiða í nafni félagsins. „Hitt er svo annað ab hér eru starfsmenn að annast mál er embættiö ætti að sjá um með réttu, þ.e. annars vegar að sjá þeim fyrir aðstöðu til aö halda sér í því líkamlega ástandi sem lögreglustörf óneitanlega krefj- ast og hins vegar að til séu skýli fyrir bifreiðar embættisins," segir í skýrslunni. I niðurstöðum hennar er gagnrýnt að þóknun fyrir þrif á bílum embættisins sé ekki í samræmi við ákveðnar reglur sem dómsmálaráðuneytiö hefur ákveöib. Mælst Ríkisendurskob- un til að bætt verbi úr þessu. Þrifunum er þannig háttað að lögreglumenn þrífa lögreglubíl- ana reglulega, þvo þá og hreinsa utan og innan og bóna þá. Fyrir þetta greiöir Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli sérstaka þóknun samkvæmt reikningi frá Lögreglufélagi Suburnesja, og eru þetta einu föstu tekjur fé- lagsins. Að öbru leyti er félags- starfið sjálfboðaliðastarf, þar með talið að koma upp áður- nefndri aðstöðu fyrir félagið og skýli yfir löggubílana. Þessi mynd afderaugum (sólskyggni) birtist í, einkaleyfa" á dögunum. Vörumerkjatíöindum og DERAUGU — uppfinning ungs guöfrœöinema fcer einkaleyfisvernd: Skilgetió afkvæmi derhúfu og gleraugna Deraugu heitir ný uppfinning ungs guðfræbinema, Einars Þorsteins Einarssonar. Hann hefur fengið einkaleyfi á Islandi fyrir uppfinningu sína. „Þetta er bastarbur, svipað og Reiknistofa bankanna: Á annaö þús. færslur tvíbókuöust Vegna mistaka vib endur- keyrslu á bókunarkerfi Reiknistofu bankanna þann 23.desember síðastliðinn, tví- bókubust vel á annað þúsund færslur í bankakerfinu. Þórð- ur B. Sigurbsson, forstöbu- maður Reiknistofu bankanna, segir ab talsverðir erfiöleikar hafi verið vib leiðréttingar og þaö hafi tekib mikinn tíma. Hann segir engan skaða hafa orðið af, svo hann viti, en bæði starfsfólk í bönkum og vib- skiptavinir þeirra hafi margir hverjir orðið fyrir óþægindum. Þórður segil* erfibleika hafa skapast þegar leiðrétta átti færsl- urnar, þar sem vib þá aðgerb hafi einnig verið gerð mistök, sem hafi gert starfsfólki Reikni- stofunnar enn erfiðara fyrir meb leiðréttingar, en þab hafi þó tek- ist. Davíö Oddsson forsœtisráöherra hafnar kröfum bœjarfulltrúa krata um vanhœfi í kœrumálum Hafnarfjaröar: Umkvartanir byggðar á misskilningi Einn aðili, sem varð fyrir því ab úttekt tvíbókaðist, kærbi þaö til Bankaeftirlits á þeim forsend- um að um viljandi verknað væri að ræða. Þórður segir að svo sé víðs fjarri. Hér heföi verið um slys ab ræba, sem ávallt megi eiga von á þar sem hönd mannsins og hugur koma naerri. Þórður segir ab svo virðist vera ab annað óhapp hafi átt sér stað annab hvort 3. eða 7.janú- ar, en hann hafi ekki enn fengiö nánari upplýsingar um það, en leiðréttingar séu ab fara fram þessa dagana. ■ þegar blandað er saman ketti og tófu, þá kemur út skoffín. En í þessu tilviki er um ab ræða skil- getið afkvæmi derhúfu og gler- augna, sem ég leiddi saman eina kvöldstund í sumar. Af- kvæmið af þessum fundi gler- augna og derhúfu er sem sé der- augu," sagði Einar Þorsteinn í samtali við Tímann. „Þú færð fullkomna sólvörn með þessu. Færð tvö lítil der fyr- ir ofan hvert auga í staðinn fyr- ir að vera með eitt stórt der uppi á enninu og svitarönd í hnakk- ann. Þú ert þá meb ígildi dersins og þetta þurrkar út sólgleraugu um leið því það sker burtu alla sólargeisa um leið," sagði Einar Þorsteinn. Þetta á eftir að slá út sólgler- agun sagði Þorsteinn, sem skráði uppfinninguna fyrir hálfu ári síban og hefur kíkt á markaðsmöguleika. Hann segir marga eiga erfitt með að nota sólgleraugu, til dæmis í útivist og íþróttum. Öðru máli gegni um deraugun. ■ Forsætisrábherra vísar á bug fullyrbingum bæjarfulltrúa krata í Hafnarfirði um van- hæfi sína til að skipta sér af kærumálum vegna samskipta bæjarsjóðs vib Hagvirki/Klett. Davíb Oddsson segir kvörtun- arbréf bæjarfulltrúa krata á misskilningi byggt og sum at- ribi bréfsins ósönn en önnur utan vib efni máls. Bréf bæjarfulltrúa Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði er ritað á föstudag. Þar er þess krafist ab Davíð Oddsson vísi málinu frá sér og aörir sem lúti hans flokkslega forræbi komi þar hvergi nærri. Bæjarfulltrúarnir fullyrða að forsætisráðherra hafi meö beinum hætti látið í ljós efnislega afstööu sína til kærunnar í útsendingu Stöövar 2 þann 10. þessa mánaðar. Þaö eitt hljóti að gera hann vanhæf- an til þess ab fjalla um eba fara með málið fyrir hönd ríkis- valdsins. í bréfinu segir síðan orðrétt: „Þá hljóta ab vakna upp efa- semdir um hæfi þitt til að taka á kæru sem undirbúin er og flutt af einum þínum nánasta sam- starfsmanni, Jóni Steinari Gunnlaugssyni, einum af valda- mestu mönnum Sjálfstæðis- flokksins og þínum persónulega vini og ráðgjafa. An þess ab draga í efa heiðarleika ríkislög- manns, Jóns G. Tómassonar, hljóta jafnframt að vakna efa- semdir um hæfi hans til að fjalla um þetta mál þar sem hann var um árabil þinn nán- asti samverkamaöur í borgar- stjórn og persónulegur vinur." í svarbréfi forsætisráðherra til bæjarfulltrúa samstarfsflokksins í ríkisstjórn er tónninn fremur þurrlegur. Hann segir bréf krat- anna í grundvallaratriðum á misskilningi byggt. „Forsenda málatilbúnaðar bréfsins, að svo miklu leyti sem rökstuðningur er skiljanlegur, virðist vera sú, að Rannveig Guðmundsdóttir, félagsmála- ráðherra, hafi verið talin sjálf- krafa vanhæf til að úrskurða í máli er varðar kæru þá, sem bréfritarar nefna, vegna flokks- tengsla við aðila málsins," segir Davíð Oddsson í bréfinu. „Fé- lagsmálaráherra einn hafbi úr- skuröað sig frá málinu af þeim persónubundu vanhæfisástæð- um sem hún nefnir. Þða er ekki á valdi forsætisráðherra að hnekkja þeirri niðurstöðu. For- sætisráðherra ber því ab lögum ab beita sér fyrir setningu ráð- herra til ab fara með þab kæru- mál, sem félagsmálaráðherra hefur sagt sig frá af vanhæfni- ástæðum. Sá rábherra sem sett- ur yrði í hans stað, yrði sjálf- stætt aö meta, hvort vanhæfis- annmarkar væru á ab hann gæti tekið ab sér máliö. Önnur atriði bréfs yðar eru ekki innlegg í umræðu þessa, sum ósönn og önnur utan við efni máls," segir Davíb Oddsson að lokum. Þegar á reynir... ÁRVÍK ÁRMÚL11 ■ REYKJAVlK • SÍMI 687 222 ■ TELEFAX 687295

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.